Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 22
P áskar eru mikil sælgætis­ hátíð. Mörgum dugar ekki eitt páskaegg um hátíðina. Páskaeggin stækka og stækka og úrvalið eykst. Börn metast sín á milli um stærð og fjölda og foreldrar láta glepjast og leyfa börnunum að innbyrða mikið magn súkkulaðis og sælgætis á fáeinum dögum. Súkkulaðipáskaegg eru fyllt með sælgæti og innihalda því mikinn syk­ ur. Það má því vel hugleiða hve mik­ ið af gúmmelaðinu sé hollt að borða yfir páskahátíðina. Hvað skyldi nú vera mikill sykur í stærri gerðum páskaeggja. DV fór á stúfana og kannaði málið. Langt út fyrir viðmiðunarmörk Bryndís Elfa Gunnarsdóttir næringar fræðingur, segir að foreldrar eigi að miða við að viðbættur sykur fari ekki fram úr 10 prósent af hita­ einingaþörf. Hjá 9–10 ára barni eru þetta að hámarki um 50 grömm af sykri á dag. Þegar um stærri egg er að ræða er ljóst að farið er mjög langt yfir þau mörk. „Það er ekkert að því að njóta þess að fá sér súkkulaði yfir páskana meðan hófs er gætt og pass­ að vel upp á fjölbreytni í fæðuvali, en börn fara hæglega yfir þessi mörk sem almennt er miðað við með óhóf­ legri súkkulaðineyslu. Miðað við það sykurmagn sem er í eggjunum er ráð­ legt að gefa börnunum vel að borða af næringarríkum mat yfir páskahá­ tíðina þannig að það sé minna maga­ mál fyrir sykursætt nammið. Það má líka taka frá súkku laði og sætindi og geyma þar til síðar. Börn langar iðu­ lega í stærri gerð páskaeggja, þegar ég fer með lítinn son minn í búðir og er að skoða úrvalið þá get ég hugsað mér að kaupa númer 3 eða álíka, en hann langar auðvitað í það stærsta.“ kristjana@dv.is 22 | Lífsstíll 13. apríl 2011 Miðvikudagur 75 sykurmolar í eggi númer 6 Að borða páskaegg, fyllt sælgæti, er tilhlökkunarefni um hverja páska og flest viljum við páskaegg sömu tegundar og að minnsta kosti jafn stórt og um síðustu páska. En hvað skyldi vera mikill sykur í stærri gerðum páskaeggja og fyllingu þeirra? Góa og Nói og Síríus gáfu DV upplýsingar um sykurmagn í þeirra vörum. Sniðugt á morgunverðarborðið um páskana fyrir börnin Það eru ýmsar leiðir til þess að gefa börnum næringarríkan og hollan mat meðfram öllum sætindunum. Gróft brauð, ostur, grænmeti og egg. Þessu má vel koma fyrir á morgunverðarborðinu yfir páskana. Börnin borða það sem gleður augað og það má vel útfæra næringarríkan morgunverð þeim til skemmtunar. Á vefsíðunni eyecandy. nanakaze.net má finna skemmtilegar uppskriftir fyrir páskahátíðina. Þar á meðal þessa hænueggjafjölskyldu og stöng með kirsuberjatómötum og mozzarellaosti. Í stað ostsins má vel setja grófa brauðbollu og hænueggjafjölskyldan gæti þess vegna átt sess á matarborðinu í næringarríku salathreiðri. Orkuþörf barna Meðalorkuþörf 9–10 ára barna er um 2000 kcal á dag. Samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni er miðað við að viðbættur sykur sé innan við 10% af hitaeiningaþörf en það samsvarar að hámarki um 50 grömmum af sykri á dag eða um 25 sykurmolum. Sykurmagn í páskaeggjum Risapáskaegg frá Nóa og Síríus Rúmlega 700 grömm eða 175 sykurmolar Risapáskaegg frá Góu 346 gr grömm eða 86,5 sykurmolar Páskaegg nr. 6 frá Nóa og Síríus 300 grömm eða 75 sykurmolar Páskaegg nr. 6 frá Góu 178 grömm af sykri eða 44,5 sykurmolar Páskaegg nr. 4 frá Nóa og Síríus 184 grömm eða 46 sykurmolar Páskaegg nr. 4 frá Góu 113 grömm eða 28 sykurmolar Konsúm- páskaegg nr. 4 frá Nóa og Síríus 206,33 grömm eða 51 sykurmoli *Haft var samband við Freyju, upplýsingar um sykurmagn voru ekki á reiðum höndum. * Athugið að eggin geta verið misþung og misstór frá hverjum framleiðanda þrátt fyrir að þau séu merkt sömu stærð. *Í hverjum sykurmola eru um það bil 4 grömm af sykri. „Það er ekkert að því að njóta þess að fá sér súkkulaði yfir páskana meðan hófs er gætt. Reiðistjórnun getur komið í veg fyrir ofbeldi: Þarftu að beisla reiðina? Óbeisluð reiði getur leitt til ýmissa andlegra og líkamlegra vandkvæða – streitu, þunglyndis, svefnvandamála og jafnvel áfengisvandamála. Uppsöfnuð reiði getur líka birst í ofbeldisfullri hegðun sem bitnar á þeim nánustu. Þeir sem hafa ekki stjórn á reiði ættu að tileinka sér reiðistjórnun og leita aðstoðar fagfólks við að finna réttu leiðirnar. Það má gera áætlanir sem hægt er að framfylgja og ef góður árangur næst batna lífsgæðin umtalsvert. En það hafa ekki allir fullt innsæi í vandann. Flestir þeir sem reiðast óhóflega eiga bágt með að sjá að reiðin er afl sem má beisla öllum til góða. Ert þú ein/n af þeim sem ættu að tileinka sér reiðistjórnun? Skoðaðu eftirfarandi spurningar til að meta hvernig þú bregst við reiði. Ef þú svarar fleiri en einni spurningu játandi, þá þarftu að beisla reiðina áður en illa fer hvað varðar eigin heilsu og annarra. Svaraðu spurningalistanum n Tjáir þú reiði þína á þann veg að öðrum finnst það óþægilegt eða yfirþyrmandi? n Verður þú oftar reið/ur en annað fólk í kringum þig? n Verður þú reiðari en nauðsynlegt er? n Hótar þú einhverju þegar þú ert reið/ur? n Ert þú reið/ur lengi, kannski í margar klukkustundir? n Felur þú reiðitilfinningar eða reynir þú að bæla tilfinningar þínar til þess að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar reiðikasta? n Notar þú áfengi eða róandi lyf til að draga úr eigin reiði? n Finnur þú fyrir líkamlegum einkennum eins og hraðari hjartslætti, spennutilfinn- ingu í vöðvum og maga, þegar þú verður reið/ur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.