Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 13. apríl 2011 Miðvikudagur
Þriðji hluti N1-deildar karla gerður upp:
FH-ingar áberandi
HSÍ gerði á þriðjudaginn upp loka-
þriðjunginn í N1-deild karla þar sem
valið var úrvalslið umferðarinnar
auk þess sem besti þjálfarinn, besti
leikmaðurinn og besta umgjörðin
var valin. FH-ingar voru áberandi en
þeir áttu tvo leikmenn í úrvalsliðinu
ásamt því að hreinsa upp öll önnur
verðlaun. Það kom heldur ekkert á
óvart þar sem FH-ingar fóru á kost-
um í þriðju umferðinni og unnu þar
sex leiki af sjö og gerðu eitt jafntefli.
Ásbjörn Friðriksson var kjörinn
leikmaður þriðju umferðar og þá voru
þjálfarar FH, þeir Kristján Arason og
Einar Andri Einarsson, valdir bestu
þjálfararnir. Sigurgeir Árni Ægisson,
varnartröllið í FH, var valinn besti
varnarmaðurinn og þá var FH verð-
launað fyrir bestu umgjörðina í annað
skiptið í vetur. Bestu dómararnir sam-
kvæmt vali eru Suður nesjamennirnir
Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn
Ingibergsson.
Ásbjörn var að sjálfsögðu í úr-
valsliðinu en auk hans átti Ólafur
Guðmundsson stórskytta sæti í því.
Valsarar eiga tvo í úrvalsliði þriðju
umferðar, markvörðinn Hlyn Mort-
hens og skyttuna Erni Hrafn Arnar-
son.
tomas@dv.is
Leikur 2 í Ásgarði
n Úrslitarimma Iceland Express-
deildar karla heldur áfram á fimmtu-
dagskvöldið en þá er annar leikur
í viðureign KR
og Stjörnunnar.
KR niðurlægði
Stjörnuna í fyrsta
leik liðanna á
mánudagskvöldið
með þrjátíu stiga
sigri en Garðbæ-
ingar fá tækifæri
til að svara fyrir
flenginguna á heimavelli. Leikurinn
hefst klukkan 19.15 í Ásgarði í
Garðabænum en leikurinn er einnig í
beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistarakeppnin á
laugardagskvöldi
n Það er ýmislegt sem þarf að flytja
og færa til vegna þess að Íslands-
mótið í knattspyrnu hefst 1. maí.
Meistarakeppni
karla fer fram á
laugardagskvöld-
ið næstkomandi
en þar mætast
Íslandsmeistarar
Breiðabliks og
bikarmeistarar
FH í árlegum leik
meistarakeppni
KSÍ. FH-ingar hafa verið sjóðheitir á
undirbúningstímabilinu og unnu alla
sjö leiki sína í Lengjubikarnum en
Blikar hafa einnig verið að komast í
gang. Leikurinn er í Kórnum og hefst
klukkan 18.15.
30 milljónir
punda duga
n Gareth Bale er einn eftirsóttasti
knattspyrnumaður Bretlandseyja um
þessar mundir en fyrir ekki löngu
síðan sagði Harry
Redknapp, stjóri
Tottenham, að
pilturinn væri
aðeins falur fyrir
ofurtilboð á borð
við 80 milljónir
punda. Nú hefur
hann aðeins
slakað á kröfum
sínum og komi tilboð upp á 30
milljónir punda er ekki loku fyrir það
skotið að Bale hverfi til annars félags.
Þetta hefur vakið athygli Manchester
United, Manchester City og Liverpool
sem öll hafa áhuga kappanum.
Ferrari-menn ósáttir
við hraðann
n Ferrari-menn eru ekki alveg nægi-
lega sáttir við sjálfa sig eftir fyrstu tvær
keppninnar í Formúlunni en hvorki
Fernando Alonso
né Felipe Massa
hafa komist á
verðlaunapall.
Ætlar liðið nú að
rannsaka hvers
vegna bíllinn fer
ekki hraðar og
fara henda upp-
færslum á bílinn
svo hann verði samkeppnishæfur.
„Við þurfum að skoða bílinn betur
því þeir útreikningar sem við sáum
í prófunum í vindgöngunum eru
hvergi sjáanlegir á brautinni,“ segir í
yfirlýsingu frá Ferrari.
Meiddist í brúðkaupi
n Belgíska tennisdrottningin Kim
Clijsters sem var farin að gera sér
vonir um sinn fyrsta sigur á opna
franska meistara-
mótinu gæti þurft
að sleppa mótinu
vegna meiðsla
sem hún varð
fyrir í brúðkaupi
vinkonu sinnar.
Clijsters snéri
sig illa á ökkla
í brúðkaupinu,
samkvæmt því sem kom fram
í yfirlýsingu, en ekki var farið
nánar út í hvað gerðist. Clijsters hefur
farið á kostum eftir endurkomuna í
tennisinn en hún er nú þegar búin að
vinna tvö risamót.
Molar
Úrslitakeppni N1-deildar karla hefst
á fimmtudagskvöldið þegar fyrstu
leikirnir í undanúrslitunum verða
spilaðir. Deildarmeistarar Akureyrar
hefja þá rimmu sína gegn HK á
heimavelli í Höllinni á Akureyri en í
Kaplakrika er fyrsti leikur í undanúr-
slitarimmu FH og Fram. Vinna þarf
tvo leiki til þess að komast í úrslita-
rimmuna sjálfa þar sem þarf svo þrjá
sigra til þess að hampa Íslandsmeist-
aratitlinum. Akureyri er deildar-
meistari og mætir því HK sem endaði
í fjórða sæti en FH náði öðru sætinu
eftir frábæra þriðju umferð í deild-
inni og hefur því heimaleikjarrétt-
inn á Fram. Í innbyrðis viðureignum
Akureyrar og HK var staðan nokkuð
ójöfn í deildinni. Akureyri vann alla
þrjá leiki liðanna, þar af tvo auðveld-
lega og þá báða í Digranesi. Mun
jafnara var í leikjum FH og Fram.
Liðin unnu hvort sinn leikinn, báða
á útivelli, og þriðji leikurinn endaði
með jafntefli. Jafnt er meira að segja
á með liðunum hvað varðar marka-
tölu í innbyrðis viðureignum.
Fínt eftir áramót
„Stemningin er bara virkilega góð í
hópnum,“ segir Einar Andri Einars-
son, annar þjálfari FH, við DV. „Við
höfum beðið eftir því að komast í úr-
slitakeppnina svolítið lengi í Krikan-
um. Menn eru spenntir og bjartsýnir
myndi ég segja. Við erum hægt og ró-
lega að ná heilsu og mannskapurinn
er bara ferskur held ég,“ segir Einar
sem dregur ekkert úr góðu gengi FH-
inga að undanförnu en liðið raðaði
inn þrettán af fjórtán stigum mögu-
legum í þriðju umferð N1-deildar-
innar.
„Við getum ekkert neitað því að
síðasta umferðin spilaðist vel fyrir
okkur. Við vorum að spila góða vörn,
sóknin var fín og báðir markverðir
að verja. Holningin er búin að vera
mjög góð. Heilt yfir hefur þetta ver-
ið ágætt í allan vetur hjá okkur fyrir
utan slæman nóvember þar sem við
töpuðum þremur leikjum. Eftir ára-
mót hefur þetta verið mjög gott, fyrir
utan auðvitað eina slæma viku á Ak-
ureyri,“ segir Einar en FH-liðið tapaði
bæði í bikar og deild gegn Akureyri á
innan við viku.
Svekktir í fyrra
FH er algjört stórveldi í íslenskum
handbolta en gengið hefur verið afar
slakt undanfarin ár. Liðið hefur ekki
spilað í úrslitakeppni síðan árið 2003
en þá var Kristján Arason þjálfari
liðsins. Hann er þjálfari ásamt Einari
Andra í dag. Enn lengra er síðan FH
vann síðast Íslandsmeistaratitil, heil
19 ár. Einar Andri viðurkennir því að
spenna sé í mönnum.
„Jú, ég myndi taka undir það. Við
vorum auðvitað mjög svekktir í fyrra
að komast ekki úrslitakeppnina og
menn eru því hungraðir núna og
vilja klára þetta mót á fullu. Það er al-
veg klárt mál. Það er langt síðan FH
var síðast í úrslitakeppni þannig það
er mikið hungur í mönnum og það
gleður mig,“ segir Einar, en hvar eru
mótherjarnir, Fram, sterkastir?
„Fram er með frábæran hóp og
mestu breiddina ásamt okkur myndi
ég segja. Það er ekki veikan blett á
þeim að finna. Fram er með frábært
sóknarlið sem keyrir hraðaupp-
hlaup, hraða miðju og spilar annað
tempó mjög vel. Þetta þurfum við
að stoppa. Svo er blandan af ungum
leikmönnum á móti reynsluboltum
mjög góð hjá þeim,“ segir Einar.
En hvað með leynivopn FH, Loga
Geirsson, er hann klár? „Logi byrjaði
að æfa í síðustu viku þannig að það
verður bara að koma í ljós. Honum
gengur vel á æfingum núna þannig
að ég er bjartsýnn á að hann nái að
hjálpa okkur. Það er vonandi að hann
nái að taka nokkrar mínútur fyrir
okkur ef á þarf að halda. Það væru
virkilega góðar fréttir fyrir okkur því
hann er auðvitað frábær leikmaður
eins og allir vita,“ segir Einar Andri
Einarsson.
Átta ára fjarvera
n Fyrsta úrslitakeppni FH í átta ár n Spila gegn Fram og hefja leik á
heimavelli n Hungur í mönnum að klára þetta, segir Einar Andri Einarsson
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Bjartsýnn Einar Andri hefur góða tilfinningu fyrir úrslitakeppninni.
Ás í ermi Logi Geirsson gæti spilað nokkrar
mínútur fyrir FH.
Markvörður: Hlynur Morthens, Val
Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK
Vinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FH
Miðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FH
Hægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, Val
Hægra horn: Bjarni Fritzson, Akureyri
Línumaður: Orri Freyr Gíslason, Val
Besti leikmaðurinn: Ásbjörn
Friðriksson, FH
Besti þjálfarinn: Kristján Arason
og Einar Andri Einarsson, FH
Besti varnarmaðurinn: Sigurgeir
Árni Ægisson, FH
Besta umgjörðin: FH
Bestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson
og Hafsteinn Ingibergsson
Úrval umferða 15–21 Úrvalslið umferða 15-21 Myndarlegur hópur.
Mynd RóBERT REyniSSon