Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Qupperneq 26
26 | Fólk 13. apríl 2011 Miðvikudagur Geiri á Goldfinger seldi skemmtistað: Búinn að selja Re-Play Ásgeir Þór Davíðsson, oftast kenndur við karlaklúbbinn Goldfinger, er bú- inn að selja skemmtistaðinn Re-Play við Grensásveg. Aðspurður segist hann eiga eftir að sjá eftir staðnum en að allt sé falt fyrir rétt verð. „Ég veit ekki alveg. Þetta gekk ágætlega en ég ákvað að selja, því það er eins það er að allt er til sölu fyrir rétt verð,“ segir hann aðspurður af hverju hann ákvað að selja staðinn. Ásgeir gerði stórfelldar breytingar á staðnum í góðærinu og lagði mikla peninga í að gera klúbbinn sem glæsilegastan. Hann segir staðinn hafa verið á góðu reki undanfarið og að hann hafi gengið vel sem sport- bar. Ásgeir segir að nýir eigendur muni halda barnum sem sportbar og að fastir liðir eins og konukvöld, sem haldin hafa verið á um 5 vikna fresti, verði áfram fastur liður. Staðurinn hefur verið mikið í frétt- um undanfarnar vikur en eitt um- talaðasta partí síðari tíma, VIP-partí Hildar Lífar og Lindu Ýrar Kjerúlf, var haldið á staðnum. Lögreglan hef- ur þá einnig þurft að hafa afskipti af ungmennum undir lögaldri á staðn- um nokkrum sinnum frá áramótum og hefur staðnum meðal annars verið lokað tímabundið vegna fjölda þeirra. „Það er alveg pottþétt, þetta er al- veg rosalega fallegur staður og það kostaði mig mikla peninga að breyta staðnum,“ segir hann aðspurður hvort hann sakni skemmtistaðarins. Ásgeir þvertekur fyrir að hann hyggist selja fleiri staði, eins og Goldfinger. adalsteinn@dv.is Mun sjá eftir staðnum Ásgeir Þór Davíðsson segist eiga eftir að sjá eftir staðnum en hann hýsti meðal annars eitt umtalaðasta partí síðari tíma. Mynd Björn Blöndal DReymiR um RafmagnsBíl Tónlistarspekinginn dr. Gunna, eða Gunnar lárus Hjálmarsson eins og hann heitir, dreymdi að hann hefði keypt rafmagnsbíl á 900 þúsund krónur á ferð um Austurland. Um var að ræða „lítið brúnt rafmagnsrúgbrauð“ eins og hann orðar það sjálfur. Í draumnum vildi þó ekki betur til en svo að hann bakkaði nýja bílnum sínum af veginum og ofan í gjá „af eintómum klaufaskap“. „Var í næsta atriði vaðandi út í einhverri á og hringdi afsakandi í eldgamla kærustu til að segja henni frá þessu,“ segir hann og að næst hafi hann þurft að skrifa bréf til einhvers sveitamanns sem átti að draga bílinn upp úr gjánni þar sem hann var með síma. „Vaknaði með hausverk,“ sagði hann svo að lokum um drauminn. eiga 22 áR eftiR jónína Benediktsdóttir, frumkvöðull og lífskúnstner, ætlar að lifa í tæp 22 ár í viðbót ef marka má skilaboð sem hún setti á Facebook-vegg eiginmanns síns Gunnars Þorsteinssonar, sem oftast er kenndur við trúfélagið Krossinn. Í skilaboðunum, sem hún skrifaði 4. apríl, sagði hún: „Við eigum um 8000 daga eftir ólifað hér á jörðunni ef við hugsum um heilsuna, eins gott að nota þá vel.“ Í dag, miðvikudag, er því 7991 dagur eftir af lífi hjónanna. Jónína, sem í dag er 54 ára, ætlar því að verða 76 ára gömul, ef marka má skilaboðin. É g er að fara sex sinnum í viku í ræktina og þá er ég búinn að taka mataræðið alveg í gegn,“ segir Jóhannes Haukur Jóhann- esson, leikari, sem hefur brátt tökur á kvikmyndinni Svartur á leik en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Í myndinni leikur Jóhannes mik- inn hrotta og undirheimakóng og hefur því þurft að koma sér í allsvakalegt form. Það hefur heldur betur gengið eftir því Jóhannes er nær óþekkjanlegur í dag vegna vöðva. „Ég byrjaði í „hardcore“-þjálfun um áramótin og fékk þá prógram hjá Kon- ráð Gíslasyni, vaxtarræktarkappa. Áður en ég fór í það hitti ég Hilmar Arnars- son einkaþjálfara í Framhúsinu þrisvar í viku til að ná þjálfuninni upp. Það var bara til að byggja upp grunn og almennt að geta hreyft sig. En núna er ég kominn á fjórtándu viku í svona rosalegri þjálf- un,“ segir Jóhannes sem æfir með Guð- jóni Þorsteini Pálmarssyni sem margir þekkja úr þáttunum Pressu. Guðjón er einkaþjálfari og hefur hann hjálpað Jó- hannesi að halda sér við efnið. „Þetta var alveg rosalega erfitt fyrst. Þá var rosalega mikilvægt að hafa Denna með mér í ræktina. Hann er ein- mitt að læra einkaþjálfarann núna og ég held að hann eigi framtíðina fyrir sér í þeim efnum,“ segir Jóhannes sem fær nammidaga á sunnudögum og hlakkar til þeirrar hátíðar alla vikuna. „Ég er venjulega búinn að ákveða á mánudegi hvað ég ætla að fá mér næsta sunnudagskvöld,“ segir hann og hlær. „Þessi tími hjálpar mér gríðarlega því þá hef ég eitthvað til að hlakka til. Ég fer líka „all in“ á sunnudagskvöldum, borða hamborgara, franskar, ís og nammi, al- veg endalaus. Það er líka betra að fá sér sem mest því þá sjokkera ég líkamann svo mikið að það verður auðveldara að losa sig við þetta. Þetta er mjög fínt á meðan ég held mig bara við einn dag í viku,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir konuna sína hafa gaman af því að vera með einn svona hrikalegan á heimilinu en best finnst honum hvað þessi tími hefur hvatt hann til að taka upp heilbrigðara líferni. „Í júlí í fyrra fór ég í mælingu á kólesteróli og blóðþrýstingi og bæði var alltof hátt. Það var talað um að setja mig á einhver lyf. Nú fór ég aftur í mælingu um daginn og þá var allt í toppstandi. Þegar þess- um svakalegum æfingum fyrir mynd- ina er lokið hætti ég örugglega að fara sex sinnum í viku í ræktina, fer frek- ar þrisvar til fjórum sinnum. En ég hef verulegan áhuga á að halda þessu líferni áfram,“ segir Jóhannes. Svartur á leik fjallar í grófum drátt- um um undirheima Reykjavíkurborgar og er karakter Jóhannesar einn af þeim illkvittnari í myndinni. „Ég er að leika mann sem er mjög afvegaleidur í líf- inu. Hann er svona undirheimafor- ingi sem hefur verið undirmaður þeirra sem stjórnað hafa eiturlyfjabransanum undanfarin tuttugu ár. Nú er hann sjálf- ur að brjótast fram og byrja sinn eigin bransa. Þá hittir hann Stefán sem leik- inn er af Þorvaldi Davíð en myndin segir sögu hans. Við fáum þar að fylgjast með hvernig ég tek hann inn í undirheim- ana. Við erum í undirbúningi og upp- lestri núna en tökur byrja 26. apríl,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari og nú vöðvafjall. n Morgunmatur 150 gr hafragrautur n Milli mála Epli og ein skeið af mysupróteini n Hádegismatur Magurt kjöt (kjúklingur eða fiskur) ásamt grænmeti eða hýðishrísgrjónum. Dæmi: Burrito á Serrano en sleppa osti og sósum n Milli mála Banani og ein skeið af próteini n Klukkan fimm 50 gr af hafragraut n Kvöldmatur Magurt kjöt ásamt grænmeti eða hýðishrísgrónum n Kvöldbiti Epli og ein skeið prótein (Verði Jóhannes svangur á öðrum tímum borðar hann möndlur með hýði og svo fær hann sér lýsi og vítamín) Mataræði Jóhannesar n jóhannes Haukur orðinn helmassaður n Æfir eins og vaxtarræktarkappi sex sinnum í viku n Hluti af undirbúningi fyrir kvikmyndina Svartur á leik Bíður alla vikuna eftir nammideginum Breyttur maður Jóhannes Haukur er orðinn svakalega massaður og klár í sitt hlutverk í Svartur á leik. Mynd SiGtryGGur ari jóhannes Haukur: M y n d S iG tr y G G u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.