Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Page 3
Fréttir | 3Mánudagur 30. maí 2011
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
42
9
UPPGÖTVUN HIV-VEIRUNNAR
DÆMI UM HVERNIG GRUNNRANNSÓKNIR ERU
HAGNÝTTAR Í BARÁTTU GEGN NÝRRI FARSÓTT
The discovery of HIV: An Example of Translational
Research in Response to an Emerging Epidemic
Dr. Barré-Sinoussi hlaut Nóbelsverðlaun í líf- og læknavísindum 2008
ásamt samlanda sínum dr. Luc Montagnier fyrir uppgötvun
HIV-veirunnar. Erindið, sem haldið er í samstarfi við franska sendiráðið á
Íslandi, er hluti af málþingi til heiðurs Birni Sigurðssyni, fyrsta
forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Málþingið fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu,
miðvikudaginn 1. júní kl. 14.00–16.30.
Allir velkomnir
Dr. Francoise Barré-Sinoussi,
Nóbelsverðlaunahafi og öndvegis-
fyrirlesari Heilbrigðisvísindasviðs
á aldarafmæli Háskóla Íslands,
flytur erindið:
fjallar á breiðum grunni um und-
irstöður íslenskrar stjórnskipunar.
„Flestir erum sammála um að
þingið – löggjafarvaldið sé of valda-
lítið og lúti fyrst og fremst vilja fram-
kvæmdavaldins, það er ráðherra. Ég
hef setið á þingi og er algjörlega sam-
mála þessu. Menn eru væntanlega
í pólitík til þess að hafa áhrif á sitt
samfélag en þingið hefur haft allt of
litla möguleika til þess,“ segir Þór-
hildur í samtali við DV. Hún segir til-
lögur B-nefndarinnar flestar miða að
því að auka völd þingsins. Verði þær
tillögur sem nú séu í vinnslu að veru-
leika má til að mynda búast við því að
löggjafarvaldinu verði gefið sterkara
frumkvæði varðandi lagasetningu
og stefnumótun. Þingnefndir vinni
frumvörp, í samvinnu við stjórnsýsl-
una og sérfræðinga, og leggi fram.
„Við erum auðvitað ekki svo blá-
eygð að halda að framkvæmdavald-
ið verði ekki með einhverju móti að
fylgja fram stefnumótun en þá þarf
að leggja frumvarpið fyrst fyrir nefnd
sem síðar leggur það fram eftir efnis-
lega umfjöllun. Með þessu teljum
við okkur vera að auka völd minni-
hlutans sem og ábyrgð meirihlut-
ans gagnvart minnihlutanum,“ segir
Þórhildur en hún telur að þetta muni
leggja aukna ábyrgð á herðar stjórn-
arandstöðunni.
Ábyrgð og völd
Þórhildur telur upp ýmis mál sem
eru á könnu nefndarinnar en seg-
ir að í raun miði allt starfið að því
að takmarkanir valds séu skýrar og
valdmörk sömuleiðis, það er að ljóst
sé hvar mál eigi heima og hver beri á
þeim ábyrgð og að völd og ábyrgð fari
saman. Nefndin leggur til að eftirlits-
og stjórnskipunarnefnd verði sett á
fót sem hafi eftirlit með störfum ráð-
herra og þeir verði ábyrgir gagnvart.
Önnur tillaga sem komið hefur fram
er meðal annars sú að forseti Alþing-
is verði kjörinn með 2/3 atkvæða, og
sé þannig fulltrúi aukins meirihluta
þingsins. Þá munu Ríkisendurskoð-
un, Umboðsmaður alþingis og fleiri
eftirlitsstofnanir sérstaklega verða
tilteknar í stjórnarskrá, gangi tillög-
ur nefndarinnar eftir. Þórhildur seg-
ir nefndina einnig hafa komið fram
með hugmyndir þess efnis að Þjóð-
hagsstofnun verði sett á fót á nýjan
leik. Til viðbótar má nefna að sett
verði sérstök ákvæði um rannsókn-
arnefndir sem skipaðar verði utan-
þingsmönnum. Gagnsæi og upp-
lýsingaskylda eru gegnumgangandi
hugtök.
Ekki aftur Írak
„Við viljum skýra valdmörk á milli
stofnana. Þannig að einstaka ráð-
herrar geti ekki tekið afdrifaríkar
ákvarðanir eins og Íraksmálið er
skýrasta dæmið um þar sem tveir
ráðherrar tóku ákvörðun án sam-
ráðs. Það á að vera skýrt að slík mál
verði að bera undir ríkisstjórn og
þing,“ segir Þórhildur. Þá bætir hún
við að eitt stórmálið sé ennþá óút-
kljáð, en það snýst um hvert hlut-
verk forsetans eigi að vera. Þórhild-
ur segist annars ánægð með starfið
í Stjórnlagaráði sem hún segir vera
afar skemmtilegt. „Ég held að fólk
sé meðvitað um þá miklu ábyrgð
sem fylgir þessu verkefni sem okk-
ur hefur verið falið og við reyn-
um að ástunda samvinnu og sam-
ábyrgð rétt eins og við leggjum til að
hún verði ástunduð annars staðar.
Á sama tíma erum við ekki hrædd
við nýmæli og róttækni. Varkár og
róttæk í senn er ágætis lýsing,“ segir
Þórhildur.
„Við getum deilt
um útfærslurn-
ar en ef við getum verið
sammála um að mark-
miðinu verði náð þá
skiptir útfærslan ekki öllu
máli.
RÓTTÆKAR BREYTINGAR
„Mér finnst þetta fáránlegt,“ segir
Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona
um reglur sem Alþjóða Badminton-
sambandið hugðist láta taka gildi 1.
júní næstkomandi. Samkvæmt regl-
unum átti að banna konum að vera
í stuttbuxum og skikka þær til að
klæðast pilsum á badmintonvellin-
um. Stjórn Alþjóða Badmintonsam-
bandsins hefur samþykkt að fresta
gildistöku reglnanna í annað sinn.
Vilja fá fleiri styrktaraðila
Í tilkynningu frá alþjóðasambandinu
kemur fram að hugsunin á bak við
reglurnar væri meðal annars að laða
að fleiri styrktaraðila og gera greinina
meira áberandi. „Ástæðan fyrir því að
við viljum pilsregluna er til að kynna
badminton kvenna sem fær sífellt
minni athygli,“ segir formaður sam-
bandsins, Paisan Rangsikitpho, í sam-
tali við fréttastofu AP. „Þegar öllu eru
á botninn hvolft þá gæti þetta tryggt
þeim fleiri styrktaraðila og meiri fjár-
muni.“
Stjórn sambandsins segir í frétta-
tilkynningu að farið verði að ráðum
Sambands kvenna í badminton sem
skoraði á stjórnina að kanna áhrif
reglnanna til hlítar áður en þær tækju
gildi.
Efast um að reglurnar laði að
styrktaraðila
Kristján Daníelsson, formaður Bad-
mintonsambands Íslands, segist
efast um að reglurnar myndu laða
að styrktaraðila og þar með tryggja
meira fé inn í íþróttina. „Það fyndist
mér mjög ótrúlegt, ég hef ekki mikla
trú á því. Ég held að árangur badmin-
tonmanna og útbreiðsla á íþróttinni
hafi mun meiri áhrif á styrktaraðila
en útbúnaður eða búningur keppn-
ismanna,“ segir Kristján. Reglurn-
ar hafa þó ekki verið ræddar í stjórn
badmintonsambandsins hér á landi
þar sem þær hafi ekki enn tekið gildi.
„Þetta kemur náttúrulega bara
inn til stjórnar til meðferðar en það
er þegar mikið um það að stúlkur
keppi í pilsum. Þetta er nú ekki eins
og hérna áður fyrr, þetta er orðinn
meira keppnisklæðnaður sem þær
klæðast,“ segir hann. „Við munum
bara taka þetta til skoðunar og bera
þetta undir okkar félaga, hvort við
munum eitthvað sjá að þessu.“ Hann
viðurkennir að hafa orðið „pínu
hissa“ þegar hann las fyrst um regl-
urnar. „Mér finnst pilsin í góðu lagi
en konum á að vera frjálst að velja
hvort þær eru í pilsi eða ekki.“
„Feðraveldið í hnotskurn“
Hrafnhildur Snæfríðar- Gunnarsdóttir,
talskona Femínistafélags Íslands, seg-
ir reglurnar vera ótrúlegar. „Ef maður
skoðar stjórn sambandsins sér mað-
ur að það sitja þar bara karlar. Þetta er
bara feðraveldið í hnotskurn. Karlar að
taka ákvarðanir um það hvernig kon-
ur eiga að vera klæddar og á mjög svo
annarlegum forsendum,“ segir hún
um málið. „Þessi sjónarmið sem ráða
þarna ferð hafa ekkert með íþróttina
sjálfa að gera heldur er eingöngu ver-
ið að gera konur í badminton að sýn-
ingargripum. Það er verið að setja þær
í mjög óþægilega stöðu því athyglin er
færð af íþróttinni sjálfri yfir á líkama
leikmannanna.“
Það er ótrúlegt að á 21. öldinni sé
verið að þrengja val kvennanna með
þessum hætti,“ segir Hrafnhildur. „Það
eru jú konurnar sem eiga að ákveða
hvernig þær klæða sig. Við skorum á
Badmintonsamband Íslands að mót-
mæla þessu.“
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Reiði vegna kröfu
um pilsklæðnað
n Vilja skikka konur til að vera í pilsum n „Mér finnst þetta
fáránlegt,“ segir Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona
Ekki sátt Ragna Ingólfsdóttir er ekki sátt
við fyrirhugaðar reglur Alþjóða Badminton-
sambandsins. Mynd ÁsgEIR M EInaRsson
Var hissa Kristján, formaður Badminton-
sambands Íslands, viðurkennir að hafa orðið
hissa þegar hann las fyrst um reglurnar.
Mynd BadMIntonsaMBand Íslands