Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 30. maí 2011 Mánudagur
Ný friðarvísitala gefin út
Ísland er friðsælasta landið
Þrátt fyrir búsáhaldabyltingu, fjölda-
mótmæli og aukna glæpa er Ísland
friðsælasta land heims samkvæmt
mælingu stofnunnar sem kallast
Institute for Economics and Peace
og birt var nýlega. Stofnunin gefur út
svokallaða alþjóðlega friðarvísitölu.
Samkvæmt friðarvísitölunni fyrir
árið 2011 er Ísland á toppnum.
Mælingin hófst árið 2008 og hef-
ur Ísland alltaf skorað meðal hæstu
þjóða. Árið 2008 var Ísland einnig
á toppnum. Árið 2009, þegar mikið
umrót var á landinu í kjölfar hruns-
ins, féll Ísland niður í 4. sæti og í fyrra
var Ísland í öðru sæti listans.
Í mælingunni eru bornir saman
ýmsir þættir á borð við hversu margir
hafa látist í átökum í landinu, hversu
mikill stöðugleiki er í stjórnmálum,
hversu mikil hætta er á hryðjuverk-
um og hversu hátt hlutfall lands-
framleiðslu fer í hergagnakaup. Þá
er gerður samanburður á glæpa tíðni,
fjárútlátum til friðargæslusveita
Sameinuðu þjóðanna, aðgengi að
skotvopnum og fjölda vopna á hverja
100.000 íbúa. Mælingin skoðar einn-
ig aðra þætti á borð við hversu lýð-
ræðislegar og frjálsar kosningar eru
í hverju landi, frelsi fjölmiðla og
menntunarstig.
Nýja Sjáland er í 2. sæti á listan-
um og Japan í því þriðja. Danmörk
er síðan 4. friðsælasta ríki heims og
Tékkland er í 5. sæti. Í neðstu sætum
listans eru svo ríki sem hafa skrapað
botninn árum saman. Sómalía er á
botninum og Írak er næstófriðsæl-
asta land í heiminum. Í næstu sætum
fyrir ofan eru svo Súdan, Afganistan,
Norður-Kórea og Kongó. Athygli vek-
ur að Rússland er 147. friðsælasta ríki
heims. valgeir@dv.is
Viðurkenndar
stuðningshlífar
í úrvali
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Friðsöm þjóð Ísland er friðsælasta land heims.
Kaupmáli, sem hjón gerðu fyrir tæp-
um tveimur árum, var ógiltur með
dómi Hæstaréttar fyrir helgina.
Ástæðan virðist vera handvömm
hæstaréttarlögmanns sem annaðist
gerð kaupmálans. Hæstiréttur taldi
að vottun lögmannsins fullnægið ekki
formskilyrðum hjúskaparalaga þar
sem málsaðilar hefðu ekki undirritað
skjalið áður en hann vottaði það.
Eftir að hafa tapað málinu í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í apríl síðast-
liðnum skaut annar málsaðila, eigin-
konan, dóminum til Hæstaréttar.
Málsaðilar, sem nú hafa slitið sam-
vistir, gerðu kaupmálann 30. septem-
ber 2009. Eftir bankahrunið ákváðu
þau að gera með sér kaupmála af ótta
við að sjálfskuldarábyrgðir, sem eink-
um maðurinn hafði tekist á hendur í
tengslum við fjárfestingar, kynnu að
falla á þau. Var þess því freistað að
verja eignirnar, sem eru umtalsverðar,
á meðan samið yrði við lánardrottna.
Viðskiptafélagarnir
Leitað var til Ólafs Garðarssonar
hæstaréttarlögmanns, en hann og
Magnús Jónatansson, annar málsað-
ila, hafa um árabil verið viðskiptafé-
lagar. Í dómskjölum segir að fyrrver-
andi eiginkonu Magnúsar hafi verið
hætt að lítast á blikuna varðandi fjár-
málaumsvif hans í lok árs 2008 og
byrjun árs 2009. Til að mynda hefði
komið í ljós að Magnús hafði veðsett
fjármuni í eignastýringu MP banka
þótt á milli hans og konunnar hafi
verið skýrt samkomulag um að þess-
ir fjármunir væru lífeyrisjóður þeirra
og ætti alls ekki að veðsetja. Því vildi
kona hans fyrrverandi gera kaup-
mála. „Með kaupmála, þar sem hjú-
skapareignir sóknaraðila yrðu gerðar
að séreign hennar, hafi varnaraðili tal-
ið sig í betri stöðu, færu fjárfestingar
sóknaraðila, sem hún vissi takmarkað
um, á versta veg,“ eins og segir í skjöl-
um málsins.
Samkvæmt gögnum málsins voru
báðir aðilar sammála um að skyn-
samlegt væri að gera kaupmála og
leitaði Magnús til Ólafs, lögfræð-
ings og viðskiptafélaga síns, um gerð
kaupmálans.
Fram kemur í gögnum að drög að
kaupmála hafi verið gerð 28. septem-
ber 2009. Ákveðið hafi verið að bæta
fleiri eignum inn í kaupmálann og
með þeirri viðbót hafi kaupmáli ver-
ið dagsettur 30. september, tveimur
dögum síðar.
Fyrir rétti bar konan að fyrri kaup-
málinn hafi verið vottaður af Ólafi og
hún ekkert velt því fyrir sér hvort öll-
um lagalegum formsatriðum væri
fullnægt enda hefði hún treyst því að
Ólafur vissi hvað hann væri að gera.
Afglöp við gerð kaupmála
Krafa Magnúsar um ógildingu kaup-
málans byggist á því að formkröfum
hjúskaparlaga hafi ekki verið fullnægt
við gerð hans. „Það sé fortakslaus
krafa að vottun undirritunar kaup-
mála sé gerð um leið og undirritun
fari fram, ekki nægi að vottunin fari
fram á undan eða eftir að undirritun
fari fram heldur skulu hún fara fram
samtímis ... Skýringin á því að slak-
að hafi verið á forminu vegna þessa
kaupmála sé sú að báðir aðilar hafi
vitað nákvæmlega hvers vegna skjöl-
in voru útbúin.“ Jafnframt segir að það
hafi verið hreinn vinargreiði af hálfu
Ólafs að „aðstoða vinafólk sitt við gerð
kaupmálans...“
Ólafur bar vitni í málinu en Guð-
rún Helga Brynleifsdóttir, meðeig-
andi hans á Lögfræðistofu Reykjavík-
ur, rak mál Magnúsar viðskiptafélaga
hans fyrir dómstólum.
Ólafur bar fyrir rétti að honum væri
kunnugt um formskilyrði kaupmála,
en hann samdi kaupmálann og vott-
aði eins og áður segir. Dögg Pálsdótt-
ir, hæstaréttarlögmaður, var verjandi
konunnar í þessu máli. Í niðurstöðu
héraðsdóms segir að varnaraðili telji
að vottun og undirskriftir undir kaup-
mála þurfi ekki að gerast samtímis
þegar vottarnir séu löglærðir.
Héraðsdómur féllst ekki á þetta og
staðfesti Hæstiréttur fyrir helgina að
kaupmálinn væri ógildur, „þar sem
votturinn (Ólafur) var hvorki vitni að
því að málsaðilar undirrituðu kaup-
málann né gat staðfest að kaupmál-
inn hefði þegar verið undirritaður af
málsaðilum þegar hann undirritaði
hann.“
Þannig virðist ljóst að Magnús, við-
skiptafélagi Ólafs, hafi fengið kaup-
málann ógiltan í krafti þess að Ólaf-
ur Garðarsson, viðskiptafélagi hans,
viðurkenndi fyrir rétti handvömm við
gerð hans.
n Handvömm hæstaréttarlögmanns veldur ógildingu kaupmála n Vildi
kaupmála vegna glæfralegra ábyrgða og skuldbindinga eiginmannsins
Viðskiptafélagar fá
kaupmála ógiltan
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is „ Jafnframt segir
að það hafi
verið hreinn vinargreiði
af hálfu Ólafs að „að-
stoða vinafólk sitt við
gerð kaupmálans...
Kaupmáli ógiltur Hæstiréttur staðfesti
fyrir helgi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
um ógildingu kaupmála.
Hæstaréttar-
lögmaðurinn
Ólafur Garðarsson
hæstaréttarlög-
maður klúðraði
gerð kaupmála fyrir
vinafólk sitt. Kom
sér vel fyrir við-
skiptafélaga hans.
Jóhanna vill skapa nýjan vettvang:
ESB-sinnar
myndi einn
flokk
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar, hvatti á flokks-
stjórnarfundi um helgina til sam-
stöðu fólks úr öllum flokkum um
jöfnuð, nýjan gjaldmiðil, aðild að
ESB og auðlindastefnu. Hún sagði
flokka ósamstíga um grundvallar-
mál og þeir hefðu ekki mótað stefnu
í samræmi við þá stöðu sem Ísland
sé nú í. Eins og Alþingi væri samsett
væri lítil von til þess að ná mikil-
vægum skrefum á kjörtímabilinu í
átt til upptöku evru.
„Hversu lengi ætla Evrópusinn-
ar að starfa í flokkum sem berjast
leynt og ljóst gegn aðildarviðræð-
um? Hversu lengi ætla þeir, sem
viðurkenna að íslenska krónan býð-
ur atvinnulífi og heimilum landsins
ekki upp á annað en viðvarandi höft
og takmarkanir, að starfa í flokkum
sem skella skollaeyrum við þessu
mikilvæga hagsmunamáli?
Hversu lengi ætla stuðnings-
menn aukins jöfnuðar, aukins
lýðræðis, aukins arðs þjóðarinn-
ar af auðlindum landsins og öfl-
ugara velferðarkerfis að starfa í
flokkum sem leynt og ljóst berjast
gegn framgangi þessara mikilvægu
mála?“
Jóhanna sagði að Samfylkingin
stæði öllum þessum hópum opin
og menn ættu að vera reiðubúnir að
ganga til móts við þá sem vilji stíga
skrefið til fulls og leggja þessum
mikilvægu málefnum lið í sam-
starfi. „Breytt skipulag, nýtt nafn, ný
forysta eða annað á ekki að standa
í vegi fyrir því að þessi mikilvægu
málefni fái kröftugan framgang
og jafnaðarmenn í öllum flokkum
geti sameinast á öflugum flokks-
vettvangi. Í þessum efnum má ekki
standa á okkur í Samfylkingunni.“