Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 30. maí 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun með fyrirvara. Mér finnst bara ótrú- legt að þessi maður hafi verið metinn hæfur og að enginn hafi séð í gegn- um hann. Hann segir félagsráðgjaf- anum að hann sé hættur í neyslu og hún tekur því sem heilögum sann- leik. Á meðan ég er að reyna vernda barnið fyrir föður sínum fæ ég dag- sektir og þau skilaboð að ég sé vond móðir.“ Þrátt fyrir sögu mannsins um ofbeldi og fíkniefnaneyslu fékk mað- urinn góða umsögn hjá félagsráð- gjafanum sem sagði hann hafa góða nærveru og tala fallega um sam- ferðafólk sitt. Ekki hæfur til að búa í blokk Hún telur að margt sem kemur fram í greinargerðinni sé ekki rétt og að auðveldlega hefði verið hægt að vinna hana betur. „Þegar þessi skýrsla var gerð þá var augljóslega ekki verið að vinna vinnuna sína. Til dæmis hitti mig aldrei neinn frá barnaverndarnefnd. Hvorki mann- eskjan sem gerði skýrsluna um mig né hin sem gerði skýrsluna um barnsföður minn.“ Hún segir það reyndar eiga sína skýringu því þeg- ar hún var beðin um að mæta átti barnsfaðir hennar að vera þar við- staddur. „Mér var boðið að hafa lög- reglumann á staðnum en lögreglan getur ekki verndað mig alltaf og ég treysti mér ekki til að mæta. Ég tal- aði því við félagsráðgjafana í nokk- ur skipti í gegnum síma og þá var ég ásökuð um að vera slæm móðir af því að ég vildi ekki leyfa barninu að hitta pabba sinn.“ Eins bendir hún á að svo virðist sem mismunandi deildir innan félagslega kerfisins vinni ekki sam- an sem skyldi því að á sama tíma og hann var metinn hæfur til að um- gangast son sinn var hann borinn út úr félagslegri íbúð á vegum bæjarins. „Þær hljóta að hafa vitað að maður- inn væri í neyslu því á sama tíma var honum hent út úr félagslegri íbúð út af óreglu. Hann var metinn hæfur til að umgangast son sinn en hann var ekki metinn hæfur til að búa í blokk með öðrum út af ónæði. Það finnst mér óskiljanlegt.“ Féll með barnið Þrátt fyrir að Jóna hafi verið treg til að veita barnsföður sínum umgengni við son þeirra hefur hún þó verið einhver í gegnum tíðina. „Hann hafði verið með smáumgengni þegar hann bjó á áfangaheimili í lok árs 2006. Það varði þó aðeins í um tvo mánuði eða þar til ég kom að sækja son minn eitt skiptið og hann var fallinn. Hann var þá útúrdópaður einn með syni mínum sem þá var nýorðinn þriggja ára. Eftir þetta hætti ég algjörlega að treysta honum.“ Maðurinn sóttist seinna eftir því að nýju í að fá að hitta son sinn og var Jónu gert að fara með barnið til föð- ur þess eftir umgengnisplani sem fé- lagsráðgjafi barnaverndar hafði sett upp, en til að byrja með var starfs- maður barnaverndaryfirvalda við- staddur. Að sögn Jónu datt sú um- gengni upp fyrir eftir nokkur skipti þegar maðurinn hótaði félagsráð- gjafanum sem átti að vera viðstadd- ur meðan á heimsókninni stóð, þeg- ar drengurinn komst ekki eitt skipti vegna veikinda. „Eftir það hefur hann ekki fengið mikla umgengni. Það hefur verið farið með hann nokkr- um sinnum í heimsókn til pabba síns þegar hann hefur setið í fangelsi og þá hef ég alltaf farið með. Hann hefur ekkert fengið að vera einn með hon- um fyrr en þarna síðasta sumar. Þá var byrjað að láta reyna á umgengni. Frá því að hann fékk umgengni bað hann alltaf um að strákurinn fengi að gista en ég var með slæma tilfinn- ingu fyrir því og neitaði. Á endanum lét ég undan og ákvað að láta reyna á það eina nótt. Það virtist hafa gengið ágætlega og það var reynt aftur en þá vildi strákurinn ekki fara. Hann hefur því bara fengið að gista tvisvar sinn- um hjá pabba sínum.“ Klassísk einkenni Að sögn Jónu urðu miklar hegð- unarbreytingar á drengnum í fyrra- sumar sem hún og núverandi sam- býlismaður röktu til aðstæðna sem voru til staðar á heimilinu. „Okk- ur grunaði að ástæðuna fyrir hegð- unarbreytingunum mætti rekja til þess að samband mitt og núverandi sambýlismanns var erfitt. Við erum í raun bæði brotin eftir gömul sam- bönd og það hefur verið dálítið erfitt að pússa okkar samband saman. Við vorum ítrekað að skilja og taka sam- an aftur og töldum að það væri að rugla hann í ríminu. Hann var farinn að pissa undir á nóttunni og það kom fyrir að hann missti hægðir, líka þeg- ar hann var í skólanum. Hann fékk martraðir á nóttunni og þegar ég lít til baka þá var hann með öll þessi klassísku einkenni misnotkunar, en það var vinkona mín sem sendi mér netpóst um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun eftir að ég hafði sagt henni frá vanda- málum sonar míns. Ég fékk algjört sjokk eftir lesturinn því barnið mitt var eitt gangandi einkenni.“ Jóna spurði son sinn varfærnis- lega að því hvort pabbi hans hafði einhvern tímann gert eitthvað sem honum hafi fundist skrýtið eða óþægilegt og þá opnaði hann sig smám saman að hennar sögn. Hótanir í yfirheyrslum Jóna tilkynnti barnavernd um hina meintu misnotkun og voru maðurinn ásamt frænda hans handteknir dag- inn eftir. Mennirnir voru í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar sem maðurinn hótaði fjölskyldunni ítrek- að. Einnig hótaði hann Sveini Andra Sveinssyni lögmanni sem var fyrst skipaður verjandi hans, sem varð til þess að hann lét málið frá sér. Sem stendur býr fjölskyldan í Svíþjóð en vegna þess að maðurinn deilir enn forræði með Jónu fær drengurinn ekki sænska kennitölu og getur því ekki hafið skólagöngu þar í landi og fengið viðeigandi hjálp eins og sál- fræðimeðferð. Hann er greindur með þroskaskerðingu og mat sálfræðing- ur hann vera með þroska á við fimm ára barn. Hann þarf mikinn stuðning við nám og það er erfitt fyrir hann að vinna upp það sem hann hefur þeg- ar misst úr námsefninu. „Við stönd- um frammi fyrir því núna að barn- ið fær ekki þá aðstoð sem það þarf á að halda. Hann er eftir á og hann má ekki við því að missa úr skóla. Það hefði verið svo gott fyrir hann að komast inn í skóla til að undirbúa sig fyrir næsta ár upp á tungumálið að gera. Núna er hann bara heima hjá okkur og við reynum að hlúa að hon- um eins og við getum.“ Langþreytt á stríði Jóna krefst þess að gerð verði for- sjársvipting og hún fái fullt forræði yfir syni sínum. Hún bendir á að í 29. grein barnaverndarlaga standi að barnaverndarnefnd sé heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldri, annað eða bæði, skuli sviptir forsjá ef hún telur fullvíst að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar eru augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna trufl- ana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Hin meinta kyn- ferðislega misnotkun er í rannsókn á Ríkissaksóknara en telja má full- víst að maðurinn hafi verið í neyslu þar sem fíkniefni fundust heima hjá honum við húsleit í apríl þegar málið kom upp. „Barnaverndarnefnd seg- ir að við verðum að koma heim og höfða forsjármál á hendur barnsföð- ur mínum. Það er sem sagt ekki nóg að hann sé grunaður um hrottalega misnotkun og hafi augljóslega ver- ið í neyslu til að barnaverndarnefnd gangi í málið. Ég hélt að tilgangur hennar væri að vernda börn og ég er orðin langþreytt á að standa í stríði við þessa stofnun. Það eina sem yf- irvöld í Svíþjóð fara fram á er að fá staðfestingu frá barnaverndarnefnd á því að þetta mál hafi átt sér stað og barnið hafi sagt frá að það hafi ver- ið misnotað. Það þarf að koma fram að það hafi farið fram lögreglurann- sókn en barnaverndarnefnd segist í fyrstu ekki geta staðfest það. Við fengum þau svör að barnið væri ekki lengur með lögheimili í Kópavogi og því gætu þau ekkert aðhafst í mál- inu. Það er ekki rétt því við fáum ekki að breyta lögheimilii hans fyrr en að fenginni staðfestingu frá þeim.“ Dagsektir þrátt fyrir umgengnisbann Jóna tekur sem dæmi um léleg vinnubrögð barnaverndar að hennar mati að henni hafi ekki verið til- kynnt um breytingu á umgengnis- rétti barnsföður síns. „Við vorum búin að ákveða að flytja út áður enn þetta mál kom upp en vissum ekki hvenær. Við vorum því búin að hafa samband við barnaverndarnefnd í Hafnarfirði til þess að kanna það ef ég færi í forræðismál við hann hvort ég fengi þeirra stuðning. Þá tilkynna þær mér að manninum hafi verið til- kynnt árið 2008 að hann fengi ekki frekari umgengni við strákinn en þá hafði hann sagt við yfirmann barna- verndarnefndar í Hafnafirði að hann reykti hass og að hann mundi aldrei hætta því. Aftur á móti var mér aldrei tilkynnt um þetta og það var ekki haft samband við sýslumann til að breyta umgengnisúrskurðinum. Hann var því áfram með sameiginlegt forræði á pappírum og ég hélt áfram að fá dagsektir, þrátt að nefndin væri búin að taka fyrir umgengni.“ Margir sem brugðust Jóna segir að enn í dag eigi drengur- inn til að vakna upp við martraðir. Hann sé hættur að pissa undir en á það ennþá til að missa hægðir þegar honum líður illa. „Það eru svo margir búnir að bregðast syni mínum. Núna langar mig bara að fá tækifæri til þess að hefja nýtt líf hér úti og að sonur minn fái tækifæri til að lifa eðlilegu lífi. Það er búið að ganga svo mikið á að mér finnst eins og ég sé ekki ennþá búin að átta mig á öllu sem búið er að gerast. En núna skiptir öllu málið að sonur minn fái að ganga í skóla og honum fari að líða betur.“ „Við vorum búin að ákveða að flytja út áður en þetta mál kom upp en vissum ekki hvenær. Í Svíþjóð Jóna býr nú með syni sínum og nýjum sambýlismanni í Svíþjóð. Umfjöllun DV DV fjallaði um mál Jónu í byrjun apríl á þessu ári. 4 | Fréttir 6. apríl 2011 Miðvikudagur Fyrirtækið Allrahanda byggir tvö þúsund fermetra húsnæði: Stórframkvæmd í kreppunni „Þetta eru rúmir tvö þúsund fermetrar og er stærsta framkvæmd sem fer í gang á Reykjavíkursvæðinu á þessu ári,“ segir Sigurdór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtæk- isins Allrahanda. Á laugardag var tekin fyrsta skóflu- stungan að byggingu nýs húsnæð- is undir starfsemi fyrirtækisins. „Við erum á tveimur stöðum í dag og erum að reyna að sameina þetta,“ segir Sig- urdór en byggingin mun rísa í Kletta- görðum niðri við Sundahöfn. Kostn- aðaráætlun hljóðar upp á um 300 milljónir króna að hans sögn. „Það var allt í lagi. Við áttum góðan sjóð í þetta sjálfir þannig að fjármögn- un er ekki nema um 60 prósent,“ seg- ir hann þegar hann er spurður hvort erfitt hafi reynst að fjármagna fram- kvæmdina. Áætlanir gera ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið um mánaða- mótin ágúst/september en BM Vallá sér um að byggja húsið. Sigurdór seg- ir að lögð hafi verið áhersla á að nota íslenska framleiðslu og vonast hann einnig til þess að framkvæmdin muni skapa störf fyrir íslenska verkamenn. Allrahanda er stórt ferðaþjónustu- fyrirtæki og skipuleggur meðal ann- ars dagsferðir til og frá Reykjavík fyr- ir ferðamenn. Fyrirtækið sér einnig um skólaakstur fyrir sveitarfélögin á höfuð borgarsvæðinu og hefur því í nógu að snúast. Sigurdór segir að yfir vetrartímann séu starfsmenn um 60 en fari vel yfir hundrað yfir sumartím- ann þegar erlendir ferðamenn heim- sækja landið. einar@dv.is Fyrsta skóflustungan Það var Guðrún Þórisdóttir, sölustjóri Allrahanda, sem tók fyrstu skóflustunguna á laugardag. Mynd Gunnar Guðjónsson Lögregla skoðar fingraför: Enginn verið handtekinn Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á bréfi sem barst á ritstjórnarskrifstofu DV á mánudag þar sem tuttugu fyrr- verandi ráðherrum er hótað. Allir höfðu þeir stutt Icesave-samninginn opinberlega. Að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar hjá rannsóknardeild lög- reglunnar verður leitað að fingraför- um á bréfinu í von um að hafa upp á þeim sem bréfið sendi. Rannsókn málsins er því haldið áfram, þrátt fyrir að fram hafi komið á mánudag að bréfið hafi ekki þótt mjög trúverð- ugt er ljóst að innihald þess er tekið alvarlega og málið rannsakað. Friðrik Smári segir engan þeirra sem tilgreindir eru í bréfinu hafa kært hótunina til lögreglu. Eftir því sem DV kemst næst barst engum þeirra bréfið í pósti persónulega. Eins og fram hefur komið var bréfið skilið eftir í póstkassa DV. Hafa þurft á líf- vörðum að halda DV leitaði til sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar á þriðju- dag og spurði um hótanir sem þessar í gegnum tíðina. Og það þurfti ekki að fara lengra aftur en til október 2008, eftir hrun bankanna, til að finna nýlegasta dæmið. Geir H. Haarde, þáverandi forsætis- ráðherra, og Davíð Oddsson, þá- verandi seðlabankastjóri, þurftu á lífvörðum að halda eins og DV greindi frá á sínum tíma. Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskipta- ráðherra, fékk einnig fylgd lífvarða. Guðni bendir einnig á það í svari sínu við fyrirspurn DV að þegar aðild að NATO var samþykkt hafi hitnað í kolunum. Nánar til- tekið í mars 1949. „Þá var mikill hiti í mönnum og einkum fékk Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra að finna fyrir því. Þá var um stund öryggisgæsla við heimili hans og börn hans (m.a. Björn Bjarnason) gistu annars staðar um stundarsak- ir,“ rifjar Guðni upp. Þriðja dæmið sem sagnfræð- ingurinn man eftir í fljótu bragði er í kringum þingrofið árið 1931. Þá var hitinn sv mikill í mönnum að velunnarar Tryggva Þórhallssonar forsætisráherra höfðu uppi gæslu við heimili hans. Maðurinn sem situr í gæsluvarð- haldi grunaður um gróf kynferðis- brot gegn sjö ára syni sínum hefur í gegnum tíðina verið dæmdur fyrir ýmiss konar brot. Gert var hæfnis- mat á manninum að beiðni barna- verndarnefndar Hafnarfjarðar fyrir nokkrum árum. Þar var hann, sam- kvæmt heimildum DV, metinn hæf- ur til að vera með drenginn á móti móður hans. Manninum var dæmd full umgengni við drenginn, sem þýðir að hann mátti hafa hann aðra hverja helgi, önnur hver jól og fjórar vikur á sumrin. Beitt dagsektum Móðir drengsins vildi ekki leyfa manninum að umgangast hann vegna gruns um að maðurinn væri í fíkniefnaneyslu og neitaði að fara eftir dómnum, samkvæmt heim- ildum DV. Mun hafa verið mikil togstreita á milli þeirra en móðirin hefur verið beitt dagsektum vegna þessa. Síðastliðið sumar byrjaði að reyna meira á umgengnisréttinn þar sem faðirinn fór að sækja það fastar að fá að hitta son sinn. Þar sem maðurinn virtist vera í betra formi en áður fór drengurinn oftar til hans en samkvæmt heimildum DV hefur hann einungis gist tvisvar hjá föður sínum yfir nótt. Var á Breiðavík Brotaferill mannsins, sem er um fimmtugt, er langur og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir að ráðast á barnsmóður sína og föður hennar, ásamt því að fremja skemmdarverk á bíl föðurins. Aðr- ir dómar varða meðal annars fíkni- efnalagabrot, fjársvik, þjófnað og hylmingu. Frændi mannsins, á fer- tugsaldri, var einnig handtekinn í tengslum við málið. Húsleit var gerð heima hjá þeim báðum að fengnum úrskurði dómara. Á báðum heimil- unum fundust fíkniefni, meðal ann- ars marijúana. Þá var lagt hald á tölvur beggja mannanna vegna gruns um að í þeim væri að finna myndir sem sýna börn, þar á meðal unga dreng- inn, á klámfenginn og kynferðisleg- an hátt. Mennirnir voru úrskurðað- ir í gæsluvarðhald skömmu eftir að þeir voru handteknir. Faðirinn dvaldi á vistheimilinu Breiðavík á sínum yngri árum og hefur verið í mikilli óreglu sem hófst, samkvæmt heimildum blaðs- ins, á unglingsaldri. Árið 2004 skildi hann við barns- móður sína og fór fram á jafnan umgengnisrétt við drenginn. Sam- kvæmt heimildum DV sótti mað- urinn ekki mikið í samskipti við son sinn fyrr en síðastliðið sumar en vegna neyslu og óreglu var barns- móðir hans mótfallin því að veita honum umgengni. Frekari skýrslutökur Maðurinn var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 6. apríl en Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, segir óvíst hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. „Það eru síðustu skýrslutökur yfir honum á morgun [á miðvikudag, innskot blaða- manns]. Við erum að bíða eftir nið- urstöðu tölvurannsóknardeildar og ég get í raun og veru ekki sagt neitt um það fyrr,“ segir Björgvin. Spurður hvort fjölskyldu drengs- ins verði veitt vernd gagnvart mann- inum, sem hefur verið dæmdur fyr- ir að ráðast á barnsmóður sína líkt og áður kom fram, segir Björgvin að ýmis úrræði séu til staðar fyrir fólk í aðstöðu sem þessari en það verði að koma í ljós hvað verði gert í því máli. Metinn hæfur til að uMgangast drenginn n Grunaður um kynferðisbrot gegn syni sínum n Metinn hæfur af Barnavernd n Móðirin beitt dagsektum n óvíst með áframhaldandi gæsluvarðhald Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Brotaferill manns- ins, sem er um fimmtugt, er langur og hefur hann meðal ann- ars verið dæmdur fyrir líkams árás á hendur barnsmóður sinni og föður hennar. dæmdur fyrir ýmiss konar brot Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna meints kynferðisbrots gegn ungum syni sínum á að baki langan sakaferil. • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.