Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 7. mars 2012 Miðvikudagur Handtekinn á Landspítalanum: Með hníf og leikfanga- byssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu barst tilkynning um ellefu leytið á þriðjudagsmorgun um mann sem öryggisverðir á Land- spítalanum í Fossvogi höfðu stöðvað. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi ver- ið með leikfangabyssu á sér auk þess sem hann var með barefli og hníf. Manninum var því vísað út af spítalanum. Þegar lögreglumenn bar að garði þurftu þeir að beita varnar- úða á manninn vegna viðbragða hans, að því er kemur fram í til- kynningunni. Maðurinn var síðan færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa og var hann yfirheyrður síðdegis á þriðjudag. Ekki er vitað hvað honum gekk til. Hjálpar ungri guðdóttur sinni Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar þriggja ára stúlku, Emmu Lind Aðalsteinsdóttur, sem greind- ist með illkynja krabbamein í byrjun vikunnar. Emma Lind greindist með illkynja krabbamein frá grindar- botni að þvagblöðru. Guðfaðir stúlkunnar, Einar Björn sem búsettur er erlendis, stofnaði Facebook-síðu þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar. Hann segist hafa fundið til vanmáttar síns verandi svo langt í burtu en engu að síður viljað gera eitthvað til að hjálpa fjölskyldunni. Því ákvað hann að setja af stað söfnun fyrir fjölskylduna og biðlar til fólks um að styrkja hana. „Nú bý ég í Svíþjóð og get voða- lega lítið hjálpað þeim í gegnum þetta en ég mun reyna eins og ég get. Þess vegna hef ég stofnað bankareikning á nafni Emmu sem mun vera styrktarsjóður fyrir áfram- haldandi meðferð fyrir þessa elsku sem hefur á sínum 3 árum gefið mér mjög mikið. Ég bið þig ef þú átt möguleika að senda þetta áfram svo að sem flestir sjái þetta, öll hjálp er vel þegin,“ segir Einar. Reikningsnúmerið er: 515-14- 407100 kt. 130908-2330. Annar var ekki í belti Rannsókn lögreglu á alvar- legu umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði um miðnætti á laugardags- kvöld beinist meðal annars að því hvort að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Þar var bíl ekið út af veginum en fimm karlmenn voru í bílnum. Tveir þeirra slösuðust alvarlega. Hinir síðarnefndu voru báð- ir farþegar í bílnum en grunur leikur á að annar þeirra hafi ekki verið í bílbelti. Annað umferðarslys varð á höfuðborgarsvæðinu á laugar- dag en um hádegisbil var ekið á sjö ára stúlku við Árbæjarlaug. Stúlkan var flutt á slysadeild en hún brákaðist á fæti. A f vitnisburði þeirra sem borið hafa vitni fyrir lands- dómi var ekkert hægt að gera til að koma í veg fyr- ir hrun bankakerfisins árið 2008. Það er þó ekki hægt að skilja það öðruvísi en að viðvörunarbjöll- ur hafi glumið alls staðar í kringum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og ríkisstjórnina. Björg- vin G. Sigurðsson, fyrrverandi við- skiptaráðherra, sagði til að mynda fyrir dómnum að ekkert hafi mátt segja eða gera til að koma ekki af stað allsherjar hruni. „Það glitti í að það væru mjög tröllvaxnir atburðir yfir- vofandi,“ sagði Björgvin sem stangast að einhverju leyti á við það sem Geir sagði sjálfur fyrir dómnum á mánu- dag. Svo virðist sem allir hafi séð hættuna sem fram undan var nema þá helst Geir sjálfur. Geir sagðist hafa brugðist við öll- um tillögum um hvernig koma mætti stjórn á bankakerfið hvort sem þær komu frá Seðlabanka Íslands eða einhvers staðar annars staðar. Sagð- ist hann þó hafa skort stjórntæki til þess og að það hefði ekki tekist. Hann lýsti sig saklausan af öllum ákæruliðunum en hann hefur gagn- rýnt áður og gerði það fyrir dómnum að ákæran á hendur honum væri illa unnin, ómarkviss og óljós. Áður hef- ur komið fram í umsögn verjanda Geirs, Andra Árnasonar, að óvíst sé hvort ákæruatriði standist kröfu um skýrleika sem gerð er í lögum. Ráðuneytisstjóri mataði Geir Ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu mat það fyrir hönd Geirs hvað hann þyrfti að vita um það sem rætt var á fundum samráðs- hóps stjórnvalda um fjármálastöð- ugleika. Hópurinn var samsettur af ráðuneytis stjórum nokkurra ráðu- neyta sem og forstjóra Fjármálaeft- irlitsins og fulltrúa Seðlabankans. Geir gat fyrir dómnum lítið gert grein fyrir þeirri vinnu sem átti sér stað í samráðshópnum og aðspurður um hvaðan neyðarlögin komu, það er að segja hver samdi lögin, gat Geir ekki nefnt neina ákveðna einstaklinga. Sagðist hann telja að lögin hefðu ver- ið unninn af hópi starfsmanna á veg- um fjármálaráðuneytisins. Geir sagði skýrt í dómnum að hann hafi ekki talið sig geta gripið fram fyrir hendurnar á þeim eftir- litsstofnunum sem starfandi voru á Íslandi mánuðina fyrir hrun og að skýrt hafi verið að þessar stofnanir gegndu ennþá hlutverki sínu þrátt fyrir vinnu samráðshópsins. Hópur- inn hafði engar valdheimildir. „Nei, ekki samkvæmt lögum,“ svaraði Geir spurningu Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, um þetta at- riði. Sagði hann hópinn aðeins hafa verið upplýsinga- og samráðshóp. Það kom fram í máli Geirs að sam- ráðshópurinn hafi átt að vinna út frá þeirri hugmyndafræði að markaðs- aðilar leysi sinn vanda. Það var mat Geirs að hann hafi ekki getað gripið til neinna aðgerða til að koma stjórn á risavaxið banka- kerfið og þannig komið í veg fyrir hrunið. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sem sjálfur hef- ur vægast sagt umtalsverða reynslu af starfi forsætisráðherra, tók undir þessi orð Geirs og talaði um að vald- dreifing í íslensku þjóðfélagi væri orðin slík að forsætisráðherra hefði ekki lengur það vald sem aðrir menn hefðu til að grípa inn í. Fékk hjálp frá Strauss-Kahn „Hvað hefði það átt að vera? Það hefði aldrei komist í gegnum þingið. Bankarnir hefðu áður farið á haus- inn,“ svaraði Geir spurningu sak- sóknara um hvort ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða til að bank- arnir drægju úr eigin áhættu, það er að minnka efnahagsreikninga sína. Samkvæmt vitnisburði Davíðs hafði Seðlabankinn þó sagt að það væri mikilvægt atriði. Davíð segist hafa fengið álit frá Dominique Strauss-Kahn, fyrrver- andi forstjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, um stöðu efnahagsmála á Íslandi og talaði hann um að Strauss- Kahn hafi verið hinn vænsti maður og brugðist skjótt við. „Ég hringdi einhvern tímann í Strauss-Kahn og bað hann að senda hingað hóp til að rannsaka hvernig við stæðum, hvernig bankakerfið stæði. Hann sendi samdægurs mannskap til að fara yfir stöðuna.“ Sagði Davíð að niðurstaðan hefði verið á pari við hans eigin mat. Davíð var mjúkur í röddinni þegar hann hóf vitnisburð sinn en hægt og bítandi varð hann háværari og raddstyrkur hans jókst eftir því sem nánar var farið í aðdraganda hruns- ins. Hann hallaði sér aftur í sætinu sem staðsett var fyrir miðju salarins og lék í raun á als oddi, sé tekið tillit til aðstæðna, og uppskar hlátur við- staddra í nokkur skipti. Bankamenn sýndu stjórnvöldum hroka „Þessir bankamenn buðu manni ekki góðan daginn fyrir minna en fimm milljarða,“ sagði Davíð sem lýsti nokkrum sinnum í vitnaleiðsl- unum hvernig stjórnendur íslensku bankanna hefðu sýnt stjórnvöldum hér á landi eins konar hroka. Davíð viðurkenndi að bankamennirnir hefðu á vissan hátt sýnt snjallræði í því hvernig þeim tókst að tryggja sér lánsfé og nefndi hann meðal annars að Kaupþingsmenn hefðu tryggt sér hærri lánafyrirgreiðslu hjá Evrópska seðlabankanum en til að mynda Spánn. Davíð virðist ekki hafa verið einn þeirrar skoðunar að innlánasöfn- un íslenskra bankamanna hafi verið yfir gengileg. „Það var mat manna að íslenskir bankamenn hafi stundað yfirboð,“ sagði Davíð og vísaði með- al annars til fundar með bankastjóra Seðlabanka Þýskalands. Bankastjór- inn sagði á fundi seðlabankastjóra Evrópuríkja í Sviss að mesta ógnin við evrópskt bankakerfi væri tilraun einstakra banka til að sprengja upp innlánskerfi nokkurra landa. „Mér fannst hann vera að tala beint til mín,“ sagði Davíð og bætti við að það væri vegna innlánasafna íslenskra bankastofnana víða um Evrópu. Langur aðdragandi að hruninu Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Arnór Sig- hvatsson, fyrrverandi aðalhagfræð- ingur Seðlabankans og núverandi aðstoðarbankastjóri hans, sögðu báðir að óveðursský hafi verið á lofti árin fyrir sjálft hrunið. Björgvin sagði að það hafi verið árið 2007 sem aðdragandi kreppu á lánamörkuð- um hafi hafist. Arnór tók hins vegar talsvert sterkar til orða og sagði að það hafi í raun ekki verið hægt að afstýra hruninu strax eftir árið 2006 og að teikn hafi verið á lofti um var- hugaverða stöðu strax árið 2005, um þremur árum fyrir hrun. Björgvin sagði þó að engin hafi búist við hinu versta. Þrátt fyrir langan aðdraganda að hruninu virðast engar áætlanir hafa verið til um hvernig bregðast ætti við fyrr en í maí árið 2008 en að sögn Björgvins kom Jónas Fr. Jónsson, þá- verandi forstjóri Fjármáleftirlitsins, fram með tillögur um aðgerðir færi allt á versta veg. Þær tillögur voru svo notaðar til grundvallar neyðar- lögunum. Það kom einnig fram að Björgvin fékk engin gögn frá fund- um samráðshópsins heldur einung- is munnlegar upplýsingar frá ráðu- neytisstjóra, líkt og Geir. Björgvin sagði að neyðarlögin hafi verið langstærsti hluti þeirra áætlana sem stjórnvöld höfðu í að- draganda hrunsins. Saksóknari spurði hvort einhverjar aðrar áætl- anir hafi verið tilbúnar og svaraði Björgvin því játandi án þess þó að til- taka önnur meðul en neyðarlögin. Síðar nefndi hann þó að Jón Sigurðs- son, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, hafi í raun haft það markmið að koma innlánsreikn- ingum bankanna erlendis í dóttur- félög. Í því samhengi má þó nefna að í rannsóknarskýrslu Alþingis hafi það komið fram að Jón hafi í raun verið notaður í markaðsefni Lands- bankans á Icesave-reikningunum. Ekkert hefur verið á tíma Dagskrá landsdóms hefur ekki hald- ið, hvorki á mánudag né þriðjudag. Vitnaleiðslur hafa dregist umtals- vert og var ekki hægt að koma öðr- um en Geir fyrir á dagskrá dómsins á mánudag en samkvæmt heimild- um DV hafði verið gert ráð fyrir því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Viðvörunarbjöllur allt í kringum Geir n Geir segist hafa skort stjórntæki til að takast á við risavaxið bankakerfið „Þessir bankamenn buðu manni ekki góðan daginn fyrir minna en fimm milljarða. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Skorti valdheimildir Geir H. Haarde verst fyrstur ráðherra fyrir landsdómi. Geir sagði í skýrslutöku fyrir dómnum að hann hafi skort vald- heimildir til aðgerða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.