Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 29
Mikill þrýstingur var á tískuhús­in sem sýndu á tískuvikunni í New York að nota ekki fyrirsæt­ ur undir sextán ára aldri. Flestir tóku þrýstingnum, sem var helst merkj­ anlegur frá samtökum fatahönnuða í Bandaríkjunum, vel. En það gerði ekki Marc Jacobs sem hefur sætt mik­ illi gagnrýni fyrir að nota afar ungar stúlkur á pöllunum í ár. Þær yngstu voru 14 ára. Marc ver sig í The New York Times og segir það hefta frelsi sitt til að skapa að nota fyrirsætur eldri en 16 ára. Mikil fjölmiðlaum­ fjöllun hefur verið um viðhorf Marcs og til að bæta gráu ofan á svart hefur fyrirsætan Hailey Has brook sagt fjöl­ miðlum frá því að flestar hafi þær ekki fengið borgað. Sjálf hafi hún unn­ ið sleitulaust í 30 klukkustundir fyrir fatahönnuðinn en ekki fengið krónu fyrir. Fjölmiðlar hafa fjallað tölu­ vert um að tískuhúsin hagnist á því að nota ungar fyrirsætur frá fátæk­ um ríkjum frítt og geri það reyndar óspart. Marc Jacobs kemst ekki upp með að borga ekki fyrirsætum sínum þegar hann þarf að sýna í Frakklandi. Þar er einnig alfarið bannað að nota fyrirsætur sem eru yngri en 16 ára. Ekki náðist í Kolfinnu Grétars­ dóttur sem lokaði sýningu Marcs í New York á dögunum. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Fólk 29Miðvikudagur 7. mars 2012 n Leikkonan Jessica Capshaw á von á sínu þriðja barni Borgar ekki fyrirsætum n Gagnrýndur fyrir að misnota vinnuafl Íslensk á pöllunum Ekki er vitað hvort Kolfinna Grétarsdóttir fékk greitt frá Marc Jacobs sem er gagnrýndur fyrir að nota barnungar fyrirsætur og borga þeim ekki krónu fyrir margra tíma vinnu. Partípían Rihanna slær ekki slöku við og heldur áfram að djamma. Rihanna skellti sér á djammið í Hollywood í vikunni en svo virðist sem hún hafi gleymt brjóstahaldaranum heima. Mynd­ ir náðust af henni þegar hún var að yfirgefa uppáhaldsskemmtistað­ inn sinn, Greystone Manor, í stuttu svörtu pilsi og nánast gegnsæjum topp og ekki í neinum brjóstahald­ ara. Hún kórónaði svo heildarútlitið með því að vera með derhúfu á höfð­ inu. Söngkonan er á lausu um þessar mundir og sagði frá því í viðtali ný­ lega að helst vildi hún kynnast ein­ hverjum „svölum, skemmtilegum og fyndnum“ manni. Brjóstahaldara- laus á djamminu Haldaralaus Rihanna skellti sér á djammið án brjóstahaldara. Sundur og saman n Pippa Middleton á moldríkan aðdáanda Frægasta brúðarmær veraldar sást kyssa og knúsa George Percy, jarl og erfingja eins rík­ asta og stærsta hertogadæmis Bret­ lands, fyrir framan heimili hans í vik­ unni. Pippa Middleton og Percy hafa verið sundur og saman frá því í fyrra en þau kynntust í háskóla í Edinborg. Pippa, sem er 28 ára, var að kveðja Percy áður en hún lagði af stað til Svíþjóðar til að keppa á góðgerða­ skíðamóti. Heimildamenn sem urðu vitni að knúsinu sögðu tímaritinu People frá því að skötuhjúin hefðu faðmast í heilar fimm mínútur. „Svo stökk hún upp í BMW­bifreið sína og keyrði í burtu.“ George Percy er 27 ára en fjöl­ skylda hans þykir svo rík og fín að nánast er litið á hana sem konung­ borna. Á meðal eigna sem Percy mun erfa er Alnwick­kastalinn í Northumberland sem einhverjir þekkja eflaust sem Hogwarts­kastala úr Harry Potter­myndunum. Kastal­ inn er í daglegu tali kallaður Windsor norðursins. Sundur og saman Pippa hefur verið að deita George Percy sem er erfingi að auðævum einnar „flottustu“ ættar Bretlands. Auðævi Percy er erfingi að gríðarlegum auðævum en meðal þess sem hann mun eignast er þessi kastali sem einhverjir þekkja sem Hogwarts úr Harry Potter. Skíðastelpa Pippa kvaddi jarlinn áður en hún skellti sér til Svíðþjóðar til að keppa á góðgerðaskíðamóti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.