Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 25
Sænsku meistararnir vilja Alfreð
n Landsliðsframherjinn lánaður til Helsingborg
Y
fir standa samninga-
viðræður milli belg-
íska liðsins Lokeren og
sænsku meistaranna
í Helsingborg um mögu-
legan lánssamning á íslenska
landsliðsframherjanum Al-
freð Finnbogasyni. Þetta
kemur fram í sænska blaðinu
Expressen en samkvæmt
heimildum DV er samning-
urinn vel á veg kominn. Paul
Myllenberg, framkvæmda-
stjóri Helsingborg, staðfestir
við Expressen að um láns-
samning sé að ræða.
Samkvæmt heimildum DV
verður Alfreð lánaður fram
í miðjan ágúst en keppnis-
tímabilið í Svíþjóð hefst um
næstu mánaðamót. Gert
verður hlé á sænsku deildinni
í sumar þar sem landslið Svía
verður á meðal þátttakenda á
EM sem fram fer í Póllandi og
Úkraínu.
Alfreð hefur lítið fengið
að spila að undanförnu hjá
Lokeren en var þó óvænt í
byrjunarliðinu um síðustu
helgi þegar Lokeren mætti
Westerlo í belgísku deild-
inni. Hann skoraði fyrsta
mark liðsins eftir aðeins átján
mínútur með skalla og kom
svo við sögu í næstu tveim-
ur mörkum. „Ég er búinn
að vera mjög þolinmóður,“
sagði Alfreð í viðtali við DV á
sunnudaginn. Þar sagði hann
einnig að þjálfarinn, sem lét
hann byrja fimm síðustu leiki
fyrir vetrarhlé, hefði lofað
honum stóru hlutverki þegar
deildin hæfist aftur en ekki
staðið við það.
Alfreð gekk í raðir Lokeren
veturinn 2010 eftir að hafa
unnið Íslandsmeistaratitil-
inn með Breiðabliki og verið
yngsti maðurinn til að vera
valinn leikmaður ársins.
Hann fór vel af stað með lið-
inu og skoraði reglulega en
á þessu tímabili hefur hann
verið inn og út úr liðinu.
Helsingborg er tvöfald-
ur sænskur meistari en lið-
ið vann bæði deild og bikar í
fyrra.
Sport 25Miðvikudagur 7. mars 2012
Fær titilinn
aftur
Breski hnefaleikakappinn
Amir Khan hefur fengið aftur
WBA-heimsmeistaratitil sinn
sem hann tapaði gegn La-
mont Peterson á vægast sagt
vafasömum dómaraúrskurði.
Þeir mætast aftur 19. maí.
Khan hefur ítrekað reynt að
fá menn til að endurskoða
bardagann sem var algjör
skandall en huldumanni
sem enginn þekkir tókst að
hafa áhrif á dómarana. Fyrst
ákveðið hefur verið að þeir
mætist aftur hefur Khan
fengið WBA-titilinn til baka
og mun bera það belti inn í
hringinn. Peterson heldur þó
IBF-titlinum sem hann vann
af Khan.
Vill klára
málin
Lewis Hamilton, ökuþór
McLaren í Formúlu 1, vill að
samningamál sín við liðið
verði kláruð áður en of mikið
verður búið af tímabilinu
2012. Samningur Hamiltons
rennur út eftir tímabilið.
„Eftir fyrstu keppnirnar
verður þetta eitthvað sem við
viljum klára. Það gerir okkur
kleift að einblína á akstur-
inn án þess að vera með ein-
hverja pappírsvinnu á bak-
inu,“ segir Hamilton. Þessi
fyrrverandi heimsmeistari
í Formúlu 1 átti gjörsam-
lega hræðilegt tímabil í fyrra
og var meira í því að keyra á
menn en að komast á verð-
launapall.
Elstur á ÓL
Japanski hestaíþróttamaður-
inn Hiroshi Hoketsu verður
langelsti keppandinn á Ól-
ympíuleikunum í Lund-
únum í sumar fái hann að
keppa. Hoketsu vann alþjóð-
legt mót í Frakklandi síðast-
liðinn fimmtudag og vann
sér þar inn þátttökurétt á ÓL,
sjötugur að aldri. Japanska
hestaíþróttasambandið á þó
enn eftir að ákveða hvort það
velji hann í Ólympíuliðið.
„Þetta var kraftaverk,“ sagði
Hoketsu eftir sigurinn en
hann verður 71 árs seinna í
mánuðinum. Hann var einn-
ig elsti keppandinn í Peking
fyrir fjórum árum en þar
keppti hann 67 ára að aldri.
Á leið til Svíþjóðar Alfreð vill
spila meira. MYND TOMASZ KOLODZIEJSKI
N
æsta skref nágrann-
anna í Manchester,
United og City, á leið
þeirra til Búkarest í
úrslitaleik Evrópu-
deildarinnar verður tekið á
fimmtudaginn þegar 16 liða
úrslitin hefjast. Bæði lið drógu
sterka andstæðinga þó það
virðist sem United hafi feng-
ið öllu sterkari andstæðing
í Athletic Bilbao. Fyrri leik-
urinn verður á Old Trafford.
Manchester City mætir öðru
portúgölsku liði, Sporting frá
Lissabon, en í 32 liða úrslit-
um valtaði City yfir ríkjandi
meistara í Porto. Bilbao er í
harðri baráttu um Meistara-
deildarsæti á Spáni á meðan
Sporting er ekki nálægt þeirri
baráttu í Portúgal.
Spennandi baskar
„Athletic er gott lið. Ég á mik-
ið af vinum þar og það verður
frábært að fara aftur til Spán-
ar – og vinna,“ segir David De
Gea, markvörður Manchester
United, sem kom frá Atletico
Madrid fyrir tímabilið. Bask-
arnir frá Bilbao hafa verið að
spila vel undanfarnar vikur og
eru sem stendur í fjórða sæti
spænsku úrvalsdeildarinnar
og komnir í úrslitaleik kon-
ungsbikarsins.
Margir spennandi leik-
menn eru í Bilbao-liðinu
en þar eru Iker Muniain og
Fernando Llorente skærustu
stjörnurnar. Strákar undir
smásjá allra stórliða heims.
Muniain spilaði sinn fyrsta
leik fyrir Bilbao árið 2009 að-
eins 16 ára og sjö mánaða
gamall. Hann er nú þegar bú-
inn að skora þrjú mörk í Evr-
ópudeildinni, þar á meðal
markið gegn Lokomotiv frá
Moskvu sem tryggði Bilbao
áframhaldandi þátttöku í
keppninni. Þá er framherjinn
stóri Fernando Llorente erfið-
ur viðureignar. Stór og stæði-
legur.
Sir Alex Ferguson ætti að
geta notað krafta Chris Small-
ing í leiknum og þá styttist í
að breiddin á miðjunni aukist
með innkomu Anderson en
hann var ónotaður varamað-
ur gegn Tottenham. Anton-
io Valencia og Tom Cleverley
eru þó ekki tilbúnir en mögu-
leiki er að Valencia geti spilað
um næstu helgi.
Ætti að vera formsatriði
Á meðan Manchester United
byrjar á heimavelli hefja ná-
grannarnir í City, topplið
ensku úrvalsdeildarinnar, leik
í Portúgal þar sem þeir mæta
Sporting í Lissabon. Viður-
eignin ætti að vera forms atriði
fyrir City ef tekið er mið af því
hversu auðveldlega það tók
efsta lið portúgölsku deildar-
innar, Porto. Sporting er í fjórða
sæti í deildinni heima með 52
stig, þremur stigum á undan
Benfica og Braga. Sporting er
aftur á móti í fjórða sæti, fjór-
tán stigum á eftir toppliðinu og
á enga möguleika á Meistara-
deildarsæti að ári.
Enn verri fyrir Sporting er
sú staðreynd að liðið er ekki
að skora mörg mörk, sér-
staklega undanfarið. Í síð-
ustu 7 leikjum hefur liðið að-
eins skorað 6 mörk og alls 31
í 21 leik á tímabilinu í portú-
gölsku deildinni. Á sama tíma
er Manchester City að raða
inn mörkum en þeir bláu hafa
skorað 69 mörk og aðeins
fengið á sig 19 í 27 leikjum í
ensku úrvalsdeildinni.
City hvíldi leikmenn á
borð við Edin Dzeko, Sergio
Agüero, James Milner og Ni-
gel De Jong um helgina. Þeir
mæta allir ferskir til Lissabon,
klárir í að halda Evrópuferð
City áfram.
BASKARNIR MÆTA
Á OLD TRAFFORD
n Ferð Manchester-liðanna í Evrópu heldur áfram
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti
„Viðureignin
ætti að vera
forms atriði fyrir City
ef tekið er mið af
því hversu auðveld-
lega það tók efsta lið
portúgölsku deildar-
innar.
Erfiður Fernando Llorente verður
erfiður viðureignar fyrir varnar-
menn Man. United. MYND REUTERS