Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 7. mars 2012 Miðvikudagur Engar vítur á Jón Baldvin O f seint er að áminna eða víta Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrverandi sendi- herra, vegna notkunar hans á hálfopinberu bréfsefni sendiráðs Íslands í Bandaríkjunum í kynferðislegum bréfaskriftum til Guðrúnar Harðardóttur, ungr- ar systurdóttur Bryndísar Schram eiginkonu Jóns. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðneytisins við fyrir- spurn DV um afskipti ráðuneytisins af málinu. Þar kemur einnig fram að ráðuneytinu hafi ekki verið ljóst á fyrirspurn dóms- og kirkjumála- ráðuneytis að fyrrverandi starfsmað- ur þess ætti í hlut. Jón Baldvin sagði í samtali við DV á sínum tíma að hann hafi haft milligöngu um að gagnaöfl- un yrði flýtt. Hefur látið af störfum Sendiherrann fyrrverandi er ekki lengur opinber starfsmaður og því er, að mati utanríkisráðuneytisins, ekki hægt að veita honum vítur hafi hann á sínum tíma brotið gegn lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. Í lögunum segir: „Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, van- kunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósam- rýmanlegar starfinu skal forstöðu- maður stofnunar veita honum skrif- lega áminningu.“ Tekið er fram í lögunum að starfsmanni skuli gefinn kostur á að tala sínu máli. DV sendi fyrirspurn á ráðuneytið þar sem spurt var hvort á sínum tíma hafi komið til greina eða hvort það komi í dag til greina að ávíta Jón Baldvin fyrir það sem ráðuneytið sjálft hefur sagt „fullkomlega óeðli- lega“ notkun á bréfsefni ráðuneytis- ins. „Ákvæði þetta á aðeins við um starfsmenn ríkisins en ekki þá sem látið hafa af störfum. Umræddur starfsmaður lét af störfum hjá ríkinu árið 2005,“ segir í svari ráðuneytis- ins. Jón Baldvin hafði afskipti Þá var ráðuneytið spurt að hvaða leyti málið kom á borð þess. Í svarinu segir að ráðuneytið hafi svarað erindi dóms- og kirkjumálaráðuneytis frá mars 2006 þar sem óskað var aðstoð- ar við öflun gagna um lagaákvæði í Bandaríkjunum og Venesúela. Þá segir ennfremur að upplýsingar um að fyrirspurnin tengdist fyrrverandi starfsmanni ráðuneytisins hafi ekki legið fyrir á þeim tíma enda hafi slíkt ekki komið fram í erindinu til utan- ríkisráðuneytisins. Í samtali DV við Jón Baldvin Hannibalsson skömmu eftir að bréf- in birtust á dögunum sagði Jón að hann hefði sjálfur haft afskipti af mál- inu í þeim tilgangi að flýta svörum. „Ég hafði samband við ræðismann- inn í Caracas og útlistaði fyrir hon- um málið og bað hann um að senda þessi gögn til utanríkisráðneytisins,“ sagði Jón Baldvin við blaðamann þegar bréfin birtust fyrst. Hann gaf þá skýringu að hann hafi viljað að- stoða við að flýta málinu. Hann hafi því rætt við sendiráðið í Washington með sama tilgang í huga. „Sakborn- ingur útvegaði þessi gögn því það var ráðuneytinu um megn,“ sagði Jón Baldvin ennfremur. Ekki í opinberu umboði Af þessu að dæma höfðu aðilar í ís- lenskri utanríkisþjónustu vitneskju um að Jón Baldvin tengdist málinu eða væri tengdur aðilum þess. Það er þó ekki víst að þeir hafi skráð slík af- skipti eða tilkynnt til ráðuneytisins. Jón starfaði á þessum tíma ekki fyrir utanríkisþjónustuna. Því hefði þeim sem tóku tilmælin af Jóni Baldvini átt að vera ljóst að aðkoma hans væri ekki í umboði utanríkisráðuneytisins. Í umfjöllun Nýs Lífs sem upphaflega birti bréf Jóns Baldvins til Guðrúnar segir að ráðuneytið hafi tafið málið í tæpt ár. Við er bætt að Jón Baldvin hafi starfað fyrir ráðuneytið árum saman. „Það skal áréttað að Jón Baldvin starf- aði fyrir utanríkisráðuneytið í 18 ár og þekkti vel til. Þó hann hafi á þessum tíma látið af störfum. Einmitt þar tafð- ist málið í heilt ár „þrátt fyrir að erind- ið væri ítrekað,“ líkt og segir í ákvörð- un ríkissaksóknara.“ Af orðum Jóns að dæma telur hann það ekki hafa verið sér til happs að málið tafðist. Skortur á formfestu Í skýrslu þingmannanefndarinnar sem fjallaði um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að hún sé áfellisdómur fyrir ís- lenska stjórnsýslu, verklag hennar og skort á formfestu. Skýrslan sem skrifuð er vegna efnahagshruns- ins lýsir hugarfari ábyrgðarleysis og skort á aga. Séu samskipti Jóns Baldvins við sendiráð og ræðis- mann skoðuð í því er ljóst að hætta er á að Jón Baldvin hafi getað nýtt sér aðstöðumun og vinatengsl sín, sem fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra í máli þar sem hann var sjálfur grunaður um refsivert athæfi. Ekki náðist í sendiráð Íslands í Bandaríkjunum né ræðismann í Caracas við vinnslu fréttarinnar. n Fór framhjá utanríkisráðuneytinu þegar hann var til rannsóknar„Ég hafði samband við ræðismanninn í Caracas og útlistaði fyrir honum málið. Hafði afskipti Jón Baldvin Hannibalsson segist sjálfur hafa haft samband framhjá utan- ríkisráðneytinu til að flýta fyrir svörum í rannsókn er varðaði hann. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Danir styðja Íslendinga Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra fundaði á mánudags- kvöld með Nicolai Wammen, Evr- ópumálaráðherra Danmerkur. Á fundinum gerði Össur grein fyrir stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins sem hleypt var af stokkunum um mitt síðasta ár og lýsti þeim vilja íslenskra stjórnvalda að helstu hagsmuna- mál Íslands; sjávarútvegur, land- búnaður, byggðamál og myntsam- starf, yrðu tekin fyrir sem fyrst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Evrópumálaráðherrann ítrekaði stuðning Danmerkur við aðild Ís- lands að ESB en Danir gegna for- mennsku í Evrópusambandinu fram á mitt þetta ár. Ráðherrarnir ræddu meðal annars stöðuna á evrusvæðinu og sagði Wammen Evrópusambandið hafa gripið til róttækra ráðstafana til að auka aga og aðhald í efnahagsstjórn aðildar- ríkjanna. Hann sagði Dani styðja nýjan sáttmála um fjármálastöðug- leika sem undirritaður var í síðustu viku en danska krónan er fasttengd evrunni í gegnum sérstakt sam- komulag um þátttöku Danmerkur í gengissamstarfinu ERM II. Hnökkum stolið á Selfossi Brotist var inn í níu hesthús við Norðurtröð á Selfossi aðfaranótt þriðjudags. Í tilkynningu frá lög- reglunni á Selfossi kemur fram að úr einu húsinu hafi sex hnökkum verið stolið. Í fyrstu verður ekki séð að stolið hafi verið úr öðrum hest- húsum. Hins vegar voru unnin eignaspjöll svo sem á hurðum og gluggum. Talið er að verðmæti hnakkanna sem var stolið sé allt að einni og hálfri milljón króna miðað við verð í verslun. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um óeðlilegar mannaferðir í hest- húsahverfinu eða búa yfir öðrum upplýsinum um málið að hafa sam- band við lögreglu í síma 480 1010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.