Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 7. mars 2012 Miðvikudagur
Sváfu í bílnum saman
n Magnús Þórisson endurheimti hund sinn
Þ
að var dálítið kalt í nótt en
annars höfum við það bara
ágætt,“ sagði Magnús Þórisson
hundaeigandi í samtali við DV
á þriðjudag en hann endurheimti
hund sinn, Kát, á mánudag. DV hef-
ur fjallað um málið en á tímabili stóð
jafnvel til að Káti yrði lógað. Þeir fé-
lagar eru þó sameinaðir á ný, en að-
eins til skamms tíma.
Það var vonskuveður á mánu-
dagskvöld og Magnús treysti sér þess
vegna ekki til að keyra með hundinn
til vinar síns sem býr rétt fyrir utan
Selfoss, en sá ætlar að hýsa Kát. Þeir
sváfu þess vegna saman í bílnum.
„Ég er svo náttblindur þannig ég vildi
ekki keyra í svona veðri. Ég svaf bara
með honum í bílnum, ég ætla ekki
að láta taka hann aftur. En það var
heldur kalt í nótt,“ sagði Magnús á
þriðjudag en hundar eru ekki leyfðir
í gistiskýlinu þar sem Magnús hefur
dvalið á næturnar þar sem hann er
heimilislaus eins og stendur.
Þegar DV náði tali af Magnúsi þá
var hann að fara með Kát til vinar
síns sem ætlar að sjá um hann með-
an Magnús er heimilislaus. „Ég vona
bara að ég fái stað sem fyrst sem við
getum verið saman á.“
Magnús fékk hluta þeirra gjalda
sem hann átti að borga til þess að
fá Kát til sín aftur, felldan niður. „Ég
notaði síðustu aurana til þess að
borga þessi gjöld og á því lítið eftir.
Síðan er bensínkostnaðurinn frekar
hár en ég keyrði fram og til baka til
Selfoss í gær og svo aftur í dag,“ seg-
ir Magnús sem segir peningaáhyggj-
urnar vissulega skyggja á gleðina við
að fá Kát aftur.
Fjölmargir hafa haft samband við
DV og vilja styrkja Magnús. Þeim er
bent á að hafa samband við hann
beint í síma 777-9244.
Ostborgari
franskar og 0,5l gos
Máltíð Mánaðarins
Verð
aðeins
1.045 kr.
d
v
e
h
f.
2
0
12
/
d
av
íð
þ
ó
r
Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890
*gildir í mars
Sprengjumaður
áfram í haldi
Héraðsdómur Reykjaness hefur
framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð
yfir manni sem tekinn var með
rörasprengju og hlaðið skotvopn
á heimili sínu í Reykjanesbæ í síð-
ustu viku. Var maðurinn úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til 26. mars
næstkomandi en úrskurðurinn
hefur verið kærður til Hæstaréttar.
Lögreglu hafði borist ábending
um vafasamt athæfi mannsins á
Facebook þar sem hann birti með-
al annars myndbönd af sjálfum
sér þar sem hann handlék skot-
vopn og prófaði sprengjur. Þegar
lögregla heimsótti manninn veitt-
ist hann að sérsveitarmönnum
vopnaður hnífi en á heimili hans
fundust efni til sprengjugerðar,
skotvopn og hnífar.
Sparnaður
fyrir útvalda
Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn-
aði á mánudag Landsbankann af
kröfu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrr-
verandi bankastjóra, um viður-
kenningu á að í gildi væri samn-
ingur milli hans og bankans um
viðbótarlífeyrissparnað frá því í
ágúst 2008. Fjármálaeftirlitið hafði
krafið bankann um að segja upp
samningnum sem aðeins Sigurjón
og örfáir aðrir útvaldir hjá bank-
anum fengu. Ágreiningur málsins
var um þá ákvörðun Landsbank-
ans að loka einkalífeyrissparn-
aðarreikningi Sigurjóns, ráðstafa
þeim hátt í sex hundruð milljón-
um króna sem voru inni á reikn-
ingnum og færa í aðra sparnaðar-
leið.
Auk þess að hafna því að um-
ræddur samningur væri í gildi
felldi dómurinn einnig úr gildi
lögbann sem Sýslumaðurinn í
Reykjavík hafði sett á að eign Sig-
urjóns yrði ráðstafað.
Í Fréttablaðinu á þriðjudag
sagði Sigurður G. Guðjónsson,
lögmaður Sigurjóns, að dómnum
yrði áfrýjað til Hæstaréttar.
Sameinaðir á ný Magnús og Kátur eru
sameinaðir á ný. Þeir sváfu báðir í bíl Magn-
úsar aðfaranótt þriðjudags.
Stórskemmdi bíl
sveitarfélagsins
S
jómaður lét óánægju sína
með sveitarfélagið Norður-
þing í ljós með áþreifan-
legum hætti um hádegisbil
á miðvikudag þegar hann
tók um 40 kílóa steypt blómaker og
fleygði því í bifreið í eigu sveitar-
félagsins. Bifreiðinni var lagt fyrir
utan verslun á Kópaskeri þegar mað-
urinn lét til skarar skríða.
Fjármálastjóri Norðurþings segir
við DV að hann hafi ekki vitað hvað
manninum gekk til en hann hefur
verið kærður til lögreglu fyrir eigna-
spjöll á opinberum eigum. Lög-
reglan kom þó ekki á vettvang fyrr
en síðdegis á miðvikudag, en þá var
maðurinn farinn út á sjó.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum er bifreið sveitarfélagsins
talsvert mikið skemmd. Framrúðan
brotnaði og húddið á bílnum er stór-
skemmt og hleypur tjónið líklega á
hundruðum þúsunda króna.
Brjálaðist og fór síðan á sjó
Lögreglan á Húsavík fer með málið,
en samkvæmt upplýsingum þaðan
hefur ekki tekist að yfirheyra hinn
grunaða skemmdarvarg þar sem
hann er enn á sjó. Vonir standa hins
vegar til að hægt verði að yfirheyra
hann sem fyrst vegna málsins.
Ekki liggur nákvæmlega fyrir af
hvaða tilefni maðurinn skemmdi bíl
sveitarfélagsins, en fjöldi manns varð
vitni að atburðinum. Á Kópaskeri
er rætt um að manninum hafi verið
mikið niðri fyrir. Hann hafði setið inni
í versluninni að drekka kaffi þegar
hann rauk skyndilega út og skemmdi
bílinn. Einn sjónarvotta segir að hann
hafi síðan hellt úr olíubrúsa á bryggj-
una og skömmu síðar farið út á sjó.
Honum er lýst af sveitunga sínum
sem skapstórum manni.
Maðurinn mun hafa verið búinn
að senda sveitarstjórn bréf þar sem
hann lét skoðun sína á byggðarkvóta
í ljós. Því er talið að skemmdarverkið
hafi verið framið í bræðiskasti og mót-
mælaskyni við sjávarútvegsstefnuna.
DV hefur ekki náð tali af mannin-
um sjálfum.
„Menn eru ekki sammála um
alla hluti“
Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármála-
stjóri Norðurþings og staðgengill
bæjarstjóra, vildi ekki gera mikið
úr málinu þegar DV spurði hann út
í það. Hann sagðist ekki hafa hug-
mynd um hvað manninum gekk
til, en staðfesti að málið hefði verið
kært til lögreglu, þar sem það fengi
að fara sína hefðbundnu leið. „Þetta
er ekkert stórmál í okkar huga.
Hann hefur verið eitthvað óhress
eins og menn verða,“ segir hann.
Hann segir að maðurinn hafi
aldrei áður verið með ógnandi til-
burði við starfsmenn sveitarfélags-
ins. „Það er bara með þessi mál eins
og önnur. Það eru skiptar skoðanir
og menn eru ekki sammála um alla
skapaða hluti. Það hefur ekki verið
þannig hingað til að menn séu að
skemma eignir eða ógna fólki og það
verður vonandi ekki hér í framtíð-
inni,“ segir Guðbjartur.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
n Sjómaður á Kópaskeri kastaði steyptu blómakeri í bíl Norðurþings „Það er bara með
þessi mál eins og
önnur. Það eru skiptar
skoðanir og menn eru
ekki sammála um alla
skapaða hluti.
Óvænt skemmdarverk Sjónarvottar segja að maðurinn hafi tekið upp þungt steypt blómaker og fleygt því í bíl sveitarfélagsins. Framrúða bílsins brotnaði og stórsér á húddinu eftir
uppákomuna.