Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 7. mars 2012 Miðvikudagur
Man ekki
tíðnina
Útvarpsmaðurinn Sigvaldi
Kaldalóns eða Svali eins og
hann er gjarnan kallaður
mun hefja störf á útvarps-
stöðinni Kananum innan
tíðar. Svali hafði starfað á út-
varpsstöðinni FM957 í rúma
tvo áratugi áður en hann
fór yfir á Kanann og því ansi
vanur tíðninni 95,7. Eins og
sést á myndbandi sem Einar
Bárðarson, útvarpsstjóri
Kanans, setti inn á YouTube
á Svali í töluverðum erfið-
leikum með að muna nýju
tíðnina, það er 100,5. Enda
búinn að staglast á 957 síð-
ustu 20 árin.
Sonur Elínar
ver Geir
Sonur Elínar Hirst, Friðrik
Árni Friðriksson Hirst, er að-
stoðarmaður Andra Árnason-
ar, verjanda Geirs H. Haarde
í landsdómsmálinu. Friðrik
Árni, sem er 26 ára, á glæsi-
legan námsferil að baki en
hann dúxaði í BA-prófinu í
lögfræði ásamt því að vera
annar tveggja sem fengið
hafa 9,25 þegar hann út-
skrifaðist með meistaragráðu
í lögfræði frá Háskóla Íslands
í fyrra. Friðrik hefur unnið á
lögmannstofunni Juris hjá
Andra síðan hann var á öðru
ári í lögfræði en hann starfaði
þá á sama tíma sem fram-
kvæmdastjóri bókaútgáfunn-
ar Codex. Friðrik er líklega
yngsti lögfræðingurinn hér á
landi sem fengið hefur vinnu
við jafn viðamikið mál.
Sturla
fastagestur
Þétt hefur verið setið í Þjóð-
menningarhúsinu á fyrstu
tveimur dögum landsdóms-
málsins og hafa færri komist
að en vilja. Salurinn er þétt
setinn af meðal annars há-
skólanemum og lögmönn-
um sem eru áhugasamir um
málið auk auðvitað skyld-
menna Geirs. Á öðrum degi
mætti einnig Halldór Blön-
dal, fyrrverandi ráðherra,
til að fylgjast með. Sturla
Jónsson, vörubílstjóri og
baráttumaður, hefur mætt
báða dagana og virðist ætla
að verða fastagestur í Þjóð-
menningarhúsinu meðan á
málinu stendur.
V
orið 2007 horfðist
Jónína Leósdóttir rit-
höfundur í augu við
það að hún var orðin
alltof þung. Hún pass-
aði ekki lengur í fötin sín og
klæddist fatnaði sem að eigin
sögn líktist frekar tjöldum en
fatnaði. Jónína glímdi þar að
auki við ýmsa heilsubresti svo
sem kransæðastíflu og andleg
þyngsli.
Í maí 2007 var ég orðin um
þrjátíu kíló yfir kjörþyngd og
umframbyrðin þrúgaði mig
jafnt andlega sem líkamlega,
segir Jónína í bók sinni.
Hún sagði offitunni stríð á
hendur og léttist um 30 kíló.
Stríðinu gerði hún skil í dag-
bókarfærslum sem nú hafa
verið gefnar út á bók. Í bókinni
Léttir: hugleiðingar harmon-
ikkukonu segir Jónína frá hug-
leiðingum um mat og holda-
for af óborganlegri kímnigáfu.
Allra skemmtilegastir eru kafl-
arnir þar sem hún lýsir sam-
skiptum sínum og eiginkonu
sinnar, Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra.
Betri helmingurinn
Athygli vekur að Jónína nefnir
Jóhönnu aldrei á nafn. Hún er
ávallt kölluð betri helmingur-
inn. Sjálf hefur Jónína útskýrt
þetta með því að bókin sé um
hana sjálfa. Ekki hana og Jó-
hönnu.
Þegar heilsubrestir Jónínu
hömluðu henni var mikið að
gera í starfi Jóhönnu.
„Annars gekk svo mikið á í
vinnuumhverfi betri helmings-
ins að ég hafði nýju sprengi-
töflurnar alltaf innan seilingar.
Aukafréttatími í sjónvarpinu.
Stjórnarmyndunarviðræður
framundan. Stöðugar sím-
hringingar – pólitíkusar, fjöl-
miðlar, frenner og venner – og
gríðarleg spenna í loftinu. Og
ég sem áttu að taka því rólega,“
segir Jónína frá í bók sinni.
Konfektið falið
Jónína segist hafa glímt við
óþarflega mikla matarlyst frá
því úr æsku og á heimili henn-
ar og Jóhönnu var aðeins eitt
til ráða. Jóhanna þurfti að fela
gotterí og konfekt fyrir Jónínu.
„Það skapar því ákveðið
vandamál að betri helmingur-
inn skuli kunna að fara með
sætindi og vilja hafa þau um
hönd. Ekki get ég gert gotterí
útlægt af heimilinu, bara vegna
þess að ég kann mér ekki hóf.
Það varð þess vegna snemma
að samkomulagi að betri helm-
ingurinn feldi sælgætið fyrir
mér – og þetta fyrirkomulag
hefur gengið ljómandi vel.“
Ríkisstjórnin og makar:
Hverju á að klæðast?
Fólk í ofþyngd á það sameigin-
legt að eiga erfitt með að klæða
sig. þegar þyngdin sveiflast
passar ekkert í fataskápnum
og í megrun er tilgangslaust
að festa kaup á fötum sem eru
aðeins notuð til skamms tíma.
Jónína segir það hafa verið sér-
staklega erfitt þegar litið er til
þess að hún þurfti að taka þátt
í veisluhaldi fyrir allra augum
vegna starfa Jóhönnu.
„Í gærkvöldi kom í ljós að
betri helmingurinn er að setj-
ast í ríkisstjórn. Það er auðvitað
hið besta mál – en um leið og
þetta upplýstist fór ég samt að
hafa áhyggjur. Þessari breyt-
ingu fylgir hugsanlega aukið
útstáelsi og þá kemur upp hið
klassíska vandamál: Hverju á
ég að klæðast?“
Hún kvíðir því enda þegar
fyrsta boðskortið er komið í
hús: „Ó, ó, ó! Fyrsta boðskort-
ið strax komið: Kvöldverður á
morgun, ríkisstjórnin og mak-
ar! Nú liggja fatalausar fituboll-
ur aldeilis í því. Ekki um annað
að ræða en að fara í svarta
tjaldið,“ segir Jónína frá.
Studdi óspart við Jónínu
Stundum lá illa á Jónínu. Álag-
ið sem lífsstílsbreytingin veldur
á andlega líðan getur verið
mikið. En makinn studdi þá
óspart við hana eins og Jónína
segir svo skemmtilega frá.
„Aumingja betri helmingur-
inn hefur engan veginn getað
gert mér til geðs á þessum sól-
ríka sunnudegi. Mjólkin átti
ekki að vera í miðhillunni,
heldur þeirri neðstu, og svo
fann ég útrunna kæfu í ís-
skápnum. Þetta var náttúru-
lega óþolandi! Þar að auki var
álpappírsbútur í reiðileysi við
grillið úti á svölum og nokkrar
gamlar vídeóspólur í stafla á
sófaborðinu. Er hægt að bjóða
manni upp á annað eins?
Betri helmingurinn stundi
svolítið – og gnísti kannski
tönnum án þess að ég yrði
þess vör – en sýndi mér annars
meira umburðarlyndi en ég átti
skilið. Dreif mig að lokum út í
bíltúr og bauð mér upp á cap-
puccino.“
Hvatning og stuðningur
skipta mestu
Jóhanna lét Jónínu aldrei finna
fyrir því að holdafarið væri úr
lagi gengið og hrósaði henni
óspart og veitti stuðning.
„Rosalega ertu orðin flott. Þetta
sagði betri helmingurinn upp
úr þurru þegar ég var að stússa
eitthvað í eldhúsinu í kvöld.“
Jónína segist hafa velt því fyrir
sér hvers vegna henni fyndist
hún þá ekki ömurleg þegar
hún er feit en stillti sig um það.
„Naut þess bara að vera svona
óendanlega heppin að eiga
maka sem dæmir mig ekki eins
harkalega og ég geri sjálf,“ skrif-
ar Jónína í dagbók sína.
Sjálf er Jónína hvetjandi.
Lokaorð bókarinnar eru hvatn-
ingarorð til þeirra sem eru yfir
kjörþyngd: „Ef þú ert tugum
kílóa yfir kjörþyngd vona ég að
þú vaknir sem fyrst upp við að
nú sé nóg komið. Þar með upp-
hefst talsvert streð, enginn get-
ur lofað að þetta verði auðvelt.
En eitt er þó víst. Eftir að botn-
inum er náð stefnir allt upp
á við – heilsufarið, úthaldið,
sjálfstraustið, útlitið, skapið og
mannleg samskipti. Allt nema
talan á vigtinni.“
Jóhanna faldi kon-
fektið fyrir Jónínu
n Jóhanna hrósaði Jónínu sama hvert holdafarið var n Missti 23 kíló á einu ári
„Ó, ó, ó! Fyrsta
boðskortið
strax komið: Kvöld-
verður á morgun, rík-
isstjórnin og makar!
Nú liggja fatalausar
fitubollur aldeilis í því.
„Rosalega ertu
orðin flott.
Þetta sagði betri
helmingurinn upp úr
þurru þegar ég var að
stússa eitthvað í eld-
húsinu í kvöld.
Studdi eiginkonu sína Jóhanna hrósaði Jónínu óspart, faldi konfektið og hughreysti hana þegar illa lá á henni.
Útgáfuteiti Í tilefni af útgáfu bókarinnar var skálað og fagnað í Eymundsson
á þriðjudagseftirmiðdegi. Að sjálfsögðu var boðið upp á laufléttar veitingar.
Kílóin og kímnigáfan Jónína
Leósdóttir hefur skrifað skemmtilega
bók sem er hvetjandi lesning fyrir þá
sem eru í ofþyngd. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI