Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 7. mars 2012
Hótað að sprengja Fjarðaál
n Hótunin var send á netfang lögreglu á Eskifirði
L
ögreglunni á Eskifirði barst
um miðjan janúar síðastlið-
inn sprengjuhótun sem beint
var að Alcoa Fjarðaáli á Reyð-
arfirði. Málið var litið alvarlegum
augum, enda álverið stór og fjöl-
mennur vinnustaður. Lögregla hóf
strax að rannsaka málið og í ljós
kom að tölvupósturinn var send-
ur úr ákveðinni tölvu innan fyrir-
tækisins. Guðmundur Bjarnason,
upplýsingafulltrúi Alcoa á Íslandi,
sem og lögregla staðfesta þó við
DV að fljótlega í rannsóknarferl-
inu hafi komið í ljós að um gabb
var að ræða. „Lögreglan sá strax á
handbragðinu að þetta var gabb,
en þetta var skoðað ítarlega,“ segir
Guðmundur. Hann segir að í raun
hafi ekkert komið út úr rannsókn-
inni sem slíkri.
Margir hafa aðgang að tölv-
unni sem pósturinn var sendur úr
en ekki hefur verið hægt að rekja
gjörninginn til ákveðins aðila.
Guðmundur segir lögreglu aldrei
hafa fjarlægt tölvuna og hún hafi
verið í notkun í álverinu síðan at-
vikið átti sér stað.
Elvar Óskarsson, hjá lögregl-
unni á Eskifirði, segir að í raun sé
málinu ekki lokið af þeirra hálfu.
„Það er á þeim punkti að það er
ekkert endilega unnið frekar í
því í bili. En öll mál í landinu eru
þannig að þau eru tekin upp aftur
komi eitthvað nýtt fram sem breyt-
ir þeim.“
Hann segir að út frá gögnum
málsins hafi það verið mat lög-
reglu og fyrirtækisins að um gabb
hefði verið að ræða. „Það er ljóst,
eða við teljum það vera þannig,“
segir Elvar. „Það er alltaf alvarlegur
hlutur þegar menn eru að henda
einhverju svona fram,“ bætir hann
við og ítrekar að mál sem þessi séu
alltaf litin alvarlegum augum hjá
lögreglunni þrátt fyrir að þau reyn-
ist síðar vera gabb. solrun@dv.is
Sprengjuhótun Fljótlega við rannsókn lögreglu kom í ljós að um gabb var að ræða.
M
argir háttsettir starfsmenn
í íslensku bönkunum
tæmdu bankareikningana
sína og tóku fjármuni sína
úr peningamarkaðssjóð-
um í aðdraganda bankahrunsins
haustið 2008, samkvæmt heimildum
DV. Sem dæmi má nefna að einn
framkvæmdastjóri í stóru viðskipta-
bönkunum tók fjármuni sína, alls
tugi milljóna króna, út úr peninga-
markaðssjóðum bankans og notaði
þá til að greiða upp húsnæðislán sem
hvíldi á einbýlishúsi hans í Reykjavík.
Húsið, sem er 300 fermetrar, var
keypt í ársbyrjun 2008 og er veð-
bandalaust í dag. Fjölmörg dæmi eru
til sem eru sambærileg þessu máli
framkvæmdastjórans. Þessi tiltekni
bankastarfsmaður hélt því öllum
þeim fjármunum sem hann átti inni
í peningamarkaðssjóðunum. Um-
ræddur bankastarfsmaður hefur ver-
ið til rannsóknar hjá sérstökum sak-
sóknara vegna meintra lögbrota sem
eru til rannsóknar hjá embættinu.
Fengu tæp 70 til 85 prósent
Í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis er fullyrt að miklir fjármun-
ir hafi runnið út úr peningamarkaðs-
sjóðum íslensku viðskiptabankanna
þriggja í aðdraganda hrunsins. Þar
kemur fram að innherjar og starfs-
menn bankanna hafi tekið háar fjár-
hæðir út úr sjóðunum. Frásögnin
af framkvæmdastjóranum sem um
ræðir hér að framan er eitt dæmi um
þetta. Í skýrslunni er tekið fram að
eftirlitsaðilar ættu að rannsaka þetta
útstreymi fjármagns úr sjóðunum.
Svo fór á endanum að inni-
stæðueigendur í peningamarkaðs-
sjóðunum fengu aðeins greidd út á
bilinu 68,5 til 85 prósent af innistæð-
um sínum í sjóðunum. Innistæðu-
eigendur í peningamarkaðssjóðum
Landsbankans fengu greidd út 68,5
prósent á meðan innistæðueigendur
Glitnis og Kaupþings fengu greidd út
um 85 prósent. Heildarinnistæður í
peningamarkaðssjóðunum námu
um 250 milljörðum króna þegar
þeim var lokað í október 2008. Þeir
aðilar sem náðu hins vegar að taka
innistæður sínar út fyrir þennan
tíma gátu haldið fjármunum sínum
til fulls.
Enn á huldu
Slíkar frásagnir, líkt og sú sem vísað
er til hér að framan, hafa ekki komist
í opinbera umræðu nema að litlu
leyti. Enn er því á huldu að mestu
leyti hvernig þessum viðskiptum
starfsmanna og innherja í bönkun-
um var háttað á þessum tíma. Þetta
á bæði við um hlutabréfaviðskipti
starfsmanna bankanna og eins út-
tektir af bankareikningum og úr
peningamarkaðssjóðum í aðdrag-
anda hrunsins. Svipaða sögu má
reyndar segja um viðskipti starfs-
manna eignastýringardeilda bank-
anna sem oft og tíðum létu við-
skiptavini sína fjárfesta í bréfum
fyrirtækja sem tengdust bönkunum
beint, meðal annars sem stórir hlut-
hafar í þeim.
Í rannsóknarskýrslu Alþingis er
fjallað nokkuð um þetta þó dæm-
in sem tekin eru sé ekki mjög mörg.
„Út um allt fjármálakerfið var fólk að
reyna „að bjarga“ sér. Eigin hlutabréf
hrúguðust upp inni í bönkunum,
allra leiða var leitað til að koma þeim
út og halda þannig hlutabréfaverði
uppi og það var tekið til óspilltra
málanna. Stofnuð voru eignar-
haldsfélög eins og Stím til að kaupa
hlutafé með veðum í hlutabréfunum
sjálfum eins og flestum er kunnugt.“
Tók út 318 milljónir
Frægasta dæmið um að bankastarfs-
maður hafi tekið peningana sína út
af bankareikningi sínum er tilfelli
bankastjóra Glitnis auk þess sem
mál stjórnenda Landsbankans kom-
ust einnig í hámæli. „Lárus Weld-
ing færði fjármuni til útlanda, eða
réttara sagt hreinsaði út af reikningi
sínum um 318 milljónir, rétt eftir að
hann hafði lýst því yfir í viðtali í Silfri
Egils að bankinn hans væri traust-
ur. Stjórnendur í Landsbanka, eins
og Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sig-
fúsdóttir, færðu eignir lífeyrissjóða
sinna yfir í ríkisskuldabréf í byrj-
un október. Enn aðrir tóku til við
að færa húseignir yfir á nöfn maka
sinna. Menn skynjuðu að dansinum
væri að ljúka,“ segir í skýrslunni.
Miðað við þær frásagnir um sam-
bærileg mál sem DV hefur heyrt
voru þessi þekktu mál hins vegar
bara toppurinn á ísjakanum þar sem
lægra settir starfsmenn bankanna
gerðu sambærilega hluti eftir að þeir
mátu það sem svo að komið væri í
óefni í íslenska fjármálakerfinu.
n Tók tugi milljóna út úr bankanum n Greiddi niður húsnæðislánið
TÆMDU REIKNINGANA
SÍNA RÉTT FYRIR HRUN„Út um allt fjár-
málakerfið var fólk
að reyna „að bjarga“ sér.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Hrunið hefst Lítið hefur spurst
út um viðskipti stjórnenda og
starfsmanna bankanna sem
kunna að hafa búið yfir meiri
vitneskju um stöðu þeirra en
aðrir.
verandi utanríkisráðherra, yrði
leidd fyrir dóminn sem vitni. Að
sama skapi drógust vitnaleiðslur
yfir Björgvini umtalsvert og þótti
Markúsi Sigurbjörnssyni, forseta
landsdóms, rétt að minna sak-
sóknara og verjanda á að aðeins
væri gert ráð fyrir tveggja stunda
yfirheyrslu yfir Björgvini þeg-
ar klukkutími var liðinn af dóm-
þinginu. Þá hafði aðeins verið
búið að fara yfir einn ákærulið af
fimm.
Ljóst þykir að Þjóðmenning-
arhúsið verður undirlagt und-
ir landsdóm næstu dagana og
jafnvel vikur en málið er gífur-
lega umfangsmikið. Það sýndi sig
meðal annars í þeim mikla fjölda
skjala sem verjandi Geirs rogað-
ist með í þungri ferðatösku inn í
dómsalinn. n
Viðvörunarbjöllur
allt í kringum Geir
n Geir segist hafa skort stjórntæki til að takast á við risavaxið bankakerfið
Arnór Sighvatsson Aðalhagfræðing-
ur Seðlabankans í hruninu en aðstoðar-
seðlabankastjóri nú.
Davíð Oddsson Fyrrverandi seðla-
bankastjóri og núverandi ritstjóri
Morgunblaðsins.
Björgvin G. Sigurðsson Alþingis-
maður og fyrrverandi viðskiptaráðherra.