Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Side 3
ÁRið 2007 snýR aftuR Fréttir 3Mánudagur 12. mars 2012 n Hærri yfirdráttur, hærra fasteignaverð og meiri einkaneysla Hækkandi fasteignaverð n Fasteignavísitalan fer hækkandi og nálgast hratt það sem hún var árið 2007. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt síðasta árið og tekið nokkur lítil stökk. Ekki er þó ljóst hvort um einhvers konar fasteignabólu er að ræða en fjárfestinga- kostir fyrir hinn almenna Íslending hafa verið af skornum skammti frá hruni. Lítil viðskipti eiga sér stað í Kauphöllinni og ekki er unnt að færa fjármagn úr landinu sökum gjaldeyrishafta. Það hefur því líklega knúið einhverja til að fjárfesta í fasteignum. Einkaneysla mun meiri n Einkaneysla þjóðarinnar er orðinn um það bil sú sama og hún var í lok árs 2006 og byrjun árs 2007. Einkaneyslan hefur samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands rokið upp eftir hrunið. Mesta aukningin var strax eftir hrun, árið 2009 og 2010, þegar Íslendingum var gert kleift að taka út séreignarlífeyrissparnað sinn. Einkaneyslan hefur þó síðan þá haldið áfram að aukast jafnt og þétt. Spjaldtölva jólagjöf ársins n Það koma mörgum á óvart þegar spjaldtölva var valin jólagjöf ársins 2011. Slíkar tölvur kosta tugi þúsunda króna. Það var Rannsóknarsetur verslunarinnar sem valdi gjöfina og í rökstuðningi á valinu kom meðal annars fram að spjaldtölvan hafi verið næstvinsælasta jólagjöfin í Bandaríkjunum í ár, næst á eftir einhverju nýju í fataskápinn. Eftir jólin kom svo í ljós að rannsóknarsetrið hafði hitt naglann á höfuðið. Storknaðar álslettur á land í Straumsvík É g var á gangi um fjöruna þegar ég rakst á einn svona kögg- ul og eftir að ég fann þennan eina þá sá ég þá um allt,“ seg- ir maður sem gerði merkilega uppgötvun á rölti sínu um fjöruna í Straumsvík. Hann fann ósköpin öll af álkögglum á víð og dreif meðfram strandlengjunni og áður en hann vissi af var hann kominn með poka- fylli af áli sem skolast hafði á land frá álverinu. Talsmaður Alcan segir að líklega sé um að ræða leifar frá gam- alli tilraun á upphafsárum álversins. Nokkur kíló í einni ferð Maðurinn sem fann kögglana kveðst nú eiga mörg kíló af þeim og að ál sé úti um allt í fjörunni við álverið í Straumsvík, meðfram golfvellin- um Keili og lengra. Blaðamaður DV hitti manninn við fjöruna hjá golf- vellinum fyrir helgi og afhenti mað- urinn sýnishorn af því umtalsverða magni af áli sem hann fann. „Það er allt morandi í þessu,“ segir hann og á meðfylgjandi mynd má sjá fötu fulla af ruslinu sem hann tók. Þar sem blindbylur var á svæðinu eftir há- degi á föstudag og veðurskilyrði afar óhagstæð komst blaðamaður ekki í skoðunarferð um fjöruna. En eftir því sem DV kemst næst leikur ekki vafi á að um ál er að ræða. Krakkar halda að þetta sé fjársjóður DV spurðist einnig fyrir um málið hjá starfsmönnum golfvallarins sem er í næsta nágrenni við álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Þar fengust þær upplýsingar hjá einum starfsmann- inum að reglulega komi krakkar í af- greiðsluna með vasa fulla af þessum álkögglum og halda að þeir séu „fjár- sjóður.“ Þannig hafi það verið í nokkur ár hið minnsta. Spjótin beinast því að álverinu. Þar óskaði DV eftir svörum frá álverinu vegna þessa enda virðist umtalsvert magn af áli liggja einhvers staðar í sjónum við álverið. Tilraun sem endaði illa? „Ég spurðist fyrir hjá þeim sem búnir eru að vera hér lengur og þá kom í ljós að við höfum heyrt um þetta áður,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi. „Líklegasta skýringin sú að 1975 eða 1976 var gerð tilraun með að hreinsa álleifar með sjó. Það gafst ekki mjög vel því slatti af því áli fór bara einmitt út í sjó. Þessum tilraunum, sem voru víst gerðar í um eina viku, var ekki haldið áfram.“ Ólafur Teitur segir að það virð- ist hafa verið nógu mikið magn til að eitthvað af því berist þarna upp í fjör- una. „Og við höfum heyrt af því að einhverjir hafi af og til fundið svona mola.“ Hann segir ál vera verðmæti sem fyrirtækið vilji selja og því sé ekki um vísvitandi losun á afgangsáli í sjóinn að ræða hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort ekki væri að ræða um umhverf- isslys fyrst svo miklu magni af þess- um álmolum skoli þarna á land segir Ólafur að kannski megi segja það. „En þetta er svo sem ekki hættulegt, en svo geta menn haft sínar skoðanir á því hvort það sé prýði að þessu.“ Vekur áhuga hjá Umhverfisstofnun „Steinarnir eru allir mjög ávalir og fægðir, engin hvöss horn heldur ein- ungis ávalar línur. Þetta hefur því verið að veltast í ölduróti allavega í mörg ár ef ekki áratugi,“ segir Krist- ján Geirsson, deildarstjóri umhverf- isverndar hjá Umhverfisstofnun en stofnunin er eftirlitsaðili álversins í Straumsvík og gefur út starfsleyfi Alcan. DV leitaði álits hjá Kristjáni og gat hann út frá myndum sem hon- um voru sendar af kögglunum dreg- ið almennar ályktanir af þeim. Einn möguleikinn varðandi hina dular- fullu köggla var að þarna væri um að ræða kerbrot úr flæðigryfju álversins þar sem þau eru urðuð við sjóinn en Kristján telur að líklega sé um hrein- an málm að ræða. „Af því sem ég sé þá sýnist mér þarna vera hreinn málmur, ekki blanda af áli og kerbrotum. Það styð- ur ekki að þarna séu kerbrot,“ seg- ir Kristján í svari sínu við fyrirspurn DV. Hann segir að molarnir séu „blöðróttir“ svolítið eins og slettur. „Það myndi mér þykja ólíklegt ef álið kæmi úr kerbrotum, sem eru gerð úr föstum þéttum málmhellum sem ég hallast að að myndu veðrast öðruvísi (þ.e. brotna upp í mola, vera þétt) en síðan þarf allnokkra veðrun til að ná þessari áferð fram.“ Kristján segir að mat sitt á þessum myndum sé að þarna sé um að ræða hreint ál sem hafi storknað hratt í slettur og síðan velkst um í særóti í fjölda ára. Skýring Alcan um álið sem fór í sjóinn á 8. áratugnum er því ekki ósennileg að hans mati. Hann við- urkennir þó að skoða þyrfti þessa álmola betur til að draga einhverj- ar ákveðnari ályktanir. „Mér finnst þetta hins vegar nokkuð áhugavert og við munum forvitnast um þetta eftir helgi,“ segir Kristján. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Við höfum heyrt um þetta áður. n Má rekja til misheppnaðrar tilraunar fyrir 37 árum segir Alcan Álslettur Hér má sjá sýnishorn sem DV fékk afhent. Virðist sem um storknaðar álslettur sé að ræða. Sumir molarnir líkjast steinvölum en þegar þeim er slegið saman verður ekki um villst. Þetta er ál. MyNd SigUrðUr MiKael JóNSSoN Hnefafylli Kristján segir að mat sitt á þessum myndum sé að þarna sé um að ræða hreint ál sem hafi velkst um í særóti í fjölda ára. MyNd SigUrðUr MiKael JóNSSoN Álkubbar Ólafur Teitur segir að ekki sé um að ræða vísvitandi losun á afgansáli í sjóinn. MyNd eyþór ÁrNaSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.