Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 4
S igurjón Þ. Árnason, fyrrver- andi bankastjóri Landsbank- ans, segir að hann hafi komið að að því að kaupa trygginga- umboð svissneska trygg- ingafyrirtækisins Swiss Life af Guð- laugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðis flokksins, í júní árið 2003. Hann segir að Guðlaugur Þór hafi ekki grætt mikið á viðskiptunum. Sigurjón man nokkuð vel eftir viðskiptunum við Guðlaug Þór og samhenginu sem þau voru gerð í og svarar spurningum um málið greiðlega. „Ég kom ekki að viðskiptunum að öðru leyti en því að Landsbankinn keypti þetta af honum. Það er alveg rétt. Hann keypti þetta á 30 milljónir plús og seldi þetta svo á eitthvað um 33 milljónir. Mismunurinn var eitt- hvað 1 eða 2 milljónir, ég man það ekki lengur […] Landsbankinn keypti þetta og ég var bankastjóri þannig að sjálfsögðu kom ég að þessu. Hvort þetta gerðist á bankaráðs- eða banka- stjóraleveli man ég ekki nákvæmlega. En þetta var auðvitað ekki há fjárhæð,“ segir Sigurjón. Einn versti díllinn DV greindi frá því í lok febrúar að eignarhaldsfélag í eigu Guðlaugs Þórs, Bogmaðurinn ehf., hefði feng- ið greiddar tæpar 33 milljónir króna fyrir tryggingamiðlunina frá Lands- banka Íslands í júní 2003. Guðlaugur Þór, sem var borgarfulltrúi á þessum tíma, sagðist hafa keypt trygginga- miðlunina með skammtímaláni frá Búnaðarbankanum, bankanum sem hann vann hjá þar til á vormánuðum 2003. Guðlaugur Þór hafði verið kjör- inn á þing í fyrsta skipti einum mán- uði áður. Þeir Guðlaugur og Sigurjón unnu saman hjá Búnaðarbankanum áður en Sigurjón flutti sig til Landsbank- ans á vormánuðum 2003, þegar fyrir lá að Búnaðarbankinn og Kaupþing væru að fara að sameinast. Guðlaug- ur hafði náð í umboðið fyrir Swiss Life sem starfsmaður Búnaðarbankans og keypti umboðið út úr bankanum eft- ir sameininguna við Kaupþing. Sigur- jón, sem var framkvæmdastjóri rekstr- arsviðs Búnaðarbankans og yfirmaður Guðlaugs Þórs, þekkti tryggingar Swiss Life því vel. „Þetta eru langbestu tryggingar sem hafa nokkurn tíma komið til Íslands.“ Í samtali við DV sagði Guðlaugur að viðskiptin hefðu verið slæm þar sem hann hefði grætt svo lítið á þeim. „Þetta er væntanlega einn versti díll sem nokkur maður hefur gert.“ Hræringar eftir einkavæðinguna Sigurjón segist aðspurður ekki hafa komið að því að selja Guðlaugi Þór umboðið út úr Búnaðarbankanum, þetta hafi verið gert eftir að hann hætti þar. „Swiss Life er búið til inni í Búnaðarbankanum. Þegar bankinn er tekinn yfir af Kaupþingi vildu þeir ekki lengur vera með þessa þjónustu af því þeir voru með sitt eigið trygg- ingafélag. Á sama tíma er Landsbank- inn að selja helminginn úr LÍFÍS út úr bankanum og til VÍS. Þar af leiðandi vantaði Landsbankann trygginga- starfsemi og þess vegna verða við- skiptin. Þetta er framhald af einka- væðingunni. Þú manst að hluti af einkavæðingunni var að VÍS var selt út úr Landsbankanum. Eftir sat hins vegar þessi hlutur í LÍFÍS sem VÍS vildi svo eignast, á sama tíma vildi Kaup- þing losna við þessa tryggingastarf- semi sem hafði verið í Búnaðarbank- anum.“ Sigurjón segir að söluverðið á LÍFÍS hafi verið margfalt hærra en kaupverðið á Swiss Life. Selt í stuttan tíma Sigurjón segir að tryggingaumboðið hafi verið rekið áfram inni í Lands- bankanum eftir þetta. Það hafi hins vegar ekki verið mjög lengi, eitt til tvö ár, þar sem Swiss Life í Sviss rifti samningum við millilið Landsbank- ans í viðskiptunum, skrifstofur Swiss Life í Bretlandi. „Þeir vildu loka bresku einingunni. Eftir það var ekki hægt að selja tryggingar þessa félags. Sá kúnnagrunnur sem var kominn var svo bara þjónustaður áfram. Það er ennþá fullt af fólki með þessar trygg- ingar. Okkur gekk mjög vel að selja þessar tryggingar. Þetta var ágætis bis- ness enda voru þetta frábærar trygg- ingar, frábærar tryggingar.“ Landsbankinn var því aðeins sölu- aðili Swiss Life í skamman tíma eft- ir að Guðlaugur Þór seldi bankanum umboðið. Völdu Swiss Life saman Sigurjón segir að hann hafi komið að því með Guðlaugi Þór inni í Búnaðar- bankanum að eiga í viðskiptum við Swiss Life. „Ég kom að því með Guð- laugi í Búnaðarbankanum að velja þann mótaðila sem ákveðið var að vinna með eftir ítarlega skoðun á mjög mörgum aðilum sem Guðlaugur var í samskiptum við. Það var stillt upp val- möguleikum um að vinna með þess- um, þessum eða þessum og það end- aði með því að okkur leist best á þetta. Það var margra mánaða undirbún- ingur áður en þetta var ákveðið […] Ég þekkti þessa vöru því mjög vel; ég var yfirmaður Gulla þegar hann var að vinna að þessu innan Búnaðarbank- ans,“ segir Sigurjón. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðar- son við vinnslu fréttarinnar. „Að sjálfsögðu kom ég Að þessu“ 4 Fréttir 12. mars 2012 Mánudagur Ella Dís greind með genagalla n Dómur fellur í máli Rögnu í London í vikunni H eimildir DV herma að bresk- ir læknar hafi greint Ellu Dís, dóttur Rögnu Erlendsdóttur, með afar sjaldgæfan gena- galla sem gæti hafa orsakað veikindi hennar. Gallinn veldur því að líkami hennar getur illa unnið úr vítamín- um. Hún er nú farin að fá B2-vítam- ín beint í magann og vonast læknar til að hún komi til með að jafna sig að einhverju leyti. Erfitt er þó að segja til um batann vegna þess hve langt sjúk- dómurinn er genginn án meðferðar. Ragna er stödd hér á landi um þessar mundir en Ella Dís er þó enn í Lond- on, samkvæmt heimildum DV. Ragna fór af landi brott með dætur sínar þrjár þann 22. desember síðast- liðinn. Hún var þá búin að fá sig full- sadda af Íslandi og sagðist í raun ekki eiga annarra kosta völ en að fara til London með dóttur sína þar sem hún fengi þá læknishjálp sem hún þyrfti. Þá var hún við að missa íbúðina sem fjölskyldan bjó í hér á landi. Barnsfaðir Rögnu fór þó með tvær dætra þeirra til Íslands í janúar. Það gerði hann án hennar samþykkis, en í samvinnu við nánustu ættingja stúlknanna hér á landi. Ragna var að hluta til svipt forræð- inu yfir Ellu Dís úti í Bretlandi og má því ekki fara með hana til Íslands, en hún er í umsjá lækna á barnaspítalan- um við Great Ormond Street í Lond- on. Ragna saknaði hinna dætra sinna þó svo mikið að hún varð að koma og eyða smá tíma með þeim þrátt fyrir að standa í dómsmáli í London. Barna- verndaryfirvöld þar í landi vilja svipta hana forræðinu varanlega og koma Ellu Dís fyrir á stofnun. Ragna mun þó vera bjartsýn á að dómur falli henni í vil og ætlar þá að flytja með dóttur sína aftur til Íslands. Ragna er í fjölmiðlabanni og má sjálf því ekki tjá sig opinberlega um Ellu Dís fyrr en eftir að dómur fellur í máli hennar í vikunni. solrun@dv.is Ostborgari franskar og 0,5l gos Máltíð Mánaðarins Verð aðeins 1.045 kr. d v e h f. 2 0 12 / d av íð þ ó r Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890 *gildir í mars „Ég þekkti þessa vöru því mjög vel; ég var yfirmaður Gulla þegar hann var að vinna að þessu innan Búnaðar- bankans. n Segir hagnaðinn hafa verið 1 til 2 milljónir n Völdu Swiss Life saman Sigurjón valdi Swiss Life Sigurjón Árnason segist hafa komið að því ásamt Guðlaugi Þór að velja Swiss Life sem líftryggingafélag sem Búnaðarbankinn átti í viðskiptum við. Hagnaðurinn 1 til 2 milljónir Sigurjón segir að hann telji að hagnaðurinn af við- skiptum Guðlaugs Þórs við Landsbankann hafi numið á bilinu einni til tveimur millj- ónum króna. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Nóg að gera hjá lögreglu: Stunginn í lærið Karlmaður var stunginn í lærið með hníf í Tryggvagötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Tilkynn- ing um atvikið barst lögreglu rétt fyrir klukkan þrjú og var maður- inn fluttur á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu síðar var bifreið stöðvuð í Lækjargötu og var einn maður í henni með stungusár á andliti. Hann var einnig fluttur á slysa- deild. Ekki er vitað nánar um það mál en það er í rannsókn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá gisti maður í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu aðfaranótt sunnudags en sá hafði ekið á bifreið á Hringbraut á gegnt BSÍ, sem hafði svo kastast á aðra bifreið. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Tveir menn gistu fangaklefa lögreglunnar þessa nótt en tals- vert var um útköll vegna hávaða. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um hópslagsmál fyrir utan veitingastaðinn Spot í Kópavogi var einn úr þeim hópi fluttur á slysadeild. Skildu eftir óhreina sokka Brotist var inn í sundlaugina í Ólafsvík um þar síðustu helgi. Að því er fram kemur á heimasíðu Snæfellsbæjar höfðu þjófarnir ekki mikið upp úr krafsinu en ein- hverjum peningum og varningi var stolið. Þeir sem urðu varir við grun- samlegar mannaferðir á laugar- dagskvöld eða sunnudagsmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innbrotið hefur verið kært til lögreglu. Ein af vísbendingunum sem þjófarnir skildu eftir sig voru óhreinir sokkar. „…og nú er spurning hvort að þeir verði send- ir í DNA greiningu í anda erlendra sakamálaþátta,“ segir á heimasíðu Snæfellsbæjar um málið. Með genagalla Samkvæmt heimildum DV hefur Ella Dís verið greind með afar sjaldgæfan genagalla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.