Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Page 9
Fréttir 9Mánudagur 12. mars 2012 Horfðu á björtu hliðarnar Logandi deiLur í Fríkirkjunni n Meirihluti safnaðarráðs gekk út af fundi n Ósátt við framgöngu fríkirkjuprests „Kóngur í ríki sínu“ Heimildir DV herma að meðlimir í safnaðar- ráði hafi ítrekað reynt að fá vinnufrið og samstarfsvilja frá Hirti Magna, án árangurs. MYND Karl PeterssoN vilt upplýsingar þá auðvitað hringir þú í þá aðila sem þú telur vera ósátta eða að reyna að sættast, eða eitthvað,“ sagði Jón við blaðamann DV. Hann bætti við að hann hefði ekki komið að neinum deilum í Fríkirkjunni og vissi ekki til þess að deilur væru uppi í söfn- uðinum. „Það getur hins vegar oft ver- ið meiningarmunur sem aðilar þurfa að ræða og það er allt annað mál.“ Þannig að ef ég spyr þig ekki út í deilur heldur meiningarmun, ertu þá að vinna sem lögmaður einhvers að- ila? „Ef ég verð beðinn um að koma að slíku þá mun ég væntanlega verða við því en það kemur þá bara í ljós.“ Bryndís Valbjarnardóttir, prestur í Fríkirkjunni, vildi ekkert tjá sig um málið þegar DV leitaði viðbragða hjá henni. Vildi Bryndísi burt Heimildir DV herma að Hjörtur hafi viljað losna við Bryndísi. Það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá meiri- hluta safnaðarráðs. Þ að er mat PwC og lögmanna félagsins að málshöfðanir þessar standist ekki skoð- un. Félagið mun taka til varna og svara þeim rangfærslum og ávirðingum sem fram koma í stefnunum á réttum vettvangi,“ segir Reynir Vignir, framkvæmda- stjóri endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers. Eins og greint hefur verið frá hafa slitastjórnir Glitnis og Lands- bankans stefnt fyrirtækinu vegna rangra ársreikninga í aðdraganda hrunsins. Er fyrirtækinu meðal annars gefið að sök að hafa ofmet- ið eignir Glitnis. Í fréttum RÚV um helgina kom fram að svo gæti far- ið að bótakrafa slitastjórnar Glitn- is hlaupi á tugum, jafnvel hundr- að milljörðum króna. Stefna slitastjórnar Glitnis var birt Pri- cewaterhouseCoopers (PwC) á Ís- landi þann 31. janúar síðastliðinn og í framhaldinu var PwC í Bret- landi stefnt. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. apríl. Forsvarsmenn PwC segjast hins vegar ekkert rangt hafa gert og „hafna alfarið þeim málatil- búnaði sem fram kemur í stefn- unum og þeim einhliða staðhæf- ingum sem þar koma fram um að PwC hafi brugðist starfsskyldum sínum í vinnu sinni fyrir bank- ana.“ Segjast ekki hafa brugðist n Forsvarsmenn PricewaterhouseCoopers stefnt Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa stefnt PwC vegna rangra ársreikninga í aðdraganda hrunsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.