Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Page 13
Fréttir 13Mánudagur 12. mars 2012 Óskiljanleg stefnuyfirlýsing n Össur og Jóhanna gátu ekki skýrt stefnu ríkisstjórnarinnar er varðaði bankana N ei ég get ekki skýrt það sér- staklega,“ svaraði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra spurningu Sigríðar Friðjónsdóttur saksóknara Alþingis um hvað hafi falist í kafla samstarfs- yfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar um kraft- mikið atvinnulíf, en þar er meðal annars fjallað um útrás og vöxt fjár- málaþjónustu. Jóhanna var félags- málaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem nú verst fyrir lands- dómi. Þá var fátt um svör hjá utanrík- isráðherra Össuri Skarphéðinssyni sem var iðnaðarráðherra í sömu ríkisstjórn. „Ég man ekki eftir því að þessi kafli hafi verið til sérstakrar umræðu hvað útfærslu varðar. Þetta var partur af því fylleríi sem samfé- lagið var á þá,“ svaraði Össur sömu spurningu. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafði það beinlínis að markmiði að tryggja áframhaldandi vöxt íslenskra útrás- arfyrirtækja og auka sókn þeirra á önnur markaðssvæði. Þeir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar og þegar hafa borið vitni fyrir landsdómi geta ekki skýrt efnislega hvað átt hafi verið við í kafla yfirlýsingarinnar sem snýr að útrásarfyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu flokkanna seg- ir að ríkisstjórnin vilja skapa kjör- skilyrði fyrir áframhaldandi vöxt út- flutnings og útrás íslenskra fyrirtæja. „Í umbreytingu íslensks atvinnulífs á undanförnum árum felst meðal annars aukið vægi ýmiss konar al- þjóðlegrar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkis- stjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í sam- keppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi.“ atli@dv.is Dauðadæmd og fokdýr framboð Laun Kosningastjóri (750.000 á mánuði verktakalaun) 2.250.000 Skrifstofustjóri (500.000 á mánuði verktakalaun) 1.500.000 Sjálfboðaliðastjóri / sérfr. í samfélagsmiðlum (400.000 á mánuði verktakalaun) 1.200.000 Almannatengill / taktískur ráðgjafi (1.000.000 á mánuði verktakalaun) 3.000.000 Samtals: 7.950.000 Birtingar Sjónvarpsauglýsingar 2.500.000 Prentauglýsingar 2.500.000 Útvarpsauglýsingar 1.000.000 Netauglýsingar 1.000.000 Fjölmiðlar á lands- byggðinni 500.000 Samtals: 7.500.000 Framleiðsla Sjónvarpsauglýsingar 1.000.000 Prentauglýsingar 1.000.000 Útvarpsauglýsingar 400.000 Netborðar 250.000 Bæklingar, dreifibréf og merkingar 200.000 Vefhönnun og forritun 1.000.000 Ljósmyndataka 150.000 Samtals: 4.000.000 Skrifstofukostnaður Húsaleiga 450.000 Sími og net 350.000 Ræsting 60.000 Tölvubúnaður leiga 100.000 Veitingar 300.000 Merking 100.000 Samtals: 1.360.000 Annað Fundakostnaður (leiga, tækni og kaffi) 750.000 Prentun 2.000.000 Burðargjöld og pökkun 1.250.000 Leiga og eldsneyti vegna bifreiða 750.000 Förðun og hárgreiðsla 150.000 Lén, hýsing og ýmis leyfisgjöld 50.000 Bókhald og endurskoðun 150.000 Önnur útgjöld 1.000.000 Samtals: 6.100.000 Heildarkostnaður við framboð: 26.910.000 kr. Mjög dýrt lega að þeir sem hafa verið nefndir og eru hvað sterkastir hafa ekki ver- ið tilbúnir til að taka sénsinn. Eins og Ragna Árnadóttir.“ Össur og Jóhanna bera vitni fyrir landsdómi Hvorugt gat skýrt hvað fælist í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Geirs um að tryggja áframhaldandi vöxt útrásarfyrirtækja og að þau hafi áfram höfuðstöðvar hér á landi. E kkert bankakerfið né greiðslumiðlun væri til stað- ar hér á landi ef ekki væri fyrir störf Tryggva Þórs Her- bertssonar, fyrrverandi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinn- ar. Þetta kom fram í skýrslutöku af Tryggva Þór Herbertssyni þing- manni fyrir landsdómi á föstudag. Við skýrslutökuna vitnaði Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarsak- sóknari Alþingis, í orð Tryggva um að á vikunum fyrir hrun hafi engin áætlun verið til svo koma mætti í veg fyrir að greiðslumiðlun Íslands erlendis hætti að virka. Vitnað var í endursögn Tryggva Þórs af orðum Friðriks Más Bald- urssonar sem sagði að án Tryggva hefðu Íslendingar ekkert banka- kerfi. „Ég er að reyna að púsla þessu saman þarna um nóttina. Enda þótti mér mjög vænt um það þegar Friðrik Már Baldursson [núverandi forseti viðskiptadeildar HÍ] sagði að ef ekki væri fyrir þig þá hefðum við ekki neitt bankakerfi,“ las aðstoðar- saksóknari upp fyrir landsdómi og lýsti þar atburðarásinni rétt um það leyti sem íslensku bankarnir voru hver á fætur öðrum að hrynja. Helgi bað Tryggva að staðfesta þessi orð og þá túlkun á atburðum sem þarna er lýst. Það gerði Tryggvi og játti því eiðsvarinn að hafa átt stóran þátt í björgun íslensks bankakerfis. „Vissu ekkert hvað þeir voru að gera“ Ummælin féllu í tengslum við meint undirbúnings- og þekkingar- leysi samráðshóps um fjármála- stöðugleika sem starfræktur var hér á landi á árunum fyrir efna- hagshrun. Tryggvi Þór var í ágúst 2008 ráðinn sem sérstakur efna- hagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar og hafði sem slíkur samskipti við samráðshópinn. Hann gagnrýndi fyrir dómnum hvernig menn hefðu staðið að málum um Glitnishelg- ina þegar reynt var að bjarga Glitni. „Menn vissu ekkert hvað þeir voru að gera,“ sagði Tryggvi. Þannig hafi hann raunar sem einstaklingur ný- kominn til starfa ákveðið sjálfur að ganga úr skugga um að greiðslu- miðlun Íslands erlendis héldi. „Mér fannst menn ekki vera búnir að spá í hvernig erlendri greiðslumiðlun yrði háttað,“ sagði Tryggvi. Tryggvi og Jamie Dimon „Af því tilefni lagði ég til að tala við JP Morgan sem þá var að störfum fyrir Seðlabankann í tengslum við þetta,“ sagði Tryggvi í skýrslutök- unni. Hann lýsti því hvernig hans hugmynd hafi verið að JP Morgan myndi sjá um erlenda greiðslumiðl- un fyrir ísland. Hann sagðist seinna hafa heyrt að þessi beiðni hafi end- að á borði Jamie Dimon sem á þess- um tíma var forstjóri JP Morgan, sem hafi samþykkt að bankinn tæki að sér greiðslumiðlun fyrir Ísland. Við þessi orð Tryggva innti að- stoðarsaksóknari hann eftir því hvort hér væri ekki lýst ákveðnu úr- ræðaleysi. Því játti Tryggvi og sagði að það hafi einmitt verið vegna til- svara manna um að greiðslumiðl- un við útlönd yrði í gegnum „Seðla- bankann eða eitthvað“, sem hann gerði sér grein fyrir að ekkert væri búið að hugsa um þessi mál. Leiða má að því líkur að þessar upplýs- ingar hafi valdið andvökunóttinni afdrifaríku þar sem Tryggvi reyndi að „púsla saman“ erlendri greiðslu- miðlun Íslands, færi allt á versta veg. Þriggja vikna sumarfrí Tryggvi Þór var efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar frá 1. ágúst til 15. október 2008. Við vitnaleiðslur sagði Tryggvi aðspurður út í starf- ið að honum hafi ekki verið ætlað að hlaupa út í búð fyrir forsætis- ráðherra. Starfinu hafi fylgt nokkur völd. Frá því var greint á sínum tíma að stuttu eftir að Tryggvi Þór var ráðinn sem efnahagsráðgjafi rík- isstjórnarinnar hafi hann farið í þriggja vikna sumarfrí. Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra gerði þetta að umtalsefni í skýrslutöku sinni fyrir landsdómi. „Ég spurði forsætisráðherra af kerskni á ríkisstjórnarfundi eða í tengslum við hann hvernig á því stæði að við slíkar aðstæður þá hefði sá ágæti maður tekið sér þriggja vikna sumarfrí. Það hafði ég lesið í slúðurdálki blaðanna. Þá sagði for- sætisráðherra sem ekki hafði húm- or fyrir þessari athugasemd minni að það væri nefnd í gangi. Við- bragðshópur sem að væri að störf- um til þess að fylgjast með málum til þess að undirbúa viðbrögð og það væri ráðuneytisstjóri hans sem væri að reka þennan hóp. Það var í fyrsta skiptið sem ég vissi af tilvist þessa hóps,“ sagði Össur um störf efnahagsráðgjafans fyrir landsdómi. „Vissu ekkert hvað þeir voru að gera“ „Ég er að reyna að púsla þessu sam- an þarna um nóttina. n Ekkert bankakerfi væri til án starfa Tryggva Þórs í hruninu Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Púslaði saman greiðslumiðlun Tryggvi Þór Her- bertsson staðfesti fyrir landsdómi að ekkert bankakerfi væri til án hans verka sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. MynD eyÞór árnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.