Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Qupperneq 15
Erlent 15Mánudagur 12. mars 2012 n Margaret Page var villt í skógi í þrjár og hálfa viku Þ að sem kemur fram í þessu myndbandi er að mörgu leyti rangt og það getur búið til fleiri vandamál en það leysir,“ segir Beatrice Mpora, forstöðumaður Kairos, heilbrigðis- samtaka í bænum Gulu í Úganda. Beatrice á þarna við 30 mínútna myndband um skæruliðaforingjann Joseph Kony í Úganda. Óhætt er að segja að myndbandið hafi vakið mikla athygli en það hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarna daga. Í myndbandinu er ljósi varpað á skæruliðaforingj- ann og fylgismenn hans í samtök- unum Andspyrnuher drottins. Talið er að Kony og fylgismenn hans hafi rænt hátt í 70 þúsund börnum frá því að samtökin voru stofnuð árið 1987. Börnin voru látin taka þátt í skæru- hernaði og fjölmörg voru notuð sem kynlífsþrælar. Þrátt fyrir að mikil leit hafi verið gerð að Kony gengur hann enn laus. Vill frekar aðstoð Bærinn Gulu, þar sem höfuðstöðvar Kairos-samtakanna eru í Úganda, var eitt sinn þétt setinn af skæruliðum úr Andspyrnuher drottins. Beatrice segir hins vegar að það hafi verið fyrir löngu og nú hafist skæruliðarnir við í skóg- um nágrannaríkja Úganda. „Hingað hefur enginn meðlimur samtakanna komið frá árinu 2006. Hér ríkir friður og fólk sem bjó hér áður er aftur farið að tínast í bæinn. Fólk ætti frekar að aðstoða okkur en hitt,“ segir hún. Kony hefur verið einn alræmdasti skæruliðaforingi Afríku undanfarna þrjá áratugi. Markmið hans var upp- haflega að gera Úganda að eins kon- ar klerkaríki. Í fyrstu hélt Andspyrnu- her drottins til í norðurhluta Úganda en talið er að hann hafi fært sig um set og nú séu hópar skæruliða í Súdan og Kongó meðal annars. Talið er að sam- tök Konys hafi myrt þúsundir manna á undanförnum 25 árum og hrakið tugi þúsunda frá heimilum sínum. Gríðarlegt áhorf Það eru samtökin Invisible Children sem standa fyrir myndbandinu sem sýnt var fyrst á vefjum YouTube og Vimeo síðastliðinn mánudag. Á að- eins tæpri viku hafa um 40 milljónir manna horft á myndbandið en mark- mið þess er að gera Kony „frægan“ án þess þó að upphefja það sem hann hefur á samviskunni. Þá vonast sam- tökin til þess að hægt verði að senda hundrað sérþjálfaða hermenn til Afríku til að halda leitinni að Joseph Kony áfram. „Að mínu mati er það rangt að svarið sé að auka hernaðarleg umsvif á svæðum þar sem uppreisnarmenn- irnir halda til,“ segir Javie Ssozi, einn vinsælasti bloggari Úganda um málið. Hann bætir því við að þó að málefnið sé göfugt geti það styrkt Joseph Kony og fylgismenn hans að gera hann „frægan“. „Þetta gæti hrætt hann. Þá er möguleiki að hann ræni fleiri börn- um til að styrkja lið sitt,“ segir Javie. Fleiri taka í svipaðan streng og Jav- ie Ssozi og Beatrice Mpora. „Það er mjög afvegaleiðandi að halda því fram að það sé enn stríð í Úganda,“ segir Fred Opolot, talsmað- ur ríkisstjórnar Úganda. „Ég tel að markmið Invisible Children sé ein- göngu að fá peninga til að halda starf- semi sinni áfram.“ Óánægja með mynd um Kony n Íbúar í Úganda eru óánægðir með Joseph Kony-herferð Invisible Children„Hingað hefur enginn meðlimur samtakanna komið frá árinu 2006. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Frægur Herferðin miðar að því að gera Joseph Kony frægan. Ekki eru þó allir á eitt sáttir og segja að herferðin geti hreinlega eflt Kony og fylgismenn hans. Mynd ReuteRs sækja í peninga Fred Opolot, talsmaður ríkisstjórnar Úganda, segist telja að In- visible Children-samtökin séu eingöngu að sækjast eftir peningum. Ekki fleiri nektarmyndir Þýska dagblaðið Bild hefur ákveðið að hætta að birta myndir af nöktu kvenfólki á fyrstu opnu blaðsins. Um er að ræða 28 ára hefð en frá árinu 1984 hefur blaðið birt yfir fimm þúsund myndir af nektarfyrir- sætum. Síðasta myndin birtist hins vegar á föstudag og var það pólska fyrirsætan Eva sem kvaddi lesendur blaðsins undir yfirskriftinni: „Ég er sú síðasta.“ Ákvörðunin var tekin á alþjóð- legum baráttudegi kvenna, þann 8. mars síðastliðinn. „Hugsan- lega er þetta lítið skref fyrir kon- ur en stórt fyrir Bild og karlkyns lesendur blaðsins,“ sagði í umfjöll- un sem birtist undir myndinni á föstudag. Talsverð umræða hefur verið í Þýskalandi að undanförnu um stöðu kvenna í landinu. Þær eiga undir högg að sækja til dæmis í stjórnum fyrirtækja. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC, eru hlutfallslega mun færri konur í stjórnum fyrirtækja í Þýska- landi en til dæmis í Bretlandi sem Þjóðverjar bera sig gjarnan saman við. Auk þess að hætta að birta myndir af nöktum konum á fyrstu opnu blaðsins ákváðu forsvars- menn dagblaðsins að gefa öllum konum sem starfa á fjölmiðlunum frí á fimmtudag til að sýna þeim stuðning. Þó svo að nektarmyndirn- ar hætti að birtast fremst í blaðinu verða áfram birtar myndir af nöktu kvenfólki inni í blaðinu. n Helsti andstæðingur bandaríska heilbrigðistryggingakerfisins gjaldþrota Þúsundum bjargað Kínverska lögreglan bjargaði yfir 24 þúsund konum og börnum árið 2011. Öll áttu þau það sam- eiginlegt að vera fórnarlömb mansals. Í frétt BBC kemur fram að sum þeirra barna sem bjargað var hafi verið seld til ættleiðing- ar eða seld í kynlífsþrældóm. Er jafnvel talið að sum barnanna hafi verið seld til Afríku. Kínverjar hafa lagt aukna áherslu á að berjast gegn mansali en talið er að um þrjú þúsund glæpagengi, sem stunda mansal, hafi verið upprætt á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.