Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Side 16
Sandkorn
J
ón Snorri Snorrason, lektor í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands,
situr sem fastast í starfi í Háskóla
Íslands þrátt fyrir að liggja undir
grun um að hafa brotið lög á sama
sviði og hann heldur uppi kennslu við í
æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Og
það er ekki eins og hann sé óbreyttur
kennari við Háskólann. Hann var for-
stöðumaður MBA-náms og hefur það
hlutverk að stjórna því hvað nemend-
um er innrætt og kennt. Háskóli Ís-
lands felur sem sagt hinum grunaða að
kenna viðskipti og siðfræði þeim tengd.
Jón Snorri var stjórnarformaður
iðnfyrirtækisins Sigurplasts sem varð
gjaldþrota árið 2010. Sterkur grunur er
uppi um að í rekstri félagsins hafi átt sér
stað margs konar lögbrot. Skiptastjóri
félagsins og Arion banki, aðalkröfu-
hafi félagsins, hafa kært viðskiptahætti
Sigurplasts til efnahagsbrotadeild-
ar ríkislögreglustjóra og skattrann-
sóknastjóra. Kært er vegna skilasvika,
skattalagabrota, umboðssvika og og
fjárdráttar. Kolsvört skýrsla endurskoð-
unarfyrirtækisins Ernst & Young lýsir
brotum þeirra sem héldu um stjórn-
völinn hjá Sigurplasti. Þrátt fyrir þessu
alvarlegu teikn hefur Kristín Ingólfs-
dóttir, rektor Háskóla Íslands, ekki séð
ástæðu til þess að láta hinn grunaða
starfsmann víkja á meðan málið er
rannsakað. Rektorinn hefur ekki látið
ná í sig til að svara spurningum en styð-
ur hinn grunaða starfsmann með þögn
sinni.
Rektorinn lét aftur á móti undir-
mann sinn og yfirmann Jóns Snorra,
Ólaf Þ. Harðarson, forseta félagsvís-
indasviðs Háskóla Íslands, svara fyrir
málið þegar DV leitaði eftir því. Ólafur,
sem hefur á sér gott orð sem fagmaður,
benti á að engar reglur væru í gildi hjá
Háskóla Íslands um hvernig bregðast
skuli við þegar menn eru grunaðir eða
ákærðir. Síðan réttlætti hann aðgerða-
leysið. „Það hefur ekki ennþá neitt
komið fram sem okkur hefur sýnst gefa
tilefni til einhverra aðgerða,“ sagði Ólaf-
ur við DV.
Það er áhugavert að bera saman
mál lektorsins ásakaða við það sem
gerðist í Brekkuskóla á Akureyri. Þar
var kennarinn Snorri Óskarsson rek-
inn úr starfi sínu vegna skoðana á
samkynhneigð sem hann hafði opin-
berað á bloggi sínu. Barnaskólinn
brást við með harkalegum hætti þeg-
ar skoðanir kennarans þóttu ganga á
svig við almennt siðferði. Þegar litið er
til æðstu menntastofnunar þjóðarinn-
ar blasir við að menn séu dæmdir án
þess að missa stöðu sína. Þar nægir að
benda á Hannes Hólmstein Gissurar-
son prófessor sem dæmdur var fyrir að
taka ófrjálsri hendi texta Halldórs Kilj-
ans Laxness og gera að sínum. Hann
situr sem prófessor í skjóli rektorsins
sem nú hefur ákveðið að gera þann
grunaða Jón Snorra að skjólstæðingi
sínum. Framganga rektorsins er óboð-
leg og skólanum til skammar.
Eðlilegt er að víkja Jóni Snorra úr
starfi tímabundið á meðan mál hans
er rannsakað af lögreglu og skattayfir-
völdum. Það verður ekki skilið á milli
starfs hans sem lektors í viðskipta-
fræðum og því sem hann aðhefst prí-
vat í viðskiptum. Honum ber að vera
nemendum sínum fyrirmynd í hví-
vetna og hegða sér í samræmi við þá
viðskiptahætti sem hann kennir við
Háskóla Íslands. Þarna má enginn vafi
vera uppi. Ábyrgð málsins liggur hjá
rektor. Ráðherra menntamála verður
að láta til sín taka og skerpa á siðferði
stjórnenda Háskóla Íslands. Orðspor
æðstu menntastofnunar þjóðarinnar
er undir.
Óðinn var of seinn
n Í ljós hefur komið að yfir-
menn fréttastofu RÚV gerðu
mistök þegar þeir gleymdu
að biðja landsdóm um leyfi
til að útvarpa og sjónvarpa
frá réttarhaldinu yfir Geir
H. Haarde. Óðinn Jónsson er
fréttastjóri RÚV. Formlegt,
skriflegt erindi frá fréttastof-
unni barst landsdómi ekki
fyrr en réttarhöldin voru
hafin á mánudaginn. Sökum
þess að beiðni RÚV barst of
seint kom aldrei til álita að
landsdómur veitti þeim leyfi
til útsendingarinnar. Frétta-
stofan hefur hins vegar ekki
enn viðurkennt mistök sín.
Fékk lýðskrumið
í bakið
n Þór Saari, þingmaður
Hreyfingarinnar, er ekki orð-
heppnasti maður landsins. Í
síðustu viku
fékk hann
lýðskrum sitt
um erfið-
leika skuldara
heldur betur í
bakið eftir að
hann reyndi
að slá pólitískar keilur með
óheppilegum ummælum um
hina hrottalegu árás á lög-
fræðistofunni Lagastoð. Inn-
takið í orðum Þórs var að
hægt væri að sjá vissa réttlæt-
ingu á ofbeldinu. Vandamálið
er hins vegar það að afar fáir,
ef einhverjir, sáu árásina í
sama ljósi og Þór og féllu
ummælin því í grýttan jarð-
veg hjá landsmönnum. Þór
baðst afsökunar á ummælum
sínum fyrir helgi eftir að þau
höfðu verið fordæmd.
Snattari
Hreiðars Más
n Brottför Hreiðars Más Sig-
urðssonar úr landsdómi vakti
talsverða athygli á fimmtu-
daginn. Kaupþingsstjórinn
hraðaði sér út úr Þjóðmenn-
ingarhúsinu
og smeygði
sér upp í víga-
legan svartan
Land Rover.
Undir stýri
sat Gunnar
Steinn Páls-
son almannatengill sem í
gegnum tíðina hefur unnið
náið með stjórnendum og
helstu hluthöfum Kaupþings,
meðal annars Bakkabræðr-
um. Tengsl Gunnars Steins
við þessa klíku í íslensku við-
skiptalífi eru meðal annars
þau að hann miðlaði um
400 þúsund króna mánaðar-
legum „ráðgjafargreiðslum“
frá Exista til leigubloggarans
Ólafs Arnarsonar.
Feluleikur Jónasar
n Jónas Fr. Jónsson, fyrrver-
andi forstjóri Fjármálaeftir-
litsins, sat lengi fyrir svörum
í landsdómi í síðustu viku.
Merkilegt var að heyra hvað
hann sagði fátt markvert. Jón-
as Fr. svaraði yfirleitt spurn-
ingunum sem fyrir hann voru
lagðar á loðinn hátt eins og
sannleikurinn væri óþægileg-
ur. Vitnisburður Jónasar Fr.
var í stuttu máli sagt óupp-
lýsandi og Jónas var sleipur
í svörum líkt og hann hefði
eitthvað að fela.
Ég fann ekki
hvar hún á heima
Það flæddi
hratt að
S. Valentínus Vagnsson ætlaði að koma sprengju fyrir við hús forsætisráðherra. – DV Ómar Sigurjónsson bjargaði barni af flæðiskeri. – DV
Skömm rektorsins„Framganga
rektors er
óboðleg
Þ
ingnefnd sem fjallaði um frum-
varp stjórnlagaráðs skilaði í
mánaðarbyrjun plaggi til allra
fulltrúa í stjórnlagaráði og viðr-
aði í því álitaefni. Eru þau byggð á fjöl-
mörgum fundum þingnefndarinnar
með tugum sérfræðinga og ráðgjafa.
Nokkrum spurningum er beint til
stjórnlagaráðs og það innt eftir frekari
útskýringum. Spurt er hvort ítarlegt
kosningaákvæði eigi heima í stjórnar-
skrá, spurt er út í ákvæði um náttúru
og auðlindir, hvort hlutverk forset-
ans sé nógu skýrt, hvort málskotsrétt-
ur minnihluta þingmanna sé þarfur,
hvort hækka eigi hlutfall í frumkvæð-
isrétti þjóðarinnar, orðalag mannrétt-
indakafla og hvort þingsköpum sé
sniðinn of þröngur stakkur.
Sem fulltrúi í stjórnlagaráði fagna
ég vilja þingnefndarinnar til samráðs
og sömuleiðis hversu lítt stendur út af
borði. Ljóst er að andstaða við kosn-
ingaákvæðið er mikil í þinginu en í því
er ekki bara kveðið á um persónukjör
heldur einnig hvernig því skuli hátt-
að. Það er með vilja gert enda túlkun
persónukjörs mjög víð, t.d. geta kjós-
endur samkvæmt núgildandi kosn-
ingalögum strikað yfir persónur á
kjörseðlinum. Einnig geta persónur
farið í einstaklingsframboð sem túlka
má sem persónukjör. Innan flokk-
anna er þó annað í gangi og því taldi
stjórnlagaráð rétt að setja inn ítarlegt
kosningaákvæði þar sem fólki er gef-
inn kostur á að velja frambjóðendur
beint af flokkslistum. Þannig er ekki
verið að umbylta flokkakerfinu held-
ur verið að færa uppstillingu eða próf-
kjör flokkanna inn í kjörklefann til
hins almenna kjósanda. Einnig er
löggjafanum heimilt en ekki áskilið
að leyfa persónukjör milli flokka og
geta kjósendur þar með skipt atkvæði
sínu. Ákveði kjósandi að kjósa ein-
ungis flokk kýs hann alla frambjóð-
endur jafnt og þar með er girt fyrir
að listaröð ákveðin af öðrum en kjós-
endum sé ráðandi. Kosningaákvæði
hinnar nýju stjórnarskrár tryggir þessi
atriði sem eru að mati stjórnlagaráðs
grundvallaratriði. Því svarar stjórn-
lagaráð játandi spurningu þingnefnd-
arinnar um nauðsyn á ítarlegu kosn-
ingaákvæði í stjórnarskrá.
Spurt var um nýtingarrétt auðlinda
og stjórnlagaráð beðið að hugleiða
hvort sanngjarnt gjald ætti að koma í
stað fulls gjalds fyrir auðlindanýtingu.
Ráðið taldi fullt gjald eiga að standa
óbreytt og vildi þar með gæta sam-
ræmis við 13. greinina um eignarétt-
inn en þar er kveðið á um að fullt verð
komi fyrir eignaupptöku. Ennfremur
má ætla að fullt verð miðist við mark-
aðsverð hvers tíma en sanngjarnt verð
inniberi mun meiri sveigjanleika í
verðmati og jafnvel mismunun.
Hlutverk forsetans er mjög mikið
í umræðunni og áhöld um hvort völd
hans séu aukin eða minnkuð í nýrri
stjórnarskrá. Nefna má að forgangs-
röð nýrrar stjórnarskrár er öðruvísi
á þann veg að kaflinn um Alþingi og
ráðherra eru framar en kafli forseta.
Einnig hefur greinum um forseta-
embættið fækkað um ríflega helm-
ing. Hins vegar hefur forseti skýrara
hlutverk í stjórnarmyndunum, til-
löguréttur hans að forsætisráðherra
áskilinn en sjálf ákvörðunin í hönd-
um Alþingis. Einnig skipar forseti
forsætis ráðherra í embætti sem er
breyting en felur þó ekki í sér raun-
verulegt vald því val á forsætisráð-
herra er sem áður sagði, í höndum
þingsins.
Forsetanum er fengið synjunarvald
við veitingu dómaraembætta sem er
nýtt ákvæði en 2/3 hlutar þings geta
þó hnekkt synjun forseta. Sömuleiðis
skipar forseti formann hæfnisnefndar
við embættisveitingar sem er nýmæli.
Í þessum tveimur atriðum eykst þann-
ig vægi forsetans frá því sem nú er.
Meginmál í hugum flestra er þó
málskotsréttur forseta en honum er
haldið óbreyttum í nýrri stjórnarskrá.
Fer hann þannig með frumkvæðisrétt
þjóðarinnar sem kveður á um að 10%
kjósenda geti samið lagafrumvarp og
beint því í ráðgefandi þjóðaratkvæða-
greiðslu fyrir Alþingi. Hins vegar
hafnaði stjórnlagaráð málskotsrétti
minnihluta þingmanna, þ.e. að þriðj-
ungur þingmanna geti skotið sam-
þykktum lagafrumvörpum til þjóð-
arinnar. Taldi stjórnlagaráð óþarft að
hafa þrjá málskotsrétti og niðurstað-
an sú að hafa hann í höndum þjóðar
og þjóðkjörins forseta.
Þrátt fyrir mikinn andbyr hefur hin
nýja stjórnarskrá þokast nær fólkinu í
landinu. Hún er nú í höndum þings-
ins og stefnumið meirihlutans ótví-
rætt það að hún fari í þjóðaratkvæði,
jafnvel samfara forsetakosningunum
í sumar. Almenningur sem kvartað
hefur hástöfum yfir samfélagshruni,
spillingu og áhrifaleysi ætti að gaum-
gæfa vel helstu nýmæli hinnar nýju
stjórnarskrár, s.s. auðlindir í þjóðar-
eign, persónukjör og frumkvæðisrétt
þjóðar. Öll þessi atriði færa vendi-
punkt samfélagsins nær okkur sjálf-
um.
Ný stjórnarskrá þokast nær
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 12. mars 2012 Mánudagur
„Þrátt fyrir mikinn
andbyr hefur hin
nýja stjórnarskrá þokast
nær fólkinu í landinu.
Kjallari
Lýður Árnason
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is