Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Page 19
10 bestu notuðu bílarnir Neytendur 19Mánudagur 12. mars 2012 n Honda Jazz, Hyundai Getz og Nissan Almera eru dæmi um góða notaða bíla sem kosta undir einni milljón Hvað skal skoða n Það sem þú þarft að skoða vel þegar þú kaupir notaðan bíl: n Lakkið: Tengist oftast árekstrartjóni. n Dældir: Sé bíllinn tiltölulega nýr ættir þú að fá afslátt vegna dælda á honum. n Ryð: Athugið sérstaklega sílsa, brettakanta og neðri hluta hurða. Einnig innan á skottlokinu. n Mynsturdýpt dekkja: Lágmarks- dýpt á vetrardekkjum á að vera 3 millimetrar eða meira en 1,6 á sumar- dekkjum. n Vél: Athugið hvort vélarrúmið líti vel út. Rafskautin eiga að vera hrein. At- hugið hvort það séu sjáanleg merki um olíu- eða kælivatnsleka. Munið að at- huga hvort skipt hafi verið um tímareim sé hún í bílnum. n Skottið: Athugið hvort skottlokið helst opið. n Hurðir: Athugið hvort allar hurðir ásamt rennihurðum lokist vel. Eins hvort allar rafdrifnar rúður fari alla leið upp og alla leið niður. n Áklæði: Leitið eftir rifum, brunagötum og sliti á áklæði. Þetta segir heilmikið um notkunina á bílnum. Athugið hvort það sé samhengi milli kílómetramælis og slits. n Hnappar og rofar: Snúið og ýtið á alla takka og rofa til að sjá hvort þeir virki. Athugið einnig loftkælingu og öll önnur tæki. n Smurbók: Regluleg ábyrgðarskoðun bendir til að bíllinn sé í góðu standi. n Reynsluakstur: Fer bíllinn auðveldlega í gang? Ef kúplingin grípur of hátt eða er ójöfn bendir það til þess að hún sé slitin. Prófaðu alla gírana, frá fyrsta til fimmta eða sjötta og til baka aftur. Ef þú átt í vandræðum með það, ef það er erfitt að koma bílnum í einhvern af gírunum, getur slík viðgerð orðið kostnaðarsöm fyrir þig. Prófaðu að hemla snögglega. Ef bíllinn leitar til hliðar er það einnig merki um dýra viðgerð fyrir þig. n Rúður og gler: Athugaðu hvort framrúða og allt gler í ljósum sé heilt. Þetta eru hlutir sem getur verið dýrt að skipta um í reglulegri skoðun. Renault Clio Eins og aðrir notaðir Renault-bílar er þessi á góðu verði. Það er erfitt að hrista af sér slæmt orðspor og það á einnig við um Renault. Clio er lítill bíll sem er gott að keyra og lítur ennþá vel út. Þurfir þú aðeins stærri bíl ættir þú að athuga Megane. Árgerð: 2002 og eldri Kostir: Skemmtilegur og snar í snúningum Gallar: Tiltölulega lítill og einfaldur og gæðin eftir því Athugaðu: Bremsur og rafkerfi Viðmiðunarverð: 187.000 krónur Reunault Clio, RT H/B, bensín, beinskiptur, ekinn 100.000 km Ford Transit Connect Ford Transit Connect er einn af þessum sendibílum sem býður upp á smá þægindi fyrir lítinn pening. Hann er stærri en Partner, Berlingo og Kangoo. Þar sem sendibílar eru gerðir til að aka með hlass þá verða þeir býsna hastir tómir. Árgerð: 2005 og eldri Kostir: Ríkulegt pláss og gott umhverfi fyrir ökumann Gallar: Hefur ekki þægindi einkabíls Athugaðu: Ryð, eigenda- og þjónustusögu Viðmiðunarverð: 889.000 krónur Ford Transit Connect, 220 L Van 75 hö., 1.800, dísill, beinskiptur, ekinn 100.000 km Skoda Fabia Fyrsta kynslóð Fabia er á margan hátt eins nálægt því sem við sjáum bíl í sinni tærustu mynd. Hann gerir akkúrat það sem þú býst við af honum eða alla vega það sem þú vonast til af honum, það er að segja, hann kemur þér á milli staða. Byggður á sama grunni og Polo. Árgerð: 2004 og eldri Kostir: Bíllinn er upphafið að ímynd Skoda sem framleiðanda þar sem kaupandi fær mikinn bíl fyrir peninginn Gallar: Ódýrustu útgáfurnar eru sneyddar lúxus og hafa lítinn búnað Athugaðu: Dempara og gírskiptingu. Viðmiðunarverð: 499.000 krónur Skoda Fabia Classic, 1.200, bensín, beinskiptur, ekinn 100.000 km Rover Streetwise Rover Streetwise er einnig á listanum en svo virðist sem hann sé ekki á götum hér á landi. Ekkert fannst um hann á bílasölum eða vef Bílgreinasambandsins. Það sem Verdens Gang hefur um bílinn að segja er: Hvað gerir maður þegar ensk eftirlíking af Honda er að verða úrelt? Nú, Rover setti bara algjörlega óþarft plast á bílinn til að gera hann flottari. Virkar það? Ekki sérstaklega. En Streetwise er gæddur japönskum gæðum. Þar sem hann er varla það heitasta á markaðinum ætti maður að fá hann á gjafvirði. Árgerð: 2005 og eldri Kostir: Mikil gæði, lítur vel út á ferð, sér í lagi í myrkri Gallar: Plastið, virðist vera að minnsta kosti fimm árum eldri en hann er Athugaðu: Þjónustu- og viðhaldssögu, ryð, óhljóð í vél Nissan Almera Nissan hefur lengi verið þekkt fyrir að framleiða góða og áreiðanlega bíla. Þrátt fyrir að hafa verið vinsæll í mörg ár féll síðasta týpa ekki neytendum í geð en ef þú ert að leita að ódýrum bíl þá er þessi örugglega fullkominn fyrir þig. Árgerð: 2001 og eldri Kostir: Auðveldur í akstri, áreiðanlegur og praktískur Gallar: Virðist eldri en hann er Athugaðu: Bremsudælur Viðmiðunarverð: 360.000 krónur Nissan Almera, Comfort, 1.500, bensín, beinskiptur, ekinn 105.000 km

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.