Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Qupperneq 3
Fréttir 3Miðvikudagur 11. apríl 2012 Steinþór keypti aftur í Actavis n Á hluti í samheitalyfjafyrirtækinu sem hann keypti 2007 S teinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og fyrrver­ andi starfsmaður Actavis, keypti hlutabréf í Actavis fyr­ ir um 230 milljónir króna eftir að Björgólfur Thor Björgólfsson hafði yfirtekið félagið um haustið 2007. Þetta herma heimildir DV. Stein­ þór á þessi bréf ennþá en Björg­ ólfur Thor tók félagið af markaði eftir yfirtöku sína á félaginu. Við­ skipti Steinþórs voru því með bréf í óskráðu félagi. Líkt og DV greindi frá í síðustu viku seldi Steinþór seldi hlutabréf í Actavis fyrir rúmlega 230 millj­ ónir króna haustið 2007. Steinþór átti tæplega 2,6 milljónir hluta í Actavis, rúmlega milljón hluti sem flokkuðust sem beinn eignarhluti og eins kauprétt upp á rúmlega 1,5 milljónir hluta. Þessa hluti keypti Novator, félag Björgólfs Thors, á genginu 1,07 evrur á hlut, eða 89,53 krónur miðað við gengi þess tíma. Steinþór starfaði hjá Actavis til árs­ ins 2010 þegar hann tók við stöðu bankastjóra Landsbankans. Þegar DV skrifaði síðast frétt um hlutabréfaviðskipti Steinþórs lá ekki fyrir að bankastjórinn nú­ verandi hefði endurfjárfest í Act­ avis eftir að hafa selt bréf sín. Stein­ þór innleysti því ekki hagnaðinn af viðskiptunum með bréfin í Actavis. Fjárfesting hans er ennþá bundin í félaginu og munu endurheimtur hans af henni byggja á því hversu hátt söluverð Björgólfur Thor fær fyrir Actavis en til stendur að selja félagið til bandaríska lyfjafyrirtæk­ isins Watson. Láttu endurmeta tryggingarnar L angflest heimili og fyrirtæki eru undirtryggð í dag sam­ kvæmt tilkynningu frá Trygg­ ingavaktinni. Þar segir að innbú heimila sé mun dýrara í dag en það var fyrir efnahagshrun­ ið vegna hækkandi verðlags liðinna ára. Hafi ekki verið gert endurmat á innbúi séu yfirgnæfandi líkur á að það sé undirtryggt. Það sé því brýn þörf að benda fólki á að láta endur­ meta allar tryggingar heimila og fyr­ irtækja. Of mörg slík dæmi „Við vildum vekja athygli fólks á að verðmæti innbús í dag hefur hækkað. Ef fólk er undirtryggt getur það lent í því að fá einungis hluta af innbúi sínu bætt. Við teljum að fólk hugsi ekki nóg út í þetta,“ segir Þorsteinn Pétursson, markaðsstjóri Trygginga­ vaktarinnar. Hann bendir á að marg­ ir hafi jafnvel fengið sér tryggingar þegar þeir voru í tilhugalífinu og þótt þeir hafi komið sér upp stærra heim­ ili og séu komnir með börn þá borgi þeir alltaf af sömu tryggingunum og hafi ekki látið endurskoða þær. „Við sjáum allt of mikið af slíkum dæm­ um en þetta er agalega hvimleitt fyrir fólk.“ Byggir á hugsunarleysi Hann segist því hvetja fólk til að skoða tryggingamál sín vel og vand­ lega. Það sé hægt að gera hjá trygg­ ingafélögunum sem eru með leitar­ vélar á heimasíðum sínum. Einnig geti fólk haft samband við Trygginga­ vaktina og fengið aðstoð við slíkt, sér að kostnaðarlausu. „Ég vil einnig benda á að stóru peningarnir liggja ekki í þessu. Fyr­ ir hverja milljón sem þú tryggir fyr­ ir á ári greiðir þú á bilinu 1.500 til 2.000 krónur. Þetta byggir því frekar á hugsunarleysi heldur en á einhverj­ um sparnaði,“ segir Þorsteinn. Brunabótamat of lágt Eins segir í tilkynningunni að bruna­ bótamat húseigna sé í mörgum til­ fellum of lágt miðað við þann kostn­ að sem kosti að endurbyggja eignina á nýju verðlagi. Því sé það afar mikil­ vægt að endurskoða brunabótamatið eða kaupa viðbótarbrunatryggingu á eignina. Þetta eigi ekki bara við um heimilin í landinu heldur fyrirtæk­ in líka. Mörg hver séu undirtryggð á sama hátt og heimilin. Þorsteinn vill taka fram að þetta eigi einnig við um sumarbústaði og hesthús sem séu iðulega allt of lágt tryggð. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Verðmæti innbús hækkað n Mörg heimili og fyrirtæki undirtryggð „Við sjáum allt of mikið af slíkum dæmum en þetta er aga- lega hvimleitt fyrir fólk. Viðmiðunartafla Tryggingavaktarinnar n Til þess að auðvelda fólki samanburð setti Tryggingavaktin upp viðmiðunartöflu um verðmæti almenns innbús eftir mismunandi stærð húsnæðis og fjölskyldu: Fermetrar 1–2 í heimili 3–4 í heimili 5+ í heimili 60–100 7.500.000 9.370.000 11.250.000 100–150 9.370.000 12.070.000 13.010.000 150–200 12.070.000 13.940.000 14.880.000 200+ 14.880.000 18.630.000 22.380.000 Þorsteinn Pétursson Markaðsstjóri Tryggingavaktarinnar hvetur til alla að láta endurmeta innbú sitt. Innbú og brunabótamat Innbú fólks er í of mörgum tilfellum undirtryggt og brunabótamat of lágt. Mynd: dV Keypti aftur Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, keypti aftur bréf í Actavis haustið 2007 eftir að hann hafði selt bréf í félaginu fyrir um 230 milljónir haustið 2007. Búa sig undir vinnslustöðvun bankann eða eitthvað er ekki að­ almálið. Það sem mestu skiptir er að fólkið okkar hafi vinnu,“ seg­ ir Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar­Iðju sem fer með málefni landvinnslu­ fólks á Dalvík. DV leitaði álits hans á þeirri gagnrýni sem komið hef­ ur fram á stjórnendur Samherja vegna ákvörðunar DFFU. Mörður Árnason, þingmaður Samfylking­ arinnar, sakaði fyrirtækið meðal annars um að taka venjulegt fólk í gíslingu. Björn segist vita af þess­ ari gagnrýni en ekki vilja tjá sig um hana. „Ég hef heyrt þessa gagn­ rýni en ætla ekkert að tjá mig um það.“ Hann segir mestu skipta að umbjóðendur hans hafi atvinnu áfram. Hann segist ekki vita hvort starfsfólki fiskvinnslu Samherja sé beitt í deilum Samherja við Seðla­ bankann. „Aðalmálið er hvort þeir haldi vinnslunni eða ekki.“ „Þetta snýst bara um að fá upp- lýsingar til þess að fyrir- tækið geti haldið áfram að vinna. Svanfríðir Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar n Seðlabankinn býður Samherja og DFFU aðstoð við að fara að lögum 150 sendir heim Fari svo að vinnsla Samherja á Dalvík stöðvist tímabund- ið gæti þurft að senda 150 manns heim. Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjar- stjóri Dalvíkurbyggðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.