Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Side 12
12 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur n Forsvarsmenn Já Ísland og Heimssýnar svara spurningum um kosti og ókosti aðildar að ESB Evrópuher eða aukin samvinna T vö helstu hagsmunafélög vegna aðildarviðræðna Ís­ lands að Evrópusamband­ inu eru Heimssýn, sem er alfarið á móti aðild að sambandinu, og Já Ísland, sem er félag sem berst fyrir aðild að ESB. Framkvæmdastjórar þeirra, þau Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hjá Já Ísland og Páll Vilhjálmsson hjá Heimssýn, eru því á eins önd­ verðum meiði í þessum málum og hugsast getur. DV fékk þau til þess að svara spurningum um kosti og ókosti þess að Ísland gangi í ESB. Það er fróðlegt að heyra Pál nefna kosti við aðild Íslands að ESB á sama tíma og það er athyglisvert að heyra Bryndísi benda á ókosti við aðild að ESB. Páll telur það kost við aðild að ESB að þá hverfi flest leiðinlegasta fólkið á Íslandi úr landi – væntan­ lega til Brussel. Hann varar hins vegar við óstofnuðum Evrópuher, en þess ber þó að geta að sam­ eiginleg yfirlýsing Íslands og ESB hefur verið gefin út sem tryggir að Ísland verður áfram herlaust land, þó við göngum í sambandið. Bryndís telur það hins vegar ókost við aðild að ESB að Brussel, miðstöð Evrópusambandsins, sé ekki eins skemmtileg borg og til dæmis París. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Hverjir eru fimm stærstu kostir við aðild Íslands að Evrópusambandinu? 1 Að losna við krónuna og fá almennilega mynt sem mun spara okkur milljónir á hverju ári. Þetta segi ég ekki út í bláinn því ef fólk ber saman kostnað við húsnæðislán hér og í evru­ löndum þá kemur í ljós að við borgum mörgum milljónum meira í vexti en frændur okkar sem njóta góðs af evrunni. Auk þess mun verðtryggingin heyra sögunni til ef við göngum í ESB. 2 Lægra matvælaverð og meira vöruúrval! Við niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum munu bændur í Evrópu geta selt okkur afurðir sínar hér á landi. Það þýðir að samkeppnin muni aukast og vöruverð mun lækka og úrvalið mun aukast. Þetta hafa margar skýrslur sýnt fram á, en nýlegasta dæmið er skýrsla Bændasamtakanna. 3 Aukið fullveldi. Ef við göngum í ESB þá fáum við loks að taka þátt í að semja lögin þar á bæ, lögin sem hafa bein áhrif á okk­ ur hér á Íslandi. Í dag tökum við upp mjög stóran hluta þessa laga á Íslandi, án þess þó að hafa nokkuð tækifæri til að sitja við borðið þar sem þessi lög eru samin og samþykkt. Þetta mun auka sjálfstæði okkar og bæta fullveldið. Í nýrri skýrslu sem fjallar um EES­samstarfið, sem unnin var af norskum sérfræð­ ingum og álitsgjöfum, og kom út í Noregi nýlega, kemur fram að Noregur hefur tekið upp meiri löggjöf ESB í gegnum EES­samninginn en sum ríki sem eru fullgildir aðilar Evr­ ópusambandsins. Í skýrslunni er sagt að lýðræðishallinn í EES sé meiri en í ESB. Þetta er slæm þróun enda ljóst að ríki sem ekki semur eigin lög né tekur þátt í að semja þau, hefur gefið frá sér hluta af sjálfstæði sínu. Þess vegna er alltaf dálítið kostulegt að hlusta á nei­sinna segja að við töpum fullveldinu með því að ganga í ESB, þessu er auðvitað öfugt farið, því með aðild fáum við loksins sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar er teknar, ákvarðanir sem við fylgjum hér á Íslandi, en núna sitjum við úti á gangi! 4 Almennilega stefnu fyrir byggð­ irnar og sveitirnar í landinu. Það er ekki að ástæðulausu sem Björn Bjarnason, sem er mikið á móti inngöngu í ESB, hafi risið upp á afturlapp­ irnar þegar sjónvarpsþátturinn Landinn sýndi á dögunum þátt sem fjallaði um byggðastefnu ESB og hvað slík stefna þýddi fyrir Íslendinga ef við gerðumst aðilar að ESB. Með byggða­ stefnu ESB má finna gríðarlega mörg tækifæri fyrir byggðir landsins til að þróa nýjar atvinnugreinar, bæta menntun, uppbyggingu og fleira og fleira. Að mínu mati er hér um að ræða kistu af tækifærum sem kæmi sér einstaklega vel í landi sem hefur skort almennilega byggðastefnu í áratugi. 5 Friður og samvinna. Evrópu­sambandið var stofnað til að tryggja frið í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Það er stærsta afrek sambandsins, að tryggja frið í álfunni. Samvinna þjóðanna hefur tryggt að hags­ munir þeirra eru samofnir í gegnum viðskipti og fjölbreytta samvinnu á mörgum sviðum sem hefur orðið til þess að stríð borgi sig ekki og hefur friður verið tryggður í tugi ára. Hverjir eru fimm stærstu ókostir við aðild Íslands að Evrópusambandinu? 1 Evrópusambandið vinnur eftir settum reglum og lögum og hefur skýrar verklagsreglur, hlutirnir taka því oft lengri tíma að fara í gegnum stjórnsýsluna. Það er ekkert sem fær haggað fyrirfram ákveðnum reglum og þetta held ég að eigi eftir að vera erfitt fyrir suma Íslendinga sem vilja getað „græjað“ hlut­ ina hratt. En á sama tíma þá veit fólk að hverju það gengur og kerfið er gegnsætt. 2 Ef ekki væri fyrir sameiginlega stjórn fiskveiðimála ESB, þá held ég að flestir Íslendingar myndu vilja ganga í ESB strax í dag, en óttinn við að missa fisk­ inn er þó óþarflega mikill. Það skilja allir að við viljum halda fullum yfirráðum yfir fiskinum okkar, en með aðild yrði þetta vald að hluta til fært til Brussel, en þrátt fyrir það bendir lítið til að það myndi hafa áhrif á hvað við gætum veitt mikið, en reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir úthlutun á grundvelli veiðireynslu. Þá hafa samningar við aðrar fisk­ veiðiþjóðir gefið tilefni til bjart­ sýni en þar hafa þessi mál verið leyst með sanngjörnum hætti. Það er þó grundvallaratriði að íslensku samninganefndinni takist að semja einstaklega vel um þennan kafla við ESB. 3 Sú málamiðlun sem var gerð þegar ákveðið var að Evrópuþingið myndi funda bæði í Brussel og í Strassborg er auðvitað arfavitlaus, enda kostnaðarsöm og ekki til að gera stjórnsýsluna skilvirkari. Sem betur fer vinna menn innan Evrópuþingsins hörðum höndum við að semja um breytingar á þessu. 4 Margir telja það galla að ef við göngum í ESB falli niður þeir viðskiptasamningar sem við höfum gert við önnur ríki. Þess verður þó að geta að við göngum í staðinn í þá við­ skiptasamninga sem sam­ bandið hefur gert við önnur ríki, en þeir samningar eru mjög viðamiklir og eru enginn ókostur. Einnig er nauðsynlegt að geta þess að hingað til hefur EFTA verið í forsvari þegar kemur að gerð viðskiptasamn­ inga okkar, sem margir hverjir byggja á samningum sem ESB hefur gert. Við, Íslendingar, höfum því ekki verið ein og sér að semja við önnur lönd. 5 Þegar Íslendingar verða orðnir fullgildir aðilar að ESB má gera ráð fyrir að fleiri muni starfa í Brussel til að tryggja hagsmuni Íslendinga. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég fremur valið Berlín, París eða London sem borg stjórnsýslu Evrópu, einfaldlega af því það eru miklu skemmtilegri borgir. En hér eru örugglega margir mér ósammála. Aðild eykur fullveldi Íslands Nafn: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Starf: Framkvæmdastjóri Já Ísland Afstaða til ESB-aðildar: Aðhyllist aðild Peningakassinn fannst í höfninni Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um innbrot í verslun N1 við Básaskersbryggju á öðrum degi páska. Innbrotsþjófurinn eða þjófarnir fóru inn með því að spenna upp útidyrahurð verslun­ arinnar. Í tilkynningu frá lögregl­ unni í Vestmannaeyjum kemur fram að einhverju af verkfærum hafi verið stolið sem og peninga­ kassa sem í er sjóðsvél. Peningakassinn fannst hins vegar í höfninni skammt frá og hafði þá verið reynt að spenna hann upp en án árangurs. Lítið var af peningum í kassanum, eða um tvö til þrjú þúsund krónur. Ekki er vitað hvenær innbrotið átti sér stað en þeir sem einhverjar upp­ lýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru að verki eru vinsam­ legast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Þá var nokkuð um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum og þá þurfti lögregla að hafa afskipti af fólki vegna ölvunarástands þess. Eitt umferðaróhapp var til­ kynnt til lögreglu í vikunni en um var að ræða slys á Kirkjuvegi þar sem stjórnandi vélhjóls missti stjórn á hjólinu með þeim afleið­ ingum að það féll á hliðina og rann þó nokkurn spöl. Ökumað­ urinn og farþegi féllu af hjólinu. Farþeginn kvartaði yfir eymslum og leitaði sér aðhlynningar á Heil­ brigðisstofnun Vestmannaeyja. Arion banki fjármagnar þýskt félag Arion banki hefur lokið samning­ um um fjármögnun þýska félags­ ins TSP – The Seafood Processor GmbH og dótturfélags þess, TST – The Seafood Traders GmbH. Móð­ urfélag TSP er Leuchtturm Beteilig­ ungs­ und Holding Germany AG. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að um sé að ræða nýtt framleiðslu­ og sölufyrirtæki á sviði sjávarafurða. Fjármagnið verður annars vegar notað í uppbyggingu nýrrar og fullkominnar verksmiðju sem framleiða mun vörur á neyt­ endamarkað og hins vegar afurða­ lán til að mæta sveiflum í rekstri. Félagið verður fyrst og fremst með starfsemi í Þýskalandi og meðal viðskiptavina verða stærstu smá­ sölukeðjur Þýskalands. Verksmiðjan verður búin fyrsta flokks tækni í vinnslu sjávaraf­ urða og með henni stefnir félagið á að verða leiðandi í framleiðni og rekstrarhagkvæmni í Evrópu. Fram­ leiðsla hófst 1. mars 2012. Félagið er að hluta í eigu lykil­ stjórnenda og Íslendinga en í meirihlutaeigu japanska sjávarút­ vegsrisans Nippon Suisan (Nissui), annars stærsta sjávarútvegsfyrir­ tækis heims, sem skráð er á hluta­ bréfamarkaðinum í Tókýó. Forstjóri hins nýja fyrirtækis er Finnbogi A. Baldvinsson. „Aðkoma Arion banka að verk­ efninu er okkur mjög mikilvæg. Það að okkar helsti lánveitandi hafi yfir­ gripsmikla þekkingu og skilning á sjávarútvegsmálum skiptir miklu, þess vegna leituðum við til Arion banka. Verksmiðjan var gangsett 1. mars síðastliðinn og sölusamning­ ar við smásölukeðjur í Þýskalandi liggja fyrir þannig að við horfum björtum augum til næstu ára með þennan áfanga að baki,“ segir Finn­ bogi í tilkynningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.