Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 11. apríl 2012 Miðvikudagur
Barneignir ekki lykill að hamingju
n Eini ávinningurinn er að foreldrar ungra barna drekka minna
E
f hópi fólks er sýnd mynd af
krúttlegu ungbarni eru við-
brögðin að öllum líkindum eitt
stórt ahhhh. Samkvæmt sál-
fræðingnum Robin Simon hjá Wake
Forest-háskólanum eru barneignir
gjarnan tengdar við hamingju í vest-
rænni menningu. Simon er hins veg-
ar ekki viss um að svo sé. Hún seg-
ir eina mælanlega ávinninginn við
barneignir þann að foreldrar ungra
barna drekka minna áfengi en hinir.
Þeir stundi hins vegar minna kyn-
líf, fari sjaldnar í bíó og sinni síður
hugðarefnum sínum.
Simon er að ljúka við stóra rann-
sókn þar sem hún skoðar hamingju
og barneignir með tilliti til þung-
lyndis, kvíða, notkunar áfengis og
fíkniefna og annarra breyta. „For-
eldrar eru sá hópur fólks sem þjáist
af miklu stressi og álagi. Við höfum
ekki fundið neitt jákvætt við barn-
eignir. Foreldrar eldri barna finna
fyrir enn meira álagi en foreldrar
yngri barna. Við vitum að stress getur
leitt til erfiðra sjúkdóma síðar í lífinu.
Mæður og feður eru jafn óhamingju-
söm og menntunin skiptir ekki máli,“
segir Simon.
Andew Cherlin, félagsfræðingur
við John Hopkins-háskólann, telur
að það sé erfitt að skilgreina ham-
ingjuna. „Foreldrar nýfædds barns
eru ef til vill óánægðari með hjóna-
bandið en á sama tíma eru þau mjög
hamingjusöm.“
Aðrir sérfræðingar benda á að afrek
krefjist oftast mikillar vinnu og vinn-
an sem slík veiti ekki mikla hamingju.
Hún sé hins vegar nauðsynleg til að
skapa aðstæður fyrir hamingjuna.
Viltu höndla hamingjuna?
15 atriði sem
þú ættir að
sleppa
Ef þú sleppir þessum 15 atriðum úr
lífinu þínu eru meiri líkur á því að þú
höndlir hamingjuna að mati vefsíðunnar
purposefairy.com.
Listinn hefur farið sem eldur um sinu
internetsins og því ekki úr vegi að birta
hann í styttri útgáfu.
1 Að verða alltaf að hafa rétt fyrir þér Því fylgir bæði streita og sam-
skiptaörðugleikar, svo slappaðu af.
2 Stjórnsemi Leyfðu fólki að vera það sjálft. Þú eyðir orku og óþarfa tíma
í slíka stjórnun. Vertu þú sjálf/ur og
leyfðu öðrum að vera sjálfum sér
samkvæmir.
3 Að kenna öðrum um Ábyrgð á eigin lífi og líðan skiptir höfuðmáli hvað
varðar að höndla hamingjuna.
4 Neikvæðar hugsanir Ekki skaða sjálfa/n þig með neikvæðum hugs-
unum. Ekki trúa eigin hugsunum
þegar þú fyllist vanmætti.
5 Að takmarka þig Ekki takmarka sjálfa/n þig. Þannig festist þú og
draumarnir safna ryki. Allt er hægt
sé trúin til staðar. Leyfðu draumum
þínum að rætast.
6 Að kvarta Hættu að kvarta yfir áreiti, fólki, veðri, mat og öllu því
sem lífið býður upp á. Ekkert af
umkvörtunarefnum þínum gerir
þig leiða/n nema þú leyfir það.
Ekki vanmeta mátt jákvæðrar
hugsunar. .
7 Gagnrýni og baktal Við erum mismunandi og við viljum öll
höndla hamingjuna á mismunandi
forsendum. Hættu að eyða tíma í
að gagnrýna þá sem lifa á öðrum
forsendum en þú.
8 Að þóknast öðrum Hættu að reyna að láta öllum líka við þig. Um leið
og þú hættir dregst fólk að þér.
9 Ekki streitast á móti breytingum Breytingar eru góðar. Breytingar
hjálpa þér að komast frá a til b.
10 Að draga í dilka Opnaðu huga þinn og láttu af fordómum. Hugurinn
virkar betur sé hann opinn og það
sem helst hamlar hamingju eru
fordómar og hræðsla.
11 Hugleysi Það eina sem þarf að ótt-ast er óttinn sjálfur, sagði Franklin
D. Roosevelt. Óttinn er sjálfsköpuð
hindrun sem er óþarfi að reisa.
12 Að afsaka sig Þú þarft ekki að afsaka þig. Taktu frekar ákvörðun
að vera yfir það hafin/n að afsaka
þig og notaðu tímann sem þú áður
notaðir til að verja þig í að vaxa og
þroskast.
13 Að hugsa í þátíð Ekki lifa í for-tíðinni þrátt fyrir að framtíðin
virðist ógnvekjandi. Lifðu í núinu og
mundu að lífið er ferðalag en ekki
einn áfangastaður.
14 Að festa sig Ekki verða of hænd að hlutum, stöðum eða fólki. Lærðu
að elska skilyrðislaust og án ótta.
15 Að lifa fyrir aðra Ekki lifa sam-kvæmt væntingum annarra.
Hverjar eru þínar? Spurðu þig
reglulega spurninga á við: Hvað vil
ég? Hvernig vil ég hafa umhverfi
mitt? Hvað myndi ég gera? Greindu
utanaðkomandi þrýsting frá þínum
eigin markmiðum.
Hamingjusöm fjölskylda Samkvæmt sálfræðingnum Robin Simon eru barneignir
gjarnan tengdar við hamingju í vestrænni menningu.
Hættið að rífast
vegna peninga
n Nokkrar leiðir til að stoppa fjármálarifrildi hjóna
F
lest pör þekkja það að pen-
ingar vilja oft verða að miklu
þrætuefni í sambandinu og er
reyndar í mörgum sambönd-
um eitt langlífasta deiluefn-
ið. Sérstaklega á tímum sem
þessum þegar kreppir að.
Ekki kenna hvort
öðru um
Það er til lítils að kenna
hvort öðru um fjár-
málavandræði heimilis-
ins. Komist að rót vandans
og reynið að finna lausn til lengdar.
Hvar þið getið sparað eða fyrir hverju
þið getið safnað þannig að þið hafið
meira á milli handanna.
Ræðið málin
Flestum reynist það illa að ætla al-
gjörlega að hætta alveg að eyða. Í
staðinn getur verið gott að setjast
niður og komast að raunhæfri niður-
stöðu um það hvað skuli eytt í. Setjið
ykkur eyðsluviðmið og hvað megi
eyða miklu í hvað. Hversu hátt hlut-
fall launa heimilisins fer í útgjöld og
fasta reikninga og hvað megi nota
mikið í skemmtanir, föt og annað
slíkt. Það þarf að ríkja gagnkvæm
virðing um þetta samkomulag
annars segir það sig sjálft að
það gengur aldrei upp.
Standið við samkomu-
lagið og sjáið hvað
gerist.
Safnið
Langar ykkur í stærra hús
eða bara gott frí? Jafnvel
að skella ykkur í meira nám
en teljið ykkur ekki hafa efni á því?
Stofnið sérstakan reikning sem þið
safnið inn á saman. Ef einhver af-
gangur er um mánaðamótin þá er til-
valið að setja inn á reikninginn. Pen-
ingar sem myndu kannski annars
fara í óþarfa eyðslu geta nýst í gott frí
á sólarströnd. Sumir hafa ekki mikið
á milli handanna en þeir sem hafa
efni á því sjá að safnast þegar saman
kemur. Skipulag er lykilorðið. Hvort
sem um ferðareikning eða annað er
að ræða þá er alltaf gott að eiga smá
aukasjóð sem hægt er að grípa í,
komi eitthvað upp á.
Samtaka í kaupum
Það er lykilatriði að það sé
ekki tortryggni um fjármál
á milli hjóna. Upplýsið
hvort annað um stærri
útgjaldaliði þannig
að ekkert komi á óvart.
Það hefur aldrei hjálpað
til í neinum hjónaböndum
að fela kreditkortareikn-
inginn fyrir makanum. Yfir-
leitt kemst slíkt upp um síðir og
virkar stundum sem svik. Best er að
vera vel upplýstur um fjármál hvors
annars án þess að vera skipta sér of
mikið af. Gullið jafnvægi. Sem sagt ef
þú ætlar að kaupa þér kaffibolla þá
skiptir það væntanlega maka þinn
litlu máli en það er kannski betra að
ráðfæra sig við hann um kaup á nýju
sjónvarpi.
Peningar eða völd?
Yfirleitt snúast rifrildi hjóna um
fjármál alls ekkert um peninga
heldur frekar um völd. Stundum
þegar eignir hjóna eru mismiklar
þá snúast rifrildin um sjálfsálit
eða afbrýðisemi. Stundum
eru þau um athygli. Þegar
þið rífist um fjármál reyn-
ið þá að hafa á hreinu um
hvað rifrildið snýst. Er það
virkilega um peningana
sjálfa eða býr eitthvað ann-
að að baki? Ef þér liggur eitt-
hvað á hjarta segðu það þá við
maka þinn.
Deilumál
Peningar eru mikið
þrætuefni í mörgum
samböndum.