Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Qupperneq 22
22 Menning 11. apríl 2012 Miðvikudagur Vandað verk S egið það móður minni er plata sem inniheldur lög eftir tónlistarmann­ inn Ingólf Steinsson við kvæði Davíðs Stefánsson frá Fagraskógi á Galmaströnd í Eyjafirði. Þetta er metnaðar­ fullt verk þar sem tónlistin fell­ ur vel við stemninguna sem Davíð hefur mótað í kvæðum sínum. Hljómurinn og hljóðfæra­ leikurinn á plötunni er til eftir­ breytni enda engir aukvisar sem leika og syngja með Ingólfi á þessari plötu. Tónlistarmenn ættu að kannast við nöfn líkt og Ás­ geir Óskarsson, Gísli Helga­ son, Jón Guðmundsson, Lárus H. Grímsson og Vilhjálmur Guðjónsson, og vita að þess­ um mönnum fylgja lítið ann­ að en gæði. Þá gefur það góða tilfinningu að heyra fallegan söng dætra Ingólfs, Arnþrúðar og Sunnu, á plötunni og gefur það henni alþýðlegan blæ sem erfitt er að skapa. Sé farið yfir nokkur lög af plötunni sem eru verð hlustun­ ar, og án efa spilunar í útvarpi, þá kemur fyrst upp í hugann lagið Komdu á plötunni. Það er einhver mystískur blær yfir laginu. Stefið sem opnar lag­ ið og er leikið á milli erinda er alveg unaðslega álfkennt og söngurinn fellur alveg ein­ staklega smekklega að heildar­ myndinni. Af öðrum lögum má nefna Segið það móður minni, Þú skalt farmanns kufli klæð­ ast, Margt er þeim að meini og Fjallarefurinn. Allt eru þetta lög sem gripu mig við hlustun. Hér er á ferðinni vandað verk sem vel er hægt að mæla með. Lágstemmd plata fyrir þá sem vilja njóta seiðandi tóna og glöggva sig á kvæðum hins merka skálds Davíðs frá Fagra­ skógi. Hér er greinilegt að höf­ undur og allir þeir sem koma að gerð þessarar plötu hafa vandað vel til verka og gert þetta verk af lífi og sál. AK Extreme Snjóbretta­ og tónlistar­ hátíðin AK Extreme fer fram dagana 12. ­ 15. apríl. Bestu snjóbrettakappar landsins keppast um að vinna AK Extreme titilinn fyrir árið 2012. Á kvöldin er svo tónleikdagskrá þar sem fjölmargir tónlistarmenn koma fram, meðal annars Blaz Roca, Eldar, Endless Dark, Emmsjé Gauta og fjölda annarra. Tónleika­ dagskráin Græna Hatt­ inum, Pósthúsbarnum og Kaffi Akureyri. Útgáfutón- leikar Vicky Hljómsveitin Vicky heldur útgáfutónleika kl. 21 á fimmtudagskvöld í Bæjar­ bíói í Hafnarfirði fyrir plötuna Cast a Light sem kom út í október síðast­ liðnum. Þetta mun vera í eina skiptið sem hljóm­ sveitin flytur plötuna í heild en lagið Feel good af plötunni hlaut miklar vinsældir hérlendis síðasta sumar. Þetta eru einnig síð­ ustu tónleikar hljómsveit­ arinnar í bili en meðlimir hyggjast taka sér smá frí vegna annarra verkefna. Tríó Sunnu Gunnlaugs Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur á tónleikum Jazz­ klúbbsins Múlans í Nor­ ræna húsinu, miðvikudag­ inn 11. apríl. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Jazz­ klúbbsins Múlans og Norræna hússins. Ásamt Sunnu í tríóinu eru bassa­ leikarinn Þorgrímur Jóns­ son og Scott McLemore sem leikur á trommur. Á dagskrá er tónlist eftir með­ limi tríósins af disknum „Long Pair Bond“ ásamt tónlist Ben Harper og Rufus Wainwright. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Tónlist Segið það móður minni Ingólfur Steinsson S tingtu puttanum í þetta,“ segir húsráð­ andi við mig sem ég stíg inn í borðstofuna hjá honum. „Nei, takk. Mig langar það alls ekki,“ svara ég. „Þetta er geðveikt gott, ég lofa,“ segir húsráðandinn við mig og brosir. „Af hverju þarf ég að stinga puttanum í þetta? Mig langar einfaldlega ekki til þess,“ svara ég. „Hérna, taktu þá skeið,“ segir húsráðand­ inn og skóflar með skeiðinni upp dýrindis skötuselssúpu, sem hann hafði eldað, upp úr pottinum sem ég átti að stinga puttanum mínum í. Kannski var ég of varfærnislegur og hefði átt að treysta þessum manni betur. Ég mætti óboðinn í þessa matarveislu húsráðandans á Ísafirði á föstudaginn langa. Það gerði ég eftir stutt stopp á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem hafði þá fyrir nokkrum klukkutímum verið sett með glæsibrag. Mugison hafði sungið sig inn í hjörtu hátíð­ argesta. Orphic Oxtra hafði gert glæsilegar skalaæfingar sem eru ómenntuðu fólki ekki færar. Inni á milli taktbreytinga og brotinna þríunda heyrðust skemmtilegar melódíur sem fluttar voru af mjög svo hæfi­ leikaríku fólki sem á svo sann­ arlega framtíðina fyrir sér. Eftir það sá ég manninn sem átti hátíðina að mínu mati. Það var heimamaður­ inn Skúli Þórðarson sem var með eina þá flottustu tónleika sem ég hef séð á þessari há­ tíð. Skúli syngur og flytur búgí­ tónlist af mikilli snilld og ekki skemmir fyrir að hann er með frábæra hljómsveit með sér. Ég var ekki einn um þessa skoð­ un. Skúli gjörsamlega átti sal­ inn og söng hver einasti kjaftur með laginu Ég held aldrei aftur heim. Menn setti þó hljóða þegar Skúli söng um föngulega kvenmannsleggi og freisting­ arnar sem fylgja þeim en hann sveiflaði góða skapinu í gang á ný þegar hann flutti lagið Ball. Að prófa eitthvað nýtt Þarna taldi ég toppnum á há­ tíðinni náð og ákvað að leita að einhverju teiti í heimahúsi. Það var dumbungur yfir hátíðinni og kólnar fremur fljótt í mönn­ um þegar norðan garrinn blæs á blauta regnstakka. Ég gerðist líka brotlegur að því leytinu til að ég var ekkert svo spenntur fyrir hljómsveitunum sem áttu eftir að spila það kvöld þegar ég ákvað að leita skjóls í heimahúsi. Þegar þangað var komið hitti ég fyrir fyrrgreindan húsráð­ anda sem bauð mér að smakka á skötuselssúpunni. Af áratuga­ samskiptum við hann hefði það nú verið réttast af mér að treysta honum. Húsráðandinn er Ísfirð­ ingurinn og lét ég slag standa og smakkaði þessa súpu hans sem var ein sú allra besta sem ég hef fengið. Eftir að hafa gert það áttaði ég mig á því að hann hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Maður verður að prófa eitthvað nýtt í lífinu og var það gert þetta kvöld. Nóg var af nýjungum og stóðu til að mynda böndin Leg­ end, Vintage Caravan og Sykur fyrir sínu, þó þau séu misjafn­ lega ný af nálinni ef út í það er farið. Smávegis svik „Eru þið til í smá svik? Eru þið til í smá dauða?“ öskraði kynn­ irinn Pétur Magnússon í hljóð­ nemann þegar hann kynnti hljómsveitina, sem þurfti víst ekkert að kynna að hans sögn, Ham, á laugardeginum. Án efa var þetta hljómsveit kvölds­ ins, sem státar nefnilega líka af heimamanninum Sigurjóni Kjartanssyni sem gerir víst ráð fyrir því að á Seljalandsvegi á Ísafirði muni rísa safn tileinkað honum. Þar ól Sigurjón mann­ inn á sínum yngri árum og sagði hann hátíðargestum á uppi­ standskvöldi í Ísafjarðarbíói á skírdag að þeir gætu gert sér ferð í húsið á Seljalandsvegi og séð þar veggjalistaverk í kjallar­ anum eftir hann þar sem segir víst: „Fokk ríkis stjórnin núna.“ Það skemmtilega við þessa hátíð er hversu mikið líf sprett­ ur upp á svæðinu samhliða henni. Kirkjuræknir menn gátu farið í Hólskirkju í Bolungarvík og hlustað á leikarann Pálma Gestsson flytja Passíusálma Hallgríms Péturs sonar. Rúm­ lega sex tíma lestur með tón­ listaratriðum á klukkutíma­ fresti, himneskur flutningur gæti einhver sagt. Í Bolungar­ vík var einnig frumsýnd kvik­ mynd í Félagsheimilinu eftir heimafólk sem hefur ekki gerst í langan tíma, og sama var uppi á teningnum á miðvikudeginum fyrir páska þegar hrollvekja var frumsýnd í Ísafjarðarbíói. Tónleikahald, listahátíðir, leiksýningar, málverka­ og ljós­ myndasýningar. Það var af nógu að taka þessa helgi, svo ekki sé talað um allt skemmtanahald­ ið sem fór að mestu vel fram að sögn lögreglu. birgir@dv.is „Stingtu putt- anum í þetta“ n Brakandi fersk Aldrei fór ég suður n Blaðamaður kíkti á hátíðina „Nóg var af nýjungum og stóðu til að mynda böndin Legend, Vin- tage Caravan og Sykur fyrir sínu. Fyrir vestan Fjöldi fólks lagði leið sína á hátíðina líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá hljómsveitina Reykjavík! leika fyrir gesti hátíðarinnar sem taka þessari ísfirsku sveit alla jafna vel þegar hún stígur á svið á Aldrei fór ég suður. Mynd ágúSt AtlASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.