Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Qupperneq 24
„Á miklu fleiri leiki inni“ 24 Sport 11. apríl 2012 Miðvikudagur n Paul Scholes spilar örugglega eitt ár til viðbótar M iðjumaðurinn Paul Scholes átti enn einn stórleikinn fyr- ir Manchester Uni- ted um helgina þegar liðið lagði QPR að velli, 2–0. Scho- les var valinn maður leiksins í öllum miðlum en hann skor- aði glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig. Eitthvað sem stuðningsmenn Manchester United þekkja betur en margir enda Scholes þekktur fyrir sín þrumuskot. „Þetta var týpískt Scholes- mark,“ sagði Sir Alex Ferguson við Daily Mail eftir sigurinn. „Hann er búinn að skora þrjú mörk síðan hann kom aftur inn í liðið og síðan þá höfum við aðeins tapað tveimur stig- um af þrjátíu og sex,“ segir Skotinn en stigin tvö sem töp- uðust voru í leik gegn Chelsea þar sem United kom til baka eftir að hafa lent 3–0 undir og jafnaði leikinn í 3–3. „Það sjá allir hversu vel hann stjórnar leiknum inni á miðjunni og ræður á hvaða hraða hann er spilaður. Þetta hefur aldrei breyst. Þó hann sé 37 ára í dag getur hann þetta enn. Scholes er frábær leik- maður sem er lykilmaður í þeim árangri sem við höfum náð á síðustu vikum,“ segir Ferguson. Scholes lagði skóna á hill- una, eins og frægt er orðið, í fyrrasumar en snéri óvænt aftur í byrjun þessa árs. Nú er Scholes við að skrifa undir nýjan samning sem tryggir Manchester United þjónustu hins rauðbirkna miðjumanns. Michael Carric hefur spilað með Scholes síðan 2006 og þekkir manna best hvernig er að spila við hlið hans. „Scholes er búinn að vera frábær. Hann kom bara inn í liðið og hefur verið magnað- ur frá fyrstu mínútu. Það er eins og hann hafi aldrei yfir- gefið liðið og ég er þess full- viss að hann eigi miklu fleiri leiki inni,“ segir Michael Car- rick. Riðlakeppnin klárast Riðlakeppni Lengjubik- ars karla í fótbolta lýkur í vikunni en síðasta um- ferðin hefst með stórleik Keflavíkur og ÍA í Reykja- neshöllinni í dag, miðviku- dag. ÍA er enn taplaust í 2. riðli en Keflavík hefur ver- ið á miklu skriði síðan liðið tapaði gegn Víkingi í fyrstu umferð. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst klukkan 18.00. Umferðin heldur svo áfram á fimmtu- dag þar sem mætast Haukar og Þróttur, Leiknir og Valur, Selfoss og KR og þá mæt- ir Víkingur liði Stjörnunnar. Rijkaard gagnrýndur Hollenski þjálfarinn Frank Rijkaard er harðlega gagn- rýndur af mörgum með- limum sádiarabíska knatt- spyrnusambandsins eftir að honum mistókst að koma liðinu á HM í Brasilíu sem fer fram eftir tvö ár. Rijka- ard fékk risasamning þegar hann tók við liðinu en hann fær greiddar 16 milljónir dollara fyrir þrjú ár. Í dag- blaðinu Saudi Daily Al Eqtisadia segja meðlimir knattspyrnuráðsins að pen- ingarnir sem fara í Rijka- ard sé mun betur varið í að byggja upp unglingastarf landsins frekar en að borga undir rándýran þjálfara sem kemur liðinu svo ekki á stór- mót. Úrslita- keppnin hefst Úrslitakeppnin í N1-deild kvenna í handbolta fer af stað á fimmtudaginn. Þá tekur ÍBV á móti Gróttu og HK heimsækir Stjörnuna. Tvö efstu lið deildarinnar, Valur og Fram, sitja hjá í fyrstu umferð. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslitin. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.30. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is London vill læra af Peking n Þarf að hugsa hvað á að gera við leikvangana eftir að leikunum lýkur T æp fjögur ár eru síðan borgin Pek- ing í Kína hýsti ein- hverja mögnuðustu ólympíu leika sög- unnar. Leikarnir bættu borg- ina að mörgu leyti, meðal annars eru almenningssam- göngur mun betri í dag en þær voru fyrir fjórum árum. Aftur á móti eru mörg móta- svæði sem notuð voruð fyrir greinar á Ólympíuleikunum ónotuð núna og gera ekkert annað en kosta skattborgar- ana mikla peninga. Þó leik- arnir hafi heppnast vel hefur Peking ekki gengið nægilega vel að nýta mannvirkin eft- ir leikana og í því vilja Bret- ar ekki lenda. Leikarnir fara fram þar í ár og er mikilvægt að borgin nýti vel þá leik- vanga og mótasvæði sem eftir standa því næg er gagnrýnin nú þegar enda eyðir borgin níu milljörðum punda í leik- ana. Fuglahreiðrið orðið túristastaður Krúnudjásnið á leikunum í Peking var hinn stórbrotni ólympíuleikvangur sem kall- ast Fuglahreiðrið. Hann kost- aði 480 milljónir dollara. Þá er sundhöllin sem kölluð var Vatnsteningurinn einnig magnað mannvirki. Meðan á leikunum stóð var þessum byggingum hrósað í hástert en risið á þeim hefur ekki ver- ið hátt undanfarin ár. Í dag fara afskaplega fáir íþrótta- viðburðir fram í þeim og eru báðar byggingar mun meira notaðar sem túristaáfanga- staðir. Ríflega 4,5 milljónir túrista heimsóttu þessa tvo staði á síðasta ári. Fuglahreiðrið hýsir vissu- lega einn og einn knatt- spyrnuleik en þá hefur hann einnig verið notaður sem vetrargarður og skemmti- garður og þar hafa verið haldnir tónleikar. Reiknað er með að það muni taka 30 ár fyrir völlinn að borga sig upp á meðan hann er einungis notaður fyrir svona viðburði en engir stórir íþróttavið- burðir fara þar fram. Þá tap- aði sundhöllin 11 milljónum dollara á síðasta ári þrátt fyrir að byggður væri vatnsrenni- brautagarður við hlið hennar til að auka tekjurnar. Allt annað yfirgefið „Kostnaðurinn var mikill og skipuleggjendum leikanna mistókst algjörlega að hugsa hvað ætti að gera við alla leik- vangana og mótasvæðin eftir að Ólympíuleikunum lauk. Það er einfaldlega þannig með íþróttaleikvanga að því oftar sem þeir eru notaðir, því lengur endast þeir. Þá fá þeir meiri pening frá borgar- yfirvöldum í endurbygging- ar, fleiri mót eru haldin þar. Þannig vinna allir,“ segir Yan Quang, fyrrverandi íþrótta- málafulltrúi Peking. Fuglahreiðrið og Sund- teningurinn eru þó að minnsta kosti í einhverri notkun. Það sama verður ekki sagt um önnur móta- svæði frá Ólympíuleikunum í Peking. Til dæmis er kajak- brautin yfirgefin og vatns- laus. Safnast nú saman skítur og lauf í þessari annars flottu braut sem vakti mikla lukku á leikunum. Þá er róðrarbraut- in í sama ástandi. Aftur á móti voru hallir fyrir borðtennis og glímu byggðar á háskólalóð- um svo hægt væri að nota þær af skólayfirvöldum. „Það fengu allar íþrótt- ir risasvæði og hallir. Fólkið sem stóð að leikunum í Pek- ing hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að halda svona leika og þeim var ekki leyft að leita sér aðstoðar. Ég veit að London ætlar alla vega ekki að lenda í þessu og hefur haft teymi með sér til að skipu- leggja hvað eigi að gera við leikvangana og mótasvæðin að leikunum loknum,“ segir fréttamaður Reuters sem tók út svæðin fyrir nokkrum vik- um. Fuglahreiðrið Er nú mest notað fyrir tónleika og skemmtanir. Sundhöllin Magnað mannvirki sem skilar tapi á hverju ári. Verið góður Scholes hefur spilað vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.