Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 27
B róðir Ellenar, Pétur, býr austur á Seyðis­ firði. Fyrir fjórum árum fermdist dóttir hans og þá fór öll fjölskyldan að fagna því. Þá voru haldnir tónleikar og síðan þá hefur þetta orðið að svona árviss­ um viðburði. Við keyrum öll austur og heimsækjum fjöl­ skylduna og höldum tón­ leika í leiðinni,“ segir Eyþór Gunnarsson. Um páskana hélt hann ásamt eiginkonu sinni, söngkonunni Ellen Kristjánsdóttur og fjölskyldu tónleika í Herðubreið á Seyðisfirði. Fjölmargir komu fram á tónleikunum og má segja að um sannkallaða fjölskyldutónleika hafi verið að ræða. Ásamt Eyþóri og Ellen komu fram KK, bróð­ ir Ellenar, og dætur Eyþórs og Ellenar, þær Sigga, Beta og Elín. Bandaríski söngvar­ inn John Grant kom einnig fram á tónleikunum ásamt Englendingnum Lee Gille­ spie og þingkonan Birgitta Jónsdóttir las ljóð. „John Grant er vinur Siggu dóttur minnar,“ segir Eyþór. Fjöl­ mennt var hjá fjölskyldunni sem fór á fimm bílum austur. „Þetta var fimm bíla halarófa og við vorum svona 28 í mat á kvöldin en við borðuðum saman öll kvöldin,“ segir Ey­ þór hæstánægður með tón­ leikana og ferðina í heild. Fólk 27Miðvikudagur 11. apríl 2012 John Grant söng með n Sannkallaðir fjölskyldutónleikar hjá Ellen, Eyþór og fjölskyldu Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 RENAULT TRAFIC LANGUR 9 m. MINIBUS 10/2006, ekinn 164 Þ.km, dísel, 6 gíra, 9 manna. TILBOÐSVERÐ 1.700.000, ásett verð 2.250.000kr. Raðnr. 322003 - Strætóinn er á staðnum! NISSAN TERRANO II 35“ breyttur 03/1998, ekinn 194 Þ.km, bensín, 5 gíra. Verð 750.000. Raðnr.322050 - Jeppinn er á staðnum! MMC LANCER COMFORT 03/2005, ekinn 120 Þ.km, sjálfskiptur. Ásett verð 1.190.000 - TILBOÐSVERÐ 790.000. Rnr.284256 Bíllinn er á staðnum! SUZUKI GRAND VITARA 2,0 05/ 2001, ekinn 203 Þ.km, 5 gíra. TIL- BOÐSVERÐ 450.000. Raðnr. 117937 - Eigum mikið úrval af ódýrum Vitörum. TOYOTA YARIS TERRA 05/ 2006, ekinn 116 Þ.km, 5 gíra, snyrtilegur bíll. Verð 1.150.000. Raðnr.270360 - Vinsæll og veit af því! BMW M6 Árgerð 2007, ekinn 42 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Skoðar ýmis skipti! Raðnr. 134882 - Svakalegur sportari! KIA PICANTO LX 11/2006, 5 dyra, ekinn 46 Þ.km, 5 gíra. TILBOÐSVERÐ 990.000, gott lán! Raðnr. 270805 - Eyðir litlu af dýru bensíni! PORSCHE 944 Árgerð 1987, ekinn 147 Þ.km, sjálf- skiptur. TILBOÐ ÓSKAST! Raðnr. 135491 - Fágætur moli! JEEP GRAND CHEROKEE NEW STYLE Árgerð 2011, ekinn 4 Þ.km, sjálfskiptur, leður, 20“ felgur ofl. Verð 10.490.000, skoðar skipti! Raðnr. 117475 - Einstakur bíll! VW TOUAREG V8 11/2003, ekinn 148 Þ.km, bensín, sjálf- skiptur, leður og allt hitt! TILBOÐSVERÐ 1.790.000 stgr. Raðnr.283562 - Jeppinn er á staðnum! OPEL ASTRA ENJOY 06/2005, ekinn AÐEINS 48 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.150.000. Raðnr.322063 - Bíllinn fallegi er á staðnum! RENAULT TRAFIC VAN 11/2004, ekinn 118 Þ.km, dísel, 6 gíra. Auðvelt að breyta í ferðabíl! Verð 1.490.000. Raðnr.322057 - Bíllinn er á staðnum! Tek að mér Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847- 8704 eða á manninn@hotmail.com Komdu í áskrift Það er ódýrara en þig grunar Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is n Andri Ólafsson las fréttir með 5 mínútna fyrirvara Pollrólegur í öllu stressinu É g hafði það lúmskt á til­ finningunni að þetta gæti gerst,“ segir Andri Ólafsson, fréttamaður á Stöð 2, sem las kvöld­ fréttir á föstudaginn langa. Andri átti þó ekki að lesa frétt­ irnar heldur Logi Bergmann Eiðsson sem gleymdi að hann ætti vaktina. „Ég var vaktstjóri þarna og þegar við vorum að ganga frá fréttatímanum okk­ ar um klukkan sex um kvöld­ ið spurði ég kollega minn sem er pródúsent hvort Logi vissi ekki örugglega af því að hann ætti að lesa. Hann sagði mér að hafa ekki neinar áhyggjur því Logi vissi alveg að hann ætti að mæta,“ segir Andri en ekki mætti Logi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist því að í fyrra hljóp Heimir Már Péturs­ son, þáverandi fréttamaður Stöðvar 2, í fréttalesturinn þegar Logi mætti ekki. Mynd af Heimi flaug um netið þar sem hann las fréttirnar kóf­ sveittur með bindið út á hlið og jakkann allan skakkan á sér. „Ég vissi nefnilega að þetta hafði gerst áður með Heimi og þetta var bara ná­ kvæmlega eins móment. Ég fékk þó nokkrar mínútur en hjá Heimi var nánast bara talið í frá tíu. Ég var sjálfur að binda bindishnútinn á Heimi rétt áður en hann fór í loftið,“ segir Andri en hann fékk þó sjálfur örlítið meiri fyrirvara. „Þegar það voru fimm mínútur í fréttir var Logi ekki enn mættur þannig að pró­ dúsentinn hringdi í hann. Þegar einhver svaraði í sím­ ann leit hann á mig og ég ég fattaði um leið hvað væri í gangi. Þá varð svakalegt stress og ég hljóp inn í smink að láta gera mig kláran. Jónas Mar­ geir Ingólfsson, sem einmitt reddaði Heimi fötunum á sín­ um tíma, lét mig fá skyrtu og jakka. Það var bara algjört grís að ég var á vakt með honum. Ég var bara heppinn að þurfa ekki að fara í skyrtu af Arnari Björns eða eitthvað,“ segir Andri og hlær. Þegar hann settist í settið og var klár voru einungis 30 sekúndur í að fréttatíminn byrjaði. „Þá var þetta orðið svo fáránlegt að ég var ekki lengur stressaður þrátt fyrir að allir þarna væru að sturl­ ast af stressi. Svo heyrði ég bara talið niður í eyrunum á mér og þetta fór af stað. En svo gekk þetta bara ágætlega. Ég hefði getað gert mig að al­ gjöru fífli. Þetta hefði getað verið mun verra en ég held að þetta hafi alveg sloppið,“ segir hann og bætir við: „Fólk sem horfði á fréttirn­ ar þarna hélt eflaust að þetta væri stóra tækifærið mitt og ég væri búinn að undirbúa mig í viku og eflaust gagnrýnt mig út frá þeim forsendum. En það var nú alls ekki þann­ ig.“ Andri hefur fengið mikið hrós á fésbókarsíðu sinni sem og víðar fyrir fréttalest­ urinn. Meira að segja fékk hann hrós frá fjölmiðlarýnin­ um og málfarsbloggaranum Eiði Guðnasyni. „Ég skal al­ veg vera hreinskilinn og segja að ég er það hégómafullur að það gladdi mig að fá þetta hrós. Eiður hefur stundum sett út á málfar mitt og vana­ lega hefur hann rétt fyrir sér. Hann fylgist alltaf vel með og er góður að koma auga á það sem betur má fara. Sem og auðvitað molavinirnir hans,“ segir Andri en sér hann fram á að lesa fréttir í framtíðinni? „Þetta var mjög skemmti­ leg upplifun en þetta er greinilega auðveldasta vinna allra tíma. Miðað við þessa vinnu mína og okkar frétta­ fólks að standa í þessu frétta­ harki er þetta auðvelt. Maður sest bara í sminkið og lætur gera vel við sig. Ég er alveg til í að gera þetta seinna meir,“ segir Andri Ólafsson. tomas@dv.is John Grant Tónlistarmaðurinn John Grant spilaði á tónleikunum. Með dætrunum Ellen ásamt dætrum sínum, Siggu og Betu. Myndir Einar BraGi BraGaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.