Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Page 29
Hefur fyrir forminu Fyrirsætan og leik- konan Molly Sims viðurkenndi í viðtali að þurfa að hafa mikið fyrir útlitinu. „Ég fæddist ekki svona! Ég þarf að hreyfa mig í 60 til 90 mínútur, allavega, fimm daga vikunnar og borða trefjaríkan en fitusnauðan mat.“ Fólk 29Miðvikudagur 11. apríl 2012 M argar af flottustu Hollywood- stjörnunum þurfa að leggja virkileg hart að sér til að við- halda stinnum og lögulegum líkama. Leikkonan og fyrir- sætan Molly Sims segist þurfa að mæta í ræktina fimm daga vikunnar og hreyfa sig þar í meira en klukkutíma ef hún ætli að halda sér í formi. Leikkonan Jessica Biel hefur einnig sagt frá hörkupúlinu sem hún leggur á sig. n Fræðstu um það hvernig stjörnurnar halda sér í formi www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Stjörnurnar halda sér í formi Fer aldrei í megrun Jennifer Lawrence úr Hunger Games segist eiga bágt með að þola fólk sem segist elska líkamsrækt. Í viðtali við tímaritið Glamour sagðist leikkonan hafa átt auðvelt með að koma sér í form fyrir kvikmyndina. „Þeir sáu um allt fyrir mig. Ég fékk einkaþjálfara og lista yfir það sem ég átti að borða og hvenær,“ sagði Jennifer sem segist fara reglulega í ræktina en hún hafi aldrei farið í megrun. „Það er ekki hægt að æfa þegar maður er svangur!“ Ánægð með sig Leikkonan Jessica Alba segist alltaf hafa haft áhyggjur af líkamanum áður en hú n varð mamma. „Ég frelsaðist þegar ég varð ófrísk. Nú hef ég lært að taka líkama mínum eins og hann er og mér er meira sama um það hvernig ég lít út.“ Með flottar línur Leikkonan Sofia Vergara sagði In Style- tímaritinu að hún hefði oft fengið hlutverk út á útlit sitt. „Ég skammast mín ekkert fyrir það. Útlitið hefur opnað margar dyr. Hins vegar veit ég líka að ef ég hefði ekkert annað væri ég löngu farin úr bransanum.“ Stolt af bumbunni Söngkonan Jessica Simpson segist aldrei hafa verið stærri. „En mér er sama. Ég vil sýna bumbuna mína,“ sagði söngkonan sem viðurkennir að hafa gefið eftir löngun sinni í óhollan mat á meðgöngunni. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum fáránlega þrýstingi frá Hollwood um að bæta ekkert á mig á meðgöngunni. Ég tek bara á mínum málum seinna.“ Öskrar í ræktinni Leikkonan Emma Stone segist taka sund fram yfir hlaup. Hún var með einka- þjálfara fyrir kvikmyndina Spider Man sem lét hana lyfta lóðum. „Ég komst að því að ég er með brjálaðan lítinn karl inni í mér sem fær útrás þegar ég lyfti þungum hlutum. Annars væri ég alltaf til í að sofa frekar en að fara í ræktina.“ Alltaf svöng Leikkonan Juli- anne Moore segist líta á sig sem granna manneskju. „Iðnaðinum finnst það samt ekki. Ég hata að vera í megrun og ég hata að þurfa að pæla í skammtastærðum. Ég er alltaf svöng og ég held að allar leikkonur séu alltaf svangar.“ Brjáluð fyrirhöfn Victoria‘s Secret-fyrirsætan Adriana Lima hefur ekki farið leynt með vinnuna sem liggur að baki grönnum líkama hennar. Fyrir- sætan segist leggja sérstaklega hart að sér fyrir stórar tískusýningar. Hún mætir tvisvar á dag í ræktina og lifir aðallega á fljótandi fæði og drekkur ekkert tólf tímum fyrir sýninguna. Harka Leikkonan Jessica Biel hefur viðurkennt að halda sig við strangt æfinga- og næringar- plan. „Ég verð eiginlega að fara laga mannorð mitt. Að vera svona mikið útivistar- og heilsu- frík – það er bara leiðinlegt. Ég verð að fara taka upp á einhverju óheilbrigðu,“ sagði leikkonan í gríni. Með ofnæmi Miley Cyrus svarar fyrir sig. Ekki mEð lystarstol n Miley óánægð með slúðrið M iley Cyrus er skelegg í við- brögðum sínum við orðrómi um að hún sé með lystar- stol og segir fjölmiðlum frá því að hún sé með ofnæmi fyrir glúteni og mjólk. „Ég hef engar áhyggj- ur af þyngdinni, aðeins heilsunni,“ sagði söng- og leikkonan og setti ofan í við slúðurpress- una. „Glúten er drasl hvort sem er,“ bætti töff- arinn Miley við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.