Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 14
E r Bessastaðir á Álftanesi eru nefndir á nafn kemur trúlega fátt annað í huga flestra en að þar sé aðsetur forseta Íslands. En á Bessastöðum hefur ver­ ið lifað fjölbreyttu lífi. Þar hefur verið skóli, prentsmiðja og útgáfa og aðset­ ur fræðimanna og skálda. Þar hefur líka verið aðsetur vísindamanna sem hafa gert rannsóknir og tilraunir, til að mynda á fálkum, í læknisfræði og stjörnufræði. Reimleikar á Bessastöðum Á Bessastöðum var líka eitt sinn fang­ elsi sakamanna og var kallað Þræla­ kistan og fornleifauppgröftur í tíð Vig­ dísar Finnbogadóttur leiddi í ljós líf á Bessastöðum aftur á landnámsöld. Bessastaðir eru einnig umtal­ aðar vegna reimleika. Á átjándu öld lést norsk kona að nafni Apollónía Schwarzkopf á Bessastöðum. Andlát hennar þótti grunsamlegt og líkur á því að eitrað hafi verið fyrir henni. Frá láti hennar eru heimildir um marga sem töldu sig sjá svip hennar. Frá reimleikunum segja til að mynda Jón H. Þorbergsson, í ævisögu sinni Ævi­ dögum, og Einar Kvaran spíritisti sem gerði tilraunir með andaborð. Sagan sem mátti ekki segja Auk núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, hafa fjórir gegnt embætt­ inu frá því það var sett á laggirnar á Þingvöllum árið 1944. Sveinn Björnsson gegndi emb­ ættinu frá 1944–1952 og sat á Bessa­ stöðum með eiginkonu sinni Georgiu Björnsson. Georgia var mikil myndar­ kona og stóð að því að reisa fallegan blómaskála við Bessastaði. Sveinn og Georgia áttu saman sex börn sem flestum farnaðist vel. Einn sona hans, Björn, fór þó óvenjulega leið sem skapaði honum óvinsældir á Íslandi. Hann varð foringi í SS­sveitum Hitlers og sagði sína hlið á ævi sinni í bókinni Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja. Dóttir Björns var Brynhildur Georgía Björnsson. Brynhildur lést árið 2008 og á ævi hennar byggir rit­ höfundurinn Hallgrímur Helgason bók sína Konan við 1000 gráður. Frá ævi Brynhildar er sagt í bókinni Ellefu líf sem út kom árið 1983. Ást á Bessastöðum Annar forseti lýðveldisins var Ásgeir Ásgeirsson sem var á Bessastöðum frá 1952–1068 með eiginkonu sinni Dóru Þórhallsdóttur. Ásgeir fór á Bessastaði fyrir vilja fólksins en hann vann stór­ sigur í kosningum gegn vilja forystu­ manna tveggja stærstu stjórnmála­ flokka valdsins. Ásgeir var vinsæll forseti og naut stuðnings konu sinn­ ar, Dóru Þórhallsdóttur. Ásgeir hafði konu sína oft með sér í ferðalögum og við móttöku erlendra þjóðhöfðingja og var þeim fagnað hátíðlega þegar þau bar að. Fræg eru bréf Ásgeirs sem hann skrifaði Dóru þegar þau voru trúlofuð en þau voru opinberuð í ævi­ sögu hans sem var rituð af Gylfa Grön­ dal og þóttu hjónin hafa mikla gæfu til að bera í hjónabandi sínu. Borðuðu með húshjálpinni Kristján Eldjárn og Halldóra voru á Bessastöðum frá 1968–1980 og þá komst fjör á Bessastaði. Systkini og vinahópar blönduðust hversdags lífinu á Bessastöðum og börn þeirra settu með árunum svip á lífið þar. Kristján og Halldóra þóttu alþýðleg í takt við frjálslynda tíma. Þau borðuðu til að mynda með ráðsfólkinu eins og hluta af fjölskyldunni. Forsetinn sem grét Vigdís Finnbogadóttir forseti frá 1980– 1996 markaði nýja tíma á Bessastöð­ um. Augu heimsins beindust að henni í embætti forseta Íslands og þjóðin varð stolt af kvenforsetanum. Heim­ sóknir til þjóðarleiðtoga stórjukust og Vigdís átti leikandi létt með að tala máli þjóðarinnar. Hún varð enda vinsæll forseti og þegar snjóflóð urðu á Flateyri og Súða­ vík sýndi hún fádæma styrk. Hún gekk lengra en nokkur leiðtogi hefur gert og faðmaði aðstandendur og ástvini hinna látnu og grét með þeim. „Fólk­ ið fann huggun í faðmlagi og sjómenn voru ekki feimnir við að gráta við öxl mína.“ (Vigdís Finnbogadóttir, viðtal í janúar 2009). Sorg á Bessastöðum Fimmti forseti lýðveldisins er  Ólafur Ragnar Grímsson. Hann var kjörinn árið 1996 og tók við embætti 1. ágúst það sama ár. Hann var endurkjör­ inn árin 2000, 2004 og 2008 og fer nú enn fram og vonast til að sitja til 2016. Takist það verður hann sá forseti sem lengst hefur setið í embætti forseta Ís­ lands eða í 20 ár. Ólafur Ragnar var kvæntur Guð­ rúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Guðrún Katrín tók virkan þátt í forsetakosningunum 1996 og talaði með Ólafi Ragnari á öllum framboðs­ fundum. Margir töluðu um að Guðrún Katrín hefði haft töluverð áhrif á gott gengi Ólafs Ragnars. Eftir að hann tók við embætti forseta Íslands lét Guð­ rún Katrín einkum til sín taka á sviði menningar og lista, í velferðarmálum og í baráttunni gegn fíkniefnum. Árið 1998 syrgði þjóðin með Ólafi Ragnari og dætrum hans. Guðrún Katrín hafði greinst með hvítblæði árið 1997 og lést eftir harða baráttu við sjúkdóminn í Seattle í Bandaríkjunum 12. október 1998. Hefur aldrei þegið dagpeninga Ólafur fann ástina aftur þegar hann hitti Dorrit Moussaieff. Hann kvænt­ ist henni árið 2003 og hefur hún með tíð og tíma líklega sú allra vinsælasta sem hefur haft aðsetur á Bessastöð­ um. Foreldrar Dorritar eru auðkýf­ ingarnir Shlomo Moussaieff og Alisa Moussaieff sem höndla með listmuni og eðalsteina. Dorrit er vellauðug og hefur aldrei þegið dagpeninga þó henni sé það heimilt. Hún tekur þó töluverðan þátt í boðum og ferðalög­ um forseta. Eftir hrun hefur Dorrit tekið mál­ stað þess fólks sem finnst það hlunn­ farið og aðstoðað við matargjafir og tekið þátt í mótmælum. Dorrit tekur ríkulegan þátt í kosningabaráttu Ólafs Ragnars og sterkar líkur eru á því að hún eigi eitthvað í miklu fylgi hans þessa dagana þótt erfitt sé að mæla það. 14 Fréttir 4. júní 2012 Mánudagur n Fimm forsetar og fjölskyldur þeirra hafa búið á Bessastöðum Reimleikar, sorg og ástir á Bessastöðum Heimildir n Ásgeir Ásgeirsson forseti: Ævisaga n Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja: Endurminningar Björns Sv. Björnssonar. Reykjavík 1989. n Forseti.is n Ellefu líf: Saga um lífshlaup Bryn- hildar. Georgíu Björnsson-Borger. Steingrímur St. Th. Sigurðsson Reykjavík 1983. Kristjönu Guðbrandsdóttur Blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Sólrúnu Lilju Ragnarsdóttur Blaðamaður skrifar solrunlilja@dv.is Sorg á Bessastöðum Þjóðin syrgði með Ólafi Ragnari og dætrum þegar Guðrún Katrín féll frá eftir baráttu við hvítblæði árið 1998. Sveinn Björnsson Sveinn sat á Bessastöðum með eiginkonu sinni, Georgiu Björnsson. Georgia var mikil myndarkona og stóð að því að reisa fallegan blómaskála við Bessastaði. Ást á Bessastöðum Dóra og Ásgeir þóttu gæfurík í hjónabandi sínu. Fræg eru ástarbréf hans til hennar. Kristján með starfsfólki Slakað á eftir móttöku. Kristján og Halldóra voru einstaklega alþýðleg og frjálslynd. Fann ástina aftur Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímssoná brúðkaupsdaginn 14. maí 2003. Þórarinn Eldjárn rithöfundur bjó á Bessastöðum í eitt ár þegar hann var í sjötta bekk í MR og árið 1973 bjó hann í hjáleigu við Bessastaði með Unni, eiginkonu sinni, og ársgömlum syni sínum, Kristjáni Eldjárn. „Ég á góðar minningar frá Bessastöðum. Það voru auðvitað viðbrigði að flytjast þangað upp á skólasókn og annað. Ég var í sjötta bekk í Menntaskólanum í Reykjavík og okkur var ekið á morgnana í skóla. Það var engin önnur leið, Álftanesstrætó fór held ég fjórum sinnum í viku í miðbæinn. Sigrún systir mín var í Hagaskóla og það voru auðvitað viðbrigði miðað við lífið í miðbænum. „Það var ráðskona og aðstoðarstúlka á Bessastöðum og þetta fólk borðaði allt saman með heimilismönnum. Fjölskyldan var útvíkkuð aðeins og matseld lenti minna á móður minni en áður. Hún tók þátt í matseld þegar svo bar undir.“ Þórarni er minnisstæðust heimsókn Georges Pompidou og Richards Nixon á Bessastaði. „Við bjuggum í svokall- aðri hjáleigu sem núna er búið að rífa. Ég hugsa til þessa tíma þegar ég hugsa til Bessastaða og eitt atvik sem ég man vel eftir er þegar Georges Pompidou og Richard Nixon komu og hittust á Bessa- stöðum. Við vorum þarna á efri hæðinni stödd þá, ég og Unnur kona mín og sonur okkar Kristján. Ætli hann hafi ekki verið ársgamall. Við Unnur vildum auðvitað sjá þessa merku menn. Það voru blaðamenn þarna úti um allt með míkrófóna og mikið eftirlit eftir öllu, það sveimuðu til dæmis þyrlur yfir sjónum þarna í kring. Þegar þeir gengu í hlað gægðumst við út um gluggann og sáum þá ganga í hlað. Við litum af barninu rétt á meðan. Þegar Nixon kom inn um dyrnar þarna niðri þá snérum við okkur við og sáum að sonur okkar hafði gengið að stigahandriði sem var þarna og hélt á kerti sem hann hafði tekið af borði. Svona kúlulaga kerti sem leit út eins og sprengjurnar í Andrés Önd. Hann var að reyna allt sem hann gat til að koma þessu kerti yfir brúnina á handriðinu. Við rétt náðum að bjarga því að þetta kerti dytti á höfuðið á Nixon sem stóð rétt undir og skrifaði trúlega í gestabók. Ég byði ekki í viðbrögð eftir- litsmanna ef þetta hefði gerst,“ segir Þórarinn og hlær. Þórarinn Eldjárn á góðar minningar af Bessastöðum: Nixon og sprengjukertið Minnisstæð heimsókn Þórarni er sérstaklega minnisstæð heimsókn Georges Pompidou og Richards Nixon á Bessastaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.