Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 6
Uppnám í kappræðUm 6 Fréttir 4, júní 2012 Mánudagur E f einhver vilji hefði verið fyr- ir hendi þá hefði vel verið hægt að mæta kröfum okkar,“ segir Ari Trausti Guðmunds- son forsetaframbjóðandi um atburðarásina sem lauk með því að þrír forsetaframbjóðendur gengu úr beinni útsendingu Stöðvar 2 í Hörpu á sunnudagskvöld. Ari Trausti segir í samtali við DV að honum hafi fyrr um daginn lent saman við Frey Einarsson, ritstjóra fréttastofu Stöðvar 2, eftir að frambjóðendum hafði verið gert ljóst hvernig útsendingunni yrði háttað. Óhætt er að segja að upphaf kappræðnanna hafi verið drama- tískt. Þorbjörn Þórðarson og Helga Arnardóttir báru fyrstu spurninguna upp við Andreu Ólafsdóttur, þar sem hún stóð við hlið Ara Trausta. Þau tvö áttu fyrst að svara spurningum frétta- manna og spurningum frá almenn- ingi. Því næst áttu Hannes Bjarnason og Herdís Þorgeirsdóttir að sitja fyrir svörum en að endingu Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir en upphaflega stóð til að þau tvö síðast- nefndu myndu ein mæta í sjónvarps- sal. Hinum átti ekki að bjóða. Gengu úr sjónvarpssal Andrea svaraði ekki spurningunni sem að henni var beint heldur sagðist ætla að lesa upp yfirlýsingu frá þeim Ara Trausta og Hannesi. „Ljóst er að sá kappræðufundur sem okkur var boðið til er í raun fundur með spurn- ingum og svörum til tveggja fram- bjóðenda í einu og þar með fjarri öll- um umræðum frambjóðendanna sex. Af þessu fréttum við í dag, að Þóra og Ólafur Ragnar standa saman í lokin, eins og upphaflega var áætlað. Sem lágmarkskröfu höfum við sett fram þá eindregnu beiðni, gerðum það í dag með fréttatilkynningu, að dregið yrði um röð frambjóðenda í pör, bæði hvað varðar tímaröðina, og einstak- linga sem standa saman,“ sagði Ari Trausti. Andrea greip orðið: „Þessu hafnar fjölmiðillinn af tæknilegum ástæðum, innan við klukkustund fyrir útsendingu. Að þessu fengnu ákváð- um við, ég, Ari Trausti og Hannes, að yfirgefa fundinn, og skora á Þóru og Ólaf Ragnar að gera slíkt hið sama. Okkur er misboðið. Lýðræðið er jafn- rétti, og jafnrétti er mannréttindi. Við viljum láta koma vel fram við okkur. Af öllum fjölmiðlum.“ Þegar þau höfðu lokið við að lesa yfirlýsingu gengu þau úr sjónvarpssal. Lenti saman við Frey Ari Trausti hafði að eigin sögn frum- kvæði að því að kynna sér hvernig fyr- irkomulaginu yrði háttað. Þegar það lá fyrir hafi þau fjögur; hann, Hann- es, Herdís og Andrea gert þá kröfu að endurraðað yrði á mælendaskrá af handahófi. Því hafi ekki verið svarað. „Svo komum við niður eftir. Ég kem fyrstur og næ tali af Þorbirni. Hann er óttalega sleginn yfir þessu og spyr mig hvort mér finnist þetta sann- gjarnt.“ Hann segist hafa svarað því játandi. „Hann spyr mig líka hvort ég sé búinn að ræða við Þóru og Ólaf,“ segir hann og bætir við að hann hafi sagt honum að það væri þeirra hlut- verk. Þorbjörn hafi síðan spurt hvað þau myndu gera ef ekki yrði farið að óskum þeirra fjögurra, um að varpa hlutkesti um röðun frambjóðenda. „Ég sagðist myndu íhuga það en gæti ekki svarað fyrir þau hin. Þá lenti mér saman við Frey Einarsson sem ásakaði mig um að reyna að seilast til dagskrárgerðaráhrifa með því að vera að reyna að skipta mér af þessu. Það fannst mér verulega ósann- gjarnt,“ segir Ari Trausti við DV. „Óöryggi“ í ljósi skoðanakannana „Fyrir mér var þetta bara svona eins og að þau hafi viljað búa til einhver vandræði úr þessu,“ segir Freyr Ein- arsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, í samtali við DV. Hann segir að hon- um hafi fundist Ari Trausti vera að setja sig í hlutverk dagskrárgerðar- manns, en ekki stjórnmálamanns. Með ósk um breytta röðun frambjóð- enda væri hann að biðja um tækni- lega flókinn hlut með skömmum fyr- irvara. Hugmyndin hafi komið allt of seint, eða um tveimur tímum fyrir útsendingu. „Þetta var mjög flókin útsetning. Hún var gerð án handrits og við viljum ekki vinna þannig og vinnum aldrei þannig.“ Honum fannst krafa frambjóð- endanna ósanngjörn. „Ég held svona í ljósi skoðanakannana að þetta sé bara eitthvað óöryggi.“ „Okkur var bara misboðið“ Andrea segir í samtali við DV að að- dragandinn að þættinum, að bjóða bara Þóru og Ólafi upphaflega, hafi verið fyrir neðan allar hellur. Það hafi verið mjög ólýðræðisleg nálgun. „Við hljótum að krefjast þess í samfélagi þar sem við viljum búa við lýðræði og jafnan aðgang að jafnræðis sé gætt,“ segir hún. Hún bætir við að Þóra hafi með því að neita að taka þátt stillt Stöð 2 upp við vegg. Það hafi orðið til þess að Stöð 2 bauð hinum frambjóð- endunum líka. Hún gagnrýnir að Stöð 2 hafi ekki gert þeim ljóst hvernig fyr- irkomulagi þáttarins yrði háttað fyrr en um miðjan sunnudaginn. „Sem er í raun og veru bara þannig að Stöð 2 ákveður að hafa þetta bara eins og þau ætluðu nema bara minni tíma fyrir þau tvö. Og okkur var bara mis- boðið.“ Ari Trausti gefur lítið fyrir þau rök, sem hann segir að Stöð 2 hafi borið fyrir sig, að ekki væri hægt að breyta röðuninni af tæknilegum ástæðum. Tæknilegu flækjurnar hafi ekki verið meiri en svo að hægt var að halda fundinum áfram þó þau hafi þrjú gengið út. Ari Trausti segir að fyrirkomulagið sem Stöð 2 hafi boðið upp á hafi ekki átt neitt skylt við kappræður. Frambjóðendunum hafi ekki verið gefinn kostur á að svara hver öðrum. „Þetta var alltaf kynnt sem kappræðufundur, með því skil ég að þú sért að tala við hina frambjóðendurna.“ „Þessi ákvörðun er bara fullkomlega á valdi frambjóðendanna,“ segir Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, um ákvörðun þriggja forseta- frambjóðenda að ganga út í upphafi kapp- ræðna Stöðvar 2 á sunnudag. Þau Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason tilkynntu í upphafi fyrstu spurningu kvöldsins að þau ætluðu sér ekki að taka þátt. Aðspurður hvort frambjóðendurnir hafi með þessu ef til vill ekki nýtt tækifæri til að kynna sín málefni segir Ágúst að ekki sé víst að þau hefðu getað komið skoðun sinni á framfæri með jafn ákveðnum hætti hefðu þau setið kappræðurnar til enda. „Mér finnst þetta ekki óeðlilegt miðað við það sem á undan hafði gengið. Þau nota raunar miðilinn sem hafði ætlað að ganga framhjá þeim til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Ég tel að það geti alveg talist lögmætt. Það má segja að þau leggi þarna áherslu á einhvers konar prinsippafstöðu.“ Ágúst telur af og frá að frambjóðendurnir þrír hafi með þessu gengið á ritstjórnar- vald Stöðvar 2. „Nei, það get ég ekki séð,“ segir hann aðspurður hvort um óeðlilegt inngrip í ákvörðun ritstjórnar sé að ræða. Ágúst segir mikilvægt að hafa í huga að sjónvarp er áhrifamikill miðill. Það sé í sjálfu sér ekki óeðlilegt að gera kröfur um starfshætti við leyfisveitingu. „Ég myndi telja að Stöð 2 hafi með því að ætla að útiloka hluta frambjóðenda í upphafi sýnt að þeir eru ekki staddir á þeim stað sem eðlilegt telst fyrir áhrifamikinn fjölmiðil í lýðræðisríki. Þeir eru núna að fá það greitt til baka,“ segir Ágúst. „Ég þakka Ara Trausta fyrir innlegg hans í dagskrárgerðina. Hann hefur greinilega engu gleymt frá árum sínum á stöð 2,“ sagði Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, eftir að yfirlýsing frambjóð- endanna var lesin upp. Þorbjörn spurði því næst hvort frambjóðendurnir ætluðu að halda ákvörðun sinni til streitu og væru vissir í sinni sök. Ágúst undrast þessi við- brögð Þorbjarnar sem beinast að einum frambjóðenda. atli@dv.is Eigin vinnubrögð í bakið Lögmæt ákvörðun Ágúst Þór Árnason segir Stöð 2 hafa sýnt að miðillinn er ekki á þeim stað sem eðlilegt getur talist í lýðræðisríki. n Ara Trausta lenti saman við ritstjóra n „Bara eitthvað óöryggi,“ segir ritstjórinn Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Aðstöðumunur Kappræðufundur Stöðvar 2 í Hörpu var ekki opinn almenningi í hefðbundnum skilningi. Aðgöngumiðum í sal var dreift til hvers frambjóðanda sem sá um að dreifa þeim áfram til stuðningsmanna. Fyrirkomulag sem þetta er þekkt meðal annars frá kappræðum í Bandaríkjunum. Hins vegar er ljóst að þau Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir höfðu töluvert forskot á að tryggja mætingu eigin stuðningsfólks sem og að ýta undir spurningar framboði sínu til hagsbóta enda boðuð til fundarins nokkru áður en öðrum frambjóðendum bauðst að taka þátt. Andrea, Ari Trausti, Herdís og Hannes fengu fyrst boð um að mæta til fundarins á laugardag og áttu því erfiðara með vik með að boða eigið stuðningsfólk. atli@dv.is „Fyrir mér var þetta bara svona eins og að þau hafi viljað búa til einhver vandræði úr þessu. Andrea Ólafsdóttir „Okkur er misboðið. Lýðræðið er jafnrétti, og jafnrétti er mann- réttindi.“ Fóru ekki Herdís, Þóra og Ólafur Ragnar stóðu þrjú eftir í Hörpu eftir að hin gengu út. Ari Trausti „Af þessu fréttum við í dag, að Þóra og Ólafur Ragnar standa saman í lokin, eins og upphaflega var áætlað.“ Mynd: SkjáSkOT AF veF víSiS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.