Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 4. júní 2012 Mánudagur
n Öflugir knattspyrnumenn sitja heima yfir EM n Englendingar óheppnir
Úrvalsmenn
sitja heima
N
ú eru einungis fjórir
dagar þar til keppni
hefst á Evrópumótinu
í knattspyrnu í Úkr
aínu og Póllandi en
þann 8. júní mætast annars
vegar Pólland og Grikkland og
hins vegar Rússland og Tékk
land í opnunarleikjum móts
ins.
Þótt flestir helstu og bestu
evrópskir leikmenn heims
mæti til leiks eru þó ýms
ir þekktir leikmenn sem ekki
komast á mótið vegna meiðsla
eða af öðrum orsökum, auk
þess sem margir öflugir leik
menn voru ekki valdir í hóp
þjálfara sinna.
DV kíkti á nokkra þá stærstu
sem ekki munu spila fyrir
landslið sitt í Evrópukeppninni
að þessu sinni.
Stórt skarð hjá
Spánverjum
Líklega er David Villa þekktasti
leikmaðurinn sem ekki tekur
þátt á EM að þessu sinni. Villa
slasaðist í leik með félagsliði
sínu Barcelona í vetur og hefur
ekki náð sér að fullu. Efist ein
hver um það skarð sem hann
skilur eftir sig nægir að minna
á að Villa var bæði markahæsti
maður spænska landsliðsins
á Heimsmeistaramótinu 2010
og á Evrópumótinu 2008. Á
báðum mótum stóðu Spán
verjar uppi sem sigurvegarar
og þeim er þrátt fyrir allt aftur
spáð titli í þetta skiptið.
Annar mikilvægur leik
maður spænska landsliðs
ins undanfarin ár, Carles Puy
ol, er einnig fjarri góðu gamni
að þessu sinni og sömuleiðis
vegna meiðsla. Lagðist hann
undir hnífinn vegna þrálátra
hnémeiðsla strax að lokinni
deildarkeppninni á Spáni og
hefur ekki náð sér að fullu.
Mikill missir hjá enskum
Það á ekki af enskum að ganga
fyrir þessa keppni. Þrír sterk
ir leikmenn liðsins hafa orð
ið frá að hverfa síðustu daga
vegna meiðsla sem sannar
lega veikja möguleika liðsins
til muna. Gareth Barry, Frank
Lampard og Gary Cahill spila
ekki á EM að þessu sinni og
ekki bætir úr skák að marka
maskínan Wayne Rooney er í
banni í fyrstu tveimur leikjum
landsliðsins. Þá var um tíma
óttast að John Terry yrði líka
frá eftir æfingaleik við Belgíu
um helgina. Sá ótti reynd
ist ástæðulaus og hann verð
ur klár í slaginn þann 11. júní
þegar England mætir Frakk
landi í fyrsta leik þessara liða.
Munar um minni spámenn
Engin alvarleg meiðsl hrjá
stærstu stjörnur annarra
landsliða á mótinu þegar þetta
er skrifað en meðal þeirra sem
taldir eru til mikilvægra leik
manna og verða fjarri vegna
meiðsla má nefna Yoann Go
urcuff hjá Frakklandi sem
einmitt slasaðist í æfinga
leik Frakklands gegn Íslandi
fyrir skömmu. Þá glímir Yann
M´Vila við smávægileg meiðsl
og þykir tæpur. Áður hafði Loic
Remy verið útilokaður vegna
meiðsla.
Einn leikreyndasti leikmað
ur Rússa, Vasili Berezutski,
er úti meiddur og munar um
hann í þeim hópi. Sömuleið
is kom Roman Shiskin ekki til
greina vegna veikinda. Carlos
Martins spilar ekki með Portú
gal né heldur danski mark
vörðurinn Thomas Sörensen
og Lukasz Fabianski hjá Pól
landi. Þá er töluvert síðan
John Ruddy, einn varamarkv
arða Englands, féll úr hópnum
vegna fingurmeiðsla.
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar
Lampard úr leik en
Terry líklega með
Enn syrtir í álinn hjá
enska landsliðinu. Rétt
fyrir upphaf Evrópu-
mótsins í knattspyrnu
eru þrír sterkir leikmenn
úr leik vegna meiðsla.
Tveir góðir Engin spurning er að missir er að þeim Carles Puyol og David
Villa hjá spænska landsliðinu.
Úrslit
Pepsí-deildin
FH-Fylkir 8–0
1–0 Guðjón Árni Antoníusson (23.), 2–0
Atli Guðnason (28.), 3–0 Albert Brynjar
Ingason (36.), 4–0 Björn Daníel Sverrisson
(46.), 5–0 Freyr Bjarnason (57.), 6–0 Atli
Viðar Björnsson (80.), 7–0 Hólmar Örn
Rúnarsson (82.), 8–0 Björn Daníel
Sverrisson (89.)
Grindavík-ÍA 2–2
1–0 Tomi Ameobi (34.), 1–1 Jón Vilhelm
Ákason (45.), 2–1 Pape Mamadou Feye
(63.), 2–2 Mark Doninger (85.)
Fram-KR 1–2
0–1 Viktor Bjarni Arnarsson (58.), 1–1
Kristinn Ingi Halldórsson (77.), 1–2 Óskar
Örn Hauksson (84.)
Staðan
1 ÍA 6 4 2 0 11:7 14
2 FH 6 4 1 1 14:3 13
3 KR 6 4 1 1 12:8 13
4 Valur 6 3 0 3 9:6 9
5 Stjarnan 6 2 3 1 11:10 9
6 Keflavík 6 2 1 3 8:9 7
7 Selfoss 6 2 1 3 8:10 7
8 Breiðablik 6 2 1 3 3:6 7
9 Fram 6 2 0 4 7:9 6
10 Fylkir 6 1 3 2 7:14 6
11 ÍBV 6 1 2 3 8:8 5
12 Grindavík 6 0 3 3 10:18 3
Næstu leikir
Fylkir-Fram 14. jún. 19.15
Stjarnan-Valur 15. jún. 19.15
ÍA-ÍBV 15. jún. 20.00
KR-Selfoss 16. jún. 14.00
Breiðablik-Grindavík 16. jún. 14.00
Keflavík-FH 16. jún. 14.00
Markahæstir
5 Mörk
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Kjartan Henry Birgisson (KR)
3 Mörk
Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Matthías Guðmundsson (FH)
Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Fráleitt verð
segir Ferguson
Stjóri Manchester United,
Alex Ferguson, harðneitar
að greiða uppsett verð fyrir
þá þrjá leikmenn sem stað
fest er að félagið hafi áhuga á
að kaupa fyrir næstu leiktíð.
Eru það þeir Luka Modric
hjá Tottenham, Cheick Tiote
hjá Newcastle og Leigh ton
Beines hjá Everton. Ef greiða
ætti uppsett verð kosta þess
ir þrír leikmenn rúma 14,4
milljarða króna miðað við
gengið. Líklegt þykir að Tiote
endi hjá Chelsea en vitað er
um áhuga Roman Abramo
vich á kappanum og þar eru
peningar ekki vandamál.
Trúin flytur fjöll
David Beckham er einn fárra
sem telja að Englendingar
eigi raunverulega möguleika
á að hampa Evrópumeist
aratitlinum í knattspyrnu
þetta árið. Fullyrðir kappinn
að það sé ekki vegna ætt
jarðarástar heldur búist and
stæðingarnir ekki við miklu
og það sé oft þá sem knatt
spyrnuliðum gangi hvað
best.
Kappinn verður sjálf
ur ekki í hópnum að þessu
sinni en hann var ekki val
inn til þátttöku. Eins og lesa
má um hér á síðunni verða
margir þekktir enskir leik
menn fjarri góðu gamni
vegna meiðsla.