Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 3
Nýtingarréttur: Núverandi kerfi Ótímabundinn nýtingar- réttur sem miðast við veiðireynslu áranna 1980 til 1983. Stjórnarflokkarnir sögðu: S Núverandi aflaheimildir verði innkallaðar eins fljótt og auðið er. Tímasett hámark er 20 ár. Samfylkingin hefur talað fyrir fyrningarleið, þar sem fimm prósent afla- hlutdeildar fyrnist á hverju ári. Eitt helsta markmið flokksins er að; „tryggja þjóðinni ótvíræð yfirráð til framtíðar.“ VG Flokkurinn talaði fyrir innköllunar- og endurráðstöfunarleið. Lögð er til árleg innköllum upp á fimm prósent, þótt þrjú prósent af því megi leggja til biðkvóta og fresta innköllun um sex ár. Flokkurinn lýsir sig tilbúinn að skoða „áfangaleið“ þar sem aflaheimildir haldast óbreyttar upp að ákveðnu lágmarki en aukningu umfram það er úthlutað eftir öðrum reglum. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar Lagður verði grunnur að innköllun og endur- ráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka. Frumvörpin Núverandi handhafar geta gert 20 ára nýt- ingarsamninga án framlengingarákvæðis. Samningarnir eru uppsegjanlegir eftir fimm ár. Frumvarpið gerir ráð fyrir að núverandi handhafar aflaheimilda fái stærstan hluta heimilda. Aflamarksaukning þorsks umfram 177 þúsund tonn rennur til skiptanna til handahafa og í potta frumvarpsins. Gjaldtaka Núverandi kerfi Útgerðarfélög greiða auðlinda- gjald sem reiknað er af framlegð. Gjaldið er í dag 13,3 prósent af framlegð útgerðar. Til grundvallar veiðigjaldinu liggja aflaverð- mæti útgerðar. Það er í dag 9,50 krónur á þorskígildiskíló. Stjórnarflokkarnir sögðu: S Stefna flokksins í fiskveiðistjórnun er að „tryggja þjóðinni ótvíræð yfirráð allra sjávarauðlinda til framtíðar og fullan arð af því eignarhaldi.“ Gjaldtaka á samkvæmt samþykktum flokksins að vera í formi leigugjalds fyrir aflaheimildirnar. VG Þriðjungur aflaheimilda verði á opinberum leigumarkaði sem útgerðir og vinnsla geta boðið í. Þar færi gjaldheimta fram í formi leigugjalda. Þriðjungi aflaheim- ilda er úthlutað til sjávarbyggða um land allt sem úthlutar þeim áfram. Gjaldheimta er á forræði hvers sveitarfélags og er í formi leigu. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar Fjallar ekki sérstaklega um gjaldtöku vegna auðlindarinnar en þó er lagt til að stofnaður verði auðlindasjóður sem fer með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í þjóðareign. Arður af þeim sjóði á að renna til atvinnuuppbyggingar. Frumvörpin Fast veiðigjald er átta krónur á hvert þorskí- gildiskíló, að auki verður sérstakt veiðigjald innheimt og miðast við þorskígildi. Sérstakt veiðigjald skal vera 70 prósent af stofni til útreiknings sem er umframarður útgerðar þegar búið er að draga frá rekstarkostnað líkt og olíu- og launakostnað. Framsal Núverandi kerfi Litlar takmarkanir eru á heimildum til framsals á kvótahlutdeild. Flutn- ingur úr krókakerfinu yfir í aflamarkskerfi er óheimill, þótt flytja megi kvóta hina leiðina. Framsal á heimildum umfram veiðigetu skips er einnig óheimilt. Í núverandi lögum má finna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga hafi sala aflaheimildar úr byggðarlagi eða sveitarfélagi afgerandi áhrif á atvinnulíf á svæðinu. Ákvæðið hefur ekki verið notað í nokkur ár. Stjórnarflokkarnir sögðu: S Framsal aflamarks í núgildandi afla- markskerfi verði einungis miðað við brýnustu þarfir flotans. Útgerðum verði skylt að skila þeim auðlindum sem þær nýta ekki. VG Vinstri grænir hafa talað gegn við- skiptum með aflahlutdeildir. Í lands- fundarályktun ársins 2009, þeirri sömu og kosningaloforð flokksins byggðu mikið á, er talað um nauðsyn þess að setja skilyrði og takmarkanir um meðferð aflaheimilda, til að mynda framsal og veðsetningu. Óheimilt er að framselja byggðartengdar heimildir samkvæmt ályktun fundarins. Stefnuyfirlýsing flokkanna Lofað er takmörkuðu framsali á aflaheim- ildum, aukinni veiðiheimild og endurskoðun á heimildum til tilfærslu á milli ára. Frumvörpin Framsal er heimilt að uppfylltum skilyrð- um. Skip sem aflaheimildir eru fluttar á skal hafa veiðileyfi og ekki má flytja heimildir á skip svo að bersýnilega séu heimildirnar umfram veiðigetu þess. Þá skulu fylgja upplýsingar um kaup- verð aflahlutdeilda. Þegar aðilaskipti verða að fiskiskipi eða aflahlutdeild er flutt milli fiskiskipa skerðist aflahlutdeild um 3% við skiptin og er úthlutað í 2. flokk heimilda. Heimild til framsals fellur niður árið 2032. Ráðherra er heimilt að neyta for- kaupsréttar á aflaheimildum sé flutningur þeirra talinn hafa veruleg áhrif á atvinnulíf svæðisins. Pottar Núverandi kerfi Meðal sérstakra potta í núverandi kerfi eru úthlut- anir til strandveiða, línuívilnun, byggða- kvótar sem og rækju- og skelbætur. Þá er kvóti vegna frístundaveiða sem og áframeldis á þorski. Samtals eru rúmlega 20 þúsund þorsk- ígildistonn í ýmsum pottum núverandi kerfis. Þá voru rækjuveiðar gefnar frjálsar á síðasta fiskveiðiári. Stjórnarflokkarnir sögðu: S Auðlindasjóður sjái um varðveislu og ráð- stöfun fiskveiðiréttinda sem að loknum 20 ára fyrningartíma verði öll á leigumarkaði. Þess utan er gert ráð fyrir að strandveiðar verði heimilar í einhvern tíma, það má því gera ráð fyrir að sérstakur strandveiðipottur hafi verið hluti af loforðum flokksins fyrir síðustu kosningar. VG Stefna VG gerði ráð fyrir mun víðtækara pottakerfi en samstarfsflokkurinn en boðuð var svokölluð þrískipting innkallaðra heim- ilda. Þriðjungur átti að renna til leigumark- aðs á hverju ári þar sem útgerðir gátu leigt heimildir til allt að sex ára. Þriðjungur átti að ganga til sveitarfélaga og verða þannig bundinn sjávarbyggðum landsins. Síðast var þriðjungur ætlaður handhöfum veiði- heimilda sem innkallaður var frá gegn hóflegu kostnaðargjaldi. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar Fyrirkomulag potta er ekki útlistað í sam- starfsyfirlýsingunni. Það kemur fram að auðlindasjóður skuli fara með ráðstöfun fiskveiðiréttinda. Strandveiðar verði gerðar frjálsar yfir sumartímann. Þá er eitt mark- miða breytinganna að efla byggð í landinu. Frumvörpin Auk núverandi potta verða rúmlega fimm- tán þúsund þorskígildistonn til kvótaþings sem rekið verður af Fiskistofu. Kvótaþing á að vera vettvangur viðskipta með aflamark. Verði heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2012/2013 ákveðinn meiri en afli yfirstand- andi árs, það er 177.000 tonn, skulu fyrstu 4.500 tonnin af þeirri aflaaukningu renna til flokks 2. Samanlagt verða um 36 þúsund í frumvarpinu. Þjóðareign Núverandi kerfi 1. grein: Nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Mark- mið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Stjórnarflokkarnir sögðu S Þjóðareign á sjávarauðlindunum verði bundin í stjórnarskrá. VG Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði tekinn af allur vafi um að fiskveiðistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Frumvörpin: 1. grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Íslenska ríkið veitir tilskilin leyfi, fer með og ráðstafar hvers kyns heimildum til nýtingar. Slík veiting eða ráðstöfun myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim. Að sögn oddvita ríkisstjórnarinnar er greinin orðuð til samræmis við tillögur stjórnlaga- ráðs að breyttri stjórnarskrá en í þeim segir einmitt að auðlindir séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Heimild Sáttargjörð um fiskveiðistefnu - landsfundarályktun Samfylkingar frá 2009. Landsfundarályktanir VG um breytta fiskveiðistjórnun frá 2009. Stjórnarsáttmáli Samfylkingar og VG. Lög um stjórn fiskveiða og frumvörp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Fréttir 3Mánudagur 4. júní 2012 Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi karlmann í sex mánaða fangelsi óskilorðsbundið á fimmtu- dag fyrir kynferðisbrot gegn fimm- tán ára stúlku. Maðurinn starfaði áður sem lögreglumaður í litlu bæj- arfélagi og þjálfaði einnig unglinga í íþróttum á staðnum. Eins og DV greindi frá í fyrra og fram kom í dómnum hafði maðurinn einnig til margra ára verið náinn vinur fjöl- skyldu fórnarlambsins. Stúlkan sem maðurinn braut gegn, hafði mætt á heimili manns- ins snemma morguns í september 2010 fyrir íþróttaæfingu. Maður- inn braut þar gegn stúlkunni með að káfa innanklæða á henni. Hann káfaði á rassi hennar og klofi og svívirti hana með fingrunum. Því næst stakk hann fingrunum upp í sig. Meðan á þessu stóð sagði hann henni að hún væri flott, að því er segir í dómnum. Héraðsdómur sýknaði manninn af brotinu í mars á síðasta ári, þrátt fyrir að framburður stúlkunnar hefði þótt trúverðugur. Saksóknari áfrýjaði þá málinu til Hæstarétt- ar sem ómerkti sýknudóminn og sendi málið aftur í hérað. Maðurinn var settur í leyfi frá störfum sínum sem lögreglumað- ur á meðan rannsókn málsins fór fram en samkvæmt heimildum DV er hann ekki lengur starfandi sem lögreglumaður. Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að ákærði hafi brotið með háttsemi sinni gegn fimmtán ára stúlku sem er dóttir vinahjóna hans til margra ára. Þá sé brot hans alvarlegra með hliðsjón af því að ákærði var starf- andi lögreglumaður á þessum tíma og þjálfaði unglinga, þar á meðal stúlkuna í íþróttastarfi. „Brást hann trúnaði brotaþola með alvarlegum hætti með háttsemi sinni. Verður það virt ákærða til refsiþyngingar.“ DV tók viðtal við stúlkuna og móður hennar skömmu eftir að héraðsdómur sýknaði manninn. Þá lýstu mæðgurnar áfallinu sem þær urðu fyrir þegar maðurinn var sýknaður þrátt fyrir að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að framburður stúlkunnar væri trúverðugur. Tveir sálfræðingar sem gerðu sálfræðimat á stúlkunni sögðu ekkert hafa komið í ljós í frá- sögn hennar sem gæfi til kynna að hún væri að segja ósatt og ljóst væri að hún væri heiðarleg. Í dómnum voru rakin nokkur atriði sem þóttu styrkja hennar málstað verulega og þar stendur orðrétt: „Telur dómur að með þessu hafi töluverðar líkur verið leiddar að sekt ákærða.“ Það var hins vegar framburður sonar mannsins sem og eindregin neitun hans sem gerði það að verkum að ekki var hægt að sanna sekt ákærða svo hafið væri yfir allan skynsam- legan vafa og var hann því sýkn- aður í héraði. Að þessu sinni fóru dómarar og aðrir málsaðila í Héraðsdómi Norðurlands á vettvang á meðan málsmeðferðin fór fram og kynntu sér aðstæður á vettvangi. Bæði brotaþoli, hinn ákærði ásamt aðal- vitni málsins, sem er sonur hins ákærða, voru einnig fengin á vett- vang til að lýsa hvernig atvik horfðu við þeim. Að því loknu fóru fram skýrslutökur af aðilum og vitnum fyrir dómi. Þar var maðurinn eins og áður segir dæmdur í sex mán- aða fangelsi og til að greiða stúlk- unni 300 þúsund krónur í skaða- bætur. stríðið um kvótann nær nýjum hæðum Loforð flokkanna n Stjórnarflokkarnir farnir að bakka frá kosningaloforðum sínum n LÍÚ hefur áður hótað að binda flotann við bryggju Þjónar kostnaði Frið- rik J. Arngrímsson segir dýrt að stöðva flotann en nægir hagsmunir séu í húfi til að aðgerðin borgi sig. Lögga dæmd fyrir kynferðisbrot

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.