Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 2
H ótanir útvegsmanna um að beita eignarhaldi sínu yfir fiskveiðiflota lands­ ins gegn breytingum sem þeir telja þvert á eigin hags­ muni eru ekki nýjar af nálinni. Slík­ ar samþykktir hafa raunar verið hluti af baráttuaðferðum útgerðar­ manna um áratugaskeið. Með slík­ um hótunum afhjúpast einmitt ein­ hver sú umdeildasta og óvinsælasta afleiðing núverandi kerfis; gríðar­ leg samfélagsleg og fjárhagsleg ítök sem fylgja því ígildi eignarhalds yfir sjávarauðlindum landsins, sem nú­ verandi kvótahafar hafa forgang að. Kvótakerfinu hefur af þeim sökum verið líkt við nútíma kerfi lénsherra, meðal annars af Svani Kristjánssyni stjórnmálafræðingi. Þótt hagfræði sé oftar en ekki mest áberandi í umræðunni um tilhögun fiskveiðistjórnunar er samþjöppun valds sem óneitanlega hefur fylgt nú­ verandi kerfi líklega stærsti hluti ára­ tuga langrar deilu um sjávar útveg. Ekki í fyrsta sinn Í janúar árið 2010 samþykkti LÍÚ að fiskiskipaflotanum yrði siglt í land og hann bundinn við bryggju léti ríkis­ stjórnin ekki af áformum um fyrn­ ingu kvótans. Lög LÍÚ hafa árum saman haft heimild til slíkra sam­ þykkta og hefur sambandið raunar beitt þessari aðferð áður. Árið 1982 hótaði LÍÚ að stöðva flotann á miðnætti 10. september vegna óánægju með ákvörðun fisk­ verðsnefndar um verðlag á fiski. Í lögum félagsins er heimild til að samþykkja slíkar aðferðir líkt og þær sem boðaðar eru með fréttatilkynn­ ingu síðastliðinn laugardag og taka eiga gildi á miðnætti sunnudags. Hótunum um vinnslustöðvun hefur áður verið beitt og verður að öllum líkindum beitt í framtíðardeilum. Enginn sáttatónn „Það er alveg augljóst að ekkert hefur breyst,“ segir Friðrik Jón Arn­ grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, aðspurður hvort útvegsmenn hygg­ ist standa við stóru orðin. Hann tel­ ur boð Björns Vals Gíslasonar um fund útgerðarmanna með yfirvöld­ um í næstu viku ekki til sáttaum­ leitana af hálfu yfirvalda. „Nei, ekki ef það er bara til að hittast en engu verði breytt. Það hefur ekki mikinn tilgang,“ segir Friðrik. Kostnaður við hvern þann dag sem flotinn er bund­ inn við bryggju hefur oftar en ekki komið til tals í kjarabaráttu sjómanna við vinnuveitendur sína. Sjómenn hafa þurft að búa við að sett séu lög á kjarabaráttu stéttarinnar oft­ ast undir þeim formerkjum að slíkt sé nauðsynleg fórn svo bjarga megi verðmætum. „Þetta er mjög dýrt en þetta er ekki vinnustöðvun í skiln­ ingi laga um stéttarfélög og vinnu­ deilur. Það er engum sagt upp þetta er bara tímabundin stöðvun og er mjög dýrt.“ Friðrik segir stöðuna ein­ faldlega svo alvarlega að nauðsynlegt sé að vekja stjórnvöld til umhugsun­ ar. Aðgerðin sé dýr en svari kostnaði enda miklir hagsmunir í húfi. Frið­ rik segir ljóst að staðið verði við stóru orðin ef málið fari ekki í betri farveg strax eftir helgi. Lofuðu afnámi forréttinda Stjórnarflokkarnir, Samfylking og VG, settu afnám sjálfkrafa forrétt­ inda við aflamarksúthlutun á odd­ inn í síðustu kosningabaráttu. Í samstarfsyfirlýsingu flokkanna er því heitið að endurskoðun kerfis­ ins með endurráðstöfun verði lokið fyrir upphaf fiskveiðiársins 2010–11. Það markmið hefur augljóslega ekki náðst þar sem enn er unnið að breyt­ ingum. Báðir flokkarnir settu sér 20 ára tímamörk til að ná því markmiði að afnema forgang núverandi hand­ hafa. Margir telja þau frumvörp sjávar­ útvegsráðherra sem nú eru lögð til afgreiðslu á þinginu ekki ganga nægjanlega langt í afnámi forrétt­ inda. Í hinn bóginn er bent á að í frumvörpunum felist gríðarleg til­ færsla auðæfa frá því sem nú er. Gjaldtakan segja fulltrúar útvegs­ manna að sé allt of há og muni jafn­ vel ganga af fjölda útgerðarfélögum dauðum. Eftir situr að umdeilanlegt er hvernig og hvort frumvörpin upp­ fylla hið undirliggjandi loforð stjórn­ arflokkanna um afnám forréttinda, þótt ef til vill standist þau tæknilegan samanburð við loforð flokkanna. Meðfylgjandi er samanburður á loforðum og efndum flokkanna. Les­ endum gefst færi á að kynna sér í gróf­ um dráttum landsfundarsamþykkt­ ir ríkisstjórnarflokkanna frá árinu 2009, stjórnarsáttmála flokkanna og það sem lagt er til í frumvörpunum. Snert er á ákvæðum nýtingarréttar, gjaldtöku, framsali, skiptingu potta og þjóðareignarákvæðum. Lesend­ um gefst þannig færi á að gera upp við sig hvort og þá með hvaða hætti frumvörp stjórnvalda uppfylli kosn­ ingaloforð stjórnarflokkanna. Sam­ anburðurinn gefur nokkra mynd en er ekki tæmandi listi. Breytingatillaga þingmanna Meðal þeirra sem hafa efasemd­ ir um að frumvörpin uppfylli þessi undirliggjandi loforð stjórnarflokk­ anna eru Mörður Árnason og Val­ gerður Bjarnadóttir, þingmenn Samfylkingar. Þau hafa lagt fram breytingatillögu við frumvörpin. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa frumvörp stjórnvalda fyrir að upp­ fylla ekki loforð um jafnræði og að ganga þvert á loforð flokkanna er Jóhann Ársælsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Það teljast töluverð pólitísk tíðindi að Jó­ hann gagnrýni yfirvöld fyrir að ganga á baki eigin loforða enda var hann lykilmaður í að semja þau. 2 Fréttir 4, júní 2012 Mánudagur stríðið um kvótann nær nýjum hæðum „Stjórnarflokkarn- ir hafa lagt fram frumvarp sem uppfyllir ekki eðlilegar kröfur um jafnræði til nýtingar á þjóðareign. n Stjórnarflokkarnir farnir að bakka frá kosningaloforðum sínum n LÍÚ hefur áður hótað að binda flotann við bryggju Vilja breytingar Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir hafa lagt fram breytingatil- lögu við frumvarp ráðherra. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Hart tekist á Hótanir LÍÚ um að binda fisk- veiðiflota landsins við bryggju gangi yfirvöld ekki að kröfum þeirra afhjúpa eina umdeildustu afleiðingu núverandi kerfis. „Tókst að yfirbuga þann með kúbeinið“ Vopnað rán var framið í Akur­ eyrarapóteki um hádegisbilið á sunnudag. Tveir grímuklæddir ræningjar voru að verki og var annar þeirra vopnaður kúbeini. Annar af eigendum apóteksins var við afgreiðslu þegar ránið var framið. Samkvæmt vitni ýtti starfs­ maðurinn á öryggishnapp um leið og ræningjarnir létu sjá sig. „Það áttu sér stað átök,“ segir vitni og lýsir svo viðbrögðum starfsmannsins: „Hann náði yfir­ höndinni og tókst að yfirbuga þann sem var með kúbeinið.“ Hinn ræninginn flúði af vettvangi en lögreglan gómaði þá báða stuttu seinna og talið er að þeir hafi verið í annarlegu ástandi. Eigandi staðarins hlaut nokkra áverka sem ekki voru alvarlegir. Hann var þó fluttur á slysadeild og var starfsfólki apóteksins mjög brugðið. Eyjan verður Pressan Vefmiðillinn Eyjan mun á næst­ unni renna inn í Pressuna. „Er markmiðið að sameinaður fjöl­ miðill verði einn sá stærsti á land­ inu á næstu vikum og mánuð­ um,“ segir á Eyjunni um málið. Þá kemur fram að Eyjan muni áfram starfa undir eigin merkjum. Ritstjóri Eyjunnar er Magnús Geir Eyjólfsson. Verður hann jafn­ framt stjórnmálaskýrandi Vef­ pressunnar. „Þetta leggst bara vel í mig, ég tel að þetta styrki mjög Eyjuna, enda opnast nú mun stærri gluggi fyrir fréttir hennar og pistla en áður,“ segir Magnús Geir, ritstjóri Eyjunnar í samtali við Eyjuna. Að auki brýnir hann fyrir lesendum að ekki sé að óttast um afdrif Eyjunnar við breytingarnar. Vefpressan rekur Pressuna, Bleikt, Eyjuna og Menn, en auk þess nokkrar netverslanir. Hver af öðrum hafa vefir fyrirtækisins runnið inn í Pressuna að undan­ förnu. Björn Ingi Hrafnsson er eigandi Vefpressunnar og ritstjóri Pressunnar. Sjómannaaf- sláttur að nýju „Ég hafði enga sérstaka gleði af því frekar en mörgu öðru sem ég varð að leggja til sem fjármálaráðherra í því skini að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti, að sjómannafrá­ dráttur yrði afnuminn í áföng­ um og þannig yrði því háttað, að minnsta kosti á meðan að við værum að rétta úr kútnum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni við hátíðahöld á sjó­ mannadaginn. Í ræðunni kom fram að Steingrímur telji eðli­ legt að skoða hvort taka skuli sérstakt skattalegt tillit til sjó­ mannastarfsins við eðlilegar aðstæður. Hins vegar séu enn allavega tvö ár í að afkoma ríkissjóðs verði komin í eðlilegt horf eftir hrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.