Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 4. júní 2012 Lamaðar rottur læra að ganga á ný M aðurinn á myndinni er 69 ára en ef horft er á vinstri vanga mannsins lítur hann út fyrir að vera mun eldri en ef horft er á þann hægri. Hann var vörubílstjóri í 28 ár og sökum þess var vinstri hlið andlitsins mun meira í sólarljósi um ævina en hin hliðin. Það er vel þekkt staðreynd að geislar sólarinnar fara illa með húðina en hér sést það nán- ast svart á hvítu, ef svo má segja. Fjallað var um ástand mannsins í bandaríska læknatímaritinu The New England Journal of Medicine en þar kom fram að vinstri hlið and- lits hans hafi orðið fyrir geislum sól- arinnar í marga klukkutíma á dag í gegnum rúðuna bílstjóra megin á vörubílnum í 28 ár. Niðurstaðan er sláandi. Sannar hið margkveðna Þykir þessi mynd sanna hið marg- kveðna að fólk verður að vara sig á geislum sólarinnar. Það á ekki síst við nú þegar sumarið er gengið í garð. Ef húð verður fyrir útfjólublárri geisl- un, annaðhvort frá sólarljósi eða úr lömpum, eykst hættan á illkynja æxli sem nefndur er sortuæxli. Það á upp- runa sinn í litafrumum húðarinnar og getur myndast í fæðingarblettum sem eru fyrir eða komið í ljós sem nýir blettir. Auðvelt er að fjarlægja það með skurðaðgerð á meðan það er staðbundið en ef það nær að dreifa sér til eitla og síðan annarra líffæra getur það verið með illvígari æxlum. Ljósir í áhættuhópi Er tíðni þessara æxla há meðal fólks sem vinnur úti í sólríkum löndum og hefur tíðni meðal Íslendinga auk- ist til muna síðastliðin ár. Á það sér- staklega við þá sem eru ljósir á hör- und því dökkur húðlitur verndar, og ráðleggur landlæknisembættið fólki að nota sólarvörn með háum varnar- stuðli. Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að átján konur og tólf karlar greinist að meðaltali með sortuæxli á hverju ári en það er í 6. sæti hjá konum og 12. sæti hjá körl- um yfir algengustu krabbameinin á Íslandi. Gerir fólk eldra Ef hættan á að fá sortuæxli er ekki næg ástæða fyrir fólk til að nota sólarvörn þá ætti þessi umræddi maður að vera víti til varnaðar fyrir þá sem er annt um útlit sitt því eins og myndin gefur til kynna þá leika útfjólubláir geislar sólarinnar húðina grátt og láta fólk líta út fyrir að vera mun eldra en það er í raun og veru. Ávinningurinn af því að nota sólarvörn er því ekki aðeins aukn- ar lífslíkur heldur einnig fagurra fés. Vinstri hliðin er eldri en sú hægri Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Vörubílstjóri var óvarinn fyrir sólargeislum í 28 ár n Sláandi munur Illa farinn Vinstri vangi mannsins lítur mun verr út en sá hægri sökum útfjólublárra geisla. „Ég var með Obama“ Það er ekki óvanalegt að sumir krakkar skrópi í skólanum. Ástæð- urnar eru venjulega þær að skóla- ganga þann daginn þótti of mikil byrði og vanalega er afsökunina eitthvað á þessa leið: „Ég var svo slöpp/slappur að ég komst ekki í skólann.“ En afsökun Tyler Sullivan var hreint ekki í þessum anda. Meira í áttina við: „Ég komst ekki því ég var að hanga með for- setanum.“ Tyler fékk meira að segja hand- skrifað bréf til kennarans frá Obama, en á því stendur: „Vin- samlegast afsakið Tyler … hann var með mér,“ og undir bréfið ritar Obama sjálfur. Margir fórust í Lagos Yfir 150 farþegar eru taldir hafa farist eftir að flugvél brotlenti á íbúðahverfi í borginni Lagos í Nígeríu í dag. Um var að ræða vél á vegum Dana Air sem flaug frá Abuja til Lagos með 153 um borð. „Enginn komst af,“ sagði Harold Demurin, yfirmaður flugmála í Nígeríu, við fréttastofu Daily Mail í Nígeríu. Flugvélin brotlenti í miðju íbúðahverfi og enn á eftir að stað- festa fjölda látinna vegna slyssins. Lagos er stærsta borg Níger- íu, sem er fjölmennasta ríki Afr- íku. Áætlað er að það íbúafjöldi borgarinnar sé um 15 milljónir og ríkir þar þjóðarsorg. Dana Air er talið tiltölulega öruggt flugfélag en flugöryggi í Nígeríu er hins vegar bágborið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.