Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 2
„KennitöluflaKK er eKKi ólöglegt“ Hjólar fyrir veik börn Allt undir tólf dögum er ásættan- legt,“ segir Róbert Þórhallsson sem ætlar í ágúst að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna. Hugmyndina fékk hann þegar Haraldur Hregg- viðsson gerði slíkt hið sama árið 2010. Hann hjólaði á tólf dögum og Róbert hyggst toppa það. „Það voru nokkrir sem hjóluðu með honum síðasta spölinn og þá sagði ég að ég myndi gera þetta líka,“ segir hann og ætlar sér svo sannarlega að standa við það og hjóla þá 1.332 kílómetra sem þjóðvegur 1 er. „Vonandi á innan við viku,“ segir hann. Þessa dagana er hann á fullu að undirbúa langferðina. „Ég hjóla slatta á dag til að undirbúa þetta. Um helgina hjólaði ég til dæm- is 200 kílómetra,“ segir Róbert. Hann hefur ekki hjólað áður sömu vegalengdir og hann ætlar sér að gera í hringferðinni. „Nei, en ég hef verið á hjóli síðustu ár svona milli vinnu og heimilis.“ Róbert hefur til margra ára styrkt krabbameinssjúk börn. „Þetta byrjaði ein jólin fyrir 8–9 árum þegar mig langaði að gera jólagóðverk. Þá fór ég í jóla- kortasöluna hjá Styrktarfélaginu og hef verið í henni um jól síðan.“ Hann segir þetta vera sér mik- ið hjartans mál. Faðir Róberts dó úr krabbameini þegar Róbert var aðeins 10 ára. „Þetta snertir mínar taugar líka og skiptir máli. Það er svo gott starf sem er unnið þarna og mig langaði til að hjálpa meira til.“ Hægt verður að heita á Róbert á næstu dögum og vonast hann til að safna sem mestu fyrir mál- efnið. „Haraldur safnaði tveimur milljónum en ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar, vonandi safna ég bara sem mestu.“ Hægt er að fá nánari upplýsingar um ferðina á Facebook undir nafninu: Hjólað til góðs - Hringferð um Ísland fyrir SKB. Fimmtíu milljóna aukafjárveiting: Öryggishlið á Hraunið Ákveðið hefur verið að herða ör- yggisgæslu á Litla-Hrauni í sum- ar til þess að sporna við smygli á fíkniefnum og öðrum varningi inn í fangelsið. Til stendur að taka í notkun sérstakt vopnaleitarhlið með gegnumlýsingartæki, eins og er á Keflavíkurflugvelli. Þetta kem- ur fram á vef RÚV. Margrét Frímannsdóttir seg- ir að þær 50 milljónir króna sem Alþingi ákvað að veita til að efla öryggismál í fangelsinu fari í brýn- ustu verkefnin. Þannig verði reist nýbygging sem komið verður fyrir utan við inngang fangelsisins, þar sem vopnaleitarhliðið verður staðsett. „Við eigum til dæmis engin leitartæki og auðvitað eiga þau að vera til staðar í öryggisfang- elsi, sérstaklega til að sporna gegn smygli á fíkniefnum og öðrum ólöglegum varningi inn í fangels- ið“, segir Margrét við RÚV. n Persónuníð, kennitöluflakk, lögsóknir og játningar á íslenskum Apple-markaði Vildu stöðva samkeppni Rekstraraðili Apple á Íslandi vildi árið 2009 stöðva sölu buy. is á vörum frá Apple. Bréf þess efnis var sent FBG ehf, þáverandi rekstraraðila vefsins fyrir hönd Skakkaturnsins ehf. M arkmiðinu er náð. Það er búið að brjóta mig niður, búið að lemja mig niður í skítinn, skrif- aði Friðjón Björgvin Gunnarsson framkvæmdastjóri buy.is á spjallsvæði Verðvaktar- innar. Áður hafði Friðjón varist ásökunum um skipulagt kenni- töluflakk og nokkuð stórtæk skatt- svik. „Kennitöluflakk er ekki ólög- legt. Kennitöluflakk er ekki einu sinni siðlaust,“ skrifar Friðjón og bætir við að viðskipti hans hafi lík- lega kostað ríkið nokkuð fé. Á vefsvæði verðvaktarinnar má finna verðsamanburð á tölvu og íhlutum en þar að auki býðst not- endum vefsins að ræða ýmislegt tengt tölvum og þá sérstaklega það sem varðar þjónustu fyrirtækj- anna hér á landi. Þótt vefurinn verði að teljast fremur óþekktur meðal almennings virðast umræð- ur þar skipta töluverðu máli fyrir seljendur tölvuvara enda öflugur samræðuvettvangur viðskiptavina tölvuverslana og áhugamanna um tækni. Vefverslunin buy.is hefur á vefnum verið nokkuð á milli tannanna á notendum en rekstur verslunarinnar hefur ítrekað skipt um kennitölu við þrot rekstrar- félags vefsins. Raunverulegt eignarhald vefsvæðisins virðist þó ávallt í sömu höndum þótt nýtt rekstrarfélag sé stofnað. Stríðandi fylkingar Stofnandi umræðuþráðarins um starfsemi Friðjóns á Verðvakt- inni er Sigurður Þór Helgason en hann er eigandi fyrirtækisins Frameworks sem rekur verslun- ina iphone.is. Sigurður er því ekki alls kostar ótengdur málinu enda samkeppnisaðili Buy.is. Þá virðist sem fyrirtækin tvö hafi um nokk- uð skeið átt í fremur stirðu sam- bandi sem meðal annars birt- ist á Facebook-síðu verslananna. „Okur, okur , okur og aftur okur. Buy.is stendur gegn okurbúll- um eins og iphone.is,“ er meðal þeirra skilaboða sem skrifaðar eru á Facebook-síðu verslunarinnar buy.is. Athugasemd sem eigendur iPhone.is láta ekki óáreitta en skömmu síðar skrifar eigandi fyrir- tækisins athugasemd: „Auðvelt að bjóða svona verð þegar þú skiptir um kennitölu á hverju ári.“ Umboðið vildi loka á buy.is Árið 2009 sendi lögfræðingur Apple-umboðsins á Íslandi lög- fræðibréf til FGB ehf., fyrirtækis í eigu Friðjóns sem þá var rekstrar- aðili buy.is þar sem farið var fram á að allri sölu fyrirtækisins á vörum Apple yrði hætt hér á landi. Í bréfi lögfræðings Skakkaturnsins ehf. þáverandi handhafa Apple um- boðsins kemur fram að fyrirtækið telji buy.is brjóta í bága við ákvæði laga um vörumerki. „Er þess kraf- ist að FBG ehf, Buy.is og önnur fé- lög hætti snarlega allri sölu á Apple vörum og fjarlægi auglýsingar um slíkt af vefsíðum sínum eða að öðr- um kosti sýni fram á leyfi til slíkr- ar sölu og markaðssetningar á Ís- landi.“ Árið 2011 var fyrirtækið lýst gjaldþrota en lýstar kröfur í þrotabúið voru tæpar 19 milljónir. Þar á meðal svokölluð rimlagjöld en það er heiti yfir opinber gjöld sem fangelsisvist getur legið við að greiða ekki. Engar eignir fundust í búi FBG ehf. Töluvert ódýrari en aðrir Það vekur athygli að útsölu- verð Apple vara á buy.is er tölu- vert lægra en það sem gengur og gerist hér á landi. 27“ Imac 3.4 Ghz Quad-Core kostar á vef buy. is 389.990 með virðisauka. Sama vél kostar 461.790 krónur sam- kvæmt vef epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Hjá versluninni Macland kostar tölvan hins vegar 449.990 krónur. Verðmunurinn er því töluverður og ekki að undra að umboðsaðili Apple á Íslandi og samkeppnis aðili Friðjóns sé ósáttur við nýjan aðila sem býður verð, langt undir því sem tíðkast eða þeir telja sig geta boðið. Frið- jón neitaði að tjá sig við DV þegar haft var samband við hann en DV hefur heimildir fyrir því að Apple vörur seldar á buy.is séu keyptar á smásölumarkaði í Bandaríkjunum og sendar hingað til lands. Í því ljósi eru verðin nokkuð merkileg. Samkvæmt vef Apple í Banda- ríkjunum kostar samskonar tölva krónur 278.767 krónur á vefversl- un fyrirtækisins samkvæmt skipt- igengi Landsbankans. Tölvuvörur bera 25.5 prósenta virðisaukaskatt og er verðið því 349.852 krónur með virðisauka án álagningar, sendingakostnaðar eða tollskýr- slugerðar. Eftir standa því rúm- ar fjörutíu þúsund krónur sem verða að greiða flutningskostn- að, álagningu og virðisaukaskatt af tekjum. Innflutningur á tölvum er án álagningar en 0.15 prósent eftir litsgjald leggst á tölvur, í þessu dæmi er gjaldið um 500 krónur. Að auki leggjast 15 krónu úrvinnslu- gjöld á hvert kíló pappírs og plast- umbúða. Þess utan má benda á að söluskattur leggst ofan á útsölu- verð smásölu í Bandaríkjunum en skatturinn er mishár eftir fylkjum. Greiðslur inn á annað félag Verslunin Buy.is er samkvæmt skráningu á vefnum rekin af fyrirtækinu 1949 ehf. Sjálfur er Friðjón skráður eigandi léns- ins. Þar til nýlega voru hins vegar greiðslur vegna pantana á vefn- um greiddar inná kennitölu Net- Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Ég heiti Friðjón, ég er kennitöluflakkari. Stoltur Steve Jobs Harka ríkir á markaði sölu vara frá Apple hér á landi. Það þykir ekki óalgengt þegar kemur að Apple en Steve Jobs, stofn- anda fyrirtækisins var gjarnan lýst sem rándýri á samkeppnismarkaði. Gríðarlegur verðmunur 27“ Imac tölva Örgjörvi: 3.4 Ghz Quad-Core Buy.is verð: 389.990 kr. Epli.is verð: 461.790 kr. Macland verð: 449.990 kr. Samkvæmt heimildum DV eru tölvur seldar af buy.is keyptar í smásölu á Bandaríkjamarkaði. Innkaupaverð um- ræddrar tölvu á Apple Store eru 278.767 kr. án söluskatts sem er mismikill eftir fylkjum og sendingakostnaðar. Enginn tollur er á innflutning á tölvum hér á landi en 25.5 prósenta virðis- aukaskattur reiknast ofan á innkaups- og sendingaverð. Verð á umræddri tölvu er því um 349.852 krónur með virðisauka án álagningar, sendinga- kostnaðar eða tollskýrslugerð Eftir standa því rúmar fjörutíu þúsund krónur sem verða að greiða flutningskostnað, álagningu og virðisaukaskatt af tekjum. Það ásamt játningum Friðjóns og nokk- uð tíðum gjaldþrotum á rekstrarfélög- um buy.is vekur upp spurningar hvort ætlunin sé að standa skil á opinberum gjöldum. 2 Fréttir 27. júní 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.