Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 4
14 ára fangelsisdómur
n Ekki víst að Guðgeir áfrýi
Þ
að liggur ekki fyrir, ætli hann
taki sér ekki þennan mánað
arfrest til þess að ákveða hvort
hann áfrýi,“ segir Brynjólfur Ey
vindsson, lögmaður Guðgeirs Guð
mundssonar sem var á þriðjudags
morgun dæmdur í fjórtán ára fangelsi
í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Lögmaðurinn segir dóminn ekki
hafa komið sér á óvart. „Ég hafði spáð
12 til 14 árum,“ segir hann.
Guðgeir var ákærður fyrir hrotta
fengna hnífaárás á skrifstofum lög
mannsstofunnar Lagastoðar í Lág
múla í mars síðastliðnum. Þar stakk
hann Skúla Eggert Sigurz en það þykir
kraftaverki líkast að Skúli lifði árásina
af.
Samkvæmt dómi er Guðgeiri gert
að greiða þrjár milljónir króna auk
dráttarvaxta í skaðabætur. Auk þess
þarf hann að borga Guðna Bergssyni
800 þúsund krónur en hann stakk
einnig Guðna þegar hann kom Skúla
til hjálpar.
Skúli særðist lífshættulega í árás
inni og var þungt haldinn eftir hana.
Hann hefur þó verið á góðum batavegi
síðan þá líkt og DV greindi frá á dögun
um.
Guðgeir hefur setið í gæsluvarðhaldi
síðan 5. mars og samkvæmt fréttum hef
ur hann gengist undir geð rann sókn.
Hann játaði verknaðinn í yfir heyrslum.
viktoria@dv.is
4 Fréttir 27. júní 2012 Miðvikudagur
Hrottaleg árás Guðgeir hlaut þungan dóm.
É
g þurfti að lóga honum til
að koma öðrum hundi fyr
ir í hundagerðinu,“ segir
Þórhallur Borgarson dýra
eftirlitsmaður sem lógaði
ársgömlum border colliehundi
á laugardag þrátt fyrir að honum
hafi verið fundið heimili.
Hundurinn sem um ræðir hafði
fundist á flandri og var komið fyrir
í hundagerði á Reyðarfirði. Þang
að kom Hrafnhildur M. Geirsdótt
ir og skoðaði og hafði hug á því
að bjarga honum og finna handa
honum heimili.
Búið að lóga honum á hádegi
Hrafnhildur heimsótti hundinn, gaf
honum pylsur og kjassaði á meðan
hún leitaði að hentugum eiganda.
Í vikulok hafði henni tekist ætl
unarverk sitt. Fann fyrir hundinn
tímabundið heimili og hafði enn
fremur fengið vilyrði fyrir að sækja
hann úr hundagerðinu frá Fljótsdals
héraði.
Átti hún að sækja hann á laugar
degi. En úr því varð ekki. „Ég fór í
sund um morguninn og á meðan var
víst hringt í mig úr heimasímanum
til að athuga hvort ég væri ekki að
koma og ná í hundinn. Ég kem síðan
um hádegi að sækja hann og þá næ
ég í dýraeftirlitsmanninn til að sækja
hundinn og fæ þá að heyra að það sé
búið að lóga honum.“
Gat ekki beðið
Hrafnhildur segist afar slegin yfir
þessum fréttum og spyr hvers vegna
það hafi legið svona á að lóga hund
inum. „Mér finnst þetta fullmikil
grimmd að sýna ekki meiri biðlund.
Hann gat ekki beðið í tvo tíma þrátt
fyrir að hann hafi vitað að það væri
von á mér.“
Þórhallur segist hafa verið með
annan hund sem hann þurfti að
koma fyrir í hundagerðinu. „Ef ég
hefði ekki lógað hundinum þá hefði
ég fengið heilbrigðiseftirlitið í bak
ið. Ég gat ekki beðið, því það þurfti
pláss fyrir annan hund. Hundinum
var lógað af því það var ekki búið að
sækja hann. Annars var hann búinn
vera í fé, skilst mér. Hundar sem það
gera eru ekkert að hætta því og það
er ekkert grín. Ég veit það sjálfur, hef
sjálfur átt hunda sem fóru í fé og það
voru sjö dauð lömb eftir þá.“
„Þessi hundur hafði verið að
smala fé, hann hafði ekki verið að
bíta fé,“ segir Hrafnhildur. „Hann
lagðist ekki á fé. Hann hafði greini
lega ekki fengið að borða. Ef hann
hefði lagst á fé, þá hefði það frést.
Það hefur enginn dýrbítur verið á
ferð.“
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Vildi bjarga hundinum Ársgömlum
border collie-hundi var lógað þrátt fyrir að
Hrafnhildur hafi fundið nýtt heimili.
„Þessi hundur hafði
verið að smala fé,
hann hafði ekki verið að
bíta fé.
n Flækingshundi lógað vegna plássleysis n Hafði fengið nýtt heimili
„Mér finnst þetta
fullMikil griMMd„
Í hundagerðinu Hundurinn var
ársgamall af border collie-kyni.
Skemmdi bíl
Jackassstjarnan, Bam Margera,
stórskemmdi Toyota Land Cru
iser bílaleigubíl hérna á Íslandi
á dögunum, en hann hefur ver
ið hér í fríi undanfarna daga.
Þetta kemur fram á Vísir.is.
Bíllinn er í eigu Hertzbíla
leigunnar en hans hafði verið
leitað í nokkra daga þar sem
leigutíminn var útrunninn.
Mun bíllinn hafa fundist við
hótel í Reykjanesbæ þar sem
Bam Margera dvaldi ásamt
samferðakonu sinni. Bíllinn var
allur dældaður, rispaður og
málningarslettur á honum.
Lögreglan á Suðurnesjum
var kölluð til en þá reyndist
Margera enn vera á hótelinu.
Skemmdirnar eru metnar á
1,1 milljón króna, en Margera
mun hafa reitt fram kreditkort
og greitt fyrir skemmdirnar
möglunarlaust.
Grillaði
vörubretti
Grillari í Garðinum lenti í leiðinda
atviki eftir að hafa reynt að grilla á
einnota grilli. Hann lenti í erfiðleik
um með grillið og ákvað þess vegna
að gefa frekari grillun upp á bátinn.
Hann lagði grillið á vörubretti en
ekki vildi betur til en svo að eldur
kviknaði í vörubrettinu. Kalla þurfti
út slökkvilið. Nágrannar grillarans
voru hins vegar að ljúka við að
slökkva eldinn þegar slökkviliðið
kom á svæðið. Framendi á bifreið
sem var nálæg skemmdist vegna
hitans og einnig sprungu fimm
rúður í íbúðarhúsinu sem grillið
stóð við af sömu ástæðum.
Beruðu bossana
Um helgina var lögreglunni á
Suðurnesjum tilkynnt um hóp
unglingspilta sem hafði komið sér
fyrir uppi á þaki skólabyggingar.
Þar voru þeir að „múna“ eins og
það er kallað að sýna nakinn aftur
endann. Þegar lögregla kom á stað
inn þá höfðu allir piltarnir nema
einn haft sig á brott. Pilturinn sem
eftir var kannaðist ekki við að hafa
verið að „múna“ á fólk sem átti leið
hjá. Lögreglumenn tóku það nú
ekki trúanlegt og gerðu honum
grein fyrir því að þessi hegðun væri
ekki til eftirbreytni. Drengurinn lof
aði bót og betrun.