Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 6
Undan skotið hús Lýðs veðsett MP Þurfa að skila dagpeningum n Sveitarstjórnarmenn þurfa að skila inn evrunum S veitarstjórnarmenn sem fengu dagpeninga greidda í evrum í boðsferð Evrópusambands­ ins til Brussel þurfa að standa skil á peningunum. Samkvæmt lög­ um um gjaldeyrishöft er skýrt kveðið á um að skila eigi öllum erlendum gjaldeyri til fjármálastofnunar minnst þremur vikum eftir að gjald­ eyririnn kemst í hendur íslenskra einstaklinga. Boðsferðin var farin 18. til 20. júní og er gert ráð fyrir að farið verði í aðra svipaða boðsferð í haust. Í svari gjaldeyriseftirlits Seðla­ banka Íslands við fyrirspurn DV um málið kom fram að almenna reglan kveði á um þetta og að einu undantekningarnar eigi við um Ís­ lendinga sem búsettir eru erlend­ is. Engar upplýsingar fengust þó hjá gjaldeyris eftirlitinu um dagpeninga­ greiðslur sveitarstjórnarmannanna. „Seðlabankinn getur ekki gefið upp afstöðu til einstakra mála fyrirfram en afgreiðir mál í samræmi við atvik eins og þau liggja fyrir hverju sinni,“ segir í svari eftirlitsins. DV greindi frá því í síðustu viku að sveitarstjórnarmenn sem þáðu boð Evrópusambandsins um kynn­ isferðina gátu fengið dagpeninga­ greiðslur sínar afhentar í peninga­ seðlum í umslögum. Sú regla hefur tíðkast innan Evrópusambandsins undanfarin ár til að koma í veg fyrir að greiðslurnar séu gerðar upptækar af aðilum sem ekki eiga að njóta þeirra, eins og af yfirmönnum eða stjórnendum þeirra fyrirtækja eða stofnana sem gestirnir eru fulltrúar fyrir. adalsteinn@dv.is 6 Fréttir 27. júní 2012 Miðvikudagur Lýðræðisalda gegn forseta Alda, félag um sjálfbærni og lýð­ ræði, sendi nýlega frá sér tilkynn­ ingu þar sem fram kemur að félagið telji rétt að leggja forseta­ embættið niður. „Sú hugmynd að fela einum einstaklingi umfangs­ mikil völd, eins og gert er í nú­ gildandi stjórnarskrá og tillögum stjórnlagaráðs, er fremur í anda konungsveldis en lýðræðis,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá segir að félagið telji að almenning­ ur sjálfur eigi að að hafa tæki og tól til að hafa eftirlit með fulltrú­ um sínum á þingi. Skýrar reglur Einu undantekningarnar sem gjaldeyriseftirlitið lítur til er þegar gjaldeyrir er afhentur Íslendingum sem búsettir eru erlendis. Mynd Stefán KarlSSon Par á sjötugsaldri og maður um tvítugt: Smyglarar í Leifsstöð Íslendingur um tvítugt var að­ faranótt mánudags stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við reglubundið eftirlit. Við leit fund­ ust á honum fíkniefnapakkn­ ingar sem innihéldu kókaín og ecstasy­töflur. Hann reyndist einnig vera með fíkniefni inn­ vortis. Samtals voru þetta um 500 ecstasy­töflur og rúmlega sextíu grömm af kókaíni. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þann 25. maí síðastliðinn var par á sjötugsaldri stöðvað við komuna til landsins. Þau voru með mikið magn af kókaíni með­ ferðis en efnið var vandlega falið í ferðatösku þeirra. Málið hefur verið í rannsókn síðan það kom upp og hafa tveir Íslendingar til viðbótar verið handteknir í tengslum við málið, kona á þrí­ tugsaldri og karlmaður á fertugs­ aldri. Þau hafa setið í gæsluvarð­ haldi síðan. Að auki er þriðja mannsins leitað erlendis í tengslum við málið og gefin hefur verið út al­ þjóðleg handtökuskipun vegna hans. Hald var lagt á nokkurt magn fíkniefna við húsleitir vegna rannsóknar málsins. n Eignirnar metnar á milljarð n Stofnar til skulda við MP banka Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is T æplega 340 fermetra einbýlis hús Lýðs Guð­ mundssonar, sem kenndur er við matvælafyrirtækið Bakkavör, á Starhaga 12 í Reykjavík er veðsett MP banka. Húsið er verðmetið á tæpar 93 milljónir króna. Lýður færði húsið yfir í einkahlutafélagið GT1 ehf. þann 22. október 2008, eftir íslenska bankahrunið. Félagið er alfarið í eigu sjóðsins GT One sem skráður er í Bretlandi. Fyrir þetta var húsið í eigu Lýðs og eiginkonu hans. Eign­ irnar voru færðar inn í GT1 ehf. sem hlutafjáraukning upp á rúmlega 770 milljónir króna. Stöð 2 flutti frétt af færslu Lýðs á húsinu inn í félagið í febrúar árið 2010. Þar kom fram að þar sem Lýður hefði fært húsið yfir í einka­ hlutafélag í október gætu lánar­ drottnar Lýðs ekki rift sölunni að liðnum tveimur árum ef svo bæri undir. Sá tími er nú liðinn og heldur einkahlutafélagið ennþá utan um eignarhald hússins. Þá færði Lýður einnig sumarhús í Fljótshlíð og íbúð á Hagamel yfir í einkahlutafélagið. Bróðir Lýðs, Ágúst, flutti einnig fasteignir inn í annað eignarhalds­ félag á sama tíma, GT2 ehf. sem er í eigu bresk sjóðs sem heitir GT Two. Bræðurnir hafa verið í kastljósi fjöl­ miðla hér á landi síðustu daga vegna kauptilboðs þeirra í hlutafé Bakkavar­ ar Group. Freista þeir þess nú að kaupa 75 prósenta hlut í félaginu. MP banki með veð í húsinu Þann 1. febrúar síðastliðinn veitti Lýður svo MP banka veð í húsinu á Starhaga samkvæmt þinglýstu skjali sem DV hefur undir höndum. Um er að ræða svokallað „negati­ ve pledge“ á ensku en samkvæmt veðsetningarskjalinu má Lýður ekki selja, veðsetja eða afsala sér húsinu á Starhaga og öðrum fasteignum GT1 ehf. nema með skriflegu leyfi MP banka. Þá segir að eignirnar inni í fé­ laginu séu veð vegna skuldbindinga sem GT1 ehf. hefur gengist í eða muni gangast í við MP banka. Jafn­ framt segir í skjalinu að í yfirlýs­ ingunni felist að félag Lýðs muni ekki veita öðrum aðila en MP banka betri veðrétt í eignunum. tengslin við lúxemborg Skjalið þýðir að GT1 ehf. sé komið í viðskipti við MP banka og hafi stofnað til skuldbindinga við þann banka. Nokkra athygli vakti í fyrra þegar hin breska Rowland­fjöl­ skylda, sem einnig er eigandi Banque Havilland í Lúxemborg, ákvað að koma inn í hlutahafahóp MP banka þegar Skúli Mogensen eignaðist bankann ásamt fleiri fjár­ festum. Banque Havilland er reistur á rústum Kaupþings í Lúxemborg. Lýður og Ágúst Guðmundssynir voru stærstu hluthafar Kaupþings, og þar með Kaupþings í Lúxem­ borg, á árunum fyrir hrunið. Fyrri eigendur og stjórnendur Kaup­ þings, meðal annars Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðs­ son, hafa löngum verið sagðir tengj­ ast núverandi eigendum Banque Havilland og sagt að aðkoma þeirra að rekstri bankans sé meiri en látið hefur verið uppi. Þetta hefur þó aldrei verið sannað. eignir upp á milljarð Í ársreikningi GT1 ehf. fyrir árið 2010 kemur fram að eignir félagsins hafi verið metnar á milljarð króna í lok þess árs. Skuldir félagsins námu þá rúmlega 260 milljónum króna en voru aðeins tæplega 60 milljónir við lánastofnanir. Félagið stofnaði til nýrra lána upp á tæplega 64 milljón­ ir króna á árinu 2010. Líklegt verður að teljast að skuldsetning félagsins við MP banka hafi aukist eftir þetta. Í viðskiptum við MP Lýður Guðmundsson er í viðskiptum við MP banka og hefur veðsett bankanum húsið sitt á Starhaga. Bræðurnir reyna nú að kaupa Bakkavör af eigendum félagsins, Arion banka og nokkrum lífeyrissjóðum. „Þann 1. febrú- ar síðastliðinn veitti Lýður svo MP banka veð í húsinu á Starhaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.