Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 27. júní 2012 Miðvikudagur
Óli Geir alls ekki hættur
n Ánægður með Keflavík Music Festival og skipuleggur aðra hátíð
Þ
etta var hrikalega
gaman og ég viður-
kenni að það er að-
eins notalegra að vera
að gera eitthvað sem fólk
er ánægt með. Ég hef gert
margt sem fólk er mishresst
með en einhvern veginn fær
það neikvæða alltaf meiri
umfjöllun en það jákvæða,
segir Óli Geir hjá Agent.is
sem stóð fyrir Keflavík Music
Festaval á dögunum og vísar
þar í gagnrýni sem hann
fékk þegar hann hélt Dirty
Nights-kvöldin umdeildu.
Tónlistarhátíðin Keflavík
Music Festaval gekk svo vel
að Óli Geir hefur ákveðið að
um árlega hátíð verði að ræða
auk þess sem hann hefur
skipulagt aðra hátíð strax
næstu helgi. „Ég er alls ekki
hættur og hef sett upp hip
hop-festival í Reykjavík sem
hefur fengið nafnið YOLO,
sem stendur fyrir „you only
live once“. Ég hlustaði mikið
á rapp og gekk í víðum fötum
þegar ég var yngri en tónlist-
arsmekkurinn þróaðist svo
í aðra átt. Ég hef samt alltaf
fílað þessa tónlist en finnst
mjög lítið fyrir henni fara
hér á landi. Þessir krakkar fá
varla spilun í útvarpi. Þess
vegna langaði mig að byrja
með þessi kvöld. Ég ætla að
byrja með þetta í Reykjavík
en fara svo með þau út um
allt land,“ segir Óli Geir en 20
listamenn munu troða upp á
Þýska barnum á föstudags-
og laugardagskvöld. Þar á
meðal eru Úlfur úlfur, Gísli
Pálmi, Skytturnar, Emm-
sjé Gauti, ATH og Gabríel &
Ope.
Aðspurður segir Óli Geir
alls ekki rétt að allir textar
rappara séu niðurlægjandi
fyrir konur. „Það örlar á
kvenfyrirlitningu í einum og
einum texta en það er svo-
leiðis í rappinu úti um allan
heim. Annars eru þessir
strákar bara að tala um allt
milli himins og jarðar. Sumir
rappa um hrunið. Aðrir um
það sem hefur snert þá í líf-
inu,“ segir hann og bætir við
að hann sé enginn rappari
sjálfur. „Ég hef aldrei rappað
og ætla aldrei að rappa.
Hins vegar hef ég gam-
an af því að hlusta á aðra.“
Forsala hefst í dag, mið-
vikudag, á Þýska barnum en
hægt er að fræðast meira um
YOLO á fésbókarsíðu há-
tíðarinnar.
indiana@dv.is
n Knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi eiginmaður Ásdísar Ránar er genginn út
G
arðar Gunnlaugsson
er kominn með nýja
kærustu. Sú heppna
er dökkhærð fegurðar-
dís frá Akranesi en
þar býr knattspyrnumaður-
inn einmitt með son sinn
Hektor. Nýja kærastan heitir
Alma Dögg Torfadóttir og
starfar sem stuðningsfulltrúi
á sambýli. Fréttir af nýja sam-
bandinu eiga eflaust eftir að
særa margar íslenskar konur
hjartasári því Garðar hefur
verið einn allra heitasti pipar-
sveinn landsins síðan upp úr
hjónabandi hans og fyrirsæt-
unnar og athafnakonunnar
Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur
slitnaði fyrr á árinu.
Fréttir af skilnaði Garðars
og Ásdísar Ránar skóku
netheima í upphafi ársins.
Hjónin höfðu verið gift í sex
ár en þau gengu í það heilaga
á Jónsmessunótt árið 2006
eftir að hafa verið saman í
rúm þrjú ár. Hvorugt vildi tjá
sig um skilnaðinn í fyrstu en
Ásdís Rán rauf svo þögnina í
viðtali við tímaritið Lífið þar
sem hún sagði fjarlægðina
hafa gengið að sambandinu
dauðu. Í viðtali við DV stuttu
seinna tók Garðar í svipaða
strengi: „Við stefndum í sitt
hvora áttina. Hún var úti í
Búlgaríu en ég hérna heima.
Hlutirnir þróuðust bara
svona,“ sagði Garðar sem
vildi ekki tjá sig að öðru leyti
um ástæður skilnaðarins.
Garðar og Ásdís, sem eiga
saman tvö börn, Hektor sex
ára og Victoríu Rán fjögurra
ára, höfðu verið saman síð-
an Garðar var 19 ára. Þetta
var því í fyrsta skiptið í mjög
langan tíma sem knattspyrn-
umaðurinn hefur verið á
lausu. Þar sem Garðar er
flinkur fótboltamaður og
hefur svo sannarlega útlitið
með sér, verandi fyrrverandi
Herra Ísland, er varla skrítið
að hann hafi ekki tollað á
„markaðnum“ í lengri tíma
en raun ber vitni.
Samkvæmt öruggum heim-
ildum blaðsins hefur sam-
bandið milli Garðars og Ölmu
Daggar staðið í þó nokkurn
tíma. Garðar neitaði að tjá sig
um málið þegar eftir því var
leitað.
Garðar kominn
með kærustu
Genginn út Fréttirnar eiga
eflaust eftir að hryggja hjörtu
margra íslenskra stúlkna enda
var Garðar án efa einn heitasti
piparsveinn landsins eftir
skilnað við athafnakonuna
Ásdísi Rán.
Einar gefst
ekki upp
Einar Bárðarson er ekki
af baki dottinn þrátt fyrir
að sagan segi að hand-
boltastjarnan og einkaþjálf-
arinn Logi Geirsson hafi
gefist upp á að þjálfa hann
sökum árangursleysis. Ein-
ar hefur aftur sagt aukakíló-
unum stríð á hendur og er
kominn með nýjan þjálfara.
Samkvæmt fésbók athafna-
mannsins hefur sá nýi fyrir-
skipað honum að hjóla alla-
vega í klukkutíma á dag, þrjá
daga vikunnar og eitthvað
meira fjórða daginn. Einar
byrjaði vel og hjólaði til Bláa
lónsins og aftur heim sem
eru tæpir 33 km. Á morgun,
samkvæmt fésbókinni, ætlar
hann svo að hjóla til Reykja-
víkur.
HVH veðjar
á Bam
Mbl.is sagði frá því í gær að
erlent par hafi þurft að greiða
1,1 milljón króna aukalega
fyrir bílaleigubíl sem hafði
skemmst mikið á leigutím-
anum og ekki verið skilað
að honum loknum. Mað-
urinn sagði líklegt að parið
hefði valdið skemmdunum á
bílnum og greiddi þær góð-
fúslega á staðnum. „Hipp-
stera“-fréttasíðan HVH,
hverjirvoruhvar.tumblr.com,
fjallar um fréttina og þar er
veðjað á að þarna hafi verið
á ferðinni Jack Ass-stjarnan
Bam Margera. Ólátabelgur-
inn hefur dvalið hér á landi
undanfarnar vikur og sést
nokkuð í miðbæ Reyjavíkur.
Dónaskapur
og svívirðingar
Gaukur Úlfarsson, baráttu-
maður fyrir framboði Þóru
Arnórsdóttur til forseta-
embættis, setti inn færslu
á Facebook-síðu sína frá
Ninju Ómarsdóttur eftir að
myndband við lag samið af
Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur
til stuðnings Þóru fékk
slæma útreið á netinu.
„Eldri hjón ákváðu að
sýna stuðning í verki og búa
til lag og myndband. Þau
settu það stolt á internetið.
Það helltist yfir þau hæðni,
dónaskapur og svívirðingar.
Það hlakkaði í mörgum og
margir like-uðu gagnrýnina.
Þau tóku myndbandið af
netinu. Ég velti fyrir mér, er
virkilega í lagi að meiða fólk
með ljótum orðum ef það er
gert á netinu?“
Snýr sér að
rappinu
Óli Geir segir
ekki rétt að allir
textar rappara
fjalli um konur á
niðrandi hátt.