Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Miðvikudagur 27. júní 2012
n Fjöldi tjaldsvæða er í boði um allt land en töluverður munur getur verið á verði og þjónustu þeirra
Bestu tjaldsvæðin
16 Hólar í
Hjaltadal
Einn merkasti sögu- og menningarstað-
ur landsins. Í Hólaskógi eru afskapleg
falleg rjóður sem veita gott skjól fyrir
tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um
svæðið, auk þess sem góð þjónusta er
á svæðinu til dæmis veitingastaður og
sundlaug.
Verð:
Sjá Hofsós
Þjónusta:
WC 3G+ / -
13 Hofsós
Skjólgott tjaldsvæði með rafmagni,
salernum, köldu og heitu vatni. Stutt er
í nýju, margverðlaunuðu sundlaugina á
Hofsósi.
Verð:
Fullorðnir: 1.000 kr.
Önnur nótt: 800 kr.
Elli- og örorkulífeyrisþegar: 800 kr.
Önnur nótt: 600 kr.
Rafmagn 600 kr.
Aðeins greitt fyrir 12 ára og eldri.
Þjónusta:
n Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsósi,
Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi
þannig að hægt er að gista fyrstu
nóttina á einhverju af þessum fjórum
tjaldsvæðum og fá þá lægra verð
næstu nótt á eftir á einhverju af hinum
tjaldsvæðunum.
WC + / -
14 Sauðárkrókur
Tjaldsvæðið á Sauðárkrók er staðsett
miðsvæðis í bænum. Þaðan er stutt í
alla þjónustu.
Verð:
Sjá Hofsós
Þjónusta:
WC 3G+ / -
17 Varmahlíð
Fjölskylduvænt svæði með ótal
afþreyingarmöguleikum í nágrenninu.
Það er skógi vaxið og því mjög skjólgott.
Tjaldsvæðið er í misstórum básum sem
eru afmarkaðir með trjábeltum. Stutt er
í alls kyns afþreyingu. Tveir fótbolta-
vellir eru við tjaldsvæðið og aðeins 250
metra ganga eftir fallegum skógarstíg
að sundlaug ásamt heitum potti. Að
auki er sér barnalaug sem er heitari,
með lítilli rennibraut fyrir allra minnstu
gestina.
Verð:
Sjá Hofsós
Þjónusta:
WC
3G
+ / -
18 Hamrar við
Kjarnaskóg
Eitt stærsta og glæsilegasta tjald-
svæði landsins í fögru umhverfi undir
klettunum sunnan og ofan Akureyrar.
Tjaldsvæðið er staðsett í útjaðri úti-
vistarsvæðisins í Kjarnaskógi. Frábærar
gönguleiðir í nágrenninu.
Verð:
Fullorðnir: 700 - 1.000 kr.
Frítt fyrir 13 ára og yngri
Þvottavél 400 kr.
Rafmagn: 500 kr.
Þjónusta:
WC
3G
+ / -
12 Stóra Sandfell
Tjaldsvæðið er að mestu í skógivöxnu
landi og geta gestir ýmist tjaldað á
sléttum flötum eða inni í rjóðrum. Um
tjaldsvæðið rennur Króklækurinn sem er
fallegur, grunnur og barnvænn lækur.
Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu og
má þar meðal annars nefna gönguleið í
Hjálpleysudal sem er talinn vera dýpsti
dalur landsins. Tjaldsvæðið er staðsett
17 kílómetra frá Egilsstöðum við þjóðveg
eitt á leiðinni til Hafnar í Hornafirði.
Aðkoma er góð fyrir allar tegundir
ökutækja.
Verð:
Fullorðnir 900 kr.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar 750 kr.
Unglingar 15–17 ára
í fylgd með fullorðnum 500 kr.
Frítt fyrir 14 ára og yngri
Frítt í sturtur
Þjónusta:
WC 3G+ / -
15 Systragil
Tjaldsvæðið Systragil er í landi
Hróarsstaða í Fnjóskadal, Suður–
Þingeyjarsýslu. Frá Akureyri eru 36
kílómetrar í Systragil. Stutt er í sund í
Stórutjarnaskóla og á Illugastöðum,
þá er stangveiði í Fnjóská. Lítil búð er í
göngufæri í Vaglaskógi og stutt yfir í 9
holu golfvöll í Lundi. Merktar gönguleiðir
eru bæði í Vaglaskógi og upp með
Systragili, Þingmannaleið. Tjaldsvæði
er skjólgott tjaldsvæði fyrir tjöld, vagna
og húsbíla.
Verð:
Fullorðnir: 900 kr.
67 ára og eldri 700 kr.
Frítt fyrir börn
Þjónusta:
WC
3G
+ / -
11 Borgarfjörður
eystri
Borgarfjörður eystri er rómaður fyrir
náttúrufegurð og þá sérstaklega fyrir
sérstæðan fjallahring. Góð aðstaða er
á tjaldsvæðinu og gönguleið frá tjald-
svæðinu umhverfis og upp á Álfaborg.
Þar er góð aðstaða fyrir hjólhýsi og
húsbíla og þar eru rafmagnstenglar og
sorptunnur eru á tjaldsvæðinu.
Verð:
Fullorðnir: 750 kr.*
Rafmagn: 500 kr.
* þriðja nóttin frí.
Þjónusta:
WC
3G
+ / -
10 Stokkseyri
Tjaldsvæðið á Stokkseyri er mikið
endurbætt svæði þar sem salernisað-
staða hefur fengið yfirhalningu og sett
hefur verið upp losunaraðstaða fyrir
húsbíla. Rafmagn hefur verið endur-
bætt og ætlunin er að fjölga tenglum
fyrir komandi ferðasumar. Leikvöllur
hefur verið settur upp fyrir börnin og
göngustígur lagður sem endar í miðbæ
Stokkseyrar.
Verð:
Fullorðnir: 800 kr.
Frítt fyrir börn undir 12 ára
Þjónusta:
WC 3G
Geir Gígja nefnir nokkra staði sem eru
sannkallaðar útileguperlur sem enginn
ætti að láta fram hjá sér fara:
þakgil Frábær staðsetning og umhverfi.
Kerlingarfjöll Fært fyrir alla og
nauðsynlegt að upplifa hálendi Íslands.
Dæli, Víðidal Góð aðstaða á góðu tjald-
svæði. Um að gera að skoða Kolugljúfur í
leiðinni.
Hamragarðar Rosalega skemmtilegt
svæði við Seljalandsfoss. Nauðsynlegt að
láta sig hafa það að vaða ískalda ána við
tjaldsvæðið og skoða fossinn Gljúfrabúa
inni í gljúfrinu.
Hólaskjól Svæðið er í um það bil klukku-
stundar akstur frá Kirkjubæjarklaustri og
er á mörkum láglendis og hálendis. Fólk
kemst þangað á fólksbílum en ekki lengra.
Tjaldsvæðið er alveg í hrauninu og er
rosalega skemmtilegt.
Aðrir staðir
11
12
13
14
15
1817
16