Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 20
Ígló flottast í ár
n Tvíburar Tinnu Ólafs alltaf í Ígló-fötum
Þ
etta er rosalegur heiður,“ segir
Guðrún Tinna Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri barnafata-
fyrirtækisins Ígló, en vörur
og herferð Ígló í ár hefur verið valin
það flottasta fyrir sumarið 2012 að
mati Stylesight-fyrirtækisins. Sty-
lesight er alþjóðlegt fyrirtæki með
skrifstofur um allan heim en það að-
stoðar kaupendur við að selja vör-
ur fyrir næsta sölutímabil. Guðrún
Tinna segir valið skipta miklu máli
fyrir Ígló. „Við höfum aldrei verið í
neinu sambandi við Stylesight en
þeir höfðu samband við okkur í síð-
ustu viku og greindu okkur frá því að
við hefðum verið valin sem leiðandi
barnafatamerki. Ígló er fjögurra ára
íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar
á Íslandi. Við erum með ellefu versl-
anir hér á landi og í nokkrum öðrum
löndum svo þetta er frábært tækifæri
fyrir svona lítið fyrirtæki.“
Helga Ólafsdóttir er aðalhönnuð-
ur Ígló. Að sögn Guðrúnar Tinnu
hugsar Helga um þægindi umfram
allt annað þegar hún hannar föt á
börn. „Hugsunin er að börnin vilji
vera í þessum fötum hvort sem þau
eru að fara í mat til afa og ömmu
eða á leikskólann,“ segir hún og ját-
ar því að tvíburarnir hennar sjálfrar,
Grímur Fannar og Fanney Petra, sem
komu í heiminn í byrjun febrúar,
gangi helst ekki í öðru en Ígló-fötum.
„Og eldri dæturnar líka. Sú fimm ára
fer helst ekki í neitt annað. Þegar hún
mætir á leikskólann vilja krakkarnir
leita að Ígló-vininum sem er á öllum
fötunum. Hins vegar spáir níu ára
dóttir mín meira í fötin sjálf.“
indiana@dv.is
20 Lífsstíll 27. júní 2012 Miðvikudagur
Varaskrúbb
heima við
Það hugsa flestar konur vel um húð-
ina í andliti sínu en fæstar hugsa
mikið um varirnar. Það er mjög gott
að nota alltaf annað slagið svo-
kallaðan varaskrúbb sem tekur
þurrkinn og dauðu húðina af vörun-
um því þurrar og skrælnaðar varir
eru ekki fallegar, svo ekki sé minnst
á óþægindin sem þeim fylgja.
Varaskrúbb getur maður ann-
aðhvort keypt í snyrtivöruverslun-
um og svo getur maður auðveld-
lega búið hann til heima hjá sér.
Það eina sem þú þarft er júg-
ursmyrsl, sykur og gamall tann-
bursti. Þú blandar saman sykrinum
og júgursmyrslinu og berð á með
tannburstanum og nuddar varlega
þangað til þér finnast varirnar vera
orðnar mjúkar. Þrífðu svo varirnar
með volgu vatni og mildri sápu og
berðu varasalva á þær.
Tveir af hverjum
þremur lifa af
krabbamein
Dauðsföllum hefur fækkað í New
York samkvæmt tölum heilbrigð-
ismálastofnunar þar í borg. Talið
er að tveir af hverjum þremur lifi af
að fá krabbamein samkvæmt töl-
um sem birtar voru á dögunum hjá
krabbameinsfélagi í New York. Þetta
er góð þróun því síðustu 30 ár, eða
síðan félagið fór að skrá þessar töl-
ur, þá hafa batalíkur sjúklinga ver-
ið innan við 50 prósent. Læknirinn
Clifford Hudis sem er sérfræðingur
í brjóstakrabbameini sagði: „Þetta
er mjög spennandi! Við erum að sjá
miklar breytingar í öllum dánartöl-
um og okkur miðar hratt fram í því að
berjast gegn þessum sjúkdómum.“
Sex verstu mis-
tökin í ræktinni
1 Einhliða æfingar Einhliða æfingar eins og til dæmis armlyftur eru ekki þýðingarmiklar. Að
hreyfa einn vöðva í einu örvar vöðvaþræðina hvorki
nógu mikið til að byggja upp vöðvana né krefst það nógu
mikillar orku til að brenna hitaeiningum að einhverju ráði.
Viljir þú byggja upp vöðva og verða skorin/n á sama tíma
og þú brennir fitu þarftu að framkvæma æfingar sem
krefjast mikillar orku og örva fleiri en einn líkamsvöðva
í einu.
2 Líkamsræktartæki Fjölbreytt líkams-ræktartæki gera líkamsræktarsalinn vissulega meira
aðlaðandi og spennandi. En í raun ætti ekki að nýta þessi tæki í
neitt annað en að tylla fæti á til að laga skóreimar eða til að fá
sér sæti og ná andanum. Vandamálið með öll þessi glæsilegu
tæki er að þau breyta náttúrulegum hreyfingum þínum og tak-
marka þær. Tækin geta valdið því að þú örvar vöðvana minna
en ella sem þýðir að þú brennir færri hitaeiningum og nærð
minni árangri. Það sem er enn verra er að tækin geta valdið
óþarfa álagi á liði sem getur leitt til meiðsla með tímanum.
3 Langar tarnir af loftháðum æfingum Viljir þú léttast og brenna fitu þarftu vissulega
að gera loftháðar æfingar. Þessar æfingar er þó auðvelt
að gera kolrangt. Ef þú ert búin að vera að þjösnast á
hlaupabrettinu eða gangstéttinni án þess að sjá árangur,
fyrir utan liðamótaverki og ónýta hlaupaskó, þá ertu
líklega ekki að gera hlutina rétt. Til að ná árangri er best
að fara eftir prógrammi sem smám saman þyngist með
tímanum.
4 Tilgangslausar kviðæfingar Ef þú vilt að maginn á þér líti út eins og þvottabretti þá er ekki rétta
leiðin að gera kviðæfingar líkt og uppsetur. Það mun ekki
skila þér neinum árangri eða „six pack“ eins og kviðvöðvarnir
eru gjarnan kallaðir þegar þeir eru mjög skýrir. Æfingar sem
beint er að kviðsvæðinu skila almennt litlum árangri viljir þú
gera vöðvana sýnilegri. Besta leiðin er að brenna fitulaginu á
kviðnum, því það er jú það sem felur vöðvana.
5 Nota sama æfingaplanið of lengi Ef not-ast er við sama æfingaplanið í langan tíma og sömu
æfingarnar eru framkvæmdar aftur og aftur hættirðu að sjá
árangur. Við erum gjörn á að detta í rútínu þegar kemur að
ræktinni og gera þær æfingar sem við kunnum og líkar vel
við. Þegar þú vilt ná árangri og sjá breytingar á líkaman-
um verðurðu að stokka aðeins upp í hlutunum og breyta
æfingaplaninu reglulega.
6 Langar æfingar Langar æfingar virka ekki betur en stuttar og skila ekki hraðari árangri. Ef þú ert búin
að vera að þræla þér út í ræktinni í lengri tíma án þess að
sjá breytingar á líkama þínum geturðu líklega haldið því
áfram í langan tíma án þess að ná yfir höfuð einhverjum
sjáanlegum árangri. Viljir þú verða skorin/n og komast í
gott form eru það gæði æfinganna en ekki lengd þeirra
sem skiptir máli.
n Náðu árangri í ræktinni n Gæði æfinga skiptir meira máli en lengd
Crayola-
naglalakk
Það er alltaf að verða meira og
meira um það að beina auglýsinga-
herferðum snyrtivöruframleiðenda
að börnum. Árið 2007 kom MAC
með snyrtivörulínu sem var tileink-
uð Barbie og árið 2009 gerði Stila
Cosmetics það sama, kom með
snyrtivörulínu tileinkaða Barbie.
Sama ár kom Two-Faced með
snyrtivörulínu til heiðurs Strympu
og árið 2010 kom MAC með snyrti-
vörulínu með öllum „slæmu“ kon-
unum úr Disney, til dæmis vondu
stjúpunni úr Mjallhvíti og Grimm-
hildi Grámann. Svo kom í fyrra lína
með naglalakki frá OPI tileinkuð
Prúðuleikurunum.
Það nýjasta núna er Crayola-
naglalakk en Crayola eru þekktir
fyrir vaxlitina sína og þekkja flest
ef ekki öll börn vörumerki þeirra.
Þetta eru átta litir í litlum glösum í
kassa sem er eins og kassarnir utan
um vaxlitina.
Kátar með krakkana Systurnar Dalla og Tinna Ólafsdætur ásamt börnum þegar faðir
þeirra, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði kosningamiðstöð í maí síðastliðnum.