Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Blaðsíða 17
Hvergi algengari … reyna einhver bolabrögð Vilhjálmur Birgisson um kjarasamningsbrot gagnvart starfsfólki í ferðaiðnaði. – PressanKatrín Oddsdóttir um aðstöðu flóttamannsins Askarpour Mohammmed. – DV Hannes Hólmsteinn um ESB en hann telur að Ísland tapi Icesave-málinu. – Pressan S em barn hitti ég Vigdísi Finn­ bogadóttur, sem þá var forseti Íslands. Hún sagði okkur krökk­ unum að við værum sérstaklega heppin því við byggjum í lýðræðisríki, að lýðræðið væri dýrmætt en því mið­ ur ekki sjálfgefið. Á Íslandi ætti fólk rétt á að velja sína fulltrúa í frjálsum kosningum. Og nú reynir aldeilis á fólkið sem þjóðin valdi til verka. Sigurvegarar síðustu kosninga mynda nú stjórn, hinir minnihluta eða stjórnarand­ stöðu. Báðir hópar hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Stjórnin sér um stefnumótun og ber í raun ábyrgð á öllu draslinu. Þeirra er framkvæmda­ valdið og forseti þingsins með dag­ skrárvaldið. Minnihlutinn hefur víð­ tækt eftirlitshlutverk og ber að vera gagnrýninn á störf stjórnarinnar. Stjórnarandstaðan á að setja spurn­ ingarmerki við allt sem stjórnin legg­ ur til – velta því upp hvort fara megi aðrar leiðir og tryggja að ríkisstjórn sé gerð ábyrg gjörða sinna. Sú stjórnarandstaða sem við búum við á Alþingi í dag virðist hins vegar halda að hlutverk sitt sé ekki eingöngu að spyrja spurninga og veita aðhald heldur hreinlega koma í veg fyrir fram­ gang allra mála meirihlutans. Þar finn­ ast mér menn vera farnir að misskilja bæði hlutverk sitt og völd. Leikreglurnar Þingið starfar eftir lögum um þing­ sköp Alþingis. Eins og í fótboltan­ um þarf að gæta að því að leikurinn sé sanngjarn og er það gert með því að búa bæði stjórn, og þar með for­ seta þingsins, og stjórnarandstöðu vopnum. Eitt af vopnum stjórnar­ andstöðunnar er málþófið. Fyrir nokkrum árum var þingsköpum breytt þannig að í stað þess að hver þingmaður gæti talað eins lengi og hann héldi vöku tvisvar sinn­ um voru ræðurnar styttar og leyfð andsvör en enginn fjöldi á ræðum tiltekinn. Ég var ekki á þingi þegar þessar löngu ræður voru mögu­ legar en get rétt ímyndað mér þau leiðindi, enda vísindalega sann­ að að hlustendur halda ekki athygli nema í 20 mínútur í einu þegar hlýtt er á einn ræðumann. Þetta vita all­ ir góðir kennarar og brjóta upp kennslustundir með verkefnum og spurningum. Nú geta þingmenn hins vegar endalaust skipst á að halda stuttar ræður. Og það er þetta „endalaust“ sem skapar vandræðin því lítill hópur herskárra stjórnar­ andstæðinga getur auðveldlega tekið þingið í gíslingu. Neyðarhemillinn Stjórnarandstaðan á hverjum tíma verður að hafa neyðarhemil til að grípa í ef í óefni stefnir. Málþófs­ rétturinn er slíkur neyðarhemill en ekki endilega sá heppilegasti, sérstaklega ekki þegar þingmenn geta talað endalaust eins og nú er og gera það. Ég er mun hrifnari af því að minnihlutinn geti sent stór og umdeild mál í þjóðaratkvæða­ greiðslu eins og í Danmörku. Þar hefur það aðeins einu sinni verið gert. Í flestum ríkjunum í kringum okkur er ræðutími um hvert mál ákvarðaður fyrirfram. Ræðutími þjóðþinga Norðurlandanna er því töluvert styttri en hér á landi þótt þingmennirnir séu mun fleiri og örugglega jafnúttroðnir af skoðun­ um og sjálfumgleði og íslenskir starfsbræður þeirra. Vopn meirihlutans En meirihlutinn hefur líka vopn. Forseti eða níu þingmenn geta til dæmis lagt til að umræðu sé slitið eða hún takmörkuð samkvæmt 64. gr. þingskapanna. Slíka tillögu þarf að bera undir þingið en alvöru meirihluti ætti að geta fengið hana samþykkta. Og þar liggur hund­ urinn grafinn. Á meðan stjórnar­ andstaðan notar öll vopnin sín, alltaf, og hefur töglin og hagldirnar í þinginu, þorir meirihlutinn varla að opna vopnabúrið sitt, hvað þá beita því. Lögð er áhersla á að leysa öll mál í samkomulagi þegar allt eins væri hægt að reyna að ná samkomulagi við ánamaðka eða villta úlfa. Á meðan meirihlutinn sýnir þennan undirlægjuhátt er engin von til þess að nokkuð breyt­ ist og stjórnarandstaðan mun hafa neitunarvald í öllum málum áfram. Meirihlutinn þarf að ná völdunum aftur Ef áfram heldur sem horfir mun næsti þingvetur verða en skelfilegri. Á dagskrá verða helstu stórmál ríkis­ stjórnarinnar, svo sem rammaáætl­ un og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi – auðlindir okkar verða undir. Auk þess þarf þingið að afgreiða nýja stjórnarskrá. Við núverandi ástand er vonlaust að nokkuð af þessu kom­ ist í gegnum nálarauga stjórnarand­ stöðunnar. Þetta er eins konar valda­ rán. Lýðræðislega kjörinn meirihluti kemur litlu í verk og alls ekki sínum helstu stefnumálum sem meirihluti þjóðarinnar kaus hann til að fram­ kvæma. Stjórnarandstaðan er með þingið í gíslingu. Og málþófið veldur því að umræða um þingmálin er í raun ónýt því það er tilgangslaust að koma með ábendingar í þingræðu um hvað betur megi fara því þær drukkna í öllum gífuryrðunum. Þetta ástand er hættulegt og meirihlut­ inn verður að axla þá ábyrgð að stýra skútunni. Það eru nefnilega svik við kjósendur að láta minnihlutann ráða förinni. Lýðræði í hættu Spurningin „Spánverjar, því þeir eru með besta liðið.“ Guðmundur Þorsteinsson 16 ára menntaskólanemi „Ég held að það verði Þýskaland.“ Davíð Steinar Ásgrímsson 20 ára starfsmaður á lager „Þýskaland. Þeir eru eins og vél.“ Árni Gunnar Eyþórsson 21 árs starfsmaður Hörpu „Ég heyri marga segja að Þýskaland muni vinna svo ég segi Þýskaland.“ Arís Eva Vilhelmsdóttir 21 árs starfsmaður Zöru „Spánverjar, því þeim hefur gengið ágætlega vel.“ Sigríður Birna Matthíasdóttir 21 árs nemi í fatahönnun í París Hverjir verða Evrópumeistarar í fótbolta? 1 Hannes ósáttur við tón í bréfi Svavars Svavar Halldórsson, eiginmaður Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda, sendi Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni tölvupóst að næturlagi. 2 Börkur lagður í einelti í æsku Heimildarmenn DV greina frá því að Börkur Birgisson hafi verið lagður í einelti í grunnskóla. 3 Læstu Þóru-laginu á Youtube Myndband á Youtube þar sem stuðningsmenn Þóru sungu lag og fluttu texta henni til stuðnings hefur verið læst. 4 Telur líklegt að við töpum Icesave-máli Hannes Hómsteinn Gissurarson telur að Icesave-málið tapist. 5 Verkfræðingar halda helst fram hjá Samkvæmt nýrri könnun er hinn dæmigerði ótrúi eiginmaður að nálgast fertugt, tveggja barna faðir sem hefur verið giftur í tíu ár. 6 Lottóvinningshafinn er fundinn! Gaf sig loksins fram 7 Aðeins of margar aðgerðir Priscilla Presley hefur gengið aðeins of langt í því að vilja líta vel út að mati sérfræðinganna í Hollywood. Mest lesið á DV.is Ég er forsetinn E in er sú manneskja á öllu Íslandi sem er besta efnið í samein­ ingartákn þjóðarinnar. Það er ég. Einn er sá á landinu sem getur stýrt talinu í þjóðfé­ laginu úr deilum í uppbyggi­ lega umræðu. Það er ég. Því miður eruð þið ekki nógu vel upplýst. Þið talið ekki um réttu hlutina og talið ekki rétt um þá. Þing­ mennirnir ykkar og fjölmiðlar eru einnig óhæf. En ekki ég. Ég mun stýra umræðu ykkar, ég verð nefndur „Moderator“. Aðeins fyrir mína til­ stuðlan munið þið komast að skynsamlegri niðurstöðu. Ég mun afnema verðtrygginguna og afnema skuldir heimil­ anna. Þið hafið ekki getað það í öll þessi ár, talið bara um það, og talið vitlaust um það. Þið standið ekki nógu vel saman, eruð of tvístruð, börnin góð. Ásýnd mín og orð munu verða þess valdandi að þið þjappist saman, eins og klappstýrur í píramída. Þið þurfið sterk­ an leiðtoga á göngu ykkar í gegnum sjálfskapaða andlega eyðimörk ykkar. Þið þurfið leiðtoga, sem er eins og flæð­ andi vin sem bleytir og nærir. Leiðtoga eins og mig. Deilur munu lognast út af þegar lausnadrifin orð mín blakta í eyrum ykkar, þegar ég leiðrétti mistök Alþingis og ríkisstjórnarinnar og tryggi sjálfstæði landsins og aðdáun og undrun umheimsins. Til mín hafa leitað ýmsir aðilar, sem bera í brjósti sér bæði ugg og hag Íslands, á þessum óvissutímum, þegar ný þáttaröð af Dallas er kom­ in í loftið, Þórunn Antonía gefur frá sér sólóplötu og England er dottið úr leik á EM. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til forseta Íslands. Og þið kjósið mig, ef þið vitið hvað er gott fyrir ykkur. Sem þið gerið ekki. Og einmitt þess vegna þurfið þið á mér að halda. Svarthöfði Kjallari Margrét Tryggvadóttir Umræða 17Miðvikudagur 27. júní 2012 M ótframbjóðendur Ólafs Ragnars Grímssonar í for­ setakosningunum 30. júní næstkomandi geta verið stoltir af framtaki og þori sínu við að koma hon­ um frá. Takist það yrði það til þess að byggja upp nýtt traust og virðingu fyrir for­ setaembættinu. Raunar held ég að Ís­ lendingar myndu verða ánægðir með hvern og einn þeirra sem nú eru í fram­ boði til embættis forseta, en augljóst er samkvæmt öllum skoðanakönnunum að aðeins einn frambjóð­ andi, Þóra Arnórsdóttir, hefur möguleika á að sigra Ólaf. Því fyndist mér heillavænlegt og drengi­ legt ef þeir frambjóðend­ ur sem mun minna fylgi hafa drægju framboð sitt til baka og lýstu yfir stuðningi við Þóru. Án þessa stuðn­ ings er ljóst hvernig fer. Markmiðið hlýtur að vera að brúa þá gjá sem mynd­ ast hefur á ferli núver­ andi forseta, milli hans og þjóðarinnar. Og vonandi láta kjósendur ekki slúð­ ursögur hafa áhrif á dóm­ greind sína. Kjósum forseta á betri forsendum Aðsent Jón H. Sigurðsson „ Á meðan meirihlut- inn sýnir þennan undirlægjuhátt er engin von til þess að nokkuð breytist og stjórnarand- staðan mun hafa neitun- arvald í öllum málum áfram. … svona skítkast Höfundur lagsins um Þóru Arnórsdóttur, lokaði því á Youtube.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.