Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Side 2
2 Fréttir 4. júlí 2012 Miðvikudagur
Hagvöxtur
mestur
á Íslandi
Oddný G. Harðardóttir fjármála
ráðherra sat fund norrænna fjár
málaráðherra sem haldinn var
í Ósló í vikunni. Fram kom að
hvergi á Norðurlöndum mælist
hagvöxtur meiri en hér á landi,
en fjármálakerfi allra Norður
landanna hafa þó gengið gegn
um erfiðleika síðustu misserin.
Ljóst er þó að Norðurlandaþjóð
irnar eru talsvert betur settar en
ríki sunnar í Evrópu. Ráðherr
arnir hafa áhyggjur af efnahags
erfiðleikum Evrópusambands
ríkjanna og ræddu um viðbrögð
ráðamanna við þeim. Jafnframt
var fjallað ítarlega um fyrirhug
aða innleiðingu nýrra reglna
um eigið fé fjármálastofnana
innan ESB og á EESsvæðinu.
Oddný G. Harðardóttir hélt er
indi um mikilvægi menntunar á
tímum efnahagslægða og kynnti
jafnframt stefnu ríkisstjórnarinnar
um grænt hagkerfi. Benti hún á að
unnið hafi verið að eflingu græns
hagkerfis þrátt fyrir efnahags
þrengingar á Íslandi.
E
rlendir blaðamenn og ljós
myndarar veittu Tom Cruise
eftirför á bílum á laugardag
þegar ekið var með hann um
borgina. Lífverðir og ökumenn
Cruise beittu ýmsum klækjabrögðum
til að reyna að losna við pressuna. Mik
il eftirspurn er eftir myndum af leikar
anum, sérstaklega eftir að eiginkona
hans, Katie Holmes, sótti um skilnað
frá honum fyrir bandarískum dóm
stólum í síðustu viku.
Eltingaleikur í Reykjavík
Heimildir DV herma að ekið hafi
verið frá Hilton hótelinu við Suður
landsbraut í Reykjavík og krókaleið
ekin niður í Skeifu þar sem skipt
var um bíl. Þaðan var svo keyrt inn
í Vogahverfið í Reykjavík með báða
bílana og blaðamennina í humátt
á eftir þar sem silfurlitaður Toyota
Land Cruiserjeppi var stöðvaður í
Skeiðarvogi, fyrir utan Menntaskól
ann við Sund, þar sem ekki var hægt
að komast framhjá. Heimildarmað
ur DV segir að lífvörður Cruise hafi
sagt að bíllinn væri bilaður og að
þess vegna hafi hann stöðvað en við
það komst svört Cadillac Escalade
jeppabifreið leikarans undan.
Ekki liggur fyrir hvaða fjölmiðl
ar það voru sem eltu Cruise en fjöl
miðlar frá Bretlandi, Skandinavíu
og Bandaríkjunum hafa setið um
leikarann síðustu vikurnar hér á
landi.
Verðmætar myndir
Mikil eftirspurn hefur verið eft
ir fréttum og myndum af hverju því
sem Tom Cruise og Katie Holmes
hafa tekið sér fyrir hendur eftir að
Holmes sótti um skilnað frá Top
Gunleikaranum. Hún er núna stödd
í New Yorkborg í Bandaríkjunum en
Cruise hefur verið við tökur á kvik
myndinni Oblivion hér á landi.
Nýjar myndir og fréttir af parinu
hafa selst fyrir milljónir króna til er
lendra fjölmiðla. Einn af ljósmynd
urunum sem elt hefur Tom Cruise
hér á landi, Ian Lawrence, sagði í
samtali við Fréttablaðið 22. júní síð
astliðinn að hann hafi fengið jafn
virði 12 milljóna króna fyrir mynd
af giftingu Cruise og Holmes. „Það
er meðal verð fyrir góða fréttamynd,“
sagði Lawrence. Eftirspurn eftir
myndum af Cruise hefur snaraukist
frá því að Holmes sótti um skilnað
og er ljóst að verðið á myndum hefur
hækkað eftir það.
Íslenski ljósmyndarinn Júlíus Sig
urjónsson, sem starfar hjá Morgun
blaðinu, náði að talið er, síðustu ljós
myndunum af Holmes og Cruise
saman en þær myndir eru komnar í
umboðssölu hjá fyrirtækinu Splash
news. Þær hafa meðal annars birst á
miðlunum TMZ, The Sun og ACES
howbiz.
Eltu Tom Cruise á
bílum í Reykjavík
n Tom Cruise hundeltur af erlendu pressunni n Skipti um bíl í Skeifunni og komst undan með klækjum
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Skyldi þetta vera
síðasta myndin?
Líkt og kunnugt er eyddu Tom Cruise
og Katie Holmes síðustu dögum sínum
sem opinbert par hérna á Íslandi. Þá
náðust nokkrar myndir af þeim þar sem
þau voru á gangi um Þingholtin og allt
virtist leika í lyndi. Hér sést hvar þau
rölta saman niður Laugarveginn, rétt
fyrir hádegismat og þetta er líklegast
ein af síðustu myndunum af parinu.
M
y
n
d
B
iR
n
a
Þ
ó
R
M
u
n
d
sd
ó
t
ti
R
Fá 13,9
milljónir
frá ríkinu
Íslenska ríkið var dæmt til að
greiða hjónunum og bændunum
Sigurði Hauki Jónssyni og Fjólu
Helgadóttur bætur upp á 13,9
milljónir króna, samkvæmt dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll
á mánudag. Bæturnar fá hjón
in vegna niðurskurðar á sauðfé á
bænum Skollagróf, sem er í eigu
hjónanna.
Riða greindist í fénu árið 2007
og fyrirskipaði Matvælastofnun að
fénu skyldi fargað, en hjónin áttu
350 kindur. Sigurður segir að í ferl
inu hafi Matvælastofnun meðal
annars brotið gegn andmælarétti
stjórnsýslulaga. „Þetta er allt hið
skrítnasta mál, við fengum ekki
einu sinni tækifæri til að tjá okkur
um málið. Síðan er það þannig að
sumir dýralæknar halda að þessi
sjúkdómur sé ekki riða – heldur
alzheimer,“ segir Sigurður Hauk
ur um málið. Hann segir að málið
hafi tekið alltof langan tíma í ferl
inu. Auk þess fá hjónin 600.000
krónur í bætur fyrir málskostn
að. „Það mun ekki duga fyrir lög
mannskostnaði,“ segir Sigurður.
1 Hilton Hotel Nordica Tom Cruise gisti á Hilton
hótelinu í Reykjavík þegar hann
var ekki við tökur.
2 Skeifan Eftir að Cruise lagði af stað frá Hilton
stoppaði hann í Skeifunni, þar
sem hann skipti um bíl.
3 Skeiðarvogur Cruise komst undan blaðamönnum
og ljósmyndurum þegar lífvörður
lokaði fyrir umferð á götunni.
suðurlandsbraut
Miklabraut
Langholtsvegur
Við tökur Í nýjustu myndinni, Oblivion.