Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Síða 29
Fólk 29Miðvikudagur 4. júlí 2012 að „koma siðferði á“. Ekki er átt við sið- ferði í hefðbundnum skilningi heldur vísindakirkjusiðferði sem hefur verið harðlega gagnrýnt. Til að mynda af prófessor Stephen A. Kent sem hefur rannsakað kirkjuna hvað mest. Hann segir siðferði kirkjunnar í raun byggjast á því að eyða mótstöðu eða eyða áhuga fólks á öllu öðru en Vísindakirkjunni. Grimmir lögfræðingar Það er ljóst að Holmes býst ekki við neinu öðru en hörðum deilum í dómsal en hún hefur ráðið til sín teymi þekktra lögfræðinga. Má þar helst nefna Allan Mayefsky sem sérhæfir sig í skilnaðarmálum frægra. Auk hans hefur hún ráðið til sín lítt þekktan lögfræðing sem heitir Jonathan Wolfe. Sá er hins vegar sagður snillingur í því að þefa uppi falin auðæfi en það þykir benda til þess að Holmes ætli ekki aðeins að sækjast eftir fullu forræði yfir Suri heldur einnig meira fé en kaupmáli hjónanna kveður á um – en kaupmálinn fyllir litlar 100 blað- síður. tom vildi senda suri í vísindakirkjubúðir Suri Suri er ástæðan fyrir skilnaðinum að sögn fjölmiðla. Hjóna- bandið er sagt hafa verið sýndarleikur í nokkur ár. B andaríski verðlaunablaða- maðurinn Anderson Cooper kom út úr skápnum nýverið. Anderson sagði frá samkyn- hneigð sinni í löngum tölvupósti til Andrew Sullivan, blaðamanns hjá Entertainment Weekly, sem hafði spurt hann beint út um kynhneigð- ina. Enn fremur útskýrði hvers vegna hann hefði haldið einkalífinu út af fyrir sig hingað til og hvers vegna hann kæmi út úr skápnum á þessum tímapunkti. Helstu áhyggjur hans voru áhyggjur af öryggi fréttateym- isins og sú skoðun hans að einkalíf blaðamanns – stjórnmálaskoðanir, trú og aðrir þættir lífs hans – ættu ekki heima í opinberri umræðu. Nýlega hafi hann þó áttað sig á því að þögn hans gæti gefið einhverj- um ástæðu til að halda að hann hefði eitthvað að fela sem hann skammaðist sín fyrir. „Þetta olli mér vanlíðan því þetta er hreinlega ekki satt,“ skrifar hann. „Staðreyndin er sú að ég er samkynhneigður, hef alltaf verið það, verð það alltaf og ég gæti ekki verið hamingjusamari, sáttari við sjálfan mig eða stoltari.“ Óttaðist öryggi samstarfsmanna n Anderson Cooper kom út úr skápnum með stæl Kominn út úr skápnum Anderson hélt samkynhneigðinni leyndri af ótta við að stofna fréttateymi sínu í hættu. A ndy Griffith sem lék hinn bráðvinsæla Matlock í sam- nefndum þáttum sem sýnd- ir voru á RÚV á áttunda og níunda áratugnum, er látinn, 86 ára að aldri. Andy kom af fátæku heimili og svaf til dæmis í skúffu í nokkra mánuði því það var ekki til vagga eða rúm handa honum og um tíma þurfti hann meira að segja að búa hjá ættingjum vegna peningaleysis foreldra sinna. Hann fór samt í skóla og gekk alltaf vel að læra og hafði mikinn áhuga á söng. Andy lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957 en hún hét A Face In The Crowd en hann hafði áður leikið í tveimur sjónvarpsþáttum sem náðu ekki miklum vinsældum. Hann fór svo að leika í The Andy Griffith Show þar sem hann lék skerfara í bænum Mayberry en þessir þættir voru sýndir frá 1960 til 1968 og voru mjög vinsælir. Matlock-þættirnir fóru svo í loft- ið árið 1986 og náðu mjög miklum vinsældum víða um heim, ekki síst á Íslandi. Gerðar voru níu seríur af Matlock og voru þættirnir fram- leiddir til ársins 1995. Andy Griffith var þrígiftur, síðast Cindi Knight en þau höfðu verið gift frá árinu 1983.  Andy Griffith allur n Sló í gegn sem Matlock Andy Griffith Er Íslendingum góðkunnur enda Matlock-þættirnir vinsælir mjög á sínum tíma. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.