Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Qupperneq 11
Fréttir 11Miðvikudagur 18. júlí 2012 n Úlfhildi og Magnúsi meinað að vera saman á Sólheimum n Bæði miður sín n Hún reyndi að svipta sig lífi Trúlofað par sliti í su dur Eftir þann atburð tóku forsvars­ menn Sólheima, í félagi við fóstur­ foreldra Úlfhildar, ákvörðun um að banna parinu alfarið að hittast að sögn Úlfhildar. „Það varð al­ ger sundrung eftir þetta,“ segir Magnús en parið var að hittast í fyrsta skipti eftir atburðinn. „Þegar ég hitti Magga á föstudaginn (13. júlí: innskot blaðamanns) hafði ég ekki séð hann síðan í maí,“ seg­ ir Úlfhildur sem þurfti að fara aftur á Sólheima síðastliðinn sunnudag. Hafnaði tilboðinu Magnús segir að fyrir mánuði síðan hafi framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur Ár­ mann Pétursson, boðið hon­ um til fundar við sig á kaffihúsi á Selfossi. Segir Magnús að þar hafi Guðmundur reynt að gera við hann samkomulag þess efn­ is að Sólheimar myndu fella nið­ ur bensínskuldina gegn því að hann sliti öllum samskiptum við Úlfhildi. „Hann hélt að samband okkar Úlfhildar væri ekki meira virði en 125 þúsund kall,“ seg­ ir Magnús sem datt ekki í hug að gangast að tilboðinu. Honum hef­ ur einnig liðið skelfilega eftir að­ skilnaðinn. „Líf mitt er ein rjúk­ andi rúst; ég hef ekkert fyrir stafni. Ég geri ekkert annað en að vera í tölvunni – búið.“ Úlfhildur tekur í sama streng. „Ég mæti í vinnuna og fer svo heim til mín og hef ekk­ ert að gera. Svo fer ég að sofa.“ „Mælirinn fullur“ Þegar Úlfhildur komst að því, að Guðmundur hefði boðið Magn­ úsi ofangreindan samning varð hún öskureið. „Þá varð mælirinn fullur,“ segir Úlfhildur sem ákvað, í samráði við unnusta sinn, að fara með sögu sína í fjölmiðla með það að markmiði að færa óréttlætið í dagsljósið. Óvíst er, hvort þau fái að hittast á ný. „Þetta er ekki þitt mál – held ég,“ segir Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, forstöðumaður heimilissviðs Sól­ heima, í samtali við DV og bætir við: „Ég veit ekki hvers vegna þið eruð að taka þetta upp.“ Aðspurð hvort eðlilegt hafi verið, að bjóða Magnúsi að fella niður skuld hans gegn því að hann sliti tengslum við unnustu sína sagði Guðrún: „Ég ætla ekkert að tjá mig neitt. Þið takið alltaf upp svona mál.“ Ekki náðist í Guðmund Ármann Pétursson, framkvæmdastjóra Sól­ heima, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. n „Þetta er svo ósanngjarnt; við erum trúlofuð en ég má samt ekki vera með honum. Stjórnendur Ein mikilvæg forsenda þess að fyrirtæki hljóti skuldaaðlögun er sú að stjórnendur fyrirtækisins séu mikilvægir rekstri þess. Þegar Davíð Oddsson tók við ritstjórn tapaði Morgunblaðið 11.000 áskrifendum. n Afskrifaði að lágmarki 664 milljónir af skuldum Árvakurs Í slandsbanki virðist ekki hafa far­ ið að settum viðmiðum í meðferð sinni á Árvaki, sem er útgáfufélag Morgunblaðsins. Árvakur hefur lækkað skuldir sínar við Íslands­ banka um tæpan milljarð frá árinu 2010. Með varkárri lesningu á nýút­ gefnum ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 má lesa hvar tæpar 665 milljónir voru afskrifaðar af skuldum Morgunblaðsins. Þetta hefur vakið upp spurningar og hafa sumir haldið því fram að útgáfufélagið hafi hlotið sérmeðferð hjá bankanum. Segist hafa farið að viðmiðum Inntur eftir svörum segir Íslands­ banki, lánardrottinn Árvakurs, að mál Morgunblaðsins hafi verið af­ greidd samkvæmt almennum vinnuramma, sem taki mið af Beinu brautinni svokölluðu. Beina braut­ in er eitt þeirra úrræða sem Íslands­ banki býður fyrirtækjum við fjár­ hagslega endurskipulagningu og kemur til viðbótar hefðbundnum úrræðum. Við nánari eftirgrennslan virðist þó sem bankinn hafi ekki far­ ið eftir eigin viðmiðum í málinu, ef marka má þau viðmið sem birt eru á vefsvæði bankans. Skuldir of háar Samkvæmt lykilforsendum skulda­ aðlögunar hjá Íslandsbanka má skuld fyrirtækisins ekki vera of há. Í upplýsingum sem fengust hjá bank­ anum um Beinu brautina og skulda­ aðlögun kemur fram að Beina braut­ in sé fyrst og fremst fyrir lítil eða meðalstór fyrirtæki með skuldir undir einum milljarði. Skuldir Ár­ vakurs á árinu 2010, fyrir seinni af­ skrift, voru rúmlega 1.633 milljónir. Þetta brýtur í bága við viðmið bank­ ans. Árið 2011 voru skuldir bankans rúmlega 634 milljónir. Með því að taka inn í reikninginn afborganir af lánum sést hvar 994 milljónir af lán­ um Morgunblaðsins hafa horfið. Á móti er gert ráð fyrir 335 milljóna hækkun á afborgunum árið 2012, sem ætla má að hafi verið skilyrði fyr­ ir afskriftinni. Hrein afskrift er því lík­ lega rúmlega 664 milljónir. Afskriftin of há Samkvæmt viðmiðum Beinu brautarinnar er hægt að fá tímabundna ívilnun skulda. Skilyrði gegn því að fá slíka niðurfellingu er að nýtt hlutafé komi inn í fyrirtækið og fyrirtæki getur ekki fengið slíka ívilnun oftar en einu sinni. Umfang niðurfellingarinnar fer eftir magni hins nýja hlutafjár og eftir því hversu lengi ívilnunin verður í gildi. Samkvæmt viðmiðum bankans sem birt eru á vefsíðu hans er stærsta ívilnunin sú sem er yfir sem stystan tíma, til allt að sex mánaða. Hún get­ ur verið allt að helmingi þess nýja hlutafjár sem fært er inn í fyrirtækið. Hlutafjáraukningin í Árvakri árið 2011 hljóðaði upp á 500 milljónir og kom hún frá móðurfélagi Árvakurs. Samkvæmt þeim tölum átti félagið rétt á 250 milljóna króna ívilnun til hálfs árs. Samkvæmt varkárri lesn­ ingu ársreiknings hins vegar, er af­ skriftin 664 milljónir. Það virðist þá sem svo að tekið hafi verið mið af öllu hlutafé félagsins frá upphafi, sem er 1.221 milljón, en það er eina talan sem að kemur heim og saman við hina raunverulegu afskrift. Afskrift sem nemur helmingi alls hlutafjár frá upphafi myndi nema rúmum 610 milljónum. Rekstur sé metinn lífvænlegur Ein lykilforsenda þess að fá skulda­ aðlögun hjá Íslandsbanka er sú að rekstur fyrirtækisins sé metinn líf­ vænlegur að lokinni endurskipulagn­ ingu. Ekki verður lagt mat á það hvort rekstur Árvakurs sé lífvænlegur en ljóst er að fyrirtækið hefur verið rek­ ið með hundruða milljóna tapi – árið 2011 með 205 milljóna tapi – og það var eftir miklar hagræðingar. Útgáfu­ dögum blaðsins var ekki fækkað að ráði á milli 2010 og 2011 og starfs­ mannafjöldi var skertur einungis óverulega. Björn Valur Gíslason alþingis­ maður varpaði fram þeirri spurn­ ingu við DV hvort bankinn gerði kröfu um hagræðingu í rekstri. „Það er spurning hvort einstaklingar fái sömu meðferð og hvort einhverjar almennilegar kröfur hafi verið gerðar um endurskipulagningu rekstursins. Gerir til dæmis bankinn aldrei kröfu um það að lélegir stjórnendur – eins og hlýtur að vera í þessu tilviki – víki?“ sagði hann við blaðamann. Forsend­ an er að reksturinn sé lífvænlegur, en engar mannabreytingar hafa ver­ ið gerðar, hvorki við fyrstu afskrift né við aðra. Stjórnendur séu mikilvægir fyrir framtíðarrekstur Önnur forsenda fyrir skulda­ aðlögun er sú að stjórnendur fyrir tækisins séu mikilvægir fyrir rekstur þess. Líkt og áður segir var félagið rekið með miklu tapi og þegar núverandi ritstjórn tók við sögðu um ellefu þúsund áskrif­ endur upp áskrift að blaðinu. Tek­ ist hefur að stemma lítillega stigu við stórfelldu tapi en reksturinn er ekki enn kominn á réttan kjöl. Það er því opin spurning hvort núver­ andi stjórnendur Árvakurs séu með ritstjórnarstefnu sinni mikilvægir fyrir framtíð blaðsins. Þar að auki er hugtakið „mikilvægt“ opið til túlk­ unar og í því er óneitanlega falið ákveðið huglægt mat þeirra sem að málinu koma. Stærsta lánið vegna prentsmiðju Stærsta lán Árvakurs er tilkomið vegna hátæknilegrar prentsmiðju í Hádegismóum. Það hljóðaði upp á nærri 2,8 milljarða króna, en það var veitt með veði í prentsmiðjunni sjálfri. Þess má geta að sala á fyrr­ verandi höfuðstöðvum Morgun­ blaðsins hljóðaði upp á 2,1 millj­ arð. Það er því augljóst að hér er um gríðarstóra fjárfestingu að ræða. Afskriftin gefur félaginu drjúgan afslátt af umræddu láni og er að minnsta kosti ekki hamlandi fyrir fé­ lagið á samkeppnismarkaði. Önnur lán Árvakurs hjá Íslandsbanka voru fjárfestinga­ og rekstrarlán, samtals upp á tæpar 800 milljónir, sem veitt voru af Glitni, sem síðar varð Ís­ landsbanki. n Lánasamsetning Árvakurs hf. árið 2009, fyrir allar afskriftir Lánveitandi Fjárhæð Lán vegna prentsmiðju Glitnir (Íslandsbanki) 2.760 millj. veðlán Önnur veðlán Glitnir (Íslandsbanki) 444 millj. veðlán Fjárfestinga- og rekstrarlán Glitnir (Íslandsbanki) 332 millj. óveðtryggt* Fjárfestinga- og rekstrarlán Landsbankinn 897 millj. óveðtryggt* Samtals: 4.433 millj. *Með Með ábyRgð eignARHAldSfélAgA HlutHAfA n Af þessum tæplega 4,5 milljarða skuldum hafa að minnsta kosti 3,4 verið afskrifaðir. Svör Íslandsbanka vegna árvakurs: Afskriftir einstaklinga algengari Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, svaraði fyrirspurn blaða- manns um mál Árvakurs: „Bankinn er lögum samkvæmt bundinn trúnaði um málefni viðskiptavina sinna og getur því ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en þessu. Reglur um skuldaaðlögun útiloka ekki að þeim sé beitt í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fyrirtækja með heildarskuldir yfir 1 milljarð króna og eru fjölmörg dæmi um að slíkt hafi verið gert. Bankinn hefur það að leiðarljósi að hámarka endurheimtur sínar eins og kemur fram í sameiginlegum verklagsreglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækja og eru þá bornir saman mismundi valkostir sem bankinn stend- ur frammi fyrir við skuldauppgjör fyrirtækja og sú leið valin sem metin er hagkvæmust að teknu tilliti til svo sem byggðarsjónarmiða. Að auki fylgir bankinn almennum lögum svo sem samkeppnislögum við úrvinnslu í skuldamálum fyrirtækja og er undir eftirliti sérstakrar eftirlitsnefndar Alþingis. Íslandsbanki hefur birt tölur um afskriftir og leiðréttingar á skuldum bæði einstaklinga og fyrirtækja í árshlutauppgjörum sínum. Á fyrsta fjórðungi ársins höfðu um 18.200 einstaklingar og um 3.000 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum frá stofnun bankans sem nemur um 370 milljörðum króna. Í kafla um fjárhags- lega endurskipulagningu í áhættuskýrslu bankans kemur fram að eftirgjafir sem ekki tengjast gjaldþrotum nema um 17 prósent af upphaflega lánasafninu fyrir fyrirtæki en 26 prósent fyrir einstaklinga.“ Viðmiðin sVeigð Vegna ÁrVakurs Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.