Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Page 15
R
æstingafólk sem ráðið hef
ur verið til starfa fyrir
Ólympíuleikana í Lundún
um kvartar sáran undan að
búnaði sínum. Búið er að
koma upp afgirtri gámaþyrpingu þar
sem fólkið mun búa meðan á leikun
um stendur. Þarf fólk að sætta sig við
að vera í gámi með allt að tíu öðrum
einstaklingum. Þá hefur það verið
gagnrýnt harðlega að aðeins eitt kló
sett er fyrir hverja tuttugu og fimm
starfsmenn og ein sturta fyrir hverja
sjötíu og fimm. Gámarnir virðast
einnig vera illa samsettir, ef marka
má umfjöllun The Daily Mail, því í
rigningum sem verið hafa undan
farna daga hafa þeir míglekið.
Hætti við
„Ég trúði ekki eigin augum,“ seg
ir Andrea Murnoz, 21 árs stúlka frá
Madrid á Spáni, um það þegar hún
kom fyrst á svæðið fyrir skömmu.
Hún ætlaði að sækja um vinnu við
þrif á á leikunum og kom til Bret
lands gagngert til þess líkt og margir
aðrir. Í umfjöllun The Daily Mail
kemur fram að margir hafi ákveðið
að afþakka störfin þegar þeir sáu að
búnaðinn á svæðinu og snúið aft
ur til heimalands síns. Þeir hafi ekki
verið tilbúnir að eyða tíma sínum
við þessar aðstæður og ekki verið til
búnir til að greiða átján pund, eða
3.600 krónur, í leigu fyrir hvern dag á
gámasvæðinu.
Skítug klósett
„Þegar ég sá þessi stóru stálhlið og
þennan háa turn á miðju svæðinu þá
fór ég ósjálfrátt að hugsa um fanga
búðir,“ segir Andrea sem kom til Bret
lands með tveimur vinum sínum. Vinir
hennar fengu vinnu við þrif á leikun
um en sjálf ákvað hún að sækja ekki
um þegar hún sá aðstæðurnar sem
fólkið bjó við. „Ég íhugaði að sækja
um en ég hætti við. Vinir mínir fengu
vinnu en ég held að þeir sjái eftir því
núna,“ segir hún. Í umfjöllun blaðsins
er tekið fram að þeir sem skrifi und
ir samning við fyrirtækin sem sjá um
ræstingar séu bundnir þagnarskyldu.
Þá megi þeir ekki fá heimsóknir á
gámasvæðin af öryggisástæðum.
Þrátt fyrir að starfsmenn megi
ekki tjá sig við fjölmiðla náði blaðið
tali af ungum manni frá Ungverja
landi sem fékk vinnu á svæðinu.
Hann segir að aðstæður á gáma
svæðinu séu slæmar en þar sem
hann átti ekki í nein önnur hús að
venda hafi hann ákveðið að slá til.
„Þetta er eins og í fátækrahverfi,“ seg
ir maðurinn sem er 24 ára. „Klósettin
eru skítug og það er mjög lítið pláss
hérna,“ bætir hann við.
Ekki fangabúðir
Það er fyrirtækið Spotless Inter
national Services sem hefur umsjón
með svæðinu og vísar talsmaður
þess, Craig Lovett, gagnrýnisrödd
um á bug. Hann segir að aðbúnað
ur á svæðinu sé samkvæmt lögum
og reglum og vísar því á bug að ekki
sé nóg af sturtum og klósettum fyr
ir starfsfólk. Þá sé boðið upp á af
þreyingu fyrir starfsfólk á kvöldin
og þeir hafi aðgang að interneti og
heilbrigðisþjónustu. Þá komi starfs
fólkið til með að vinna á vöktum og
það muni létta á álaginu. „Þetta eru
ekki fangabúðir og það er enginn
neyddur til að vera hérna. Margt af
okkar starfsfólki kemur frá svæð
um þar sem atvinnuleysi er mikið
og er mjög ánægt með að fá vinnu á
Ólympíuleikunum. Auðvitað verða
alltaf einhverjir óánægðir,“ segir
hann. Hann viðurkennir að rigning
hafi sett strik í reikninginn og viður
kennir að sumir gámar hafi lekið.
Fyrirtækið sé að vinna í því að leysa
þau mál og vonast hann til þess að
allir íbúar gámaþyrpingarinnar verði
ánægðir.
Færri morð eftir vopnahlé
n Morðum fækkað um rúmlega helming á örfáum mánuðum
E
llefu morð voru framin á degi
hverjum í El Salvador árið
2011 en undanfarna fjóra
mánuði hefur þeim fækkað
niður í fimm að meðaltali. Lög
regluyfirvöld í El Salvador rekja
þessa fækkun til vopnahlés sem
tvö stærstu gengi landsins, Calle
18 og Mara Salvatrucha, sömdu
um í mars síðastliðnum. Vopna
hléð var fljótt að skila sér því þann
14. apríl síðastliðinn var ekkert
morð framið í landinu. Það hafði
ekki gerst í þrjú ár.
„Við erum ekki að afvopnast.
Við verðum alltaf krimmar. Við
höfum gengið í gegnum hluti sem
hafa breytt okkur. Morð eru sóun á
mannslífum,“ segir Victor Garcia,
39 ára meðlimur Calle 18gengis
ins, í samtali við Reuters. Garcia
situr nú í fangelsi þar sem hann af
plánar tuttugu og átta ára dóm fyr
ir morð.
Glæpagengjunum Calle 18 og
Mara Salvatrucha, einnig þekkt
sem MS13, er að stórum hluta
stjórnað úr fangelsum landsins af
hátt settum meðlimum. Meðlim
ir samtakanna hafa lengi eldað
grátt silfur saman og barist um yf
irráð á svæðum í El Salvador sem
svo skapa þeim tekjur með fíkni
efnasölu og viðskiptum með þýfi.
Til að sanna gildi sitt þurfa með
limir oft að fremja ódæðisverk
– svo sem morð – á meðlimum
annarra samtaka.
Vopnahléið milli þessa stóru
glæpagengja sem teygja anga sína
víða um heim hefur vakið talsverða
athygli. Þannig voru 30 meðlim
ir samtakanna færðir úr öryggis
fangelsum yfir í fangelsi þar sem
meira frjálsræði ríkir skömmu eftir
að tilkynnt var um vopnahléið. Þar
njóta þeir ýmissa forréttinda og fá
til að mynda heimsóknir frá fjöl
skyldum sínum. Mauricio Funes,
forseti El Salvador, þvertekur hins
vegar fyrir að samningar hafi verið
gerðir við gengin.
Erlent 15Miðvikudagur 18. júlí 2012
Sóun á mannslífum Victor Garcia
er meðlimur í Calle 18-genginu sem
samdi um vopnahlé við erkióvin sinn,
Mara Salvatrucha.
Snákur á
klósettinu
Tuttugu og átta ára konu frá Sviss,
Aniku Bauer, brá í brún þegar hún
kom auga á snák á baðherbergi
sínu á dögunum. Í ljós kom að
snákurinn, 70 sentímetra langur,
hafði sloppið frá nágranna henn
ar á hæðinni fyrir ofan. Henni var
ennþá meira brugðið þegar hún
komst að því að snákurinn hafði
sloppið í ársbyrjun og því allar lík
ur á að hann hafi haldið til á heim
ili hennar undanfarna sjö mánuði.
Bauer er búsett í Allschwil í Sviss
og var meindýraeyðir fenginn
til að fjarlægja snákinn. Mein
dýraeyðirinn sýndi honum misk
unn og sleppti honum út í skógi.
Mubarak
í grjótið
Saksóknarar í Egyptalandi hafa
krafist þess að Hosni Mubarak,
fyrrverandi forseti landsins, verði
fluttur af sjúkrahúsi og í fangelsi.
Mubarak var dæmdur í lífstíðar
fangelsi á dögunum vegna dauða
fólks í mótmælunum sem geisuðu
í landinu á síðasta ári. Heilsu hans
hrakaði mjög eftir að dómurinn
var kveðinn upp og var jafnvel talið
að hann væri við dauðans dyr.
Heilsa hans hefur hins vegar
batnað töluvert undanfarna daga
og telja saksóknarar að heilsa
hans sé nógu góð til að hann geti
hafið afplánun.
Karlar í flest
ný störf
Karlar fylla átta af hverjum tíu
nýjum störfum sem orðið hafa til
í Bandaríkjunum frá því í júní
mánuði 2009. Þetta kemur fram
í umfjöllun bandaríska blaðsins
The Los Angeles Times. Þar kem
ur fram að 2,9 milljónir starfa hafi
orðið til eftir að efnahagsniður
sveiflunni lauk sumarið 2009.
Skýringin á þessu er að hluta til
sú að mörg ný störf hafa skapast
í iðnaði þar sem karlar hafa ver
ið – og eru – fyrirferðarmeiri en
konur. Þá misstu einnig fleiri karl
ar en konur vinnuna þegar efna
hagslægðin var hvað dýpst.
n Aðbúnaður ræstingafólks á Ólympíuleikunum harðlega gagnrýndur
75 manns deila
sömu sturtunni
„Klósettin eru
skítug og það er
mjög lítið pláss hérna.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Sofið í kojum Starfsfólk hefur kvartað undan plássleysi en eins og sést hér sefur starfs-
fólk í kojum og deilir gámum með allt að tíu öðrum.
Þétt byggð Mikið hefur rignt í Lundúnum að undanförnu og hefur það sett strik í reikninginn.