Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Qupperneq 16
Sandkorn
Í
slendingar mega enn sem komið
er vera þakklátir fyrir það hvernig
hefur gengið að komast út úr brim-
skafli bankahrunsins. Örlagadís-
irnar hafa hagað málum þannig
að atvinnuleysi er á undanhaldi og
flestir mælikvarðar á hag þjóðarinn-
ar eru jákvæðir. Þetta er að hluta til
ríkisstjórninni að þakka þótt öðrum
þræði hafi ytri aðstæður svo sem vel-
gengni í viðskiptum við aðrar þjóðir
skipt miklu.
Það er innantómur áróður að
halda því fram að efnahagsbatinn hér
hafi átt sér stað þrátt fyrir ríkisstjórn-
ina. Lýðskrumarar vilja ekki í neinu
þakka ríkisstjórninni. Það er óboð-
legur málflutningur. Það kann rétt
að vera að batinn hafi verið hægari
en efni stóðu til vegna þess að rík-
isstjórnin hefur verið löskuð af inn-
byrðis átökum. Það kemur skýrt fram
í örlögum kvótamálanna þar sem hin
boðaða bylting endaði í hálfgerðu
yfirklóri og vandræðagangi. Og það
kemur fram í vandræðaganginum í
kringum stjórnlagaþing og boðað-
ar lýðræðisumbætur þess. Af ein-
hverjum stórundarlegum ástæðum
er nú óvíst að þjóðin fái að kveða upp
sinn dóm yfir breytingum á stjórnar-
skrá. Það kemur einnig fram í því að
skjaldborgin um fjárhag einstaklinga
varð aldrei fugl né fiskur. Þess í stað
nutu skuldakóngar fyrirtækjanna
sérstakrar velvildar eins og sjá má
af niðurfellingum á milljarðaskuld-
um. Og það kemur fram í stöðugum
núningi vegna aðildarumsóknar að
Evrópusambandinu.
En þótt stjórnin hafi undanfarin
ár skakklappast áfram þá eru teiknin
góð. Það er sama hvar í flokki menn
standa. Þeir verða að viðurkenna það
sem vel er gert. Og það leikur enginn
vafi á því að það er bjart yfir efnahag
Íslands þessa dagana. Það má síð-
an velta upp ástæðum þess að svo er
komið. Hugsanlega skipti þar sköp-
um að ríkisstjórnin fylgdi fyrirmæl-
um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tókst
þannig að vinna sig út úr vonlítilli
stöðu.
En þrátt fyrir hin björtu teikn hag-
vísanna eru dökk ský úti við sjón-
deildarhringinn. Enginn veit hvern-
ig deilunni um Icesave lyktar fyrir
dómstólum. Þar gæti í versta falli ver-
ið framundan gríðarlegt efnahagslegt
áfall. Fari svo er ekki hægt að kenna
ríkisstjórninni um. Það voru aðrir
sem snéru þjóðarskútunni frá samn-
ingaleiðinni og inn í dómsal. Þau mál
skýrast í haust. Einnig er óljóst hvern-
ig við ætlum að losa um gjaldeyris-
höftin án þess að verða fyrir stórskaða.
En hvað sem öðru líður væri ósann-
gjarnt að þakka ekki þeim sem voru
við stjórn þann ávinning sem hefur
náðst í efnahagsmálum við illbæri-
legar aðstæður.
Jójó Davíðs
n Staksteinar og leiðarar
Morgunblaðsins hafa þótt á
köflum illyrtir og skrifaður
af mönnum
sem vart vita
sitt rjúkandi
ráð. Davíð
Oddsson rit-
stjóri er al-
mennt talinn
höfund-
ur þegar aursletturnar eru
mestar. Á dögunum dylgjaði
Davíð um Steingrím J. Sigfús-
son og gaf til kynna að allir
vissu hvað joðið í millinafni
hans þýddi. Skildu einhverj-
ir að þar væri um að ræða
Júdas. Nú hefur Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, pró-
fessor og húmoristi, bent
á það að Davíð hafi meint
Jójó!
Þorgeir sólar-
megin
n Þorgeir Baldursson, að-
aleigandi prentsmiðjunn-
ar Odda, er svo sannarlega
sólarmegin
í viðskipta-
lífinu. Fyr-
irtæki hans
var í mikl-
um ógöng-
um þegar
bankar komu
til hjálpar með gríðarlegum
afskriftum. Milljarðar hurfu
yfir peningamóðuna miklu.
Og nú eru Þorgeir og félagar
á fullu í fjárfestingum að
nýju og voru síðast að kaupa
upp fyrirtækið Plastprent.
Ráðherrann og
Karl
n Ögmundur Jónasson inn-
anríkisráðherra er einhver
kjarkmesti stjórnmálamað-
ur Íslands.
Ráðherrann
hefur aldrei
farið troðn-
ar slóðir eins
sjá má af
samskipta-
sögu hans
við Steingrím J. Sigfússon.
Nú síðast kom ráðherrann
flestum á óvart þegar hann
gerði Karl Sigurbjörnsson,
burthrakinn biskup, að sér-
stökum skjólstæðingi sín-
um. Ögmundur hélt honum
kveðjuhóf og mærði hann
fyrir árangur í starfi. Met-
flótti var úr Þjóðkirkjunni á
valdatíma Karls sem þótti
einstaklega gleyminn og
klaufskur í starfi.
Áfallahjálp Óla
n Siðfræðingurinn og verka-
lýðsformaðurinn Stefán Ein-
ar Stefánsson særði blogg-
ritstjórann
harðskeytta,
Ólaf Arnarson,
djúpt þegar
hann tók
ekki undir
kveðju hans
í snobbsam-
sæti á Hótel Sögu og gekk
frá borði sínu. Þetta varð
til þess að Ólafur skrifaði
grátbólgna grein á vefsíðu
sína, timarim.is, þar sem
hann bar leiðindi sín á torg
og lagði til reiðistjórnunar-
námskeið fyrir formanninn.
Sjálfur virtist hann þurfa
áfallahjálp.
Með lausnir
á öllu
Góðan daginn
Reykjavík …
Russell Crowe þegar hann vaknaði í Reykjavík. – Twitter
Hin björtu teikn
„Lýðskrumarar vilja ekki í neinu
þakka ríkisstjórninni
F
ramundan er þjóðaratkvæða-
greiðsla um nýja stjórnarskrá. Og
þó. Tillaga þingsins um að kos-
ið verði eigi síðar en 20. október
í haust kann að vera ónóg því hún til-
tekur ekki nákvæmlega kjördag. Hann
þarf að ákveða með þriggja mánaða
fyrirvara og frestur til þess rennur út
í vikunni. Óvissa er um hver skuli sjá
um þá tilkynningu, þingið, forseti þess
eða ráðherra. Þannig er málið hugsan-
lega í uppnámi. Þessi staða afhjúpar
tvennt. Annars vegar handvömm Al-
þingis, hins vegar eineltistilburði í garð
nýrrar stjórnarskrár.
Leggjast gegn lýðræðisumbótum
Sú ákvörðun stjórnarmeirihlutans að
færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og
halda verkferlinu utan þings var lof-
orð, tilkomið í andrúmslofti banka-
hrunsins. Nú, þegar rykið er sest,
skeyta stjórnmálamenn minna um
þann frelsisanda sem bærist með
þjóðinni. Rætur þeirra eru innan
kerfisins, ekki utan þess. Stjórnar-
andstaðan, að Hreyfingunni undan-
skilinni, hefur lagst gegn öllum lýð-
ræðisumbótum og bíður þess eins að
taka landið aftur kverkataki. Of margir
stjórnarliðar eru samdauna andstöð-
unni. Samkvæmt skoðanakönnunum
eru miklar líkur á jákvæðni þjóðar-
innar gagnvart nýrri stjórnarskrá
stjórnlagaráðs en meðan það liggur
ekki fyrir í þjóðarkosningu er enginn
skuldbundinn. Einmitt sú staða
hugnast Sjálfstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki og víst, að komist þeir til
valda muni ný stjórnarskrá ekki líta
dagsins ljós.
Hin raunverulega
þrískipting valds
Fylking sú sem andæfir nýrri stjórn-
arskrá stjórnast af þeim hagsmunum
sem una sér best við óbreytt ástand.
Tengslin blasa við. Afdankaðar gam-
alær stjórnmálanna sitja í arfabeði
bankanna og gera það í skjóli ára-
langrar meðvirkni. Sú meðvirkni hef-
ur beinst að fjármagnseigendum, ekki
síst þeim sem lagt hafa eignarhald
sitt á fiskimiðin með dyggri aðstoð
löggjafans. Enda beinast afskrift-
ir bankanna að fjármagnseigendum
en ekki almenningi. Þessi hringekja
tryggir alþingismönnum endurkjör,
útgerðinni arðinn og bönkunum um-
sýsluna.
Framangreint samspil hefur um
árabil fært fjármagnseigendum lykil-
stöðu í hendur. Engar þjóðfélagsum-
bætur eru hér gerðar í trássi við þá.
Þeir manna þingið og þingið mannar
bankana. Þetta er hin raunverulega
þrískipting valds á Íslandi. Ný stjórn-
arskrá umbyltir þessu. Loforð þings-
ins um þjóðaratkvæðagreiðslu í haust
skal því standa.
Einelti í garð nýrrar
stjórnarskrár
Kjallari
Lýður Árnason
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 18. júlí 2012 Miðvikudagur
Johnny Naz ætlar að leysa vandamál Íslendinga. – DV