Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Síða 26
Svein langar í fallhlífar- stökk „Verður maður ekki að prófa?“ skrifar stjörnulög- fræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson á Facebook-síðu sína og birtir tengil á heima- síðu fallhlífarstökkfélagsins Frjáls falls. Svo virðist sem spennufíkn sé að sækja á lögmanninn, en það stend- ur ekki á svörum hjá Face- book-vinum kappans. Flestir hvetja hann til þess að láta slag standa en öðrum finnst þetta of mikil áhætta. „Það er svosem nóg til af lög- fræðingum en ég myndi nú heldur vilja að þú Sveinn Andri myndir halda þig við fjölmiðlana og þá spennu en sleppa því að dingla í spott- um í laki,“ skrifar einn vin- ur sem finnst Sveinn Andri greinilega vera að gera góða hluti á öðrum stöðum. Gengu Fimm- vörðuhálsinn Þær kalla ekki allt ömmu sína, rithöfundurinn Tobba Marinós og ritstýran Björk Eiðsdóttir, en þær gengu Fimmvörðuhálsinn um síð- ustu helgi ásamt hópi föngu- legra kvenna. Þær stöllur eru heldur betur öflugar þegar kemur að útvistinni því þær klifu til að mynda einnig Hvannadalshnjúk saman í vor. Síðasta vika var heldur betur stór fyrir Björk því ekki nóg með að hún hafi gengið Fimmvörðuhálsinn heldur vann hún einnig mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu og fyrsta tölublaðið af Séð og heyrt í hennar ritstjórn kom út. Gangan hefur eflaust verið frábær leið til að ljúka frábærri viku. Björk var alla- vega spennt þegar hún var að leggja af stað: „Á leið á Fimmvörðuháls í 19 kvenna hópi! Boooooring!“ skrifaði hún á Facebook-síðu sína í gegnum farsíma á leiðinni. Horfir á Daw- son's Creek Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastýra Besta flokksins, spurði vini sína á Facebook hvort hún ætti að horfa á myndina The Trials of Henry Kissinger eða Daw- son‘s Creek. „Hvort ætti ég að næra gamla karlinn í mér og horfa á The Trials of Henry Kissinger eða bandaríska unglinginn ca 1999 og byrja á Dawson´s Creek e.01.s01?“ spurði Heiða. Hún svaraði sjálfri sér skömmu síðar. „Ég ætla að opna eina red og horfa á e1s1 og opna svo fb pages og blogga um hvað ég sé viss um að hún Katie nái nýjum hæð- um eftir skilnaðin. Stay tuned.“ RáðþRota Russell CRowe í Reykjavík S tórleikarinn Russell Crowe, sem er ný- lentur á Íslandi, hef- ur ekki hugmynd um hvar bestu veitingahús bæjarins eru. Hann sendir út neyðaróp á Twitter-síðu sinni til félaga síns, Andrew Czorn- ohalan, sem búsettur er á Ís- landi. „@AndrewCzor. Hvar ert þú? Hvað á ég að gera? Mælir þú með einhverjum matsölu- stöðum?“ Andrew, sem virð- ist öllum hnútum kunnug- ur í matsölustaðamenningu Reykjavíkurborgar, svarar Russell um hæl og mælir með að hann geri sér ferð í Skeifuna og snæði á indverska veitinga- staðnum Tandoori. Auk þess bendir hann Russell á Grill- markaðinn og íþróttabarinn Bjarna Fel. Að endingu segir Andrew: „Besta kaffið í bæn- um er á Kaffismiðjunni á Skólavörðustíg.“ Sumarið 2012 ætlar að verða sumar stórstjarnanna en undanfarnar vikur hafa Hollywood-stjörnur streymt til landsins. Auk Crowe er gaman leikarinn Ben Stiller staddur hér ásamt fylgdarliði sínu. Bæði Crowe og Stiller hafa tíst um dvöl sína hér en það er orð sem er notað yfir færslur á samskiptavefnum Twitter. Þá er stórleikstjórinn Darren Aranofsky kominn til landsins auk þess sem sir Ant- hony Hopkins, Jennifer Conn- elly og Emma Watson eru væntanleg. Einkaþota á Reykjavíkurflugvelli Russell Crowe lenti í einka- þotu sinni á Reykjavíkurflug- velli á mánudagsmorgun en hann greindi frá því á Twitt- er-síðu sinni. Hann er hér ásamt fjölskyldu sinni. „Góð- an daginn Reykjavík … í það minnsta held ég að það sé morgunn. Lítur út eins og nótt. Ég held að það verði bara ekki dimmt yfir höfuð. Ný upplifun fyrir mér, 24 tíma sól.“ Crowe er staddur hérna til að leika í stór- myndinni Noah sem segir hina sígildu sögu af Nóa og örkinni. Crowe leikur Nóa en Darren Aranofsky leikstýrir myndinni en hann er einnig kominn til landsins og greindi frá því með tísti. Hann er þekktastur fyrir myndina The Black Swan sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Í myndinni leika einnig Anthony Hopkins, Jennifer Connelly og Harry Potter-stjarnan Emma Watson. Þau eru öll væntanleg til lands- ins á næstunni. Ben Stiller kominn til fjalla „Ísland klukkan 11.04 að kvöldi,“ skrifaði Ben Stiller á Twitter-síðu sína þegar hann setti inn mynd af sólskini á Ægisíðunni. Leikarinn trúði vart sínum eigin aug- um enda fæstir vanir sólskini allan sólar hringinn. Áður hafði hann sett inn mynd af sólskini í Austurstræti. Þá setti leikarinn og leikstjórinn inn aðra mynd seinni part þriðjudags þar sem hann dáðist að hrjóstrugu lands- lagi Íslands og var augljós- lega kominn upp til fjalla. „Ísland á vondum degi, ekki svo slæmt.“ Stiller er staddur hér á landi til að undirbúa tök- ur á myndinni The Secret of Walter Mitty en í þeirri mynd leikur hann aðalhlutverkið ásamt því að leikstýra. Hann sagði í samtali við DV um helgina að hann kæmi aftur til landsins í septem ber með um 100 manna fylgdarlið og yrði hér í þrjá mánuði. Flea í Stakkholtsgjá Það eru ekki bara leikarar sem streyma hingað til lands því Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers, er einnig staddur hér á landi. Hann, eins og hinar stjörnurnar, greindi frá dvöl sinni í gegnum Twitter og setti inn mynd af sér við foss- inn í Stakkholtsgjá í Þórsmörk. Flea eða Fló eins og hann kall- ast á íslensku heitir réttu nafni Michael Peter Balzary. Hann kom meðal annars við í versl- uninni Macland og keypti sér heyrnartól. Fleiri stjörnur á leiðinni Fleiri stórstjörnur munu streyma hingað til lands í haust og vetur en í mynd Ben Stiller leika einnig Kristen Wiig sem sló í gegn í myndinni Bridesmaids og gamanleik- ararnir Adam Scott og Patton Oswalt. Sem og hin góðkunna Shirley MacLaine, en stórleik- arinn Sean Penn hefur einnig verið orðaður við hlutverk í myndinni. Það gæti því verið að þau séu öll á leið hingað til lands í haust. Þá hefur verið staðfest að tökur fyrir þriðju þáttaröð- ina af Game of Thrones munu aftur fara fram hér á landi og fylgir þeim gríðarlegur fjöldi starfsmanna og leikara. Þá er skemmst að minnast þess að Tom Crusie var staddur hér á landi fyrir skömmu en dvöl hans vakti heimsathygli eft- ir að eiginkona hans, Katie Holmes, sótti óvænt um skiln- að. asgeir@dv.is, baldure@dv.is n Stjörnurnar tísta frá Íslandi n Sean Penn hugsanlega á leiðinni 26 Fólk 18. júlí 2012 Miðvikudagur Russell Crowe og Ben Stiller á Íslandi Sean Penn og Shirley MacLaine á leiðinni í haust? Hvar er Ben? Leikarinn tísti þessari mynd ofan af íslensku fjalli Mynd SkjáSkot aF twittER.CoM Flea í Stakkholtsgjá Bassaleikarinn kom við í Macland og skellti sér í Þórsmörk. Mynd SkjáSkot aF twittER.CoM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.