Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 2
Græðir enn á KöGunarauðnum 2 Fréttir F járfestarnir Gunnlaugur Sig- mundsson, Vilhjálmur Þor- steinsson og Örn Karlsson högnuðust um rúmar 364 milljónir króna í fyrra í fjár- festingarfélagi sínu Teton. Félag þeirra á nærri 1.600 milljóna króna eignir en skuldar aðeins rúmar 136 milljónir. Óráðstafað eigið fé félags- ins nam rúmum 1.300 milljónum króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í ársreikningi Teton sem skil- að var til ársreikningaskrár ríkis- skattstjóra þann 5. september síð- astliðinn. Vilhjálmur og Örn eiga 40 prósent í Teton hvor en Gunnlaugur á 20 prósent í því. DV fjallaði um Teton fyrr á þessu ári og spurði Gunnlaug þá út í að- komu hans að Teton. Gunnlaug- ur sagði þá að hann nyti þess að Örn Karlsson, sem er framkvæmdastjóri Tetons, væri mjög fær á sviði fjár- festinga. „Örn er mikill snillingur og ég hef notið góðs af því.“ Stofnað utan um Kögun Teton var upphaflega stofnað utan um eignarhlut þeirra í fjarskiptafyrirtæk- inu Kögun. Þremenningarnir seldu 15 prósenta hlut sinn í Kögun til Baugs- félagsins Dagsbrúnar árið 2006. Fjár- festingarfélagið hefur verið byggt upp á þeim hagnaði sem fékkst fyrir þau bréf. Í ársreikningi Tetons fyrir árið 2006 kemur fram að söluhagnaður fé- lagsins af hlutabréfum það árið hafi numið tæpum hálfum milljarði króna. Orðrétt sagði um uppruna Tetons á heimasíðu fyrirtækisins sem nú hef- ur verið tekin niður: „Teton ehf. er fjár- festingarfélag í eigu þriggja einstak- linga. Það var upphaflega stofnað um eignarhlut þeirra í Kögun hf. en varð að sjálfstæðu fjárfestingarfélagi eftir að Kögun var seld til Dagsbrúnar (nú Teymi og 365) árið 2006.“ 600 milljóna arður Síðan þá hafa hluthafar Tetons tek- ið sér hundruði milljóna króna í arð út úr félaginu, til að mynda 600 millj- ónir króna árið 2009 vegna rekstrar- ársins þar á undan. Sú arðgreiðsla fór til Lúxemborgar en eignarhaldsfélög þremenninganna sem eiga Teton eru skráð þar í landi. Af þessum 600 millj- ónum fékk Gunnlaugur Sigmunds- son 120 milljónir vegna 20 prósenta eignarhlutar síns í Teton. Arðgreiðslan byggði á 1.150 millj- óna króna hagnaði Tetons árið 2008, sama ár og íslensku bankarnir hrundu, gengi krónunnar lækkaði og hlutabréfaverð var í frjálsu falli. Örn vildi ekki greina frá því í samtali við DV á hverju Teton hefði hagnast árið 2008 en á heimasíðu fyrirtækisins kom fram að félagið hefði meðal annars sérhæft sig í skortstöðum á hlutabréfa- markaði. „Við kjósum að auglýsa ekki í hverju við erum að fjárfesta hverju sinni,“ sagði Örn. DV hafði hins vegar heimildir fyrir því að Teton hefði fjár- fest í ríkistryggðum íbúðabréfum og skuldabréfum. Slíkar fjárfestingar ríma ágætlega við það litla sem Örn vildi segja um starfsemi Tetons: „Nei, við höfum bara haft þá reglu að vera ekkert að ræða mikið um okkar viðskipti. Þeir sem þekkja okkur úr viðskiptum vita hins vegar að við höfum verið mjög íhalds- samir; við erum áhyggjufullir að eðlis- fari og ekki miklir „high-flyerar“.“ Fyrir vikið komu þremenningarnir vel und- an hruninu 2008. Dómsmál um Kögun Gunnlaugur Sigmundsson hefur verið til umræðu í fjölmiðlum vegna meið- yrðamáls sem hann hefur höfðað gegn bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir upp- rifjun sína um einkavæðingu Kögunar á bloggsvæði sínu í fyrra. Á níunda ára- tug síðustu aldar var Gunnlaugur Sig- mundsson forstjóri Þróunarfélags Ís- lands í forsætisráðherratíð Steingríms Hermannsonar, formanns Fram- sóknarflokksins. Gunnlaugur átti síð- ar, á árunum 1995 til 1999, eftir að setj- ast á þing fyrir Framsóknarflokkinn. Eitt af því sem Gunnlaugur hef- ur sagt fyrir dómi er að Kögunarmál- ið hafi varpað skugga á orðspor hans í viðskiptalífinu. „Ég var viðurkennd- ur sem góður og heiðarlegur rekstr- armaður.“ Á Gunnlaugi hefur verið að skilja sem umfjöllun fjölmiðla um meint aðstöðubrask hans sjálfs með Kögun hafi verið byggð á misskilningi. Sakaður um að hafa misnotað stöðu sína Þróunarfélagið var í eigu íslenska ríkisins og stofnaði fyrirtækið Kögun árið 1988 til að sjá um viðhald og þróun á ratsjárkerfi bandaríska hersins. Gunnlaugur var einnig for- stjóri Kögunar. Selja átti 71 pró- senta hlut ríkisins í Kögun í skömmt- um á almennum markaði en svo var þetta ekki gert. Fór svo að Gunn- laugur keypti sjálfur stóran hluta þeirra hlutabréfa í Kögun sem selja hefði átt á almennum markaði. Þetta gerði Gunnlaugur án þess að stjórn Kögunar vissi um. Árið 1992 var eignarhlutur Gunn- laugs í Kögun orðinn 12 prósent; sex árum síðar var hann orðinn 27 prósent. Á milli þessara ára, 1992 til 1998, fjórtánfaldaðist virði hluta- bréfa í Kögun og var 480 milljóna króna virði í heildina, líkt og Agnes Bragadóttir fjallaði um í afhjúpandi greinum í Morgunblaðinu undir lok tíunda áratugarins. Í greinunum sagði Agnes að eignarhlutur Gunn- laugs hefði verið nærri 130 milljóna króna virði árið 1998. Inntakið í greinaflokki Agnes- ar var að Gunnlaugur Sigmundsson hefði misnotað aðstöðu sína sem forstjóri Þróunarfélagsins og Kögun- ar og þannig eignast stóran hlut í rík- isfyrirtæki sem átti eftir að margfald- ast í verði. Á þessum tíma, 1998, sátu Gunn- laugur, Örn Karlsson og Vilhjálmur Þorsteinsson í stjórn Kögunar auk n Fjárfestingarfélag Gunnlaugs Sigmundssonar græddi 364 milljónir í fyrra Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sterkefnaður Gunnlaugur Sigmundsson er sterkefnaður eftir að hafa eignast og selt hlutabréf í Kögun. Gunnlaugur fékk til að mynda 120 milljóna króna arðgreiðslu árið 2009. Hann sést hér í dómsal í síðustu viku út af meiðyrðamáli sem hann höfðaði vegna umfjöllun- ar um Kögunarmálið. 10. september 2012 Mánudagur Stofnað á grunni Kögunar Um Teton á heimasíðu félagsins sem nú hefur verið tekin niður: „Teton ehf. er fjárfestingarfélag í eigu þriggja einstaklinga. Það var upphaflega stofnað um eignarhlut þeirra í Kögun hf. en varð að sjálfstæðu fjárfestingarfélagi eftir að Kögun var seld til Dagsbrúnar (nú Teymi og 365) árið 2006. Teton eign- aðist þá hlut í Dagsbrún sem var seldur aftur til þess félags skv. sölurétti í mars 2007. Teton fjárfestir aðallega í skuldabréfum, einkum ríkis- tryggðum, í gjaldmiðlum og í afleiðum. Fjárfestingarstefna þess byggir annars vegar á mati á efnahagshorfum, á tímabil- um frá þremur mánuðum til 2–3 ára, og hins vegar á að nýta hagnaðartækifæri (arbitrage) sem skapast á markaðnum. Félagið tekur bæði gnótt- og skortstöður (long og short). Teton tekur þó að jafnaði ekki gnóttstöður í hlutabréf- um. Þá er félagið ekki virkt í daglegri stöðutöku (day trading). Félagið leitast við að lágmarka skuldara- og gagnaðilaáhættu (credit and counterparty risk). Teton á samstarf og viðskipti við flesta íslenska fjárfestingarbanka og markaðs- aðila. Bakvinnsla og úrvinnsla fer fram hjá Kaupthing Bank Luxembourg samkvæmt rekstrarsamningi.“ Vilhjálmur Þorsteinsson Sigruðu á Norðurlanda- móti í skák Íslandsmeistararnir í skáksveit Rimaskóla sigruðu á Norður- landamóti grunnskólasveita í skák um helgina. Mótið fór fram í Tampere í Finnlandi á sunnudag og bætti sveitin enn einum titlin- um í safnið, að því er fréttastofa RÚV greinir frá. Sveitin vann ör- uggan sigur með 18,5 vinninga af 20 mögulegum. Norska sveitin hafnaði í öðru sæti með 13,5 vinn- inga. Skáksveitina skipa Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhann- esson, Jón Trausti Harðarson, Hrund Hauksdóttir og Nansý Dav- íðsdóttir. Formaðurinn ósáttur við RÚV „Fréttaflutningur RÚV verður mér sífellt meira umhugsunar- efni,“ skrifaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína eftir að hafa horft á kvöldfréttir Sjónvarpsins á laugardag. Þar var greint frá því að tvær konur muni hverfa úr for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins en vísað var til brotthvarfs Ragnheið- ar Elínar Árnadóttur úr embætti þingflokksformanns flokksins og tilkynningar Ólafar Nordal um að hún myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í næstu þingkosning- um og láta af störfum sem varafor- maður flokksins á næsta lands- fundi. „Það er áróðurskenndur uppspuni gegn Sjálfstæðisflokkn- um þegar sagt er ljóst að konum sé að fækka í forystunni. Þetta eru ekki fréttir,“ skrifaði Bjarni og velti upp þeim spurningum hvort hægt væri að fullyrða að kona myndi ekki gefa kost á sér í stað Ólafar á landsfundi flokksins. Vatnstjón á Neskaupstað Talsvert vatnstjón varð á hús- næði Verkmenntaskóla Austur- lands á Neskaupstað um helgina. Heitavatnsrör gaf sig með þeim af- leiðingum að vatn flæddi um gólf á annarri hæð bóknámshúss skól- ans. Þórður Júlíusson, skólameist- ari skólans, sagði í samtali við Mbl.is á sunnudag að mikið tjón hefði hlotist af vatnsflóðinu. „Sem betur fer var þetta uppgötvað fljót- lega en þetta er mikið tjón. Það sem við sjáum eru ónýtar hurðir og gólfefni,“ sagði hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.