Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 16
Í spar- og flúorperum má finna kvika silfur sem er hættulegt um- hverfinu og heilsu manna. Það er mikilvægt að vita hvernig skal bregðast við ef slíkar perur brotna en einnig hvernig skal farga þeim en þær eru flokkaðar sem spilli efni og ekki má henda þeim beint í ruslið. Nú er framleiðendum ekki leng- ur heimilt að selja og dreifa glær- um glóperum til heildsala og endur- söluaðila eins og greint var frá í DV fyrir skömmu en með þessu er verið að uppfylla reglur um orkusparnað í aðildarríkjum EES. Í stað gömlu glóperanna býðst neytendum nú að kaupa sparperur, glóperur eða led- perur. Ekkert kvikasilfur er að finna í led-perunum. Betri þrátt fyrir kvikasilfrið Á síðu Neytendasamtakanna seg- ir að rök ESB um að slíkar perur séu betri, þrátt fyrir kvikasilfrið, séu þau að magn þess í sparperum sé svo lítið að fyrir orkuna sem sparast, sé hægt að komast hjá mun meiri kvikasilfurs- sleppingu sem gerist í sjálfri orkufram- leiðslunni hjá kolaorkuverum. Þar segir einnig að í sparperum sé að hámarki 5 mgr. af kvikasilfri í sparperu. Til samanburðar er nefnt að í tannfyllingum er 0,5 gr og í eldri tegundum hitamæla eru nokkur grömm af kvikasilfri. Neytendur er hvattir til að velja umhverfismerktar sparperur því þær innihalda minna kvikasilfur og end- ast mjög vel. Flokkaðar sem spilliefni Ekki er leyfilegt að henda perunum í ruslafötuna. Þær flokkast sem spilli- efni og því skal skila þeim á endur- vinnslustöðvar þar sem þær eru meðhöndlaðar á réttan hátt. Neytendasamtökin hafa tekið saman upplýsingar um sparperur og hvernig skuli farga þeim en sérstök ílát eru fyrir þær á söfnunarstöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu sem og á söfnunarstöðvum á Suðurnesjum. Í þau á að setja allar ónýtar ljósaper- ur, hvort sem um er að ræða venju- legar glóperur, flúor- eða halógenljós eða svokallaðar sparperur. Ekki þurfi sérstaka meðhöndlun á glóperum en þetta fyrirkomulag sé til einföldun- ar fyrir neytendur svo þeir þurfi ekki að læra að skilja á milli einstakra tegunda. „Flúor-, halógen- og sparperur þarf svo að meðhöndla til að aðskilja kvikasilfur í þeim perum frá gleri og málmum og koma þannig í veg fyrir að kvikasilfur berist frá þeim út í jarð- veg og grunnvatn. Glersallinn er urð- aður og málmarnir endurunnir en kvikasilfrið er sent til Danmerkur til sérstakrar meðhöndlunar.“ Þá er tek- ið fram að ekkert kosti að skila per- um á endurvinnslustöðvar. Fólk hvatt til að fara varlega Jón Steingrímsson, framkvæmda- stjóri Efnamóttökunnar hf., segir að það séu í sjálfu sér fáar hagkvæm- ar lausnir í boði þegar kemur að því að safna ljósaperum á heimilinu án þess að þær brotni. „Ég tel þó að það séu litlar líkur á að þær brotni. Gamla glóperan var miklu brothættari með sitt þunna glæra gler. Fólk veit að gler getur brotnað og er því hvatt til að fara varlega en ég held að það séu litlar líkur á að fólki stafi hætta af per- unum. Annars er gott að hafa í huga þær ráðleggingar sem gefnar eru um hvað skal gera ef þær brotna.“ Jón segir að það sé greinileg vakning hjá almenningi um að safna saman perum en bendir þó á að til þeirra komi um það bil 20 tonn af perum á ári. „Ég hugsa að innflutningur á perum sé margfald- ur á við það og því mikilvægt að við náum betri söfnun. Til dæmis fáum við einungis um það bil 20 prósent af rafhlöðum við söfnun. Nú þegar það eru komnar nýjar reglur um perur verður hugsunarhátturinn að breytast með.“ Fólk er hvatt til að safna öllum tegundum af perum og er það gert til einföldunar fyrir neyt- endur. „Þetta er eins og með raf- hlöðurnar, þær eru mismengandi en við viljum fá þær allar til okkar,“ segir hann. Minni orka og lengri ending Ástæðan fyrir því að glóperurnar eru ekki lengur til sölu er sú að orkuspar- andi perur nota allt að 80 prósentum minna rafmagn og sagt er að ef heim- ili skipti út tíu 60 vatta glóperum fyr- ir samsvarandi orkusparandi per- ur getur sparnaður á raforku verið um það bil 7.000 krónur á ári. Einnig er því haldið fram að þrátt fyrir að sparperur séu dýrari í innkaupum þá borgi þær sig til lengri tíma litið, því þær nota minni orku og endast betur. Minnkar ekki losun gróðurhúsa- lofttegunda hér á landi Skiptar skoðanir eru um áhrif og hentugleika reglugerðarinnar við íslenskar aðstæður. Í minnisblaði orkuskrifstofu iðnaðarráðuneytisins frá árinu 2009 um reglugerðina seg- ir að hefði Ísland sótt um undanþágu frá henni hefði að minnsta kosti ekki verði bannað að markaðssetja gló- perur hér á landi. Hins vegar ligg- ur fyrir að sum fyrirtæki hafa hætt framleiðslu glópera og því spurn- ing hvort undanþága hefði nokkurn tilgang. Þá myndi undanþága leiða til þess að kröfur um gæði ljósapera ættu ekki við hér á landi og því væru engar takmarkanir á því hvers konar ljósaperur, þar með taldar sparperur, mætti markaðssetja hér á landi. Ís- land yrði þá eina landið á innri mark- aðnum þar sem markaðssetja mætti ljósaperur sem ekki uppfylla vist- hönnunarkröfur Evrópusambands- ins, sem aftur gæti leitt til þess að ljósaperum sem ekki uppfylla kröfur annarra aðildarríkja EES-samnings- ins yrði hent á markað hér á landi.“ Einnig er tekið fram að fallist sé á að notkun sparpera dragi ekki úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi þar sem slík losun frá raf- orkuframleiðslu er lítil. Hins vegar er bent á útreikninga Orkuseturs um árlegan heildarsparnað raforku- kostnaðar heimila hér á landi. Þá segir einnig að efni reglugerðarinn- ar hafi nokkurn samhljóm með sam- starfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar þar sem kveðið var á um að gerð verði áætlun um orkusparnað, jafnt fyrir atvinnufyrirtæki og heimili og að efld yrði fræðsla til almennings og fyrirtækja um vistvæn innkaup, umhverfismerkta vöru og gildi sjálf- bærrar neyslu. n n Nýjar perur, sem koma í stað glóperunnar, eru flokkaðar sem spilliefni Algengt verð 259.5 kr. 262.7 kr. Algengt verð 256.3 kr. 258.5 kr. Höfuðborgarsvæðið 256.2 kr. 258.4 kr. Algengt verð 259.5 kr. 262.7 kr Algengt verð 258.6 kr. 258.9 kr. Melabraut 256.3 kr. 258.5 kr. Eldsneytisverð 9. september Bensín Dísil Framúrskar- andi þjónusta n Lofið fær D&C verkstæði að Hamarshöfða. „Verk- stæðið sérhæfir sig í viðgerðum á bílum og ég vil fá að lofa það fyrir framúrskarandi þjónustu,“ seg- ir viðskiptavin- ur í skilaboðum til DV. Rán á holl- ustufæði n Lastið að þessu sinni fær Nóta- tún fyrir hátt verð á berjum en DV fékk eftirfarandi sent; „Í Nóatúni kostar kílóið af kirsu- berjum 2.998 krónur. Þokka- legt rán á hollustu- fæði. Það er fínt að fara frekar á nammibarinn en kílóverðið er lægra þar,“ segir óánægður viðskipta- vinur. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is „Nú þegar það eru komnar nýjar regl- ur um perur verður hugs- unarhátturinn að breyt- ast með. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um það hvað skuli gera ef sparpera brotnar: n Ef sparpera brotnar losnar um lítið magn af kvikasilfursögnum sem þú skalt forðast að anda að þér. n Hafðu opinn glugga á meðan þú þrífur upp perubrotin. n Ekki nota kúst því hann getur dreift kvikasilfrinu enn frekar. n Skrapaðu frekar upp brotin með pappaspjaldi og svo má nota límband og blautan eldhúspappír til að ná smáum ögnum. n Gakktu frá brotunum í loftþétt ílát svo sem sultukrukku eða frystipoka og skilaðu þessu inn sem spilliefni á næstu endurvinnslu- eða móttökustöð. n Til vonar og vara er gott að lofta vel út í 15 mínútur eftir þrifin og vera meðvit- aður um að lofta aðeins aukalega næstu 14 dagana. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Glóperur Tími þessara pera er liðinn. KviKasilfur í sparperum 16 Neytendur 10. september 2012 Mánudagur n Lastið í síðasta blaði fékk Munnharpan en hér birtist svar þeirra við lastinu. „Eins og segir á kaffiseðli okkar þá er um að ræða Söru Bern- hardt köku á okkar máta. Inni- haldið er marengsbotn, kara- melluseruð mjólk (Condensed milk), möndlur og brætt kaffisúkkulaði. Þetta útskýr- ir að einhverju leyti sætleika kökunnar. Annars er gaman að segja frá því að þessa dag- ana eigum við von á aðstöðu- bætingu á kaffihluta veitinga- hússins og munum við taka allan kaffiseðilinn til endur- skoðunar í kjölfarið. Ef þú, kæri viðskiptavinur, myndir vilja hafa samband aftur þætti okk- ur vænt um að mega bjóða þér til okkar hvort sem er í kaffi og með því eða í glæsilegan málsverð til að bæta fyrir þessa leiðinda upplifun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.