Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 18
illa sviðsett skyndidepurð Fyrsti útisigurinn á Kýpur? n Tækifæri til að brjóta blað í sögu íslenska landsliðsins L íklegast má fullyrða að í hugum flestra íslenskra knattspyrnu­ aðdáenda eigi íslenska karla­ landsliðið aldrei að vera í meiriháttar vandræðum með að vinna sigur á landsliðum á borð við Kýpur. Engu að síður hefur íslenskt landslið aldrei sigrað Kýpverja á úti­ velli. Samkvæmt tölfræðivef Knatt­ spyrnu sambands Íslands hafa Kýp­ ur og Ísland mæst alls fimm sinnum frá árinu 1991. Á þeim tíma hefur Ís­ land tvívegis farið með nauman sig­ ur af hólmi á heimavelli en þrívegis hafa leikir þessara landsliða endað með jafntefli. Athyglisvert, sérstaklega með það í huga að landslið Íslands nú síð­ ari árin hefur að mestu verið skipað góðum atvinnumönnum í erfiðum deildum Evrópu meðan landsliðs­ menn Kýpur hafa lítið fengið að spreyta sig með stórliðum álfunn­ ar. Þvert á móti hafa þeir leikmenn landsliðsins sem komist hafa út fyr­ ir landssteinanna spriklað með fé­ lagsliðum í Kasakstan og þess háttar þjóðum margir hverjir. Kýpur tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni Heimsmeistara­ keppninnar fyrir helgina þegar 3–1 tap varð raunin á útivelli gegn Al­ baníu. Þar er enn eitt landsliðið sem Ísland á eftir að mæta en Albanir hafa sigrað Ísland tvívegis í þremur viðureignum þjóðanna alls. Það er aðeins á brattann að sækja fyrir landslið Íslands sem mætir Kýp­ verjum seinni partinn á morgun á Antonis Papadopoulos­leikvangin­ um á Kýpur en kominn er tími til að liðið, uppfullt af metnaði, breyti þeirri staðreynd að aldrei hefur unn­ ist útisigur gegn því landsliði. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV á þriðjudag. albert@dv.is 18 Sport Fellaini að fara Belginn Marouane Fellaini hjá Everton segir yfirstandandi tímabil líklega það síðasta í skyrtu þess liðs og telur ekki útilokað að hann fari frá Englandi fyrir næstu leiktíð. Fellaini hefur verið einn af bestu leikmönnum Everton um hríð og byrjaði þessa leiktíð frábærlega. Svo mjög reyndar að sögusagn­ ir hafa verið um að stórliðin hafi jafnvel áhuga að kaupa kappann. Í viðtali við dagblað í heimalandinu sagði Fellaini hreint út að þetta væri að öllum líkindum hans síð­ asta tímabil og helst vildi hann fara frá Englandi. Reina úti í kuldanum Sumir stuðningsmenn Liver­ pool hafa lengi vel gagnrýnt að­ almarkvörð liðsins, Pepe Reina, og telja hann ekki nógu góðan markvörð fyrir stórlið. Brend­ an Rodgers, stjóri liðsins, virð­ ist hugsa á svipuðum nótum ef marka má þýska fjölmiðla. Þeir segja frá því að Rodgers hafi hug á að kaupa Marc­ Andre ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Sá hefur staðið sig vel þar en hvort hann er efni til að leysa Reina af hólmi er spurning. Del Piero í ruglinu? Alessandro del Piero samdi fyrr í vikunni við lítt þekkt knattspyrnu­ lið í Ástralíu af öllum stöðum þrátt fyrir áhuga allnokkurra félagsliða víða um heiminn. Honum bauðst meira að segja að spila í ensku úrvalsdeildinni. Þó vekur mesta athygli að hann skyldi ekki leggja skóna á hilluna eftir mjög far­ sælan feril með Juventus á Ítalíu. Del Piero hefur talað um að hætta knattspyrnuiðkun um tveggja ára skeið hið minnsta og skýtur skökku við að þvælast til Ástral­ íu í stað þess að standa við stóru orðin. Rooney opnar sig Wayne Rooney gefur út bók inn­ an tíðar þar sem fram koma ýmis leyndarmál fyrrum og núverandi liðsfélaga hans hjá Manchester United auk annars. Meðal annars skýrir Rooney tæpitungulaust frá því að Cristiano Ronaldo hafi aldrei getað gengið framhjá spegli án þess að dást að. Portúgalinn sé uppfullur af sjálfum sér og ekki til sé stærra egó hjá nokkrum öðrum sem Rooney hefur kynnst. Leiðinleg hefð Landsliðið íslenska þarf að sigra Kýpur á útivelli annað kvöld. Mynd: ReuTeRs C ristiano Ronaldo ætti að vera einn af hamingjusöm­ ustu einstaklingum í ver­ öldinni. Hæfileikar hans á knattspyrnuvellinum óum­ deilanlega stórkostlegir, hann er dáður af milljónum um víða veröld og ekki aðeins af aðdáendum Real Madrid eða Manchester United. Milljarðar króna nú þegar á banka­ bókinni og þótt hann pakkaði öllu saman í dag gæti hann sennilega ekki eytt þeim peningum sem hann hefur þénað fyrir boltasparkið og alls kyns auglýsingasamninga. Hvers vegna er þá maðurinn í þunglyndi hjá Real Madrid? enginn veit svarið Það kom flatt upp á bókstaflega alla þegar Cristiano Ronaldo tók upp á því í leik með Real Madrid um síðustu helgi að fagna ekki tveimur mörkum sínum, grenja á varamannabekkn­ um og tala svo um í kjölfar leiksins að allir innan liðsins vissu hvers vegna hann er óhamingjusamur og vill fara frá liðinu. Enn þann dag í dag eru spænskir fjölmiðlar, sem eru bæði aðgangsharð­ ir almennt en ekki síður með góð sam­ bönd innan félagsliðanna í spænska boltanum, engu nær um hvað Ron­ aldo er að tala um eða af hverju óham­ ingja hans stafar. Þeir liðsfélagar hans hjá Real Madrid sem hafa tjáð sig síðan koma af fjöllum. Nú síðast Karim Benzema sem segir Ronaldo ekki einu sinni hafa sýnt depurð eða þunglyndi svo hann viti til. Sömu sögu er að segja af félög­ um Ronaldo í portúgalska landsliðinu. Þar hefur Ronaldo ekki sýnt neitt ann­ að en venjulega. Ólíkt því sem gerðist með Real Madrid fyrir viku þá fagn­ aði Ronaldo með liðsfélögum sínum í Portúgal innilega í 2–1 sigri á landsliði Lúxemborg á föstudaginn var. Leikrit fyrir peninga? Skyndidepurð Ronaldo er af sum­ um spekingum á Spáni og víðar talin vera sett á svið. Ronaldo fái ekki þau laun hjá Real Madrid sem hann hafi farið fram á og líti því hýru auga til félagsliða sem borgi best allra. Liða á borð við Manchester City eða PSG í Frakklandi sem bæði eru í eigu vell­ auðugra manna sem láta sig litlu skipta milljarða til eða frá í laun fyrir súperstjörnur. Þannig sé Ronaldo að setja þung­ lyndi á svið til að gefa öðrum félags­ liðum ástæðu til að hafa samband við stjórn Real Madrid og forvitn­ ast um kaup og kjör. Því auðvitað fer Real Madrid ekki að selja sína allra stærstu stjörnu nema eitthvað meiriháttar komi í veg fyrir að hann spili eins og hann á að sér. Sömuleiðis eru aðrir sem segja vælið í Ronaldo stafa af mikil­ mennskubrjálæði. Hann sé fúll af því að áhangendur Real Madrid séu ekki nógu duglegir að hylla hann og gefi honum ekki nógan plús fyrir að standa sig jafn vel og raun ber vitni. Ronaldo tístaði þó á fimmtu daginn og sagði þar að depurð hans hjá Real Madrid snérist ekki um peninga án þess þó að nefna hvað vandamál­ ið væri. „Einn góðan veðurdag mun fólk átta sig á hvað það er sem ég er óánægður með.“ Feit launahækkun á leiðinni En kannski þarf ekki að bíða eftir einum góðum veðurdegi. Spænska blaðið Marca hefur eftir áreiðanleg­ um heimildum innan úr herbúðum Real Madrid að yfirlýsingar frá liðinu og Ronaldo sé að vænta. Þar komi fram að verið sé að undirbúa nýjan og lengri samning til handa Cristiano sem festi Portúgalann hjá liðinu til 2016 hið minnsta. Sömuleiðis mun knattspyrnufélagið lýsa yfir full­ um stuðningi við að Ronaldo verði valinn knattspyrnumaður ársins. Sé þetta rétt er líklega óhætt að stimpla Cristiano Ronaldo athyglis­ sjúkan fýlukarl því yfirleitt eru það aðeins börn sem hlaupa í fýlu þegar þau fá ekki allt sem þau vilja. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is „Skyndidepurð Ronaldo er af sumum spekingum á Spáni og víðar talin vera sett á svið. n Enn á huldu hvers vegna Cristiano Ronaldo er svona óhamingjusamur Vælukjói Cristiano Ronaldo hefur heiminn í hendi sér en telur það ekki nóg ef marka má orðróm sem gengur á Spáni. Mynd ReuTeRs stórkostlegur leikmaður Enginn efast um getu Ronaldo á vellinum og Real Madrid er sýnu lélegra lið án hans. Ronaldo hefur skorað 150 mörk í 150 leikjum fyrir liðið. Mynd ReuTeRs 10. september 2012 Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.