Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn Ö gmundur Jónasson innanrík- isráðherra er uppvís að því að hafa brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumanns á Húsavík en snið- gekk konu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Halla Bergþóra Björnsdóttir hafi í fjölmörg- um atriðum verið hæfari til að gegna stöðunni. Svavar Pálsson, sem var ráð- herranum þóknanlegur, þótti einung- is standa Höllu framar í einum þætti af átta sem metnir voru. Ráðherr- ann vísaði í vörn sinni meðal annars til persónulegra kosta Svavars í rök- stuðningi fyrir ráðningunni. Það sorglega við þetta mál er að Ögmundur ráðherra virðist ekki iðrast að marki né ætla að axla sína ábyrgð með þeim eðlilega hætti að segja af sér. Ögmundur fylgir þarna þeirri spillingarlínu sem forverar hans hafa fylgt. Þegar þeir hafa verið dæmdir fyr- ir afglöp eða frændhygli hafa þeir yppt öxlum og látið sem ekkert væri. Ríkis- sjóður hefur þurft að leggja út stórfé fyrir sektum og málskostnaði en hin- ir dæmdu og spilltu sitja áfram. Við- brögð Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í svipuðu máli voru þau að jafnréttislögin væru barn síns tíma og niðurstaða um brot hans því léttvæg. Þetta eru sömu viðbrögð og annarra ráðherra sem hafa verið sekir fundnir. Eitt helsta meinið í íslensku samfé- lagi er að menn taka ekki ábyrgð. „Shit happens“ eru hefðbundin viðbrögð. Þannig láta lögbrjótar af öllu tagi eins og það séu mistök hvernig þeir gengu fram. Og það þurfi ekki frekari um- ræðu við. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra var á dögunum dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Hennar viðbrögð voru ekki ólík því sem gerðist hjá Birni Bjarnasyni. Hún lét þó í ljósi iðrun með skilyrtri afsökunarbeiðni. Ögmundur iðrast einskis. Og hann situr sem fastast eins og allir hin- ir ráðherrarnir sem brutu lög. Þetta er sérstaklega sorglegt í því ljósi að innanríkisráðherra er yfirlýstur bar- áttumaður fyrir betra siðferði í sam- félaginu. Hann er einn þeirra sem hef- ur verið óþreytandi að benda á þær meinsemdir sem urðu Íslandi að falli. Ef Ögmundur hefði sýnt þann mann- dóm að segja af sér ráðherraembætti hefði hann verið sjálfum sér sam- kvæmur. Hann hefði getað sett ný við- mið hvað varðar ábyrgð manna í æðstu stöðum. Leið hans í ráðherrastól á næsta kjörtímabili hefði verið opin. Hann hefði stækkað af ákvörðun sinni. En hann hefur kosið að stinga höfðinu í sandinn og bregðast við eins og hinir spilltu. Lögin má brjóta, af því að þau eru barn síns tíma, er viðhorfið. Þetta er ömurlegt viðhorf Ögmund- ur. Þú hefur brugðist þjóðinni og sjálf- um þér. Stríð í Reykjavík n Á meðal þeirra sem hyggja á framboð innan Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík er Kjartan Magn- ússon borg- arfulltrúi. Kjartan er ekki líklegur til stórræða en víst er að hann á góða möguleika á þingsæti. Þá er fullyrt að Hanna Birna Krist- jánsdóttir fari fram en bíði eftir rétta tækifærinu til að tilkynna framboð sitt. Þar með er ljóst að mikið fjör verður í toppslagnum. Illugi Gunnarsson mun reyna að verja vígi sitt líkt og Guðlaug- ur Þór Þórðarson. Guðlaugur glímir við kolsvarta styrkja- fortíð sína og á minnsta möguleika á að lifa af próf- kjör. Það léttir þó á mestu spennunni á toppnum að Ólöf Nordal hefur staðfest að hún muni hætta eins og sagt var frá í sandkorni. Kafbátur þingmanns n Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar leggja nú nótt við dag til að tryggja að uppstill- ing verði í Reykjavík en ekki prófkjör. Vilja þeir að fulltrúa- ráðið skipi á listana. Þannig er talið að tryggja megi Guðlaugi áfram- haldandi þingsetu. Foringi herráðs Guðlaugs er Óttarr Guðlaugsson, starfsmaður Símans. Sá rær nú lífróður í þessu skyni til að bjarga fé- laga sínum. Óttarr er af gár- ungunum gjarnan kallaður kafbátur Gulla. Hugmyndir um uppstillingu leggjast illa í aðra flokksmenn. Þrýst á Gunnar n Gunnar Birgisson, fyrrver- andi bæjarstjóri í Kópa- vogi, er kominn á fremsta hlunn með að stökkva í þingfram- boð. Eins og sagt var frá í sandkorni fyrir nokkru er lagt að honum að taka slaginn með það fyrir augum að komast í forystusveit flokksins. Gunn- ar hefur meðal annars verið hvattur af þungavigtarfólki úr stjórnmálum og viðskiptum. Margrét og Ingvi n Margir stjórnmálamenn hafa lagst á árar með Ingva Hrafni Jónssyni, sjónvarpsstjóra ÍNN, með því að stýra umræðu- þáttum hjá honum. Ingvi Hrafn var ný- lega dæmd- ur í fangelsi fyrir að hafa fé af ríkissjóði. Nýjasti þáttastjórnandinn er Margrét Tryggvadóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, sem er einn ötulasti baráttumaður Alþingis fyrir réttlæti og gegn spillingu. Hann er fæddur í þetta Ég var með kvíða Jóhanna Pálsdóttir er kærasta tískulöggunnar Arnars Gauta Sverrissonar. – DVJónas Sigurðsson notaði áfengi til að deyfa kvíðann. – DV Lögbrot ráðherra„Ögmundur ráðherra virðist ekki iðrast U ndirritaður var til umfjöllun- ar í sandkorni DV nýverið. Þar var ýmislegt látið flakka, eins og von er til í slíkum dálki. Þetta sandkorn fjallaði um ímynd mína sem stjórnmálamanns. Fyrir það fyrsta þá held ég að stjórnmálamenn eigi ekki að vera of áhyggjufullur út af ímynd sinni. Við búum í fámennu landi og kostir manna og gallar spyrjast hratt út manna á meðal. Íslenskir stjórn- málamenn eru því ekki eins ofurseld- ir fjölmiðlum eins og gjarnan er í fjöl- mennari ríkjum. Á sama tíma eiga stjórnmálamenn erfiðara um vik hér á landi að draga upp einhverja glans- mynd af sjálfum sér. Svo dæmi sé tekið þá hafa margir vinir mínir bent mér á að ég þurfi nauðsynlega að láta taka af mér betri myndir en þær sem reglu- lega birtast í blöðum og á netinu. En vandinn er auðvitað sá að myndirn- ar eru nokkuð nærri fyrirmyndinni og til lítils að reyna að breyta því, að minnsta kosti úr þessu. Það gengur ekki að það sé of mikið frávik frá því sem raunverulegt er og því sem haldið er að almenningi. Málið loðir við Að þessu sögðu þá er rétt að vinda sér í efni sandkornsins. Titill kornsins var „Ímynd Illuga“ og því fylgdi auðvitað mynd af undirrituðum. Efni korns- ins var meðal annars það að undirrit- aður burðist með það að hafa „tekið þátt í óheiðarlegu peningabralli með eigur Sjóðs 9 sem var innan Glitnis. Jafnvel þótt lögfræðiálit gefi til kynna sakleysi loðir málið við hann.“ Engum vafa er undirorpið að stjórnarseta mín í peningamarkaðssjóðum Glitnis hef- ur skaðað mig pólitískt. Því fæ ég ekki breytt, ekkert frekar en ég get breytt myndum af mér og vitanlega hafa þessir atburðir áhrif á ímynd mína, annað hvort væri nú. En ég er sann- færður um að ímynd manna ráðist ekki síður af því hvernig þeir bregðast við áföllum og ágjöfum og þess vegna langar mig að árétta nokkur atriði. Af þingi og aftur á þing Ég ákvað að víkja af þingi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþing- is kom út. Það gerði ég vegna þess að þar var lagt til að sérstakur saksóknari skoðaði mál allra peningamarkaðs- sjóðanna. Það var ekki ánægjuleg ákvörðun, en fljóttekin. Ég taldi að hægt væri að draga trúverðugleika minn gagnvart kjósendum í efa og við slíkt gæti ég ekki búið. Um einu og hálfu ári eftir að ég tók mér leyfi frá þingstörfum sneri ég aftur til minna starfa. Og nú kemur loksins að þeim punkti sandkornsins sem ég ætla að ræða um sérstaklega. Í sandkorni var gefið í skyn að það hafi ég gert vegna þess að lögfræðiálit gæfi til kynna sak- leysi mitt. Þetta er einungis hluti af þeim ástæðum sem lágu að baki því að ég sneri aftur til minna starfa. Ekki bara lögfræðiálit Ein af ástæðum þess að ég beið þetta lengi með að snúa aftur var sú að það var höfðað skaðabótamál á grundvelli niðurstöðu skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. Þar með reyndi á þær fullyrðingar sem þar höfðu kom- ið fram. Niðurstaða málsins varð sú að þeir sem höfðuðu málið drógu til baka öll ákæruatriði nema eitt, eftir að þeir höfðu fengið í hendurnar svör- in við þeim fullyrðingum sem birtust í skýrslu nefndarinnar. Það atriði sem stóð eftir, fór fyrir dóm, en var vísað frá. Þessi niðurstaða skipti mig aug- ljóslega miklu máli. En henni til við- bótar var unnið lögfræðiálit af einum virtasta lögmanni landsins á þessu sviði um þær athugasemdir sem gerð- ar eru í skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar. Niðurstaða þess álits er sú sem rak- in er í sandkorni. Þessu til viðbótar liggur það fyrir, skjalfest frá fjármálaráðherra, að engir peningar fóru úr ríkissjóði vegna upp- gjörs þessa sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Sú staðreynd skiptir auðvitað miklu máli, því það var fullyrt ranglega, aft- ur og aftur, að peningar skattborgar- anna hefðu verið notaðir í því uppgjöri. Þegar þetta var allt saman komið fram og orðið opinbert, þá tók ég ákvörðun um að snúa aftur til starfa minna. Það er alveg rétt hjá sandkornsritara að þetta mál allt hefur skaðað ímynd mína. En viðbrögð mín voru þessi, að víkja til hliðar og bíða þess að fram kæmu gögn sem sanngjarnt fólk gæti lagt mat á og tekið afstöðu til hvort ég hafi gert rétt eða rangt. Svo er bara að sjá til, gera sitt besta og leggja verk sín í dóm kjósenda. Ímyndarmál Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 10. september 2012 Mánudagur Kjallari Illugi Gunnarsson „Þessu til viðbót- ar liggur það fyrir, skjalfest frá fjármálaráð- herra, að engir peningar fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs þessa sjóðs sem ég sat í stjórn hjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.